Vísir - 17.02.1970, Blaðsíða 6
6
V í SIR . Þriðjudagur 17. febrúar 1970.
V J
lifi
Itlíillllilil
V •' -'•' • '«*+< í{
v ”• xJs;
X-,
Sí
Þegar góða veðrið kom í gaer-
dag, bættist mönnum skapið
ogJiér eru þeir félagar, Ómar
ikagnarsson og Gunnar Borg,
komnir í snjókast.
„Hvað skal nú til ráða?“ — Hér hefur allt fariö 1 handaskolum og einir fjórir, fimm bflar siíja fastir í sköflum og ófærð,
en þetta var engan veginn óalgeng sjón á götum og gatnamótum í Reykjavík í gærmorgun.
Hjálparlausir gagn-
vart náttúruöf lunum
Vinsælustu borgararnir í Reykjavík í gær voru þeir, sem
bjuggu svo vel að eiga skóflur til þess að Iána nágrönnum
sínum, svo að þeir gætu mokað frá dyrunum, eins og dyra-
vörðurinn hér á myndinni á Hlótel Sögu.
Eðlileg umferð hófst svo aftur seint I gær, þegar götur höfðu
verið mokaðar.
„Það verður líklega ekki um annað að ræða en ýta honum
bara — eða sjáið þið nokkum bíl koma?“
Þegar allt annað bregzt, þá er alltaf hægt að reiða sig á gamla góða verkfærið — sRótl-
una! Og þó! Ekki í fyrrinótt eða gærmorgun.því að jafnóöum skóf í skóflufarið. En þegar
veðrinu slotaði hins vegar, þá kom skóflan í góðar þarfir.
atvinnulíf Iagðist i dróma, þar
eö starfskraftar komust ekki frá
heimilum sínum til vinnustaöa,
þótt aðeins væri hálftíma gangur
á milli.
Það skilur líka eftir sig til-
finningu um óhugnanlegt bjálp-
arleysi gagnvart náttúruöflun-
um, þrátt fyrir alla tæknina,
sem maðurinn hefur á valdi
sinu.
Tjað er sagt, aö það sé ekkert
eftirminnilegt viö ferðalag,
sem gengur skakkafallalaust
fyrir sig, og allir hrakningar í
ferðalögum séu bara ævintýri,
sem skemmtileg verði til upp-
rifjunar síöar meir.
En þegar svoleiðis ævintýri
verða á ferðum milli húsa innan-
bæjar, heyrir þaö undir hvim-
Ieið óþægindi, sem kannski aör-
ir, er álengdar standa, geta
brosað aö, en er hreint ekkert
gaman þeim sem f því lenda.
Þess vegna fannst mönnum
ekkert gaman, þegar þeir ný-
vaknaðir komu út f kolvitlausan
skafrenning, sem ekki var hægt
aö horfa f, og stóðu upp farlaus-
ir i gærmorgun. Hinum var
heldur ekkert skemmt, sem seint
voru.á ferli í nóft, svefnþurfi og
þreyttir éftir langan dag, þegar
þeir festú bíla sína í ófær-
um og stóðu uppi bjargarlitlir.
Menn geta oröiö álíka hjálpar-
lausir inni á Suðurlandsbraut,
eins og lengst uppi á öræfum.
Enda var ástandiö sfzt til þess
aö hafa gaman af því, þegar all-
ar samgöngur heils landshluta,
þar sem meir en helmingur þjóð-
arinnar er saman kominn, lögð-
ust niöur, og horfur á þvf að ó-
veður og ófærö tæki fyrir allan
aöflutning nauðsynja á þetta
fjölbýlissvæði. Og nálega allt