Vísir - 17.04.1970, Síða 8

Vísir - 17.04.1970, Síða 8
s V í S IR . Föstudagur 17. apríl 1970. CJtgefandi. KeyKjaprent u.. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri Jónas Kristjánsson Fréttastjóri Jón Birgir Pétursson Kitstjórrmrfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar. Aðalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660 Ritstjórn. Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 iinur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 10.00 eintaklð Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Fátæku þjóðirnar þjóðum heims er stundum skipt í þær söddu og þær svöngu. Slík skipting er að vísu ekki algild. Til dæmis sýna opinberar skýrslur í ríkasta landi veraldar, Bandaríkjunum, að þar eru milljónir manna á mörk- um hungurs. Þeir, sem mest f jalla um vaxandi vanda- mál mengunarinnar, fullyrða þó, að meðalneyzlan á íbúa í Bandáríkjunum sé langt umfram það, sem skyn- samlegt geti talizt, ef miðað er við auðlindir jarðar. Hin vanþróuðu ríki byggja 66 af hundraði íbúa jarð- ar, en þær framleiða aðeins 12,5 af hundraði gæðanna. „Ríku“ þjóðirnar framleiða 87,5% af gæðunum, en fólksfjöldi þeirra er aðeins 34% heildarmannfjöld- ans. Fátæku ríkin eru á stigi lífskjara, sem heyra til annarri öld á Vesturlöndum. Þetta skapar gífurlegt vandamál, ekki aðeins í vanþróuðu ríkjunum sjálf- um heldur einnig hjá hinum iðnvæddu. Ríkin eru orð- in svo nátengd og heimurinn svo „lítill“, að vanda- mála í einu ríki gætir í ríkum mæli í öðrum. Þetta er augljóst í milliríkjaviðskiptum. Slæmur hagur í einu ríkinu veldur því, að það kaupir minna af gæðum af öðru en ella, svo að hagur sins síðara verður líka rýrari. En þetta er einnig augljóst í heims- pólitíkinni sem slíkri. Einn aðalvandinn við friðsamlega sambúð er ein- mitt sjálft stjórnleysið í vanþróuðu ríkjunum. Á þessu ári höfum við fylgzt með styrjöldum í Bíafra, Víetnam og Mið-Austurlöndum, auk hvers kyns stjórnmála- ólgu víða um heim. Þessi válegu tíðindi hafa einmitt borizt frá hinum fátækari hlutum heims. Flest Arabaríkin eru örsnauð og þeim vex í aug- um tiltölulega góður hagur og tæknilegir vfirburðir ísraelsmanna, grannríkis síns. í Nígeríu áttust við þjóðir á mjög frumstæðu stigi og börðust einkum um olíulindir, sem þeir töldu geta orðið grundvöll að bætt- um kiörum í framtíðinni. Einnig í Víetnam er mennt- unarskortur og fátækt ein meginrót vandans. Af mannúCarúsuoöum og vegna eigin hagsmuna hafa hinar ríkari þjóðir stutt þær fátæku. Það er því mjög uggvænlegt, að þessi aðstoð hefur í rauninni minnkað í prósentum af þjóðartekjum þeirra, og henni eru sífellt meiri skilyrði ‘sett. Vanþróuðu ríkin höfðu einmitt sýnt þess merki, að þjóðarframleiðsla þeirra væri í vexti, og vonir stóðu til bættra lífskjara. Margar ríkari þjóðir hétu því fyrir nokkrum ár- um að verja 1 af hundraði af þjóðartekjum sínum til aðstoðar við vanþróuðu ríkin. Sérfræðingar telja, að yrði staðið við það loforð, mundi margt betur fara í fátækari heimshlutanum innan skamms. Það er því mikilvægt, að þessi ráðagerð verði framkvæmd. íslendingar hafa aldrei legið á liði sínu, þegar aðrar þjóðir hafa verið hjálparþurfi. Með batnandi efnahag okkar sjálfra ætti nú að stíga stórt skref í þessum efn- um. Við megum aldrei gleyma því, að við erum vissu- lega í hópi hinna ríkustu í lífskjörum hvers borgara. Jgins og ég vék að I síðustu grein minni nokkru fyrir páska, hafði leið mín þá legið út til Kaupmannahafnar, og hér hef ég dvalizt síðan í kóngsins borg og það hefur orðið hlutskipti mitt í nokkr- ar vikur eins og svo margra kynslóða íslendinga á Hafn- arslóð að sitja á bókasöfnum yfir gömlum skjölum og skræðum til þess að öðlast upplýsing og skilning á for- undarlegri ferð og sögu minnar ættarþjóðar gegnum ár og aldir. Auövitað verður maður að reyna að hafa sig að, þegar allt uppihald í þessu landi er orðið þriðjungi dýr- ara en það var síðast, fyrir íslenzkan ferðamann, en þó verður maður aldrei svo heil- agur að maður þiggi ekki eins og eitt glas af Karlsbergi og taki sér ekki frístund við og við til að slappa af og horfa í kringum sig á daglega lífið á Vimmilskafti og Am- ager-torgi. Og hvað á ég svo aö segja, að sé merkilegast og nýstárleg- ast í Danagaröi. Það vill nú svo til, að helzta umræöuefni hér manna á meðal er veðriö. Nú er kominn miður apríl og menn skilja það ekki að vorið skuli ekki enn vera komið, þetta kvað vera alveg einstakt. 9. apríl minntust Danir þess sorgardags, ÁDEILA I STAD ur, sem ekki ætti að kippa sér ritstjóraskipti við blaðið, þar upp viö. En hér er þó líklega sem Herbert Pundik tók við meira á seyði. Raddir þessarar stjórn blaðsins. Þessa veröur nýju gagnrýni munu ekki þagna, vart með ýmsum hætti, neðan- þó sumariö brjótist nú loks fram málsgreinarnar eða krónikkurn- í næstu viku og gefi miinnum ar svokölluðu hafa tekið breyt- hlýrra og notalegra veður. ingum og snúast æ meira um Það er engan veginn auðvelt alls konar þjóöfélagsleg vanda- að lýsa þessum nýju hugmynd- mál. Áður fjölluðu þær gjarnan um. Þaö einkennilegasta við , um ferðasögu einhvers rithöfund hina nýju þjóöfélagsádeilu er að ar á skemmtisiglingu á Miöjarð hún kemur ekki með nein lækn- arhafi eöa innihaldslaust mont- ismeðul um fullnaðarlausn nú hjal um það, aö meiri menning er eins og trúin á ismana sé úr og meiri bóklestur væri á sögu sögunni og hana skortir skipu- eyjunni en í öðrum löndum, nú lag og flokksaga. Þetta hafa ver fjalla þær fremur um spillingu ið einkenni stúdentahreyfing- " í dómstólakerfi Danmerkur eða anna að undanfömu, eins hér um þörf á að rannsaka van- í Danmörku og annars staðar .rækslusyndir lækna á sjúkrahús Stúdentasamtökin hér eru í ótal um. aögreindum smáhópum, hver Og nýtt fréttavikublað NB að höndin uppi á móti annarri og nafni hefur myndarlega göngu hafa aöeins tvisvar eða þrisvar • sína hér í Kaupmannahöfn og getað nokkurn veginn samfylkt leggst mjög sterklega á þessa sér í mótmælaaðgerðum og her sveif þjóðfélagsádeilu. Þaö birt- taka háskólans hér á dögunum ir sérstakar rammasíður sem gerðist ekkj af neinu skipulagi, kallast „kommentar" sem inni heldur þvert á móti aif handa- fela spumingu samvizkubitsins, pati og stjórnleysi. ádeiluna hverju sinni og víösveg Þrátt fvrir þetta skipulags- ar á öörum síöum ritsins spretta leysi hefur ádeila stúdentanna spurningar upp um hitt og þetta hér valdiö meiri breytingum á sem umhugsunarvert í þjóðlíf- háskólanámi og æöri menntun inu. en áður hafa orðið í áratugi. Þó þeir mótmæli enn hinu nýja há- skóláfrumvarpi inniheldur það T?g endurtek þaö, að það er stærri breytingar og stökk í , erfitt að gera grein fyrir skipulagi háskólanna en nokk- * þessum nýju straumum þjóðfé- urn hefði dreymt um fyrir svo lagslegrar ádeilu i einni blaða- sem fimm árum. grein, um það þyrfti að ræöa frá ótal hliðum. Ég ætla samt að Uin nýja þjóöfélagsádeila revna að gera þetta gleggra þó breiðist út á fleiri sviðum. ég sé óvanur því með því að Það er til dæmis ljóst, aö hið færa dæmið lauslega heim til mikilsmetna stórblað Politiken okkar. hefur gengið henni á hönd eftir Meðan ég hef verið hér ytra að þá voru þrjátíu ár liðin frá innrás Þjóöverja í landið og blöktu rauðir fánar í hálfa stöng hvarvetna yfir borgarbyggöinni, en svo huldust fánamir og borg arbyggðin í hríðarbyl, og enn eru skaflar á götum og strákar fara í snjóboltakast. Er þaö í frásögur fært í dag að strákur einn olli slysum og meiðslum á fjölda fólks nú i miðjum apríl með þvi að kasta snjóbolta í rúöu á strætisvagni, ökumanni brá svo i brún við þessa send- ingu að hann hemlaöi snögglega og rákust önnur ökutæki þá aft- an á hann. Annars er það versta viö þennan langa vetur, að það er sagt að hann leggist á sinnið á mörgum, menn eru farnir að þrá „foráriö“ og fuglasönginn og hin annars svo glaðlynda þjóö gerist niðurdregin og nöldursöm, horfir upp í drungann og hagl- skýin og er búin að gefa upp alla von um að nokkurt sumar komi. En i augum íslendings af norölægari slóðum er það að- eins merki um óþarflega heimtu frekju á hendur náttúrunni að krefjast þess, að sumarið sé komiö í marz. Tjað er kannski að einhverju leyti veðráttunni að kenna, að mér hefur fundizt ég að þessu sinni verða var viö nýjan og nöldursamari anda hér i Danmörku en áöur. Mér finnst eins og alls staðar undir niðri sé meiri ólga en áöur. Ég hef kannski minnzt á þetta áður, að þjóðfélagsádeila hefur farið i vöxt í Danmörku. Sumt af því er kannski bara geðvonzkunöld-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.