Vísir - 21.02.1970, Page 8

Vísir - 21.02.1970, Page 8
V1SIR . Laugardagur 21. febrúar 1970. Utgefandi. KeyKjaprent u.. Framkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgii Pétursson Ritstjómarfulltriii: Valdimar H- Jóhannesson Auglýsingar. Aðalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiðsla: AOalstræti 8. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 ð mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. _____________ ■■■■HHtHHHr' ' ■'qillWMaWMMMWBMB— Flokkur, sem enginn má treysta þegar vinstri stjórnin fræga valt úr sessi, undir árs- lok 1958, töldu margir fullreynt að Framsókn gæti ekki stjórnað landinu. Sú skoðun hafði við gild rök að styðjast. Stjórnarforusta Framsóknar hafði alltaf endaö með ósköpum. Stefna flokksins hefur ávallt reynzt óheppileg og fljótt orðið óvinsæl hjá stórum meirihluta þjóðarinnar. Samstarf við aðra flokka hef- ur reynzt erfitt, vegna einstrengingslegrar flokks- hyggju framsóknarmanna, sem jafnan hafa reynzt allra flokka óheilastir í samstarfi. Ekkert mál er svo mikilvægt fyrir þjóðina, að Framsókn virðist ekki fyrst og fremst hugsa um að hafa af því flokkslegan ávinning og reyni að haga málalokum í samræmi við það. Slík afstaða er vitaskuld ekki vænleg til góðs samstarfs við aðra flokka, en verst er þó, hve illa hún getur komið niður á þjóðinni sjálfri, þegar um stórmál er að ræða, sem heill alþjóðar varða. Þetta er meginástæðan fyrir því, að enginn stjórn- málaflokkur hefur getað verið í samstarfi við Fram- sókn nema skamman tíma, og þar er einnig skýring- in á því, hve lengi flokkurinn hefur nú verið utan stjórnar og verður það sennilega enn um langa fram- tíð. Forustumenn flokksins hafa sjálfir dæmt hann úr leik með óheilindum sínum og einstrengingshætti. Enginn flokkur mun ganga til stjórnarsamstarfs við Framsókn, sé annarra kosta völ. Framsóknarflokkurinn hefur nú verið í stjórnar- andstöðu rúman áratug. Ætti því að vera fengin full- nægjandi reynsla af honum í því hlutverki. Verði stjórnmálasaga þessa tímabils einhvern tíma skráð og hlutlaust mat lagt þar á allar staðreyndir, getur ekki hjá því farið að sá dómur verði Framsókn jafn- vel ennþá óhagstæðari en hinn, sem hún hefur þegar hlotið fyrir stjórnarstörfin. Þess munu áreiðanlega fá dæmi í sögunni, að flokkur hafi verið meira en ára- tug samfellt í sLjóiuarandstöðu án þess að bera nokkru sinni fram raunhæfa tillögu um lausn á vandamálum þjóðfélagsins. Forustulið Framsóknar hefur varið allri orku sinni og hugkvæmni til þess eins að torvelda ríkisstjórninni að reisa efnahagslíf þjóðarinnar úr rústunum eftir afglöp vinstri stjórn- arinnar. Framsóknarflokkurinn hefur lagzt svo lágt að mynda bandalag við kommúnista um þessa skemmd- ariðju, og hann hefur jafnvel oft og tíðum gengið þar lengra en þeir. Á sama tíma og hann hefur látið blöð sín og ræðumenn fordæma dýrtíð og verðbólgu, hef- ur hann af öllum mætti reynt að magna þann draug og leikið þannig tveim skjöldum þar eins og í öðrum málum. Hann hefur í nálega öllum efnum gengið í berhögg við þau boðorð og kenningar, sem hann sjálfur hélt fram, þegar hann var í stjórn. Lengra verður vart gengið í loddaraleik og ábyrgðarleysi. »r i íf K Sá kvittur er uppi, að Jens Otto Krag hinn danski hafi lagt aö hinum þýzka starfsbróður sínum Willy Brandt, að hann hindri inngöngu Dana í EBE. Skuli Brandt koma í veg fyrir, að aðild Dana verði samþykkt í Efnahagsbanda lagi Evrópu, og með því halda lífi í NORDEK. „N0RDEK milli heims og heiju" iiiiniimi M) MMi OHHIBIIIBIBI Umsjón: Haukur Helgason Erlend hlöb efablandin um langlifi norræna tollabandalagsins „Þetta er eins og ef maður trúlofast stúlku og heitir annarri tryggð um leið“. Blöð utan Norðurlanda eru fremur svartsýn á, að norræna tollabandalagið, Nordek fái staðizt með tilliti til i... .";nar Norð- manna og Dana um að- ild að „stóra efnahags- bandalaginu“, EBE, og tengsla Finna og Rússa. Vestur-þýzka tímaritið „Der Spiegel" byrjar grein sína um Nordek á framangreindum um mælum danska þingmanns- ins Per Möller. F.r þingmaðurinn sagður telja, að Nordek beri dauðann í sjálfu sér frá upphafi. „í íslenzku leikhúsi“. Brezka vikuritið „Econom- ist" segir að síöasti þáttur Nord ekmálsins hafi, ef vonir Skandi ava rætist verið „leikinn í ís- lenzku leikhúsi". Vafasamt sé, að þetta sé rétt. Segir rtr.ið frá því að á Haagfundinum í des. hafi aftur vaknað vonir Norð- manna og Dana um aöild að Efnahagsbandalagi Evrópu, EBE. Þá hafa Finnar skyndilega kippt að sér hendinni í Nordekmál- inu. Mauno Koivisto, forsætis- ráöherra, hafi í fyrstu tekið þá afstöðu að fresta yrði frekari umræðum um stofnun Nordek, þar til aö loknum kosningum í Finnlandi i marz næstkomandi. Hinn 12. janúar hafi hann gerzt ómyrkari f máli. Ef eitthvert Norðurlanda hæfi viöræður opin berl. um aðild að EBE þá mundu Finnar áskilja sér rétt fil að hætta algerlega umræðum um Nordek. Þar til þetta geröist, mundu Finnar hins vegar taka þátt í undirbúningi að stofnun Nordek. Hætta samstarfi „á á- kveðnum sviðum“. Viðræöum Norðurlanda var haldiö áfram og fór svo, að sam- komulag náöist í Stokkhólmi hinn 4. febrúar, og gerö voru drög að samningi. Finnar lýstu því yfir, að sérhvert aðildarríki Nordek skyldi hafa rétt til að rjúfa samstarfiö á þeim sviðum sem yrðu fyrir áhrifum',af því að einhver ríki gengju í EBE. Hins vegar yrði unnt að halda Nordek í heild sinni til streitu, þótt til dæmis Noregur og Dan mörk gengju í Efnahagsbanda- lag Evrópu. Economist telur, að Finnar ætli sér með þessu aö sýna Rússum fram á, að Nordek sé ekki hugsað sem tæki, er drægi öll Norðurlönd og Finna með inn í EBE. Koivisto sé f raun inni mjög áhugasamur um nor- rænt tollabandalag, en vilji ekki reita Rússa til reiöi. Spáir Economist, að það muni leiða til vandræða fyrir nor- ræna bandalagið, ef einhver Norðurlanda gengju í hið stærra bahdalag. Nordek-hugmyndin endurvakin Spiegel segir frá þvi að Nordekhugmyndin hafi veriö lögð til hliöar, þegar Danir og Norðmenn fóru að hugsa til aö- ildar að EBE. De Gaulle lokaði hins vegar dyrunum fyrir Bret- um og hinum norrænu vinum þeirra. Þá hafi Hilmar Bauns- gaard, forsætisráðherra Dana, fengið starfsbræður sína á Norð uriöndum til að endurvekja hug- myndina um Nordek. Hafi norrænir leiðtogar kom ið sér saman um stofnun Nord- ek, á sama tíma og Bretar fengu i fyrsta sinn góðar vonir um aðild að EBE. »-> 13. síða ,/Það tókst' f,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.