Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Laugardagur 23. maí 1970. VISIR Utgesfandi: Keykjaprent u.. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttast jón: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjórn: Laugavegr 178. Slmi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda h.f. Það sem undir býr Efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík sagði í útvarpsumræðunum á miðvikudaginn var, að því hefði verið haldið fram af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, að borginni hefði verið svo vel stjómað, að andstæðingamir gætu þar „bókstaflega enga hluti gagnrýnt“, og svo bætti hann við, að fullnaðarsönn- unin væri svo þau ummæli þriðja manns á lista Al- þýðuflokksins, að borginni hafi verið vel stjórnað. En hvers vegna lét Einar Ágústsson hjá líða að geta þess, að annar maður á lista Framsóknarflokksins hefur gefið sams konar yfirlýsingu og frúin í þriðja sæti Alþýðuflokksins? Hið sanna er, að þegar menn tala eins og samvizk- an býður þeim, þá hljóta allir að viðurkenna að borg- inni hefur verið vel stjórnað. En hitt er alrangt hjá Einari Ágústssyni, að því hafi nokkru sinni verið haldið fram, að allt væri svo fullkomið, að ekkert hefði mátt betur fara. Vera má, að framsóknarmenn telji sig svo óskeikula þar sem þeir stjóma, en sjálf- stæðismenn telja sig ekki svo fullkomna. Bezta sönn- unin fyrir því, að borginni hafi verið vel stjórnað í öllum meginatriðum er sú, að andstæðingarnir hafa fram að þessu verið í vandræðum með að finna nokk- ur teljandi mistök og hamra aðallega á því, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé búinn að vera hér svo lengi við völd, að nú megi til að breyta um. Þetta eru óneitan- lega léttvæg rök. Þau bera vott um mikinn mál- efnaskort. v Það verður aldrei of oft brýnt fyrir kjósendum að hugsa sig vel um áður en þeir ganga að kjörborð- inu. Andstöðuflokkarnir reyna að telja fólki trú um að gott samstarf gæti tekizt með þeim. Þetta er blekking, sem hver vitiborinn kjósandi á að geta séð við, ef hann hugs^....^hð. Þessir flokkar eru svo sundurleitir og su þess margklofnir, að þeir gætu ckki myndaö StCAX li íæfa borgarstjórn. Þar myndi allt lenda í innb^fi’" dellum og togstreitu, svo að bú- ast mætti við algerri upplausn innan skamms tíma. Þess hefur líka orðið vart, að margir gætnir menn í þeim hópi hafa enga trú á að slíkt samstarf geti bless- azt og því líklegt að sumir þeirra greiði sundrungar- liðinu ekki atkvæði að þessu sinni. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ekki að sækjast eftir sameiginlegum völdum í Reykjavík vegna þess að þeir búist við að gera betur en sjálf- stæðismenn hafa gert, og það er heldur ekki þeirra megin markmið. Von þeirra er sú, eins og þeir hafa margoft lýst yfir, að missi sjálfstæðismenn meiri- hlutann, verði það til þess að lama flokkinn svo, að Framsókn og kommúnistar fái meirihluta í næstu alþingiskosningum. Fyrir það vilja þeir glaðir fórna heill og hag Reykjavíkur. Þetta mættu fylgismenn Alþýðuflokksins athuga. Það er ekki víst að hann ætti kost á þátttöku í nýrri vinstri stjórn, ef ekki þyrfti þar á honum að halda. Wilson tilkynnir blaðamönnum, að hann hafiákveðið að efna til þingkosninga 18. júnf. WILS0N virSist ætla að takast krattaverkiB JJarold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, hefur stundum verið talinn hálfgerð- ur töframaður í stjórnmálum, köttur með níu líf. Hann hefur hvað eftir annað bjargað sér úr ýmsum vandamálum meö bragðvísi sinni. Og nú virðist sem honum muni takast að framkvæma sitt stærsta bragð — að bjarga sér yfir nýjar kosningar með þingmeirihluta og áframhaldandi stjórnarsetu. Næstum allt þetta kjörtíma- bil hefur ástandið veriö Wilson mjög í óhag, Stjórn hans gekk mjög illa að eiga við efnahags- vandræði þau sem hafa hrjáð Bretland. Gengislækkunin varð honum mikill álitshnekkir á sín um tíma. En hann hefur líka orðið að framkvæma margar fleiri óvinsælar ráðstafanir. sem hafa rýrt fylgj hans og flokks hans meðal bjóðarinnar. Skoð anakannanir hafa Iíka leitt í ljós yfirburðafyigi íhaldsflokks ins fi'am yfir Verkamannaflokk Wilsons mestallt kjörtímabiliö. En f brezkum stiórnmálum er eng'nn h'utur vis deginum lens- ur. Þaö h.efur víssulesa verið leiðtogum Verkamanna'i^kksins nokkur huseun tvn þriú mvrku ár. sem að h»ki eru. Þeir hafa lifað í vnninni um eitthvert kraftaverk, sem mundi endur- rei,'a fvlei flokk'-ins. Og forsæt!srá«herrann hefur vissulega í höndum sér voldugt vopn. t*ar sem er réttur h->—* til að ákveða hvpumj- sem er með þrigg’a vikna ''"-'rvara a* kosningar sknH fara fram, bótt kiörtímalr'Iið sé ekkj runnið út Wilson hefur beðið þolinmóður í briú ðr pft'- slíkti tæk'færi Smám saman hpfur saxazt á kiörtímabilið og alltaf hafa skoð anakannanir svnt fram ð "pir burðafylai fhald'-flokksins En allt byriaðí að snúast á annan vee síðari hluta bessa vetrar. Hinar ströne" n'nahaas aðaerðir fóru að bera árangur. viðsk'ótaiöffi'iðurinn fór að verða hapstæöur oa efnehaaur- inn fór að stvrkjast. í kiölfarið fór b'óðin að taka Wilson aftur í sátt. Skoðanakannanir sýndu að Verkamannaflokkurinn var byrjaður að vinna á. En fáir trúðu þvi, að sú þróun mundi nægja til að koma Verkamanna- flokknum upp fyrir íhaldsflokk- inn í atkvæðamagni, áður en kjörtímabilið rynnj út. Svo gerðist undrið. Á önfáum vikum hefur fylgi Wilsons auk- izt svo gifurlega, að síðustu kannanir sýna, að flokkur hans er aftur kominn örfáum prós- entustigum upp fyrir Ihalds- llllllllllll m iimm (Jmsjón: Haukur Helgason flokkinn. í apríl var íhalds- flokkurinn talinn hafa nokkur prósentustig yfir, en núna í mai er Verkamannaflokkurinn talinn hafa nokkur stig yfir. Wilson hugsaði sitt ráð, en ekkj of lengi. Hann greip gæsina með an hún gafst og boðaði um síð ustu helgj nýjar þingkosningar 18. júní n.k Flestir stjórnmálafræðingar telja að Wilson hafi einmitt grip ið rétta tækifærið. Nú hafi hann raunverulega góða mögu leika á að fleyta sér í gegnum nýjar kosningar með um það bil 50 þingmanna meirihluta. — Þar með fær hann nýtt kjörtíma bil, hið b’-'ðia í röðinni til að stunda þá atvinnu, sem honum er kærust af öllum — að vera forsætisráðherra. Leiðtogar fhaldsfiokksins eru ekki öfundsverðir þessa dagana. Þe;r eru verulega áhyggjufullir út af fylgishruni flokksins und anfarnar vikur og virðast jafn vel hálflamaðir. Wilson hefur þrifið frumkvæðið og hafið kosn inaabaráttuna. meðan hinir tví stfga. greinilega ekki nógu vel undirbúnir. Þeir hafa of lengi ver!ð of vissir um öruggan sig ur i næstu þingkosningum. Margt bendir bó ti! þess að Edward Heath, leiðtoga íhalds flokksins munj takast að koma flokki sínum í gang og veita Wilson harða keppni f kosning unum. Sfðustu fréttir herma að fylgisaukning Verkamanna- flokksins hafi stöðvazt og þró- unin sé jafnval að snúast við. íhaldsmenn hafa því vissulega von ennþá ef þeir líta ekki á kosningarnar fyrirfram sem tap að spil. En veðmangaramir i London telja þó likumar fyrir sigrj Wilsons vera tvo á móti einum. Og þeir hafa áður reynzt hafa gott nef i slíkum spádóm um. Merkilegt er, að Wilson er ákaflega vinsæll, þótt hann hafi hvað eftir annað gert áberandi mistök í starfi sínu. Honum hefur með lagni tekizt að snúa sig út úr þeim. Hins vegar hef ur Heath ekki tekizt að telja þjóðinni trú um, að hann sé rétta leiðtogaefnið, þótt hann hafa sýnt mikla hæfileika í ráð herrastarfi og ! stjómarand- stöðu. Hann hefur ekki enn slegið í gegn. Ef til vill tekst honum það í kosningabarátt- unni og þá tekst bragð Wilsons ekki. Búast má við harðri kosninga baráttu. Flokkarnir standa ó- venju jafnt aö vígi í skoðana- könnunum. Og það getur oltið á tiltölulega fáum atkvæðum i mestu óvissukiördæmunum, hvaða flokkur verður ofan á. — Eins og er spá menn Verka- mannaflokknum naumum meiri hluta. En það getur snúizt við á skömmum tíma. Annaö eins hef ur gerzt í brezkum stjómmál-' um. Og það er lika mikið í húfi. Ef Ihaldsflokkurinn tapar í 3ja sinni í röð, er hætt við að hann sundrist að einhverju leytj og eigi fvrir höndum langa eyði- merkurgöngu. Þá er alveg eins lfklegt að Verkamannaflokkur inn haldj áfram að vinna þing- kosningar og íhaldsmenn verði varanlega í minnihluta. Þeir vita því. að mi'kið er í húfi og munu því berjast eins og ljón. Það er engin hætta á öðru en niðurstöður skoðanakannana veröi vandlega lesnar í Bret- landi næstu vikurnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.