Vísir - 17.02.1970, Page 13

Vísir - 17.02.1970, Page 13
VlSIR . Þriðjudagur 17. febrúar 1970. Konur í ábyrgðarstöðum munid ah lifú l'ifinu, segir enskt læknablah 'C’nska læknablaðið World Med icine hefur í einu af ritum sínum komið aðvörun á fram færi til einhleypra kvenna í á- byrgðarstörfum. Aðvörunin er á þá lund að reyna ekki að komast yfir þreyt una að afloknum vinnudegi með því að fá sér einu sinni eða tvisvar í glas. Læknirinn sem skrifar þessa grein hefur meðal sjúklinga sinna nokkrar konur, sem vinna úti. Hann hefur komizt að raun um að konan í ábyrgðarstarfi, sem sýnist vera svo sjálfsör- ugg, sé langt frá því að vera eins örugg um sjálfa sig og hún virðist vera. — Margar þessara kvenna eru mjög vel menntaðar og greindar, skrifar læknirinn, Og það er furðulegt, að þrátt fyrir góða, greind þeirra og auðsým lega ábyrgðartilfinningu, stend- ur þeim oft algjörlega á sama um heilsu sína og sín persónu- legu .tilfinnagalægu vandamál. Eitt greinilegasta dæmið um vandamál einstæðrar konu í á- byrgðarstöðu er sú þörf, sem hún hefur til að drekka. — Þrátt fyrir það, að hæfileik ar hennar séu metnir að verð- leikum á vinnustað verður hún að berjast fyrir þvi að verða tek in sem fullgild meðal karlmann- anna. Allan tímann er henni fylgt meö gagnrýnisaugum af þeim karlmönnum, sem hún er í samkeppni við og af konum, sem öfunda hana. Tannlæknastofa fyrir ungbörn Tjað má búast við því, að fólk þurfi miklu sjaldnar að fara til tannlæknis í framtiðinni en þaö hefur þurft að gera fram að þessu. Nýjustu fréttir herma, aö tannskemmdir séu smitunar- sjúkdómur, sem hægt verði að sprauta gegn. En þangað til þessi visinda- lega niðurstaða verður sannpróf uð og hafnar aðgerðir berjast tannlæknamir við tannskemmd ir á ýmsan hátt. 1 Danmörku er t.d. búið að opna tannlæknastofu fyrir smá böm, frá 0 til 6 ára. Tannlæknar, sem standa að þessari stofu, gefa þær ráð- leggingar, að foreldramir eigi að byrja að bursta tennur bama sinna um leið og fyrstu tenn- urnar koma í Ijós. Auk þess — barnsins vegna — að gefa þeim ekki sykur, sælgæti eða annað slíkt. En tannlæknarnir halda því fram, að böm hafi ekki nátt úrulega þörf fyrir sætindi. Annað ráð, sem danskir tann- læknar gefa er aö skipta oft um tannbursta, annan hvern eða þriðja hvern mánuð. Það skipti ekki miklu máli hvemig tannburstinn sé því að mestu varði, að fólk noti þá tegund af tannbursta sem þvi líki bezt og að það bursti tenn umar vel og vandvirknislega. En þeir mæla þó helzt mef nælonbursta með jafnlöngun. hárum, sem ekki eru of hörð. Hún kemur dauðþreytt heim á kvöldin í tómt hús. Það er eft ir að laga til og hún þarf að búa til matinn. Margar faila fyrir freistingunni og reyna aö y>fir- vinna þreytuna og sálrænt álag með því að fá sér f staupinu. En einmitt í hvert skipti, sem þeim finnst að þær þarfnist þess mest að fá sér í staupinu ættu þær að láta það eiga sig, segir læknirinn. í staðinn eiga þær að slappa af í hálftíma í góöum stól með bolla af sterku kaffi og eitthvað sem lætur hendurnar hafa nóg að gera. Það kemur fyrir, að stúlkan í ábyrgðarstöðu verður svo upp- tekin af starfinu, að það ræður allri tilvem hennar. hún missir gjörsamlega áhugann á fólki og hlutum, sem koma ekki starfinu við. Læknirinn ráðleggur þeim að fara þangað í frí þar sem ekkert minnir þær á starfiö. Að leita sér vina utan venjulegs kunn- ingjahóps og að halda sam- kvæmi heima. Ef stúlkan í ábyrgðarstöðu rýf ur ekki einangrun sína er hætta á því, að hún, eftir því sem hún eldist, grói föst í hugarheimi sín um. Hún verður rugluð og taugaveikluð, ef umgengishættir breytast. Það er að segja skorp- in piparmey. — Það er auðvelt að láta blekkjast af sjálfsöryggi þvi sem stúlkan í ábyrgöarstöðu hefur, að því er virðist, og þeim árangri, er hún nær og leiða af því að hún þarfnist ekki hjálp- ar, segir læknirinn, en gefið henni tækifæri til að vera venju leg dauðleg manneskja með venjulegar tilfinningar, ást, hat ur og óöryggi. Og maður upp- götvar hvað þær hafa mikið að gefa, ef þær fá leyfi til þess. NEI, EKKI GRÍMUBÚNINGUR Nei, þetta er ekki grímubúning- ur, sem einhver frumleg kona hefur saumaö sér. Þetta er al- vörukjóll, sem hægt er að líta á sem bæði „mini“ og „maxi“. Þessi kjóll var sýndur á tízku- sýningu Cardin fyrir nokkrum vikum og eins og hægt er að sjá dettur tízkuteiknurunum ýmis- legt furðulegt í hug, þegar þeir leyfa ímyndunaraflinu að ráða, enda eru þeir þekktir fyrir þaö. En hvort nokkur kona váil klæðast svona kjól — og ætli það finnist ekki einhver — þá á hún að vera í svörtum sokkum við hann og svörtum silkiskóm — en þannig er tízkan um þess- ar mundir. Fjölskyldan ogtjeimilid 31 „Þessir helvízku slátrarar...“ Johnson undirforingi leit sem snöggvast á yfirboðara sinn, vildi sjá, í hvemig skapi hann væri. Minntist þess um leið með sjálfum sér, að Watkins hefði ekki alltaf verið frábitinn slíkri slátmn sjálfur. „Glæpalýður Masters höfuðs- manns?“ „Gefur að skilja. Og ekki nóg með það, heldur veit það nú sér hver Arabi á tvö hundruð mílna svæði, að brezkar njósnasveitir em á ferðinni í Qattaralág- inni...“ Johnson var ekki viss um, hvort heldur Watkins hafði sam- úð með Aröbunum, sem þarna höfðu verið felldir, eða hvort hann hefði áhyggjur af hugsanleg um hefndarráðstöfunum af þeirra hálfu. „Teljið þér, að við eigum þá að breyta um stefnu, herra minn?“ „Það er óhugsandi. Þetta er eina leiðin, sem liggur um Qatt- ara-Iágina. Við verðum að halda áfram suður á bóginn, þangað til kemur að skaröinu." „Já, herra minn.“ Johnson beiö frekari fyrirmæla. „Segið mönnunum að moka sandj yfir Ifkin. Það er kominn ódaunn af þeim.“ Johnson sneri sér að liðþjálfan um, sem næstur stóð, og endur- tók skipunina. „Við höfum náttstað héraa og leggjum svo af stað í fyrramálið strax og birtir'1, mælti Watkins enn. „Já, herra rninn." Johnson bar hönd að enni og gekk á brott til að sjá um nauð synlegar ráðstafanir, feginn því að eiga þó einu sinni náttstað við vatnsból undir pálmatrjám. Her- mennirnir voru þegar farnir að grafa líkin í sandinn. Arabíski njósnarinn, sem fór á undan aðalhópnum, hélt með úlf alda sinn í taumi upp á sandöld una, sem næst var suður af vin- inni. Þegar hann átti stuttan spöl ófarinn upp á brúnina, lagðist hann niður og skreið það, sem eftir var, þangað til hann sá vin- ina, vatnsbóliö og pálmana fyrir neðan sig. Hann kom þegar auga á brezku hermennina og sá. brátt, hvað þeir höfðust að. Hann taldi í skyndi farartækin og hermenn- ina, og andrá siðar hleypti hann úlfalda sínum sem mest hann mátti til baka, til móts við aðal- hópinn, sem var á leiðinni frá Siwa. ^Engin miskynii ÁTTUNDI KAFLI. Skömmu fyrir dögun barst gnýr af hreyflum og hjólum farar tækja á leiö um lágina til þeirra uppi á bergbrúninni. Arabarnir urðu fyrstir til að bregða blundi, þeir læddust hljóðlaust fram á bergbrúnina og horfðu fram af, Leech kom þangaö andrá síðar, og hver af öörum. Douglas vakn aði með þeim síöustu, það tók hann nokkurt andartak að átta sig, áður en hann svipti af sér ábreiðunni og hélt fram á berg- brúnina til þeirra hinna. Fyrst í stað gátu þeir ekki greint neitt sökum myrkurs, en þeir horfðu allir í átt á hljóðið, sem nálgaöist að sunnan, slóðina, sem þeir höfðu sjálfir farið, þang að til Hassan varaði þá við Ar- abasveitinni, sem væri á leið inn í lágina. Douglas spurði sjálfan sig, hvort sá hópur mundi hafa náð að vininni fyrir kvöldið. Þegar lýsa tók af degi, sást of an af bergbrúninni, hvar nálgað- ist lest vélknúinna farartækja úr suðri, þar var á ferðinni þýzk könnunarsveit, herflutningabílar og léttir brynvarðir bílar. Dougl as gat innan skamms greint, hvaða vopn þeir höfðu meðferðis, og að þungum vélbyssum var komið fyrir aftan á bílunum. Sem snöggvast virti Douglas fyrir sér svip þeirra hinna frammi á berg brúninni, þeir störðu með athygli á herflokkinn, sem nálgaöist, en þar var engan kvíða eða ótta að sjá á neinum, nánast forvitni og ekkert fram yfir þaö. Þegar hon um varð litið niður í lágina aft- ur, sá hann að flutningatækjun- um var ekið út af slóðinni og í felur á bak við sandhóla og kletta, því næst tóku hermenn- irnir að koma fyrir sprengjuvörp um og léttum hríðskotabyssum og miðuðu þeim í suðurátt eftir EFTIR ZENO láginni, á slóðina frá vininni, sem Douglas og leiðangur hans hafði farið kvöldið áður. Honum létti, því að nú þóttist hann vita, að það væri þeim, sem lágu uppi á bergbrúninni, sem fyrirsátin væri gerð. Þeir, hann og leiðangurs- menn hans, máttu því happi hrósa, en hitt fannst Douglas und arlegast, að Þýzkurunum skyldi hafa borizt njósn af ferðum þeirra. Helmingur þýzka liösins flutti sig fjær slóðinni og kom þar upp skotvopnum sínum — hin sígilda launsátursaðferð að láta óvininum eftir eins konar geil til að fara inn í, svo unnt væri að ráðast á hann báðum megin frá. Þýzku hermennirnir höfðu hröð og þjálfuð handtök, þegar þeir komu fyrir sprengjuvörpunum og hríðskotabyssunum. Einn af liðs- foringjunum gekk upp að berginu og virti fyrir sér flakið af fjar- skiptabílnum, leit síöan upp eftir bergveggnum, en yppti síðan öxl um, þeim þar uppi til mikils létt is, og hélt aftur til manna sinna. Douglas gat séð þá alla og hvaö þeir höfðust að, ofan af berginu, en honum var ljóst, að þeir. sem nálguðust eftir láginni, mundu ekki geta komið auga á þá, svo vel hafði þeim tekizt að fela sig.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.