Vísir - 17.02.1970, Qupperneq 9
y
V1SIR . Þriðjudagur 17. febrúar 1970.
9
„USS, ÞCTTA CR
CKKCRT. MADUR'
Ólæknandi bjartsýni eða
hrein fávizka. Það er erfitt
að gera það upp við sig
hvora einkunnina á að nota
á þann aragrúa af fólki, sem
á sunnudag lagði upp í fjalla-
ferðir á smábílum, keðjulaus-
um og jafnvel á sumardekkj-
um. — „Uss, þetta er ekkert
maður, sögðu þeir bjartsýnu,
þegar lögreglan sneri þeim
til baka við mikil mótmæli
eftir hádegi á sunnudag, en
þá var búið að spá kolvit-
lausu veðri. — Hinir „plöt-
uðu“ lögregluna og þóttust
heldur betur „kaldir karlar“.
Við ætlum hérna rétt upp
fyrir sögðu þeir við lögreglu-
þjónana við vegatálmanirnar,
en síðan „stungu þeir af“ upp
til fjalla, sennilega við mik-
inn fögnuð fjölskyldunnar. —
Það var lægra risið, þegar
komið var til baka.
Það er alveg dæmalaust, hvað
fólk lætur alla viðvörun sem
vind um eyru þjóta, sögðu allir
þeir, sem stóðu í bjöj-gunarað-
p gerðunum í gær. — Það er
minnsta krafa, sem hægt er að
gera til fólks, að það hlusti
eftir því, sem er að gerast í
kringum það, leggi sitt eigið
persónulega mat á kringumstæð
ur og breyti síðan eftir því,
sagöi Amkell Einarsson, sem
stjórnaði snjómokstrinum í ná-
s grenni Reykjavíkur í gær. —
Aðrir tóku í sama streng.
Höfuðlaus her
Fólk geröi okkur mikinn ó-
leik í gær með því að trúa
hreinlega ekki þeim upplýsing-
um og aðvörunum, sem við
vorum búnir að senda út, sagði
Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn
sem stjórnaði aðgerðum til að
halda fólki innan borgarmark-
anna. — En allir þessir aðilar
kvörtuðu um annað meira. í
björgunaraðgerðunum í dag hef-
ur nær því vantað alla skipu-
lagöa samræmingu á milli aðila,
sem staðið hafa í björgunarað-
geroum.
Hér vantar hreinlega alla sam
ræmingu milli stofnana og fé-
laga, sem að þessum málum
vinna, sagöi Arnkell Einarsson
hjá Vegagerðinni. — Eina sam-
vinnan, sem á milli aðilanna er
stafar af kunningsskap ein-
stakra manna í stofnunum og
félögum. Önnur samvinna er
ekki fyrir hendi. Það er þvi
mikil hætta á að mikið starf
fari til spillis og að aðgerðirn-
ar séu ekki eins markvissar og
þær gætu verið. — Hannes Haf-
stein hjá Slysavarnafélaginu og
raunar allir aðrir tóku í sama
streng. — Sem dæmi um sam-
vinnuskortinn, sagði Hannes, að
þeir hefðu að fyrra bragði þurft
að bjóða fram aðstoð sína i
gærmorgun, þó að öllum ætti
að vera það fullljóst, að þeir
hefðu mjög hentugan bíl t. d.
til sjúkraflutninga í ófærð. Það
stóð ekki á því að aðstoð þeirra
væri þegin í gærmorgun, en það
var heldur ekki fyrr en liöið var
á morguninn, að bifreiðin var
komin í gagnið.
Gufunesradíó eitt sam-
ræmdi aðgerðimar
Gufunesradíó er eina stofn-
unin, sem fær góða einkunn
fyrir gott starf í samræmingu
allra aðgeröanna, enda er það
til ómetanlegs gagns, þegar
erfiðleikar á borð við þessa
skapast, hvað margar bifreiðir
eru útbúnar talstöðvum. Meö
aðstoð Gufunesradíós var allan
tímann hægt að gera sér grein
fyrir, hvar skórinn kreppti aö
á hverjum tíma og unnt að hafa
samband við fólk, sem var lokað
inni í sköflum.
Þetta ástand eins og það hef-
ur verið undanfarinn sólarhring,
sýnir ljóslega, hvað nauðsynlegt
það er orðið að koma upp einni
allsherjarmiðstöð, sagði Óskar
Ólason. Það þarf að vera mið-
stöð, þar sem stjórnendur allra
stofnana og félaga koma saman
á og sömuleiðis þarf fólk að vita
hvert það á aö snúa sér til að
fá hjálp. — Slíka aðstöðu er
nú verið að skapa í nýju lög-
reglustöðinni, þar sem eitt her-
bergið verður sérstaklega útbúið
i þessu skyni.
Gptt og óeigingjarnt,
starf uj
Þeir eru margir, sem hafa
lagt hönd á plóginn og unniö
óeigingjarnt starf í sjálfboðaliðs
vinnu. Þar má t. d. nefna Hjálp-
arsveit skáta, Slysavamadeild-
ina Ingóif og Flugbjörgunarsveit
ina, en það er ekki nóg að allir
þessir aðilar leggi fram vinnu
sfna ókeypis, heldur bera þeir
einnig ýmsan kostnað sem þessu
starfi fylgir eins og t. d. bensín-
kostnað-og annað. — Aðrir hafa
einnig unnið gott starf. Starfs-
menn Vegagerðarinnar og lög-
reglan hafa lagt á sig mikið
erfiði til að bjarga fólki, sem
hefur verið lokað inni f bílum
sínum og langferðabifreiöum
hér og þar i nágrenni Reykjavík-
ur. — Þá hafa Guðmundur
Jónasson, fjallagarpur og menn
hans staðið í strömgu við að
bjarga fólki úr bílum, jafnvel
börnum og gamalmennum. —
Vegna dugnaðar og harðfylgi
þessara aöila, hefur allt björgun
arstarfiö gengið mjög vel, jafn-
vel þótt alla samræmingu hafi
skort á milli þeirra.
í gærmorgun var áberandi
hvaö Reykvíkingar eru almennt
„bjartsýnir" menn. Hvarvetna
mátti sjá ",(ofurhugana“ gang-
setja bifreiðir sfnar og aka þeim
1 af' stað til þess eins að festa
þær í næsta skafli. Þetta varð
til þess, aö miklir erfiöleikar
sköpuðust í umferð þeirra bif-
reiða, sem útbúnar eru til þess
að aka í ófærð og varð einnig
til þess að seinka fyrir hreinsun
gatnakerfisins.
Snjómoksturinn kostar
borgina 600 þús. á dag
Alla undanfarna daga hefur
gatnamáladeild borgarinnar
haft öll tiltæk tæki í gangi við
snjómoksturinn, bæði eigin tæki
borgarinnar og vélar, sem leigð-
ar hafa verið hjá ýmsum verk-
tökum. Að því er Ingi O. Magn-
ússon, gatnamálastjóri, sagði
Vísi, voru um 30 tæki alls i
snjómokstrinum í gær, en stöð-
ugur snjómokstur hefur verið 1
borginni síöan fyrir helgi. —
Vaktaskipti eru höfð á tækjun-
um, þannig að þau hafa verið i
notkun allan sólarhringinn, en
þaö mun kosta borgina hátt i
600.000 krónur á dag.
Fyrir utan þetta er svo Vega-
gerðin aö sjálfsögðu einnig með
sfn tæki í gangi, en láta mun
nærri að um 20 tæki frá henni
hafi verið í gangi í nágrenni
Reykjavfkur í gær, auk vinnu-
véla hjá nágrannasveitarfélög-
unum og bæjum.
Það er vart við því að búast,
að „neyðarástand“ eins og í
nótt skapist aftur fljótlega, þó
að spáin hafi verið svört fyrir
nóttina í nótt (a. m. k. má búast
við að ekki gani jafnmargir út |
f óveðrið), en það gæti verið rj
fróölegt fyrir Almannavarnir aö H
vera viöbúiö næst til að kanna,
hvemig kerfi almannavarna á
Islandi er á vegi statt. — Það
kann einnig að vera, að meiri
nauösyn verði á almannavöm-
um þá. í því sambandi má t. d.
benda á aö komi númjögskyndi
leg hláka er alveg ljóst, að
mikil flóö veröa á Suðvestur-
landi.
-vj-
• •••. . ■ ..........................................................................................................................................................................................................................
' W ...................................
,Raunsæismaður“ á leið til vinnu í morgun.