Vísir - 16.02.1970, Side 9
VlSIR . Mánudagur 16. febrúar 1970.
I
Úr dómum
hæstaréttar
Ef flett er dómum hæstaréttar
frá 50 ára starfsferll hans,
kennir þar margra grasa. Mörg
eru þar mál, sem mikill styrr
hefur staðió um, meðan þau
stóðu yfir, svo sem: Hnífsdals-
málið, Kollumálið, 9. nóvember-
málið, Ólafs Friörikssonarslag-
urinn, Dynskógafjörumálið, 30.
marzmálið o. fl.
Deilumál manna eru öðrum
málum vinsælli til umræðu og
þvi eðlilegt, að í hæstaréttar-
dómum megi finna aragrúa mála,
sem segja mætti um, „aö ekki
hafj verið um annað meir talaö,
þegar þau stóðu“. Enginn mögu-
leiki er að gefa lesendum neitt,
sem nálgazt gæti að vera sýnis-
horn af þessu, en örstutt ágrip
þriggja mála er hér birt og eru
þau nánast af handahófi valin,
en ekkert fyrir það, að þau séu
endilega merkilegri eða umtals-
verðari en önnur mál. Þau urðu
bara fyrir, þegar gripið var nið-
ur á þrem stöðum í hæstaréttar-
dómum, sem fylla mörg bindi
þykkra doðranta, eftir þessa
hálfu öld. , ,
Dynskóga-
fjörumálið
í febr. 1941 strandaði erlenda
vöruflutningaskipið P á Kötlu-
töngum á Mýrdalssandi. Farmur
þess var 100 bifreiðar og um
6000 smál. hrájárns. Eftir beiðni
eigenda og vátryggjenda skips
og frams tók Skipaútg. ríkisins
að sér að reyna björgun. Til þess
að létta skipið var 5000 t. af
járninu varpað fyrir borð við
skipið og sett í tvær hrúgur.
Tókst aö bjarga skipinu, bílun-
um og um 1000 t. af jámi. Gekk
dómur í þvf björgunarmáli 1943.
Á fyrstu árum eftir strandiö
gerðu ýmsir aðilar tilraunir til
að bjarga jáminu, sem varpað
var fyrir borö. en það tókst að-
eins í litlum mæli. Þessar björg-
unartilraunir sættu engum and-
mælum af hálfu neinna aðila.
Sfðan var ekkert aöhafzt f
þessum efnum fyrr en E og B
gerðu f júní 1951 samning við
fjörueigendur (K), þar sem jám-
ið var talið vera, um björgun
þess og ráðstöfun. Leituðu E
og B um sumariö en fundu ekk-
ert.
1 maf 1952 gerði Skipaútg.
rfk. samning við 5 aðila (Klb)
um björgun á jáminu. í júní og
júlí 1952 fundu Klb jámhrúgum-
ar f sandinum. Menn á vegum
K hófu björgunaraðgerðir á
jáminu f júlílok 1952, en Klb
svo og E og B, sem gengiö
höfðu inn í fyrmefndan björg-
unarsamn. við Skipaútg., fengu
lagt lögbann við þeim aðgerðum.
Það lögbann var fellt úr gildi
með héraösdómi í ág. 1952.
Meðan málarekstur sá stóð,
höfðu Klb, E og B fengizt við
björgun jámsins og tekizt að
bjarga nokkru af því, en f ág.-
lok 1952 fékk K lagt lðgbann
við þessum aðgerðum Klb, E og
B. í staðfestingarmáli þess gerð-
ust rikissjóður (R) og vátryggj-
endur jámsins (V) aðilar.
Hæstiréttur eins og hann er skipaður í dag (f. h. talið): Benedikt Sigurjónsson, Gunnar Thoroddsen, Einar Arnalds nú-
verandi forseti Hæstaréttar, Gizur Bergsteinsson, Logi Einarsson og lengst til vinstri er hæstaréttarritari, Sigurður Lín-
dal.
HÆSTIRETTUR 50
„Tjað er vegsemd fyrir hina ís-
lenzku þjóð, að hún nú
aftur hefur fengið æðsta dóms-
vald og allt dómsvald sinna
mála f sínar hendur, og það er
vegsamlegt starf, sem þessum
dómstóli er falið — að kveða
upp úrslitaúrskurði í réttarþræt-
um borgaranna og leggja fulln-
aðardóma á misgemingamál
..“ sagði Kristján Jónsson,
fyrsti forseti Hæstaréttar, f
stuttri ræöu, sem hann hélt,
þegar hann setti fyrsta dómþing
Hæstaréttar 16. febr. 1920 fyrir
hálfri öld.
Þá hafði æðsta dómsvald í
málum fslendinga verið í hönd-
um útlendinga frá því árið 1281,
eða í rúmar sex aldir.
50 ár er ekki hár aldur slíkrar
stofnunar, ef miðað er við ná-
grannaríki okkar, þar sem hæsti-
réttur Dana er rúmlega 300 ára
gamall og hæstiréttur Norð-
manna um 150 ára. Reyndar
varð Hæstiréttur stofnaður með
tilkomu sambandslaganna 1.
des 1918, en afmælisins er
minnst 16. febr., þvi aö þann
dag var fyrsta dómþing hans
sett. Var það í dæmigerðu þrætu
máli borgara þeirra tíma, sem
risið hafði út af rektspýtu, er
hirt hafði verið af fjöm undan
landi manns, sem ekki hafði þó
rekarétt fjömnnar. Andvirði
rekatrésins var metið þá á 65
kr.
Hæstiréttur tók við af Lands
yfirrétti, sem stofnaður var 11.
júlí árið 1800, en Landsyfirrétt
ur hafði að vísu ekki verið
æösti dómstóll landsins, þar eð
dómum hans mátti áfrýja til
Hæstaréttar Dana. Dómarar
Landsyfirréttar, sem voru þrír
— Kristján Jónsson, Eggert
Briem og Halldór Daníelsson —
gengu allir upp úr honum I
Hæstarétt,- En i Hæstarétti áttu
að sitja 5 dómarar, meðan að-
eins höfðu setið þrír í Landsyf-
irrétti, og auk þessara þriggja
ofannefndra dómara tóku sæti i
Hæstarétti þeir Páll Einarsson
og Lárus H. Bjamason.
Ein meginbreyting varð á
meðferö dómsmála í Hæstarétti
frá því, sem veriö hafði í Lands
yfirrétti. Þar fer málflutningur
fram munnlega, en áður höfðu
málin veriö flutt skriflega.
Sextán hæstaréttardómarar
. þafa ’feetið i Hæstarétti. Auk
þeirra fimm fyrstu, sem aö ofan
eru taldir, hafa .Jjessir setið f
Hæstarétti: Einar Árnórsson,
Gizur Bergsteinsson, Þórður
Eyjólfsson, Jón Ásbjörnsson,
Jónatan Hallvarðsson, Árni
Tryggvason, Lárus Jóhannesson
Einar Amalds, Logi Einarsson,
Benedikt Sigurjónsson og Gunn
ar Thoroddsen.
1924 var dómendum fækkaö
í Hæstarétti af sparnaöarástæö-
um, og sátu þá aðeins þrir, en
1945 á 25. starfsári rétt-
arins var þeim fjölgað aftur í
fimm. Á því ári var merkisaf-
mælis réttarins minnzt 16. febrú
ar með kvöldveröarveizlu.
Fyrstu húsakynni réttarins voru
að Skólavörðustíg 9 f Hegning-
arhúsinu, þar sem nú er Bæj-
arþingstofan, og þar starfaði'
hann til ársins 1949, þegar hann
flutti í sérstaka bvggingu, sem
honum var reist við Lindargötu,
og þar hefur hann starfaö siðan.
Enn þann dag í dag hagar
rétturinn störfum sínum eftir
reglugerð, sem auglýst var 1920.
Þrjá daga vikunnar eru dómþing
haldin, mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga. Réttarhlé er gert
f lok júnf eða byrjun júlf og
stendur venjulega fram í miöj-
an september og eins er réttar-
hlé dymbilviku og páskaviku,
og frá 21. des til 6. jan.
Málafjöldi Hæstaréttar hefur
farið vaxandi um árin. Fyrsta
árið voru dæmd 34 mál, en árið
1969 var dæmt 201 mál. Alls
hefur Hæstiréttur kveöið upp
6169 dóma á þessari hálfu öld.
Er málið kom fyrir hæstarétt,
hafði V framselt R rétt sinn til
jámsins. Umrætt jám taldist
vera leifar af strandgóssi, sem
eftir urðu á strandstað, er tekizt
hafði að bjarga P og nokkmm
hluta farms þess. V urðu eigend-
ur jámsins, er þeir höfðu innt
tryggingafé þess af höndum til
eigenda farmsins, en sannað var,
að sú greiðsla hafði farið fram.
En ekki var slíkt sannað af hálfu
R eða K, og féll eignarréttur V
því ekki niður, og heldur þótti
ekki leitt í ljós, að eignarréttur
V væri niður fallinn af neinum
öðmm ástæðum. Því var R, sem
hafði fengið framseldan rétt V,
dæmdur eignarréttur að nefndu
jámi í Hæstarétti 19. maf 1953
og lögbannsgerðin var einnig
felld niður.
30. marz-
málið
Upphlaup varð við Alþingishús
ið og gerðu upphlaupsmenn á-
rás á Alþingi, sem var að störf-
um. Meö því að öryggi og starfs-
friði Alþingis og þar meö sjálf-
ræði þess var hætta búin af á-
rásinni, var þátttaka f henni,
meðan álþingismenn voru sam-
ankomnir, brot á lögum og regl-
um.
Ríkisstjómin lagði fram á
Alþingi 28. marz 1949 tillögu til
þingsályktunar um þátttöku js-
lendinga í NATO. Fyrri umræða
tillögunnar var 29. marz. Var
lögreglulið bæjarins kvatt til
þess að gæta allsherjarreglu viö
Alþingishúsið.
Mannfjöldi safnaðist þar sam-
an, meðan umræður stóðu yfir,
og um það leyti, sem þingfundi
var slitið var árás með grjót-
kasti hafin á Alþingishúsið ut-
an af Austurvelli, og brotnuðu
allmargar rúður f húsinu.
30. marz endurtók svipuð
saga sig viö seinni umræöu máls
ins, en þá var mannsafnaðurinn
enn meiri, er dreif að af útifund-
um sem haldnir vora sama
dag. Um bað leyti, sem atkvæði
féllu f Alþingi, gekk hörð skeyta
hrfð — eggja-, steina- og mold-
arflðgukast — á Alþingishúsið
utan af Austurvelli og mun harö
ari en daginn áður, og burfti nú
Iðgreglan liðsauka óbreyttra
borgara til þess að koma á reglu.
17 menn vora dæmdir til refs-
ingar f héraði fyrir þeirra þátt-
töku f þessu upphlaupi. en þeim
dómi var áfrýjað til hæstaréttar,
sem staöfesti þann dóm f meg-
inatriðum. en breyttri refsi-
tíma sumra sakborninga með
dómi 12. maí 1952.
Refsmálið
Bóndi f Húnavatnssýslu (B)
hafði misst silfurref úr refagaröi
í jan. 1945, en refurinn var skot
inn við fjárhús annars bæjar,
þar sem hann var farinn að
ganga aö æti nokkru seinna.
Bóndinn gerði kröfu ti! skinns
ins úr höndum skotmannsins,
en sá vildi ekki afhenda það,
nema gegn greiöslu, sem næmi
andvirði skinnisins, enda taldi
hann þaö sína réttmætu eign.
í héraðsdómi var ekki fallizt
á, að skinniö yrði tekið af skot-
manni með fógetavaldi, þótt þaö
væri sannanlega af ref bónd-
ans. „Eignarréttur til dýrsins
dauðs virtist hljóta að vera hinn
sami og til venjulegs villirefs.
Villtur fugl i hendi manns, sem
hefur handsamað hann, veröur
ekki af honum tekinn. Hann er
eign hans. En missi hann fugl-
inn, á hann þess engan kost að
gera eignarrétt sinn gildandi
lengur, og mundi ekki getað
helgað sér hann úr hendi skot-
mannsins, jafnvel þótt hann
hefði merkt fuglinn." Leit hér-
aðsdómur svo á, að frjáls ref-
ur hlyti að vera villtur refur,
alveg án tillits til þess, hvort
refurinn kynni að vera merktur
ættarmerki eða ékki, og yrði *
hann að teljast eign skotmanns
ins.
f Hæstarétti var talið að ref-
urinn hefði veriö undirorpinn
eignarétti bóndans, þegar ref-
urinn var skotinn. Refurinn
hefði veriö af eldiskyni, verð-
mætur mjög, fæddur í refagarði
og alinn upp þar, auðkenndur
sérmerki og mátti viö skoðun
greina hann frá öörum sams kon
ar refum Hefði hann haldið sig
við byggð eftir að hann slapp.
Eigandinn hefði tilkynnt hvarf
hans. og hafið þær tilraunir, er
á hans valdi voru, til að hand
sama refinn áður en hann var
skotinn Féll dómur Hæstarétt-
ar 24. jan. 1949.
«1