Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 13

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 13
Pressuball” Mosfellsblaðsins 99 Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra og Edda Guðmundsdóttir voru heiðursgestir blaðsins og skemmtu bæði sér og öðrum konunglega. Mæðginin Þorlákur Magnús á Blikastöðum og íuðlaug Kristófersdóttir stjómuðu söngnum, bæði með gitar. Kiwanisklúbburinn Geysir 25 ára F. v. Ásgeir Már Valdemarsson, forseti Geysis og Frímann Lúðvíksson kjörforseti, afhenda Jens Halldórssyni viðurkenningu fyrir fyrir afar góð störf hans að Kiwanismálum. Við hlið hans er kona hans, Alexía Margrét Ólafsdóttir. Ólafúr Gunnarsson matreiðslumaður, ásamt veislustjóra kvöldsins með harmonikkuna Gísla S. Einarssyni, alþingismanni. Veislustjóm Gísla var með eindæmum skemmtileg og eftirminnileg. Jól og áramót Mosfellingar áttu róleg jól, góð áramót, nema að margir íbúar bæjarins austan Vesmrlandsvegar voru undrandi þegar hefðbundin Teigabrenna var lögð niður umræðulaust og fólki stefnt akandi og gangandi yfir Vesturlandsveg í Ullamesbrekku á brennu þar. Þrettándakvöldið var yndislegt við Tangahverftð, þar sem þúsundir manna vora viðstaddir brennu og hátiðahöld, kórar sungu, Erlingur á hominu var álfakóngur og Anita Pálsdóttir álfadrottning, Björgunarsveitin skaut upp flugeldum og veðrið var frábært. Blaðið telur að þama hafi verið milli 4 og 6 þúsund manns, eða stærsta samkoma í þessu héraði fyrr og síðar. Reyndar gleymdi lögreglan að mæta á þessa ágætu hátíð, þannig að enginn taldi hópinn. Hér með fylgja ljósmyndir frá ýmsum hliðum jólahátíðarinnar á þessu nýliðna, fyrsta ári nýrrar aldar og byrjun ársins 2001. Skötuhlaðborð í Hlégarði Vignir Kristjánsson, veitingamaður í Hlégarði opnaði húsið upp á gátt á Þorláksmessu fyrir bæjarbúum með herjans mikilii skötuveislu, sem stóð langt fram á dag og var afar vel sótt. Ýmislegt þjóðlegt var á boðstólum með skötunni, svo sem hákarl, saltfiskur og fleira að ógleymdum vestfirskum hnoðmör og tólg þeirra sunnlendinga. Fólk hópaðist í Hlégarð og kunni vel að meta skötuborðið sem sést hér á myndinni með mörgum þekktum Mosfellingum yfír sér, f.h. Ágúst Óskarsson, Jóhann Guðjónsson, Bjarki Sigurðsson, Páll Ásmundsson og innst glittir i Ólaf Ásmundsson. Mosfellsblaðið hélt „pressuball" s.l. haust og staðan yfirfarin, en hún er nokkuð góð eftir þriggja ára útgáfústarfsemi. Blaðið nýtur vinsælda og nú er enn meiri kraftur í því eftir komu Karls Tómassonar og er blaðinu dreift í Mosfellsbæ, Kjalames, Kjós, Þingvallasveit og að hluta i Grafarvog. Blaðið rnun koma út mánaðarlega fyrst unt sinn og oftar ef markaðurinn kallar á slíkt. Kiwanisklúbburinn Geysir hélt upp á 25 ára afmæli sitt i Kiwanishúsinu við Köldukvísl laugardaginn 2. desember s.l. Þama var hinn besti afmælisfagnaður, ýmsir komu í heimsókn og færðu gjafir, þar á meðal frá Kiwanisklúbbnum Mosfelli í Mosfellsbæ. Kvöldverður var undir stjóm Ólafs Gunnarssonar, matreiðslumanns, en veislustjóm, harmonikkuspil og íjöldasöngur var í höndum Gísla S. Einarssonar, alþingismanns. Síðar um kvöldið var stiginn dans og var góður andi og fagnaður á þessu 25 ára afmæli Geysis. Félagar í Geysi era 35.

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.