Vísir - 17.04.1970, Page 2

Vísir - 17.04.1970, Page 2
 2 mörk í — knötturinn i annað hornið og skórinn i hitt — veldur deilum meðal iþróttamanna i Þýzkalandi þrumuskotí Óbifandi staðfesta Maður nokkur í Ohio hefur ekkert lát gert á tilraunum sínum til þess að fá manntalsskrifstofu USA til að skiia sér aftur mann- talsskýrslunni, en fram til þessa hefur þaö verið árangurslaust. Þeir hjá manntalinu sendu hon um jafnan svar um hæl, að með skýrslurnar væri farið sem al- gert leyndarmál, og það væru aldrei veittar upplýsingar um innihald þeirra. Maðurinn hefur ekki gefizt upp við það og beðið aftur um að fá að sjá manntalsskýrsluna sina, því að konan hans hafi sent hana án þess að gefa homum tækifæri til þess að lfta yfir hama áður. En manntalsskrifstofan situr fast við sinn keip. Það er ófrá- víkjanleg regla, að ekki megi upp lýsa innihald skýrslnanna! Þó munaði víst minnstu, að þeir létu undan manninum, þegar hann grátbændi þá: „Elsku beztu! Gerið þetta nú fyrir mig! Allt og sumt, sem mig vantar að vita er, hvaö konan mín er gömul ná- kvæmlega." En þeir hertu sig samt upp. „Nei, þvf miður.“ I kosninga- barátfuna með bætt siðgæði fyrir augum Einn frambjóðenda í bæjar- stjómarkosningunum í Sausalito í Kaliforníu er hin 65 ára gamla Sally Stanford, fyrrverandi pútna mamma eins frægasta vændis- húss San Francisco. Ungfrú Stan ford hefur 17 dóma fyrir vandi á sakaskrá sinni, og játar hrein skilnislega, að hún hafi eitt sinn stjórnað vændishúsi, sem hafi notið mikilla vinsælda meðal full trúa Sameinuðu þjóðanna. „Ég reyndi að gera mitt bezta fyrir þá. Þá voru miklir peningar í umferð, enda urmull af arabísk um prinsum." Enda ver hún atvinnu sína ^rénsilega: „Ef við hefðum meira af slíku, væri minna um vand- ræði. í þessu tilliti eru skepnurn- ar raunsærri okkur mönn tnum." Um stjómmálin segir hún lfka: „Sem skattgreiðandi — og það stór skattgreiðandi — ætla ég mér að fletta ofan af því stórkost lega misferli, sem átt hefur sér stað í fjármálastjórn Sausalito. Þið getið varla ímyndað ykkur sumt af þvf, sem átt hefur sér stað f þessari borg. Siðgæðinu hefur alrawint hrakað.'* Nei, þetta er ekki íþrottasíðan, sem villzt hðfur jnn á 2. síðuna, heldur dæmi um einkennileg at- vik, sem hent geta íþróttamenn, þótt þau annars þyki ekki sýna hina sönnu iþróttamennsku. 1 Þýzkalandi fór nýlega fram kappleikur í knattspyrnu milli Miinchen og Aachen, og einhvern tima í leiknum, þegar miðfram- herji Miinchen hafði komizt í gott skotfæri, lagöi hann allt hjarta sitt, einbeitnj og fótkraft í eitt risaþmmuskot, sem hann miðaði f efra homið vinstra meg in, og sparkaði. Miðið hjá honum var nákvæmt, svo ekki skeikaði sentimetra, en þvi miður hitti skotmaðurinn ekki boltann. En öll þessi einbeitni og vand virkni sendi hægri skóinn hans beint og örugglega í markhorniö, eins og rakettu væri skotið, og markmaðurinn fékk ekkert við ráðið. Það var gersamlega óverj- andi skot. Um leið rúllaði vinstri kant- maður Miinchen knettinum eftir jörðinni ósköp rólega til hægri við markvörðinn, meðan hann var upptekinn af því að fylgjast með skónum, sem hafnaði í netinu. Dómarinn tók markið gilt þvert ofan í hávær mótmæli um ólög lega tru'flun. sem markrvörðurinn hefði orðiö fyrir, og þar fram eft ir götunum. Dómarinn benti hins vegar á, að heföi miðfram- herjinn hitt boltann, mundi hann hafa tekið þá stefnu, sem skór- inn fór og þar sem markvörður- inn hafði greinilega ekki getað varið markið fyrir skónum, hefði hann ekki heldur getað variö það fyrir knettinum. Upp af þessu spruttu deflur f þýzka knattspyrnuheiminum, sem engan veginn verður séð fyrir endann á. í reyndinni er verið að deila um keisarans skegg, því að Múnchen vann með 6 mörkúm gegn 0 — þar í talið líka skómark ið. •V- ; Hjálmur Vilhjálms Þýzkalands- keisara Það er bezt að taka það fram strax, svona til þess að róa menn, sem halda að þetta sé kannski nýja hattatízkan, að svo er riú ekki. Konan á myndinni er ein- göngu að sýna dýrmætt höfuðfat eiginmanns síns, sem hann hef- ur í hyggju að setja á uppboð. Hjálmur þessi, sem er dæmi- gerður prússneskur riddarafor- ingjahjálmur, var síðast notaður fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og er nú 1 eigu Williams nokkurs Pumphrey, sem er áhugamaður um söfnun ýmissa vopna. Hann keypti hjálminn fyrir nokkrum árum og fékk hann ákaflega ó- dýrt, en gerir sér nú vonir um að geta selt hann fyrir mikinn pening á næsta uppboði Sothe- bys, uppboðshaldara í London. Hann • telur sig nefnilega geta fært sönnur fyrir því, að þetta hafi verið hjálmur' Vilhjálms Þýzkalandskeisara. Sé það satt, eykur það auðvitað verðmæti hjálmsins sem safngrips, enda þykist William heldur ekki hafa efni á því að eiga svo dýrmætan Srijf.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.