Vísir - 16.02.1970, Síða 16

Vísir - 16.02.1970, Síða 16
Strandaði og var bjargab Fimmtíu lesta Reykjavíkurbátur, Sigurberg RE 97 strandaði á laug ardagsmorgun við norðvestanvert Hafnarbergið hjá Höfnum. Björgun ardeild Slysavarnafélagsins i Höfn um brá skjótt við. brauzt á strand- staðinn og náði þangað á mjög skömmum tíma þrátt fyrir ófærð ina. Að sögn skipbrotsmánna var á- standið mjög ískyggilegt á tima- bili Tveir bátar Sæborg Reykjavík og Þórkatla Grindavík lónuðu úti 10. síða í|M|jj||jppv Ekkert heimili óhult fyrir hassi — 90% af þvl óplumblandið. Meiri eitur- lyfjaneyzla en flesta grunar, segir hóp- ur ungs fólks, sem hefur kynnt sér þessi mál ■ Hass- og marijuana- neyzla er meiri hér á landi en nokurn grunar, fullyrðir ungt fólk, sem að undanförnu hefur leit azt við að kynna sér eit- urlyfjaneyzlu hér. Þetta unga fólk kom saman á fundi með fréttamönn- um í gær til þess að skýra frá vitneskju sinni í þessum efnum. Þar var meðal annars fullyrt, að 90% af öllu hassi, sem er á markaðnum hér á landi, sé ópíumblandað. Neyzla þessara lyfja sé enn þá bundin við vissa hópa, en breiðist ört út. Meðal unga fólksins sem ræddi þessi mál við fréttamenn í gær eru hljóðfæraleikarar og söngvarar úr vinsælum pop- hljómsveitum, nemendur úr framhaldsskólunum í Reykjavík, fulltrúi „ungu kynslóðarinnar 1967“, verzlunarfólk o. fl. Þetta fólk sagði að vart yrði við neyzlu hass eða marijuana svo til á hverjum einasta dans- leik, sem unga fólkið sækir. — Enginn hörgull virtist á þessum lyfjum hérlendis. Þeim væri smyglað í pósti með blaðasend- ingum í sælgætisboxum og því um líku og þetta virtist koma bæði flugleiðis og sjóleiðis, einkum frá Bandaríkjunum og Danmörku. — Við verðum meira og minna varir við þetta á hverjum ein- asta dansleik, sem við spilum á. Pað er kannski misjafnt eftir húsum. Það eru jafnvel stórir höþar undir áhrifum af þessú, heilu borðin undirlögð oft og tíð- um, sagði Jónas Rúnar Jónsson söngvari i hljómsveitinni Nátt- úra. — Björgvin Halldórsson, söngvari í Æfintýri sagöi aö hassneyzlan væri mest áberandi hér á Reykjavíkursvæðinu. Mik- ið væri einnig um þetta í klúbb- unum á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði að fólk færi út í þetta yfirleitt án þess að gera sér neina grein fyrir því hvað væri um að vera, fyndist þetta vera eitthvað flott og „töff“. Helga Möller og Henný Her- mannsdóttir, sem báðar eru danskennarar, sögðu að neyzla þessara lyfja væri oröin svo al- geng á vissum skemmtistöðum í Kaupmannahöfn að það heyrði nánast til undantekninga ef fólk væri ekki undir áhrifum, það þætti sjálfsagt. Þær sögðu að fslendingar, sem ynnu í Höfn virtust engir eftirbátar í þessum efnum. Jafnvel væri vitað til þess að íslenzkar stúlkur í Höfn væru farnar að dreifa hassi og marijuana. — Verzlunarmennimir Veigar S. Óskarsson og Sævar Baldurs- son, sögðust álita aö dreifing lyfjanna hér á landi lyti ennþá ekki neinum gróðasjónarmiðum. Þessi viðskipti væru yfirleitt í skjóli „vináttunnar“ og fyrstu skammtamir yfirleitt gefins. Annars eru þessi lyf mjög ódýr. Hvert „trip“ eða hvert hassrús kostar ekki nema um 50 krónur. Ópíum er mun ódýrara en hass í framleiðslu. Auk þess er það vanabindandi lyf og stór- hættulegt eins og allir vita, þar sem ópíumsjúklingum er yrffr- leitt ekki hugaður bati. — Frá sjónarmiði glæpahringa, sem virðast sjá um framleiðslu og dreifingu á magninu af þessum lyfjum er það hins vegar hag- kvæm markaðstrygging að blanda ópium í hassið, þar með er það nokkurn veginn tryggt að hluti hassneytenda fer út í sterkari eiturlyf. — Ekkert heimili er lengur ó- hult, sagði unga fólkið á fund- inum í gær. — J.H. • Þessi farartæki dr-jjiu allvel í nótt og morgun, og mörgum manninum var bjargað upp i slíka bila, sem hafa drif á öllum hjólum. Maðurinn á myndinni veifaði einum slíkum i morgun, var á leið tii vinnu, — og hafði upp úr því far í átt til bæjarins. BARU KONU I BARNSNAUÐ GEGNUM SNJÓSKAFLANA Sjúkraflutningar voru erfið- leikum bundnir í nótt, eins og aðrar ferðir í þessari færð, en sem betur fer bar fá neyö- artilfelli að. Tveir lögreglumenn Garðar Sigfússon og Eðvarð Árnason ) Kópavogi brutust fótgangandi í gegnum skafla og á móti blind- andi skafrenningnum og báru^ konu í barnsnauð á börum úr Bræðratungu á nýja fæðingar- heimilið að Hlíðarvegi 40, en það var um 800 metra spölur Engar stór- bilsanir á Gekk ferðin vel og komu þeir konunni heilli á húfi á leiðar- enda. Slökkviliðið í Reykjavik hafði bifreið með drifi á öllum hjólum sem notuð var í þrem neyðar- tilfellum, sem sinna þurfti. Voru tvær ferðir farnar í nótti með sængurkonur, en auk þess fékk slökkviliðiö ófærubifreið frá SVFI, sem aðstoðaði við að sækja í morgun bam upp í Breiðholt, en bamið hafði drukk ið einhverja ólyfjan og þnrfti að komast fljótlega undir lækn- ishendur. —GP— „Ókeypis ferð til Lúxembúrgar“ Um 300 farbegar með Loftleiðavélunum urðu fyrir truflun á ferðalagi rcafmogni „Þetta hefur verið rólegt hjá okkur, og við væntum þess, að engár stórbiianir verði vegna veðursins,“ sögðu þeir hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um há- degið. Þeir glöddust yfir þ-í. að í iilviðrinu höfðu bilanir ekki orðið teljandi. Engar útlínur höfðu farið og aðeins smávægilegar bilanir höfðu orðið um tímá á þremur stöðum í Kópavogi en ekki ann- ars staðar. — HH —- Um 120 farþegar með flugvél Loftleiða frá New York urðu að sætta sig við að fljúga fram hjá íslandi alla leið til Luxemburg- ar. Vélin gat ekki lent á Kefla- víkurflugvelli í morgun vegna ó- veðurs. Fá þessir farþegar, sem ætluðu til íslands, því „ókeypis aukaferð“ til meginlandsins. önnur flugvél Loftleiða, einnig rneð um 120 farþegar, varð að snúa við á leið til íslands og lenda í Glasgow. Frestað var i gærkvöldi brottför Loftleiðavélar með 50 — 60 farþega frá Osló. Síðasta flugvél frá Reykjavíkur- flugvelli fór kl. 22.40, rétt áður en óveðrið skall á. Var það flugvél Tryggva Helgasonar á leið til Ak- ureyra-r, en norður þar var veður sæmilegt um þær mundir. — H.H.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.