Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 27.04.1970, Blaðsíða 9
V f S I R . Mánudagur 27. aprfl 1970. rr 50. skoðanakönnun VISIS: Eruð jbér fylgjandi eða andvigur fpvi, að pilsin sikki ? STUTTA TÍZKAN VÆRT ACÆT ZF HUN SIKKAÐI" ■ „Þau mega síkka svolítið niður fyrir rass, en alls ekki niður á hæla. Niður að hné væri á- gætt, takk.“ — Þau mega síkka eftir aldri kvenn- anna, sem í þeim ganga. Því hærri aldur, því síð- ari pils.“ — „Þetta síða er alveg hræðilegt og jafn- framt mikil synd að eyðileggja útsýnið.“ „Svona niður að hnénu væri ágætt“ ■ „Ég er meðmæltur öllum hreyfingum á pilsum í hvora átt, sem vera skal.“ — „Mér finnast þessi dragsíðu forljót. Kannski á ég bara eftir að venjast þeim. Mér fundust þau stuttu einnig ljót á sínum tíma, en þau hafa vanizt býsna vel.“ — „Æ, þau mega riú síkka svolítið niður fyrir pínusíddina, en mér finnst ástæðulaust að draga alveg fyrir.“ ■ „Sem stytzt, sem stytzt, það er bezt (karlmað- ur).“ — „Það er ekki mitt mál, hvort konur vilja sópa gólfin með pilsum sínum eða kústum.“ — „Það er sjálfsagt fyrir þær ungu að ganga í stuttu. Það er alltaf gaman að horfa á fallega kvenmanns- fætur.“ — „Síða tízkan er ókvenleg og stríðir gegn kvenlegu eðli (kona).“ — „Millisíddin er bezt, því allt er bezt í hófi.“ ■ „Stutta tízkan væri ágæt ef hún síkkaði svo- lítið. — „Maxikápur eru allt of miklar öfgar.“ — „Nei, í guðana bænum ekki. Mér líkar svo voða- vel við þetta stutta.“ — „Tízkan hlýtur að síkka. Ekki getur hún stytzt og þá er ekki nema ein leið til breytinga.“ — „Eru ekki allar síddir fallegar, ef þær klæða konuna?“ ■ „Mér finnst sú sídd fallegust, eins og miðaldra kvenfólk gengur í, en að er hvorki maxi, mini eða midi.“ — „Pilsin mega ekki síkka að öllu jöfnu. Þó verða þau að ná niður fyrir rass. — „Uss, ég held það sé ekki mikið skjól í þessu stutta. Það er kominn tími til að tízkufrömuðirnir hafi vit fyrir „fósturlandsins freyju“.“ — „Mér er sko nokk sama, hvort síddin rokkar upp eða niður.“ |Z venfatatázikan hefur oft og tiðum verið mikið hitamál meðal þjóðanna og þá sérstak- iega, þegar piissíddin hefur ver- ið á uppleið eða tízkan hefur krafizt þess að kvenfóikið sýndi mikið af líkama sínum. Ein- ræðisherrar hafa staðið í ströngu við stuttu tízkuna upp á síð- kastið þó að fáum í hinum lýö- frjálsu löndum í vesturheimi standi lengur stuggur af pínupilsunum. Nú virðist pils- síddin aftur á móti vera á hraðri leið niöur á við og tízkukóng- amir fyrirskipa nú kvenfólkinu að ganga í dragsíðu vjð ýmis tækifæri. Ekkj eru allir sammála um fegurð „maxi“-tízlcunnar. — í 50. skuðanakönnun sinni lagði því Vísir eftirfarand; spurningu fyrir þjóðina: Eruð þér fylgjandi eða andvfgur því, að pilsin síkki? Af viðbrögðum manna mátti marka, að þetta sé ekki mikið hitamál á íslandi, þó að greini- legur meirihluti sé á móti sfkk- andi piilsum. 45% voru á móti því aö pilsin síkkuðu, en aðeins 28% voru því fylgjandi. 27% höfðu ekki myndað sér skoðun um málið eöa fannst þetta vera svo veigalítil spurning, að þeir höifðu ekki geð í sér til að svara nema út í hött. Greinilegt var, að karlmenn vora fhaldssamari á kvenfata- tízkuna en konur. Þeir vilja halda í stuttu tízkuna. Um 70% þeirra karlmanna, sem mynduðu sér skoðun um málið voru and- vígir þvi, að pilsin síkkuðu og mun sjónarmiðið „það er synd að eyðileggja útsýnið", hafa ráð- ið mestu Konur nok! sinn: voru vígai* Ef .. afstöfíft ar vai? þjóðari síkkun þilsaha. 61% voru á móti, en 39% fylgjandi aukinni sídd. — Þó virtist mjög algengt að menn vildu. að pilsfaldurinn færi nokkuð niður eftir lærinu, jafnvel niður undir hné, en and- staðan gegn piissídd fyrir neð- an hné virtist vera mjög aimenn. Þannig voru mjög margir, sem sögðust vi'lja auka pilssídd, sem tóku það sérstaklega fram, að síddin mætti þó ekki fara niður fyrir hné og eins voru hinir, sem vildu halda í stuttu tízkuna, sem sögðu, að pínu- pilsin mættu „fara sívolítið niöur fyrir rass“. Lítill munur var á afstöðu manna eftir búsetu á landinu. Þó voru heldur fleiri þvi fylgj- andi á höfuðborgarsvæðinu, að pilsin síkkuðu, en á landsbyggð- inni. Hlutfall óákveöinna var einnig tölvert hærra á lamds- Niðurstöður úr skoðanakönnun VÍSIS urðu sem hér segir: Fylgjandi............68 eða 28% Andvígir........... 108 eða 45% Ódkveðnir....... 64 eða 27% byggðinni en á höfuöborgar- svæðinu og í því sambandi var athyglisvert, að á Reykjavíkur- svæðinu voru konur í meirihluta óákveðinna, en því var öfugt farið með landsbyggðina. Karl- menn í þéttbýli virðast þannig hafa mun meiri áhuga á kven- fatatízkunni en kynbræður þeirra til sveita. Niðurstöður þessarar skoðana- könnunar sýna að enn má búast við því um hríð að pínupilsin verði áberandi i klæðaburði kvenfólksins, þó að dragsíð pils muni vinna einnig mikiö á. Kon- ur, sem vilja tolla í tízkunni geta einnig valið þá sídd, sem þeim þóknast, því að tízkukóng- arnir eru ekkj frekar en fslenzka þjóðin sammála um, hver sé hin „rétta“ sídd á því herrans ári 1970. - V.j. — vfensn* Eruð þér fylgjandi eða andvígur því, að pilsin síkki? Þorbjörg Fríða Sigurbjörns- dótíir, 12 ára nemi í Víðidals- barnaskóla: „Ég er ekki hrifia af þessari tízku.“ Sigrún Jóhannsdóttir, af- greiðslustúlka: „Fylgjandi, mér finnst hún ólíkt fallegri og klæðilegri þessi síða tízka.“ Hreinn Kristjánsson, bifreiða- stjóri: „Ég vil alls ekki að pilsin sfkki. Ég vil ekki hylja fagra kvenfætur með pilsskufsum.“ Óiafur Einar Jóhannsson, nemi í Öldutúnsskóla í Hf.: „Mér finnst þessi síða tízka ljót og druslulegt að sjá stelpur sópa göturnar með faldinum.“ Bjami Össurarson, nemi í Flensborg í Hf.: „Síðari pils! Það veitir ekki af breytingu fré þess- um pmupilsum."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.