Vísir - 17.02.1970, Síða 16
Þrjú ný póstútibú
opnuð á næstunni
MIKLAR umbætur á póstþjónust-
unni standa fyrir dyrum, en nokk-
ur ný útibú veróa tekin í notkun
á næstunni.
í þessum mánuði flytur útibúið
Vttlf ofan í skurð
við Nauthólsvík
® Bifreið, sem var á leið eftir
Flugvailarvegi i gærdag kl.
18.30, ók út af veginum hjá Naut-
hólsvík og valt niður í skurö. I
sætinu hjá ökumanni sat farþegi
honum til hægri handar og hand-
leggsbrotnaöl hann i veltunni, en
ökumann sakaði ekki. — GP —
Gaf Hæstarétti milljón
til bókakaupa
að Laugavegi 176 í Búnaðarbanka-
húsið á Laugavegi 120, þar sem
Pósturinn hefur fengið inni í allri
útbyggingu hússins. Þá stendur til
að stofna útibú á Seltjarnarnesi og
verður það til húsa í Mýrarhösa-
skóla, þar sem gömlu bæjarskrif-
stofumar voru. Veröur það útibú
opnað upp úr næstu mánaðamót-
um. Nýtt útibú veröur opnað við
Hagatorg á horninu á Nesvegi og
Hofsvallagötu, sennilega í maímán-
uði.
Fyrir skömmu auglýsti Pósturinn
eftir húsnæði fyrir útibú í Árbæjar-
Breiðholté- og Háaleitishverfi, en
viðunandi tilboð bárust ekki nema
fyrir Árbæjarhverfið og er það í
athugun. — SB —
Hékk aftan í og
lenfi undir bílnum
® Tíu ára gamall drengur varð
undir bifreið í Hóimgarði kl.
18.45 í gærdag. Hékk drengurinn
aftan f bifreiðinni aö stráka hætti,
en lenti uþdir henni, þegar öku-
maður ók bifreiðinni afturábak til
þess að komast hjá ófæru. Marðist
drengurinn nokkuð og tognaði á
öxl og var fluttur á slysavarðstof-
una. — G.P. —
í tilefni hálfrar aldar afmæiis
Hæstaréttar afhenti Jóhann Haf-
stein dómsmálaráöherra Hæsta-
rétti eina milljón króna f. h. rík-
isstjórnarinnar viö athöfn í hús-‘
næöi Hæstaréttar, þegar minnzt var
afmælisins. Alþingi hafði samþykkt
þessa gjöf, sem á að verja til efl-
ingar bókakosti Hæstaréttar.
Lögmannafélag ísiands gaf Hæsta
rétti islenzka fánann, Dómarafélag
íslands gaf þingboðsöxi og blóma-
körfur bárust frá Lögfræðingafélag-
inu, Félagi dómarafulltrúa og laga-
deild Háskóla íslands. — vj —
Flugið tíl Angmagssalik
stöðvast vegna óveðurs
Engan varning hefur enn ver-
iS hægt að flytja til Ang-
magssalik síðan fyrir helgi,
þegar skíðaflugvél Flugfélags
ins, Gljáfaxi, laskaðist í ó-
veðrinu, sem gekk yfir Kulu-
suk. Vélin fauk til á vellin-
um þótt búið væri að binda
hana rammlega við þrjár
jarðýtur. Þegar flugmennim-
ir komu út á sunnudagsmorg-
un sáu þeir vélina ekki fyrr
en eftir nokkra eftirgrennsl-
an. Hún hafði fokið 70 metra,
og út af brautinni. Vængend-
ar voru laskaðir svo og jafn-
vægisstýrið.
I gær stóö til að senda aðra
DC vél frá Flugfélaginu þangað
vestur, Gunnfaxa, en hún er
ekki með skíðabúnað. í morgun
þegar átti að leggja upp meö
vélina frá Reykjavík, bárust
hins vegar þær fréttir, að um
40 cm þykkur snjór væri nú
jafnfallinn i Angmagssalik og
ógerningur að lenda þar nema á
skíðavélum.
Sólfaxi kom úr þriöju ferð
sinni með vörur frá Kaupmanna
höfn til Reykjavíkur snemma í
morgun. Ætlunin var aö rýma
vörum úr vélinni til þess að
hægt yrði að koma fjórum
mönnum vestur til þess að gera
við vélina. Munu þeir trúlega
leggja upp í dag, ef hann hvessir
ekki aftur þar vestra, en því
var spáð í morgun. —JH —
Flugvélin, sem hlekktist á á
laugardagskvöldið, var flutt til
bæjarins á dráttarvagni í gær-
dag. Við nauðlendinguna uppi á
Sandskeiði hafði vélin laskazt
nokkuð, eins og sjá má á væng-
endanum og sjálfum skrokknum.
Er ekfci
Anastasia
«
• Nú eru öll sund lokuð fyrir
frú Önnu Anderson-Mana-
han, sem seglst vera Anastasia,
eina lifandi bam Nikulásar
Rússakeisara. Hæstiréttur f
Vestur-Þýzkalandi vísaði frá í
morgun síðustu áfrýjun frúar-
innar. Staðfesti hæstiréttur
þann úrskurð frá 1967, aö frúin
sé alls ekki Anastasia.
• Hin 67 ára Anna Anderson-
Manahan hefur í 36 ár bar-
izt fyrir viðurkenningu sem
stórhertogaynja. Hefði hún unn-
ið máli, gæti hún gert kröfu til
hluta af arfi eftir kelsarann.
Með úrskurði hæstaréttar veröur
stórhertogaynjan af Mecklen-
burg eini erfingi hlnna miklu
auðæfa sem keisarinn lét eftir
sig. Auðæfin eru geym í Berlín.
Anna er gift bandarískurii
milljónamæringi. — H.H.
„VIÐ EIGUM AÐ SKAPA
RAMMÍSLENZKA TÍZKU
- segir Auður Sveinsdóttir húsfreyja á Gljúfra-
steini, eiginkona Halldórs Laxness, en hún
hlaut verðlaun i prjónasamkeppni Álafoss
■ „Ég hef alltaf haft ákaf-
lega gaman af að fást við
þjóðlega og skemmtilega handa-
vinnu. Og þá á ég við ramm-
íslenzka handavinnu, unna úr
ísienzku hráefni eftir islenzkum
og einkennandi munstyum.
íslendingar gera of(mikið af
því að .kópiera" Skandínavíu, til
dæmis Svíþjóð og Danmörku.
Viöhorfin eru nú samt að breyt-
ast finnst mér sem betur fer.
Fólk er farið að skilja það betur,
aö ekki er nóg að fara bara i
gömul tízkublöð og „kópiera“
þau eins og til dæmis „Alt for
darnerne" Þú mátt gjarnan
skrifað það að skotthúfan mln sé
ekki úr „Alt for damerne", held-
ur rammíslenzk, unnin úr fs-
lenzkum lopa með skúfi og
gullhólk, þæfð og kembdrétteins
og í gamla daga. Þessi skott-
húfubúningur hefur mér alltaf
fundizt ákaflega fallegur og
klæðilegur. Miklu fallegri heldur
en þessar sundhettuhúfur, sem
tizkukóngarnir hamast við að
selja núna í París.
Mér finnst við leita langt yfir
skammt hérna á Islandi í sam-
bandj við tízkuna og klæðnaðinn.
Á Þjóðminjasafninu okkar eru
nær óteljandi hugmvndir, sem
við getum notfært okkur, og þá
um leið skapaö okkur íslenzka
tizku, rammíslenzka, nútíma
lega og klæðilega. Við verðum
bara að vera vakandi f þessum
efnum og grípa þessar hug-
myndir, sem eru hérna við bæj-
ardymar hjá okkur, áður en
einhver útlendingurinn verður á
undan.“
Sú sem mælir á svo þjóðlegan
hátt er engin önnur en Auður
Sveinsdóttir, eiginkona nóbels-
skáldsins Halldórs Laxness.
Skotthúfan, sem Auður talar
um vann þriðju verðlaun í ný-
afstaðinni hekl- og prjónasam-
keppni hjá Álafossi.
Húfan hefur vakið verð-
skuldaða athygli enda fallegur,
klæðilegur og hlýr höfuðbúnað-
ur og rammíslenzkur, og alveg
jafnt fyrir þær ungu sem gömlu.
Þær eru fljótprjónaðar og í
hólkinn má hafa ódýrt efni, ef
vill svo sem gyllt leöurlíki. —
M.V.