Vísir - 17.02.1970, Side 7
V1S IR . Þriðjudagur 17. febrúar 1970.
hans og dóttwmnar engan veg-
jnn nógu sannfærandi. Jafnskjótt
og flöskunni var grýtt í dráp»-
hlíðargrjótið hekna hjá Pétri
pulsu færðist aftur fjðr í leikfnn,
en hinn nýriki eigandi neonljós-
fabrikkunnar var í göðum hönd-
m« Róberts Amfinnssonar.
Lerkstjóri var Pétur Einarsson
og virtist teysa verk sitt vand-
rirknislega af hendi. Sviössetn-
ing og öll ytri umgerð bæfði
leiknum vel og var það ekki sizt
að þakka góðri og nákvæmri
ieikmynd Snorra Sveins Frið-
rikssonar. Stássstofa Péturs var
dæmigerð fyrir smekkieysi ný-
rikra íslendinga og fátældegt
heimili mæðgnanna hæfileg and-
stæða við hana.
,,Frostrósi»r“ er mjög í anda
fyrri leikrita Jökuls Jakobsson-
ar. Hann tekur oft til meðferðar
auðnulítið hversdagsfólk og lýsir
lífi þess, tilfinningum og draum-
um sem ekki rætast. Yfir leikrit
um hans er jafnan geðfeTidor
biær, sambland af kímni og
nokkrum trega, sem verður þó
á stundum væminn um of.
„Froströsir" er ekki veigamikið
verk, en ber þó kunnáttusemi
reynds höfundar glöggt vitni.
t>að er haganlega gerð svipmynd
úr íslenzku nútímalífi; leiðír
hugann annars vegar að ástand-
inu fræga og hernámsárunmn,
þegar var „rót og róðari á ðB-
um hlutum“, og hins vegar vel-
ferðinni tveimur áratugum sið-
ar með dráphiíðargrjóti, finnsk-
um kristal og draumi um kóltúr-
skóla í Frakklandi. En þunga-
miðja verksins hiýtur að teíjast
siðferðilegs eðiis: dóttirin sefur
hjá bláókunnugum piltj sama
daginn og Stina á loftinu sleng-
ir framan í hana sannlerkanum
um fortíð móður hennar. Syndir
mæðranna koma niður á dætr-
um þeirra, mætti kannski segja.
Gylfi Gröndal skrifar um sjánvarpið:
Syndir mæðranna
Tökull Jakobsson lét svo um-
" mælt í útvarpsþætti nýver-
ið að hann heföi ekki orðið var
við nein viðbrögð almennings,
þegar hann samdi skáldsögur í
upphafi ritferils sins. Annað
varð hins vegar uppi á teningn-
um eftir að hann sneri sér að
leikritagerö enda hafa mörg
ieikrita hans hlotið vinsældir og
mikla aðsókn. Enn hefur til að
mynda ekkert íslenzkt leikrit
laöað til sín fleiri áhorfendur
en „Hart í bak“ gerði á sínum
tíma. 1 beinu framhaldi af þessu
viðhorfi verður Jökull fyrstur
íslenzkra höfunda til að færa sér'
i nyt áhrifamesta fjölmiðil nú-
tímans, sjónvarpið. Af þeim
þremur leikritum sem samin
hafa verið gagngert til flutnings
Froströsir eftir Jökul Jakobsson: Helga Jónsdóttir.
þar eru tvö eftir hann: „Romm
handa F.ósalind“, sem flutt var
árið 1968. og „Frostrósir“, sem
frumsýnt var síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Stór hluti þjóðarinn-
ar horfir í senn á slíka frum-
sýningu íslenzks verks, og getur
þvf vart ákjósanlegri miðil en
sjónvarp fyrir höfund, sem telur
sig eiga erindi við almenning.
Hið nýja sjónvarpsleikrit Jök-
uls Jakobssonar för vel og
hressilega af stað. Það sópaði
heldur en ekki að Herdísi Þor-
valdsdóttur í hlutverki Margrét-
ar hattadömu, sem var í ástand-
inu á stríðsárunum, „hafði
klassa" og fullvissar gjafvaxta
dóttur sína um, að faðir hennar
hafi að minnsta kosti verið
kafteinn ef ekki majór, hvar
sem hann sé nú niðurkominn i
heiminum. Hattadaman var heil-
steyptasta og bezt gerða per-
sóna leiksins ogjeftirminnileg
í túikun HerdisarTMiðhluti leik-
ritsins var snöggtum daufari,
en þar komu dóttirin og ókunn-
ur piltur ein viö sögu. Þau hlut-
verk voru í höndum ungra og
lítt reyndra leikara, Helgu Jóns-
dóttur og Þörhalls Sigurðssonar.
Bæði gerðu hlutverkum sínurn
sæmileg skil en einhvern veginn
tókst ekki að blása lífi í þennan
þátt verksins. Hlutverk piltsins
er lakast gert af höfundarins
hálfu; klaufaskapur hans og
raunar tilvist öll með ólfkindum
og hinn skyndilegi ástarfundur
cTVlenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar kjallara:
„Maldetti banditti"
ku menn eftir lítilli grein á
næstöftustu síðu Morgun-
blaðsins á laugardag? Það var
þess vert þó ekki væri um ann-
að að ræða en leiðréttingu á þýð-
ingarvillum sem „slæðzt" höfðu
inn í grein í blaðinu fyrra sunnu-
dag. Skoðanir eftir Jóhann
Hjálmarsson. Þar reyndi höf-
undur að notfæra sér ummæli
eins hinna dönsku þátttakenda
tfl að gefa til kynna að sögu-
kafli eftir Svövu Jakobsdóttur
hpfði hlotið alit aðrar undirtektir
á rithöfundafundi í Stokkhólfni
i vetur en raunin var. Þennan
„misskilning" hefur Svava hirt
nm að leiðrétta. En þó engum
misskilningj Jöhanns Hjálmars-
sonar hefði verið til að dreifa
mætti það satt að segja einu
gilda: á slíkum málþingum eru
engir dómar kveðnir upp, allra
sfzt um íslenzkar bókmenntir
sem eru þorra fundarmanna al-
veg framandi. Þáð var líka Ijóst
af samhengi hinna ransfærðu
ummæla I grein Jóhanns Hiálm-
arsonar að meira vakti fyr-
ir honum en niðra verk
Svövu Jakobsdóttur og hana
persónulega. Grein hans miðaði
ekki sfður að því að gera með
þessum hætti tortrvggilegan
þann nýja félagslega áhuga og
umræðu sem óumdeilt gætir í
íslenzkri sagnagerð í seinni tíð.
Nú eru „skoðanir“ Jóhanns
Hjálmarssonar auðvitað hégónia-
mál. En deiluaðferð hans er
eftirtektarverð: að draga af til-
búnu dæmi almennar ályktanir
um bókmenntaleg viðhorf og
vinnubrögð sem höfundur er
andvígur, sameina í einni rugl-
andi persónulega og pólitíska
sleggjudöma. Og vert er að
vekja athygli á þvi að dæmi Jó-
hanns Hjálmarssonar er ekkert
eirisdæmi: ritháttur hans má
heita einkennandi fyrir þá menn-
ingarpólitík sem „stærsta blað
landsmanna" rekur í vetur, en
auk Morgunblaðsins hefur Jó-
hann Hiálmarsson undir sérstak-
an útvarpsþátt sem að verulegu
leyti er helgaður klækilegum
dylgjum og bakmælgi um aðra
rithöfunda og gagnrýnendur.
Slíkar deiluaðferðir kunna að
vekja tóman aðhlátur I fyrstu.
En þegar frá liður eru þær á-
reiðanlega til þess eins fallnar
að innræta lesendum og áheyr-
endum ógeði og leiða, spilla
virðingu rithöfunda og bók-
menntanna.
Þó að ,menningarbarátta“ af
þessu tagi sé að jafnaðf skrýtin
tilsýndar koma þó alltaf öðru
hverju upp hlutir þar sem reka
menn öldungis í stanz. Svo
var nú að nýju um grein Jó-
hanns Hjálmarssonar Skoðanir,
í Morgunblaðinu á sunnudag
um italska skáldið Ungaretti.
Hann segir .Það var því engin
furða að skáld eins og hann sem
trúði á gildi Ijóðsins og varan-
leik þeirrar menningar sém lianh
var sprottinn úr yrði leiðtogi
ungra skálda í heimalandi sínu.
Vinstri sinnar hafa reyndar
kallað Ungaretti fasista oftar en
eimi sinni, en hvaða skáld er ó-
hult fyrir ofstækisfullum and-
stæðingum sem fyllast bræði og
hneykslun ef þau eru ekki til
taks í þágu málefnisins? Jafn-
vel heittelskaðir „samferða-
menn“ verða að sætta sig við
nafngiftir eins og „svikari" og
„hirðfífl" ef þeir vilja ekki
halda áfram að dansa með stein-
bam undir belti."
Lesendur Jóhanns Hjálmars-
sonar munu vanir því að þurfa
að geta gátur um hvað þann er
að fara í greinum sinum. En
þessi gáta er auðráðin: á tíð
fasismans í Ítalíu hefur Halldór
Laxness vafalaust verið eini
„vinstri maður“ á íslandi sem
kennsl bar 1 Ungaretti. Þeim
kynnum hefur hann lýst neyöar-
lega í frásögn af rithöfundahinsi
f Buenos Aires. Daaleið á fiöll-
um 2. útg. bls. 216—28. og að
nýju í Skáldatíma bls. 235 — 9.
Torveldara er að skilia hvaða
gildi þetta mál hefur f ..menn-
ingarbáttunni“ f dag, Það orð
leikur að vfsu á Jóhanni Hfálm-
arssvni að hann sé hallur undir
öfgafulla hægristefnu í nólitík.
En fyrr má nú vera trúnaður við
málstaöinn — að gera skoðanir
Halldórs Laxness á Ungaretti
karlinum að t.ilefni svigurmæla
ineir en þrjátfu árum um-séirtán.
hefur hug á aö ráöa flugmenn til kennslu- og
leiguflugs. Umsóknir sendist skrifstofu vorri,
Reykjavíkurflugvelli, sem allra fyrst.
AÐALFUNDUR
Slysavarnadeildarinnar Ingólfs verður hald-
inn fimmtudaginn 19. febr. kl. 20.30 í húsi
S.V.F.Í. við Grandagarð.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á 15. landsþing S.V.F.Í.
Önnur mál.
Stjórnin.
Framarar — Framarar
Nokkrir eldri félagar gangast fyrir skemmt-
un fyrir Framara 25 ára og eldri í Las Vegas
laugardaginn 28. febrúar. Skemmtunin hefst
með borðhaldi kl. 7.30 e. h. Mjög nákvæmar
upjjlýsingar gefnar í Straumnesi, Lúllabúð
og Bólstrun Harðar. NEFNDIN