Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 3
3 V í sm . MSnndagur 27. aprfl W70. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUNIÚTLÖND Beiðast hælis í Bandaríkjunum — uppreisnartilraunin á HaTt'i fór út um þúfur ÁHAFNIR fjögurra strand um hæli á bandarísku yfir- ráðasvæði sem pólitískir flóttamenn. gæzluskipa Haítístjórnar, sem um helgina höfðu reynt uppreisn gegn Duv- alier forseta, hafa beðið Duvalier hefur sagt, að uppreisn- in hafi verið bæld niður, og hafa flugvellir aftur verið opnaðir á Haítí. Strandgæzluskipin fjögur skutu á höfuðborgina Port au Prince á föstudag og reyndu aö hæfa for- setahöllina. Lengi dags héldu þau áfram skothríö þessari. Samt var allt með kyrrum kjörum í borg- inni, og virðist sú von uppreisnar- manna hafa brugðizt, að aðrir Allt logar í Mið-Amerfku Daglega berast fréttir af tilraun- nm tfl uppreisnar emhvers stað- að í Miö-Ameríku. Stuðnings- menn félagsskapacins Svarts valds reyndu byltingu í Trini- dad fyrir helgi, en hún mun nú hafa verið bæld niðnr. Á eyrflc- inu Haítí hefur byltingu verið afstýrt, og óeirðir voru í Costa Rica um helgina. Þá er róstu- samt í Dóminikanska lýðveldinu og sennilega frekari tíðinda það- an aö vænta. — Myndin sýnir, er einn uppreisnarmanna i Port of Spain, höfuðborg Trinidad, er handtekinn. DUBCEK FYRIR RÉTT • Valdsmenn ! Tékkóslóvakiu ætla að draga fyrir dóm helztu for- ingja frjálslyndra, þá Alexander Dubcek, Frantisek Kriegel og Jos- ef Smrkovsky. Þetta upplýsti fyrr- um menntamálaráðherra landsins, Vaklak Pelisek, á fundi í Cagliari á Sardiníu í gær. Pelisek ræddi á fundinum um kúgun Sovétríkjanna á frelsi og menningu i Tékkóslóvekíu. Hann sagði, að unnið væri að þvl aö smíða upplognar „sannanir" fyrir meintum svikum Dubceks og félaga við þjóðina. Yrðu þessar „sannan- ir“ notaöar við réttarhöldin. Hann sagði, að fólk mundi aldrei gleyma andlitum unga fólksins, sem fallið hefði fyrir hervögnum Sovétrikjanna á götum Prag. Hjálpaði Oswald Rússum að skjóta niður U-2njósnavélina? • U-2 fiugmaðurinn Francis Powers heldur því fram, að Lee Harvey Oswald hafi átt þátt í því, að Rússar skutu niður U-2 flugvél hans árið 1960. Oswald er talinn hafa myrt John Kenn- ........ Lee Harvey Oswald. edy forseta, svo sem kunnugt er. U-2 máiið var á sínum tfma hið erfiðasta ! samskiptum stór- veldanna. Rússar héldu því fram að Bandaríkjamenn notuðu þess- ar flugvélar til njósna í Sovét- ríkjunum, en þær gátu flogið mjög hátt og tekið myndir af jörðu. Þegar Rússar skutu nið- ur vél Powers, olli það mikilli úlfúð. Hætt var við fund æðstu manna, sem rétt í því átti að hefjast í Parfs milli Eisenhow- ers, þáverandi forseta, og Krust- joffs, sem þá var forsætisráð- herra Sovétrikjanna. Powers var lengi í fangelsi f Sovétríkjunum. — Nú fullyrðir hann, að Oswald hafi gefið Rúss um lykilupplýsingar, þegar hann dvaldist í Sovétríkjunum árið 1959. Bendir Powers á, að sá hluti Warrenskýrslunnar sé enn „algert leyndarmál", þar sem fjallað er um „upplýsingar Os- walds um U-2“. Powers var loks látinn laus árið 1962 i skiptum fyrir njósn- arann Rudolf Abel, sem dæmd- ur hafði verið I Bandaríkjunum. kæmu þeim til aðstoðar. Verzlun- um var þó lokað, og útgöngubann sett. Ekki tókst þeim að hæfa forseta- höllina, en þeir eyðilögðu nokkur hús 1 grenndinni. Duvalier forseti hefur oftsinnis sagzt hafa bælt niöur uppreisnar- tilraunir, sem hann telur kommún- ista hafa staðið fyrir. 1 júnímán- uöi í fyrra reyndi til dæmis flokk- ur útlaga að steypa stj&rn Duvali- ers. Gekk hópur manna á land, eftir að hafa varpað sprengjum á Port au Prince. Duvalier, eða Papa Doc, var traustur í sessi. Duvalier er læknir að mennt. Hann hefur verið einvaldur á Haítf síðan 1957. Hefur hann lýst sig forseta til æviloka. Duvalier styðzt við öryggislögreglu, sem beitir höröu í skiptum við alla andstæö- inga forsetans. „Papa Doc“ — kaldlyndur einræðisherra í 13 ár. Kaffiframleiðanda sleppt í Guatemala SKÆRULIÐAR i Guatemala hafa látið lausan kaffiframleiðanda, sem þeir rændu og kröfðust lausnar- gjalds fyrir. Var það liður í „fjár- öflun“ samtakanna. Var kaffiframleiðandanum sleppt ^ = = = = = = = Z = = = = = li I I I gegn greiðslu um átta milljóna kr. í lausnargjald. Þó höfðu skæruliðar viljað fá tvöfalda þá fjárhæö, en samningar tókust um lægri greiösl- i i i I i i i i I i ii i I I! I! I I I I I I I, Hús í byggingu heimtar tryg'gingu Allir húsbyggjendur leggja i talsveröa áhættu. Margir taka há lán og leggja eignir sinar aö veði. Þeim er því afar mikilvægt að óhöpp tða slys raski ekki fjárhagsafkomu þeirra. prunatrygging fyrir hús i smíðum er mjög ódýr, Iryggingartaki greiðir 1,5 af hverju þúsundi. Ábyrgðartrygging gegn óhöppum eða s^sum ■é starfsliði er nauðsynleg hverjum húsbyggj- nda, því annars kann svo að fara að skaða- ótaskylda baki honum vérulegt tjón. ALMENNAR TRYGGINGARiá POSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 'VWUMÉi,^ M'- *♦«*>’■<*•«> «■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.