Vísir - 21.02.1970, Blaðsíða 7
7
V1SIR . Laugardagur 21. febrúar 1970.
cTMenningarmál
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
HARPAN
VON
EÐA TÁLVON?
^gæt verkefnasamsetning ein-
kenndi 11. tónleika Sin-
fóníuhljómsveitar íslands sl.
fimmtudag.
Upphaf tónleikanna var tví-
umskrifaður „Concerto grosso“
eftir Vivaldi. Fyrsta ummyndun
verksins er engum öðrum að
þakka en Bach sjálfum, sem
samdi orgelverk úr tónsmíð
Vivaldis. Vafalítið hefur orgel-
hljómur Bachs svifið fyrir eyr-
um D’Antalffy, sem umsamdi
verkið í annað sinn fyrir stóra
hljómsveit (1940).
Það orkar oft tvímælis að
„umskrifa" verk annarra höf-
unda. Þó er ekki sama hvernig
slíkt er gert, og er margt hag-
anlega framkvæmt í þessari ,,út-
gáfu“. Samt er ég ekki frá því,
að orgel-útgáfa Bachs sé öllu
áhrifameiri.
Engu að síður, verkiö var vel
flutt og litafletir rómantískrar
sinfóníuhljómsveitar nutu sín
dável í þessari barokk-tónsmíð.
Ekki mundi saka að geta örfá-
um orðum um einleikara kvölds-
ins í efnisskrá þeirri, er Ríkisút-
varpið gefur út. Það er góður
og sjálfsagður siður, og ekki á-
stæða til að sleppa þessum upp-
lýsingum handa tónleikagestum,
jafnvel þótt sagt hafi verið frá
einleikaranum í dagblöðum.
Franski píanóleikarinn ungfrú
Evelyne Crochet, sem m. a. hef-
ur verið nemandi hins fræga
Rudolf Serkin, lék einleik með
hljómsveitinni í píanókonsert
Mozarts nr. 24 K 491.
Þessi píanókonsert er merkis-
verk — ákaflega ólfkur öðrum
píanókonsertum Mozarts. Hann
býr yfir Beethoven-einkennum
hvað skapofsa og dramatík
snertir, upphafsstef 1. þáttar
leiðir okkur í nærri framandi
heima — óvenju myrk dramatík
samtvinnuð nærri rómantískum
hljómfyrirbærum sýna okkur
nýja hlið á Mozart. Ekki svo að
skilja að sá mikli og e.t.v. mesti
meistari búi ekki yfir dramatík
f öðrum verkum — en sú drama-
tík er oft „inn á við“ og ekki
merkt hinum sjálfsögðu ytri
einkennum.
Píanókonsertinn er f heild
ekki eins „aðgengilegur" og
flestir aðrir píanókonsertar
Mozarts. Því þakklátari getum
við verið fvrir að fá að heyra
hann ágætlega túlkaðan af ung-
frú Crochet. Hún leikur mjög
músíkalskt með mikilli tónfyll-
ingu,- og túlkaði þennan konsert
á þann „Beethoveniska" hátt
sem ég nefndi áðan. Tækni
hennar er mjög góð, og hún býr
yf-ir mikilli breidd á „registr-
um“: Hið draumkennda aðalstef
hæga þáttarins (þeir sem
þekkia 3. pfanókonsert Beethov-
ens, hafa e.t.v. fundið andlegan
skyldleika í hægum köflum þess
ara verka?l. fer henni iafnvel úr
hendi og ofsafengið stef 3. þátt-
ar, heaar hað birtist í fortissimo
f einu tilbrigðaforminu. Það
eina sem ég gæti fundið aö leik
ungfrú Crochet var, hve spar-
samlega hún beitti vinstri hend-
inni, „botninn" var stundum
heldur veikur.
Full ástæða er til að benda á
vfirleitt ágætan leik hljómsveit-
arinnar í þessu verki; hlutverk
hennar er annað og meira en
undirspil Mozart ætlar henni
nærri því „jafningia-hlutverk".
Áberandi er samtalsform blásara
og einleikara í hæga þættinum
og sumstaðar í 3. þætti. Var hér
margt framúrskarandi vel leikið
af blásurum. En einnig er full
ástæða fyrir blásara að gæta
enn betur að innbyrðis hrein-
ieika. hér er þvi miður ekki allt
í fullkomnu lagi enn.
Eftir hlé var fiutt Symphonie
Concertante eftir svissneska
tónskáldið Frank Martin.
Þetta er prýðilega vel samið
ýerk, og tekst varla (þrátt fyrir
nýstárlega hljóma) að fæla nokk
urt .ihaldssamt eyra frá lengur.
í eðli sínu tengd rómantík, en
ákaflega persónulega mótuð,
megnar þessi tónsmið að tala
beint til hlustandans; þetta er
lífi gædd tónlist í bezta skiln-
ingi, og ekki gat ég annað heyrt
en flest það sem máli skipti,
kæmist ágætlega til skila hjá
hljómsveitinni.
Lokaverkiö var La Valse eftir
Ravel, þar sem maður er ekki
öruggur, hvort tónskáldið er að
gera grfn að valsamenningu
Vínarborgar (greinilegar tilvitn-
anir í Strauss-valsa heyrast) eða
hvort honum er alvara — og
hann vilji segja samtíð sinni frá
því að tónamál nútímans sé
öðruvísi, tími Vínarvalsins sé
liðinn.
Ravel var meistari í með-
höndlun hljómsveitar, honum
tekst að spila á og nýta litaskala
hinnar stóru rómantísku hljóm-
sveitar út f æsar.
I heild var La Valse sannfær-
andi flutt af S.I., þó hefði mað-
ur stundum óskað eftir bæði
hreinni og fyllri fiölutón. En
Bohdan Wodiczko tókst að raf-
magna hljómsveitina og hljóm-
sveitinni tókst að rafmagna á-
heyrendur ^ það var augljóst,
þegar lokaklappið og bravó-
hróp dundu yfir.
^pvennt var áberandi þetta
kvöld. Húsið var rúmlega
hálfskipað. Ég vona, að hér sé
eingöngu inflúensu og ófærð um
aö kenna. Það er átakanlega að
þurfa aö horfa upp á hálft hús,
þegar S.í. er loks komin aftur
til lífs, og okkur er boðið upp á
prýðileg verk betur flutt en
nokkru sinni síðan í haust.
Hitt, sem vakti eftirtekt, var
að harpa skreytti hið tilbreyt-
ingalausa svið Háskólábíós.
Skyldi sparnaðarstefna Ríkis-
útvarpsins vera að breytast?
Fáum við að njóta hörpunnar
lengur? Eða er þetta bara tálvon,
sem staðfestir þann grun, að enn
sé ekkert raunhæft og stefnu-
mótandi aðhafzt í sambandi við
framtíöaruppbyggingu hljóm-
sveitarinnar?
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35. 38. og 42. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1969 á húseigninni Álfaskeiði 58, Hafnarfirði, eign Þorkels
Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs á
eigninní sjálfri þriðjudaginn 24. 2. 1970 kl. 2.15 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35. 38. og 42. tölublaöi Lögbirtingablaðsins
1969 á fasteigninni Reykjavíkucvegur 45, Hafnarfirði, eign
Bílaverkstæðis Hafnarfjarðar, fer fram eftir kröfu Innheimtu
rikissjóös og Guðlaugs Einarssonar, hrl. á eigninni sjálfri
miövikudaginn 25. 2. 1970. kl. 4.15 e.h
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35. 38. og 42. tölublaði Lögbirtingablaðsins
1969 á húseigninni Barðaströnd 23, Seltjamamesi, eign
Byggingarfélagsins „SÚД fer fram eftir kröfu Gjaldheimt
unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. 2.
1970 kl. 3.15 e.h.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýsiu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 57. 58. og 60. tölublaöi Lögbirtingablaðsins
1969 á húseigninni Öldutúni 12, Hafnarfirði, talin eign HalÞ
dórs Guðmundssonar hf. fer fram eftir kröfu Innheimtu
ríkissjóös á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24. 2. 1970 Kl. 4.30
e. h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nuuðungaruppboð
sem auglýst var í 69. 71. og 72. tölublaði Löbgirtingablaðsins
1969 á húseigninni Holtsgötu 5, Hafnarfirði, eign Ragnars
Þjóðólfssonar, fer fram eftir kröfu Sigurðar Helgasonar hdl,
Iðnaðarbanka íslands hf., Hafsteins Árnasonar og bæjar-
gjaldkerans í Hafnarfirði á eigninni sjálfri þriðjudaginn 24.
2. 1970 kl. 3.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
LEIGAN s.f.
Vinnuvélar til leigu
Víbratorar
Stauraborar
Slípirokkar
Hitablásarar
Litlar Steypuhrœrivélar
Múrhamrar m. borum og fleygum
Rafknúnir Steinborar
Vatnsdœlur (rafmagn, benzfn )
Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki
HDFDATUNI 44 - SÍMI 234480
fer frá Reykjavík um miðja næstu viku til
ísafjarðar.
Vörumóttaka á þriðjudag 24. þ.m. í A-skála.
Hf. Eimskipafélag íslands