Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 23.05.1970, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 23. maí 1970. 3 Pop á sýningunni Heimilið — „Verötd innan veggja" Náttúra, Pops og Flosi Umsjón: Benedikt Víggóssop' Á hinni umfangsmiklu sýn- ingu, HEIMrLIÐ — „Veröld inn- an veggja“ verður ýmislegt til skemmtunar, og unga fólkið verður aldeilis ekki skilið út- undan, það verða samtals fjórar kvöldskemmtanir sérstaklega við hæfi æskunnar, fyrstu tvær verða n.k. þriðjudag og mið- vikudag. Á miðvikudagskvöldiö kemur Náttúra fram í sviðsljós „hallar- innar“. Henný Hermannsdóttir mun annast kynningar þetta kvöld. Skemmtunin hefst kl. 9. Á sama tíma n.k. þriðjudag verða Pops og FIosi Ólafsson i sviðsljósínu. Ekki mun þó Flosi vera búinn að komast á atvinnu samning hjá Pops, en þetta kvöld mun hann bregða sér í hlutverk pop-stjörnunnar sem við könnumst við úr áramóta- þætti hans í sjónvarpinu, og er ekki að efa, aö hann mun hrista sig af innlifun. Eins og komiö hefur fram hér 1 blaðinu er væntanleg tveggja laga plata með Flosa og Pops. Kynnir þetta kvöld verður fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970, Guöbjörg Harafdsdóttir. ,Samsteypan' leikur r Friður á jörðu" inn á hliómplötu Hermannsdóttir mun „Náttúru“. 1 síðasta sjónvarpsþættinum „1 góðu tómi“ kom fram all- sérstæð hljómsveit sem saman- stóð af meðlimum úr fimm hljómsveitum. Fluttu þeir m. a. lagið „Friður á jörðu", en þessi samsteypa er væntanleg á plötu með þetta lag. Þetta veröur tveggja laga plata, og hitt lagiö er einnig úr áðurnefndum þætti og heitir „Við lindina", en það er sungið af Ásgerði Flosadótt- ur en hún flutti þetta lag upp- haflega, er hún tók þátt í keppn inni um titilinn „fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970“. Þeir sem flytja „Friður á jörðu“ eru: Jónas í Náttúru, Pétur í Pops, Sveinn í Roof Tops. Birgir í Ævintýri og Axel í Tilveru. Hljómplötuútgáfan, sem stendur að þessari plötu, er það ný af nálinni, að hún hefur ekki fengið nafn ennþá. Platan er væntanleg eftir u. þ. b. mánuð, ef allt gengur að óskum. Guðbjörg Haraldsdóttir verð- ur kynnir er Flosi og Pops koma fram. Hin nýja plata * Beatles í „A nótum æsk- unnai* 1 Pétur í Pops er einn af fé- lögunum í „Samsteypunni“ dag Náttúra kemur fram n. k. miðvikudagskvöld f Laugardalshöllinni. í útvarpsþættinum „Á nót- um æskunnar" í dag, verður hin merka LP.-plata Beatles „Let it be“ kynnt. Platan er þó ekki komin enn á afmennan markað hér heima, en er væntanleg innan skamms að sögn Fálk- ans. Glaumbær fékk plötuna stuttu eftir að hún kom út I Bretlandi, og voru lög af henni kynnt í diskótekinu sl. fimmtu- dag. „Ég kynni þrjú lög af Beatles-plötunni“ upplýsti Pét- ur Steingrímsson, annar stjórn- andj þáttarins „Á nótum æsk- unnar“. — Ertu með eitthvað fleira forvitnilegt f þættinum?" — Jú, ég held, að mér sé ó- hætt að fullyrða, að nunnu- söngur sé nokkuð forvitnilegt fyrirbrigði nú á tímum, en hér er um aö ræða LP. plötu með 14 syngjandi nunnum, brezkum, sem syngja lög trúarlegs eðlis. Þá verður flutt lag í þættinum, sem er númer tvö á vinsælda- listanum í Bretlandi, „Back home“. Hljómsveitin nefnir si.e „England world cup squad ’70“. Pláta þessi er gefin út í tilefni af heimsmeistarakeppninni i Mynd frá upptöku plötu Beatles „Let it be“. knattspyrnu. Bretar unnu bikar- inn síðast, þegar keppnin var háð. en það var 1966. í sambandj við kynninguna á þessu lagi hef ég fullan hug á að fá Jón Ásgeirsson til að segja nokkur orð um heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.