Vísir - 17.02.1970, Síða 5

Vísir - 17.02.1970, Síða 5
Hallur Símonarson skrifar um ensku knattspyrnuna: Fimm jafnteílisleikir í 1. deildinni og sjö krossar á getraunaseðlinum — Helming leikjanna á Englandi var frestað ■ Vetur konungur réð ríkjum á Bretlandseyjum á laugar- daginn og hafði í för með sér, að helming leikjanna á Englandi var frestað eða 23 og auk þess II á Skotlandi. Ef einum leik til viðbðtar hefði verið frestað hefði orðið að láta dómstól sérfræðinga, sem settur var á fót einn harð- indaveturinn fyrir nokkrum árum, ákvarða úrslit í frestuðu leikjunum fyrir brezku getraunirnar. Til þess kom ekki, en litlu munaði. Hins vegar voru aðeins fimm leikir, sem voru á íslenzka getraunaseðlinum háðir, og hér var því gripið til teninganna eins og svo oft áður. Þau furðulegu úrslit urðu í leikjunum fimm, sem leiknir voru I I. deild, að öllum lauk með jafntefli — og teningarnir bættu við tveimur jafnteflum á seöilinn. Á íslenzka seðlinum eru því sjö jafntefli — fjórir heimasigrar og einn útisigur og ætti það að hafa í för með sér, að jafnvel 10 réttir gætu gefið vinning nú. Og einhver heppinn með 11 rétta, svo ekki sé talað um 12, gæti fengið „pottinn“ einn í hlut. En áður en lengra er haldið skulum við líta á fslenzka get- raunaseðilinn, úrslitin í leikjun- um fimm, og tákn getraunanna: Burnley—Derby 1-1 Chelsea —Liverpool 1 Coventry—Sunderland x Everton —Arsenal 2-2 Manch. Utd.—C. -Palace 1-1 Newcastle—West Ham 1 Nottm. For. — Ipswich 2 Sheff. Wed.—Man. City 1 Stoke — Wolves 1-1 Tottenham—Leeds 1-1 W.B.A.—Southampton 1 Middiesbro — Sheff. Utd. x Leeds hefur alltaf gengið i-lla gegn Tottenham i London og það var engin undantekning á laugardaginn nema hvað Leeds CHARLIE GEORGE — skoraöi fyrra mark Arsenal, talinn efni- legasti leikmaður, sem fram hef- ur komið hjá Arsenal um langa árabil. hlaut annað stigið í vióureign sinni við hið „nýja“ Tottenham- Iið að þessu sinni og það voru ekki veröleikar sem því réðu, heldur einstök heppni. Totten- ham var betra iiðið allan leikinn og tvívegis tókst varnarleik- mönnum Leeds að bjarga á marklinu á síðustu stundu. Nær allan fyrri hálfleikinn var stöðug sókn á Leeds-markið, en Tottenham tókst ekki að skora fyrr en rétt fyrir hlé og það var hálfgert klúðursmark, Dennis Bond tók þá aukaspyrnu við vítateiginn, spymti knett- inum á markið og hann fór beint í Terry Cooper, bakvörð, og í netið. Leeds tókst að jafna á 6. mín. í síðari hálfleik. Peter Lorrimer átti þá eitt af sínum frægu þrumuskotum — a la Bobby Charlton — utan vítateigs og knötturinn hafnaði í netinu, án þess Pat Jennings næði aö lyfta höndum. Lorrimer, sem komst í skozka landsliðið á sfð- asta ári, er frá Dundee, en réðst til Leeds um fermingu og er yngstj maður, sem leikið hefur í aðalliöi Leeds — var aðeins fimmtán ára gamall. En áfram hélt leikurinn og sóknarlotur framherja Tottenham voru mjög hættulegar, þótt lánið léki ekki við leikmennina, þegar að mark- inu kom. Alan Clarke var settur úr Leeds-liöinu að þessu sinni og framkvæmdastjóri Don Revie notaði aðeins „vinnu- þræla“ sína á hinum erfiða velli, þar sem skiptust á snjóa- lög og frostbungur. En hvort seni um er að kenna vellinum eða fjarveru Clarke, þá sýndi Leeds ekkj þá knattspyrnu, sem liðið hefur sýnt að undanförnu. Tottenham á marga aðdáendur hér á landi, enda eitt frægasta lið Englands, og til gamans ætla ég því að birta nöfn leikmanna Tottenham gegn Leeds, en hið nýja Tottenham-lið var þannig skipað: Pat Jennings, Ray Evans, Tony Want, Alan Mull- ery, Mike England, Philip Beal, Jimmy Pearce, John Pratt, Martin Chivers, Dennis Bond og Roger Morgan. Liöið sýndi í heild ágæta knattspyrnu, en leikurinn var þó einkum mikill sigur fyrir Martin Chivers, sem sýndi sinn bezta leik siöan hann var keypt_ ur frá Southampton fyrir 125 þúsund pund. Nokkrum km. frá White Hart Lane lék varalið Tottenham á Highbury, leikvelli Arsenal í London, og þar voru landsliðsmennirnir Greaves, Gilzean, Knowles og Kinnear i broddi fylkingar og það gerði að verkum, að 15 þúsund áhorf endur sáu leikinn. Arsenal sigr aði með 2—0, en í liöinu léku meðal annars Jimmy Robertson, sem neitaði að fara til Ipswich, Terry Neill, Armstrong, Court og Rice. Petta var enginn skemmtileikur fyrir Jimmy Greaves, mark var dæmt af hon um og auk þess var hann bókað ur. Robertson misnotaði víti fyr ir Arsenal í leiknum. Önnur úr slit varaliða, sem vöktu mikla athyglj voru í .Central League.' Urslit Leeds 0 —Nottm. Forest 7. Og það voru fleiri lið en Tott enham, sem „áttu‘‘ aö sigra á heimavelli, einkum og sérílagi þó Manch. Utd. Ágætar aðstæð ur voru á hinum frábæra leik vangi United, Old Trafford, og 55 þúsund áhorfendur komu til að sjá „sex marka Gergie Best“, sem ekki hefur skoraö á heima velli síðan 18. október. Manch. Utd. náði strax algerum yfir- burðum gegn C. Palace og knött urinn var nær allan leikinn á vallarhelmingi og innj í vítateig Palace. Og áhorfendur bjuggust við markaregni, þegar Brian Kidd skoraði eftir 15 mín., en þeirn varð ekki að ósk sinni, og leikmenn United sýndu svo furðulegt kæruleysi í leiknum að undrum'sætti. Tyift opinna tækifæra rann út í sandinn og við hliðarlínuna stóð liðsstjór- inn Wilf McGuinness, hristi höf uðið og tautaði að þetta hlyti að fara ilia. Og það geröi það líka. Seint í síðari hálfleiknum var Ian. Ure með knöttinn og ætlaði aö skalla til Stepney í rnark- inu, en varð heldur betur á í messunni og lagði knöttinn fyr ir fætur Cliff Jackson, sem átti greiða leið að markinu. Stepney hljóp á móti honum, kastaði sér og greip um fætur Jackson. Vitaspyrna, sem fyrirliðí Palace, John Sewell tók. Stepney varði, en knötturinn hrökk aftur *il Sewell, sem nú skoraði og leikn- um lauk með jafntefli. Ef þetta stig bjargar Palace frá falli, geta aörir leikmenn fallliða á- sakað leikmenn United. En þeir eiga þó eina afsökun, bikarleik urinn gegn Middlesbro næsta laugardag er efst í huga þeirra. Arsenal byrjaði mjög vel gegn Everton og eftir aðeins tvær mínútur lá knötturinn i netinu hjá Gordon West. Tveir 19 ára piltar unnu að markinu. Peter Marinello lék upp kant- inn og á nokkra varnarmenn Ev erton, gaf fyrir markið til Charlie George, sem skallaðj i mark. En „klassi" Everton kom fljótt í ljós og á 19. mínútu jafnaði Alan Whittle. Arsenal náði þó óvænt forustu aftur. Á 35. mínútu lék Marinello upp og gaf til John Radford, sern spyrnti á mark og knötturinn ALAN EVANS - mörk hans komu Liverpool i sjöttu umferð. lenti undir þverslá og í netiö. Allan síðari hálfleikinn var Everton £ nær stanzlausri sókn. Alan Whittle jafnaði á 70. mín., og oft slapp mark Arsenal á hinn furðulegasta hátt t. d. tókst John Roberts að bjarga á einhvern undraverðan hátt á marklinu, þegar mark virtist ó- umflýjanlegt. Everton er því enn tveimur stigum á eftir Leeds og rööurinn fer nú að þyngjast, því Everton á eftir að eins fjóra leiki á heimavelli, en sjö á útivelli og það eru alltaf erfiðari leikir. Þá geta Ulfarnir verið ánægð ir með aö hljóta annaö stigiö í Stoke, því þeir voru „yfirspil- aðir“ í leiknum, en Stoke tókst ekki að nýta yfirburðina. Hugh Curran skoraði fyrir Úlfana, en Dennis Smith jafnaði fyrir Stoke. Mjög ' erfiöur völlur i Burnley gerði það að verkum, aö leikur heimaliðsins gegn Derby var lélegur. Casper skor aði fyrir Burnley á 22. mín., en mínútu síðar lafnaði John OTIare fyrir Derby .Terry Herinessey, 115 þús. punda varn armaðurinn frá Nottm. Fórest, lék með Derby og sagði þulur BBC, að hann hafi skort hraöa á við hina yngri félaga sína í liðinu, og það bendir til þess, að Hennessey hafi tekið stöðu Dave McKay hjá Derby. Á laugardaginn fer fram sjötta umferö í bikarkeppninni og eru eftir fjögur lið úr 1. deild og fjögur lið úr 2. deild. Svo einkennilega dróst til, að 1. deildarliðin leika öll á úti- velli, en leikirnir eru þessir: Q.P.R. — Chelsea Middlesbro — Manch. Utd. Watford — Liverpool Swindon — Leeds Utd. Liverpool tryggði sér áfram hald i keppninni með þvi aö sigra Leicester 2—0 sl. miðviku dag. Fyrri leik liðanna í Liver- pool lauk með jafntefli. Leicest- er sótti mjög í leiknum á mið- vikudag, en Tommy Lawrence sýndj frábæran leik í markinu hjá Liverpool og átti mestan þátt í sigrinum ásamt Alan Evans. Peter Thompson varö að yfirgefa völlinn eftir aðeins 19 mín. og kom Evans í hans stað og þessi leikmaður, sem kostaði 100 þús. pund, þegar hann var keyptur frá Úlfunum fyrir rúmu ári, skoraði tvö mörk i síðari hálfleik. Bæði mörkin voru skoruð úr snöggum sóknarlot- um eftir mikla „pressu" Leicester — hið síðara á síðustu mínútunni, þegar allir leikmenn Leicester voru komnir í sókn til að reyna að ná jafnteflinu. Þetta er í sjöunda sinn, sem þessi lið leika saman í bikar- keppninni síðan 1962. Leicester hefur fimm sinnum sigraö — en Liverpoo! aðeins tvisvar. Fyrra skiptið var 1965 og Liverpool varð þá bikarmeistari. fþröttir — :y 4. Síðu. sig sama sagan og þegar Clay vann Sonny Liston 1964. Cassius Clay horfði á keppnina í kvikmyndahúsi í Philadelpiu — og hann hefur að undanförnu marg- lýst þvi yfir, að hann muni ekki keppa framar. Margir geta þó ekki hugsað sér annan heimsmeistara en Clay — hann tápaði aldrei titl- inum, en var sviptur honum á há- tindi frægöar sinna. Og spurningin er: Berjast þeir Frazier og Clay? — og margir eru á því, að Clay ,,kjafti“ sig aftur inn í hringinn, og þegar í nótt sagði hann: „Ég get unnið þennan labbakút hvenær sem er“, en hann bætti við: „Ég berst ekki við hann. Það kemur aldrei framar hnefaleikari fram á borð við mig, sem gat dansað í 15 lotur og ort ljöð, meöan ég afgreiddi mótherjana.“ -hsím. LYSTADÚN LISTADÚNDÝNUR með skápúð um fyrir svefnsófa .Þannig fáiö bér ódýrasta svefnsófann. Halldór Jónsson hf. Hafnarstræti 18, sími 22170

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.