Vísir - 17.04.1970, Side 5

Vísir - 17.04.1970, Side 5
VÍ-SIR . Föstudagur 17. apríl 1970. 5 Grobb á Visi „Skelfing er ég orðinn leiöur á þessu sífellda grobbi ykkar V' ismanna af Visi í vikulokin. i egar ég geröist áskrifandi fyr- ir tveimur árum, fékk ég þessa íinu möppu, sem nú er víst orö in 1300 króna viröi. Að vísu vantaöi nokkur blöð í hana, en mér var sagt. aö mjög fljótlega yrði hafizt handa við að endur prenta þau, þar sem þau væru til þurröar gengin. Látiö nú veröa af efndunum, og þá fyrst getið þið með.góðri samvizKU freistaö nýrra vænt anlegra áskrifenda með Vísi i vikulokin. B.H.“ Skýring Vísis Um það bil ári eftir að Vísir í vikulokin hóf göngu sína fór fram víötæk áskrifendasöfnun hjá Vísi. Hún gekk svo vel, aö flj,ótlega gengu mörg töiublöö af Vísj 'í vikulokin til þurrðar. Var þá nýjum áskrifendum lofaö þvi, aö hin uppgengnu blöö skyldu veröa endurprentuð og að þeir gætu fengið þau sér að kostnaðarlausu. Þetta lof- orð var efnt. Þau átta tölublöð, sem voru uppseld, voru endur- prentuö. Var þetta auglýst ræki lega i b.laöinu og menn hvattir til að afla sér þessara eintaka á afgreiðslunni. I nokkra mánuöi var Vísir í vikulokin því til „complet" á afgreiðslunni. En þá fóru önnur tölublöð að ganga ört upp. Þau tölublöö hef ur aldrei staðiö til aö endur- prenta, enda hefur síðan hvert tölublaö veriö til á afgreiðslunni í meira en ár eftir útkomu þess. visir getur ekki haft Vísi í viku lokin á lager árum saman. Hins vegar var talsvert prentaö af öllum bessum tölublööum og gætu safnarar reynt að útvega sér þau eftir venjulegum leið- um safnara. Ritstj. Furðuleg smekkleysa. „Spyrjiö börnin, þau segja Egils-appelsín“ hljómar nú án afláts í auglýsingatímum út- varpsins. Þarna nægja ekki aug lýsingar í blöðum. því að aug lýsingin þarf aö ná til yngstu barnanna líka og þau eru ekki læs. Auglýsingar af þessu tagi eru yfirleitt ekki tíðkaöar hjá siðuðum mönnum. Mér kemur í hug sams konar atferli um dag inn, þegar einhver klúbbur á- kallaði börnin dag eftir dag í því skyni, að þau vældu út leyfi foreldra sinna, til aö sjá Andréa ar andar-sýningu á vegum klúbbsins. Þetta viöskiptasið- ferði er sannarlega ekki á háu stigi. Reið móðir. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Aldursforseti íslenzkra presta býr í Yesturheimi — 60 ár liðin frá prestvigslu séra Alberts Kristjánssonar i □ Að Ytri-Tungu á Tjör nesi í Suður-Þingeyjar- sýslu fæddiet sá maður, sem með nokkrum fátæk- legum orðum á að minnast, hinn 17. apríl 1877, séra Al- bert Kristjánsson að Blaine í Washingtonfylki, auk þess að eiga 93 ára afmæli í dag, þá eru 60 ár liðin frá prestsvígslu hans til Gunnavatnsbyggðar í Manitoba. □ Séra Albert er nú ald- ursforseti íslenzkra presta, og þjónar enn hinum ís- lenzka söfnuði er á „Staf- holti“ búa, eru það nær ein göngu íslendingar, sem eru vistfólk á hinu íslenzka elli heimili. 1888 fluttist Albert ásamt for- eldrum sínum vestur til Nýja-ís- lands, sem fólk hugöi þá, að upp væri að rísa nýtt ísland, og átti hann heimili þar til 28 ára aldurs. Albert útskrifaðist úr presta- skóla í Pennsylvaníu 1910. 1909 stofnaði hann söfnuð Unitara með- Washington-fylki aldrei hafi þeim hjónum orðið sundurorða. Heimilj þeirra hefir í nærri sjö- tiu ár verið annað heimili íslend- inga, hvort heldur sem þaö hefir staðið í Manitobafylki eða í Blaine, íslenzk menning og íslenzk tunga hafa átt þar öruggt vígi. Dókasafn áttu þau hjón fágað og fínt, af ýmsum gullaldarperl- um íslenzkra bókmennta, sérstak- lega ljóðasafn. „En „römm er sú taug“, þau hjón gáfu bókasafnið sitt heima- sýslu séra Alberts, Suður-Þingeyj- arsýslunni, og er það nú varðveitt á Húsavik. Eins og að framan greinir, er prestur frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, og enn á hann allmargt skyld- menna norður þar. Albert heim- sótti íslarid 1935. Eitt af séreinkennum heimilis- brags þeirra hjóna er, að á heim- ili þeirra er eingöngu töluð ís- lenzka, og þau gera það sín á milli. Börn þeirra lærðu öll i æsku islenzku, svo sem vænta mátti og tala hana mjög vel, en börnin voru 5. 1. Nanna Helga, gift Leó raf- magnsverkfr. og stórkaup- manni í Vancouver B. C. Sig- urðssyni, er hann af Deildar- tunguætt í Borgarfirði. 2. Hjálmar Albert, flúgmaður, siðast bókhaldari, d. 1957. 3. Sigrún Soffía læknaritari í Victoría B.C. Sr. Albert og kona hans Anna. Myndin er tekin við heimili þeirra í fyrra, 4. Ósk Jóhanna d. 1910. 5. Jóhanna húsfrú í Seattle. I dag yljar séra Albert sér í huganum viö yl gamalla minninga, frá æskuárunum á íslandi og bernskuárunum í Nýja-íslandi, en dýrmætast er í huganum.það spor, er hann eignaðist dýrmætasta djásn lífsins, árið 1902,- konuna sína. Héðan að heiman í dag, berast þeim hjartanlegustu heillaóskir frá frændgarði stórum, og fjölmörgum vinum, sem þakka þeim tryggð og einlcs^ja vináttu allmargra ára, og biðja þeim blessunar á ókomnum æ.vidögum. ... Helgi Vigiusson, Bólstaðarhlíð 50. al íslendinga í Grunnavatnsbyggð, og vígðist þangað, eins og fyrr seg- ir fyrir 60 árum, ög var þar prest- ur næstu átján árin til 1928, er hann ásamt fjölskyldu sinni flutti vestur til Blaine, er hann hefir síð- an búið, og þjónað þaðan ennfrem- ur hinurn islenzka söfnuði Unitara : Seattleborg. í Manitobafylki var hann um tímabil þingmaður fyrir Bænda- flokkinn, og lét hann sér á þingi sérstaklega annt um um hagsmuni íslendinga. tjann var á sínum tíma einn af frumkvöðlum að stofnun Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi, og forseti þess um tíma en er nú heiðursfélagi. Sæmdur var hann árið 1939 stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu. Albert Kristjánsson hefur verið talinn í hópj mælskustu og áheyri- legustu kennimanna íslenzkra vestanhafs, sakir þekkingar sinnar og viðsýni. Og eins og fyrr er sagt er hann enn að miðla öðrum af sínum and- ans auði. Á yngri árum var séra Albert friður sýnum, eftir myndum að dæma, og ég minnist enn hins aldurhnigna glæsimennis er ág heimsótti þau hjónin frú Önnu og hann, árið 1963. Þá var Sjón hans nokkuð farin að daprast, en eld- heitt var fjör auena hans. Mál- hreimur var Ijúfur. Minni hans ó- skert og er enn. Fyrir nærri 68 árum kvæntist hann ungrj skagfirzkri blómarós, Önnu P r-1—bsdóttur frá Dæli í Sæmundarhlíð, og stendur hún enn við hlið hans. sem traustas'; vörð- ur lifs hans, eftir þetta langan thna, og segja mér kunnúgir, að Einstaklingar — Félagasamtök — Fjölbýlishúsaeigendur ÞAU ENDAST V0N ÚR VITI WILT0N-TEPPIN Eg kem heim til yðar með sýnishorn og geri yður ákveðið verðtilboð á stofuna, á herbergin, á stigann, á stigahúsið og yfirleitt alla smærri og stærri fleti. ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA í SÍMA 3 1283 EN ÞAÐ BORGAR SIG. DANÍEL KJARTANSSON Simi 31283. kr. 1000. - kr. 750. - á út og mánuði Nú geta allir gefið nytsamar fermingargjafir. Seljum á meðan fermingar standa yfir á mjög “-"m, skatthol, skrifborð, skrifborðs- o.m.fl. n Víðir hf. Laugavegi 166, símar 22222 og 22229

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.