Vísir - 26.05.1970, Side 8

Vísir - 26.05.1970, Side 8
VISIR . Þriðjudagur 26. maí 1970. 8 VISIR Utgefandi: KeyKjaprent Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjöltsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jðhannessen Auglýsingar: Brðttugðtu 3b. Símar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjórn; Laugavegi 178. Sbni 11660 (5 ifnur) AsKriftargjald kr. 165.00 ð tnánuði innanlands ! lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Vandinn verður minni Reykvíkingar eru þess albúnir að takast á við þau vandamál, sem fylgja ört vaxandi þéttbýli, hin svo- nefndu stórborgavandamál. Þeirra hefur fram til þessa lítið orðið vart, m. a. vegna þess að borgar- yfirvöld hafa séð við vandanum í tíma. Borgin hefur t. d. verið skipulögð á þann hátt, að braggahvetfi hafa horfið og ný fátækrahverfi hafa ekki fengið að myndast. Þar af leiðandi eru hin félagslegu vanda- mál miklu viðráðanlegri en ella hefði verið. Borgin heldur áfram að vaxa ört og jafnframt auk- ist líkurnar á tilkomu stórborgavandamála. Það er )ví mikið í húfi, að borgarstjórnin haldi áfram vöku linni og vinni af alefli að því að hindra viðgang slíkra randamála. Mengun umhverfisins á ekki að þurfa að verða reykvískt vandamál. Kalda vatniö er einstaklega tært og gott drykkjarvatn, og gerðar hafa verið ráðstaf- anir, sem tryggja, að svo verði einnig í framtíðinni. Hitaveitan er komin í þorra húsa borgarinnar og veld- ur því, að Reykjavík er eina reyklausa stórborg heims. Stórfelld malbikun gatna og ræktun óbyggðra svæða hefur dregið úr mengun af völdum ryks og óhrein- inda og á eftir að gera það enn frekar. Eitt stærsta mengunarvandamálið er tengt holræs- unum. Fossvogsræsið er veigamikið skref í rétta átt, og má benda á, að mengunin í Nauthólsvík stafar ekki af því, heldur af holræsum í Kópavogi, handan Fossvogs. Nú eru að hefjast athuganir á, hvemig megi sameina holræsi og ganga betur frá þeim, svo að þau mengi ekki sjóinn kringum borgina. Það á að geta tekizt og er þá tryggt, að mengun heldur áfram að minnka í borginni eins og á undanförnum árum. Slík þróun er því nær einsdæmi í heiminum. Félagslegu vandamálin eru erfiðari. Veigamesta aðgerðin á því sviði er að halda áfram að 'iindra stéttaskiptingu milli hverfa og milli skóla eins og gert hefur verið hingað til. Þegar vel stæðir og illa stæðir borgarar búa i sama nágrenni og ganga í sömu skóla, eflist sjálfshjálp og borgaraleg ábyrgðartilfinn- ing og jafnréttiskennd. Glæpir og annað félagslegt óeðli nær síður að blómstra. En þar að auki þarf að stórefla æskulýðsstarí og fjölskylduvernd. Með öllum tiltækum ráðum þarf að stuðla að því, að hver einstaklingur komist til sem bezt þroska. Þegar hafa verið stigin stór skref á þessum sviðum. Þá þróun þarf að efia, eftir því sem hesfir starfskraftar leyfa. Með góðu áframhaldi þeirr- ar stefnu getum við verið vongóð um, að draga muni úr hinum félagslegu vandamálum. Af slíkri þróun get- um við vissulega verið stolt. Reykvíkingar geta allir verið sammála um, að halda eigi áfram af fullum krafti að hindra tilkomu stór- borgavandamála og að draga úr þeim vísi að vanda- málum, sem fyrir er. „VÍETNAMSTRÍÐ 0KKAR STYRKIR RÚSSA" Svar Kennedys við opnu bréfi Josephs Alsops um Indó-K'mamálið Vísir birti í gær opið bréf frá Joseph Alsop blaða- manni til Edwards Kenn edys, þar sem skoðanir Kennedys á Víetnam- stríðinu voru gagnrýnd- ar. Hér er svar Kenn- edys: „Kæri Joe. Ég hef aldrei áður svarað opnu bréfi með opnu bréfi, en ég er þér sammála um, að á slíkum tímum verður að brjóta einhverjar reglur. Þó að það sé mér heiður, að þú telur, að ég hafi tök á aö sameina að einhverju leyti skoðanir manna á þess- um erfiðu timum, þá getur cnginn nema forseti Banda- ríkjanna skapað einingu með þessari þjðð. Það getur hann einungis gert með þvi að sitððva styrjöldina. Nú ætti að vera augljóst, að óigan í Bandarikjunum /egna Víet- nam er ekki byggð á mis- skilningi almennings. Hún á rætur i djúpstæðum persónu- legum skoðunum um rétt og rangt. Ég verð að lýsa því yifir hik- laust, að ég mótmæli algerlega og opinskáitt þvi stríði, sem nú er orðið Indó-Kínastrið. Ég er þess fuliviss, að þér finnst, að með þessari afstöðu hafi ég gerzt bandamaður hinna ein- földu ungu hugsjónamanna. Ég er ekki bandamaður neins, og ég bið engan aö fylgja mér. Ég mótmæli aðeins stríðinu og af- leiðingum þess sem maður, sem haft hefur skyldur í opinberu starfi og finnur til þeirrar á- byrgöar, sem liðnir atburðir hafa lagt á mig, og ekki umflúið grimmd sögunnar. „Pólitísk geöveiki" olli at- burðum sfðustu tveggja vikna. Samt mundi ég ekki sakfella einvörðungu þá sem komu til Washington, heldur einnig þá, sem urðu þess valdandi, að þeir komu hingað, Sem þjóð höfum við fengið okkur fullsadda af stríði. dauða og sundrungu. Hvert er það markmiö, sem fyrir okkur vakir, og hvaða uppskeru hljótum við af því, að þessj mikla þjóö þurfti að eltast við Asíumenn í óendan- legum frumskógum, yfir landa- mæri og inn og út úr brennandi þorpum þeirra tii að deyða menn og falla? Áframhald þessara gerða, eí það er á einhvern hátt verjandi, er einungis unnt að verja siö- ferðiiega, ef öryggi og velferó Bandaríkjamanna væri i yfirvof- andi háska. Ég held ekki, að um það sé að ræða, og ég held ekki, að viö höfum flækzt i þennan harmleik í byrjun vegna þess að tilvera þjóðar okkar hafi verið f beinni hættu. Mikil mistök I-Ivemig get« menn haldið á- fram að biðja þjóð Bandarfkj- artna og einkum unga fólkið um stuðning við þetta stríð af þvi að það sé aöeins sorglegur at- burður í mannkynssögunni, sem nauðsynlegur sé af einhverjum mikilvægum, dularfullum á- stæðum? Hvemig getum við beð- ið bandarísku þjóðina að harka af sér og þrauka af það, sem margir telja siðlausa styrjöld, í þeirri von, að einhvem daginn verði það lýðum ljóst, hvers vegna nauðsynlegt var, að þfis- undir saklausra féliu vegna einhverrar steinrunninnar skil- greiningar á skyldum stórveldis? Hafj slfkar hugmyndir ríkt meðal okkar, jafnvel þrátt fyrir þessi mi'klu mistök í Víetnam, þá hefði Kambódíuævintýrið átt að binda enda á það allt, Kam- bódíumáliö hefðj átt að sýna ofekur, að ekkert ævintýri úti f heimi, nema um tilweru þjóðar okkar hefði verið að raeða, er þess virði að stofnunum Banda- riíkjanna sé stofnað í háska og hefðbundnum hömlum á valdi forsetans sé hætt. Þannig hefur okkur ef tii viil lærzt nú, að það. sem fyrir einum áratug var varið sem til- raun tiil að halda jafnvægi í spili immmn Umsjón: Haukur Helgason stórveldanna í heiminum, er nú ekkert annað en gífurlegur sögulegur harmieikur. Nú vit- um við, að þetta voru mistök, og við verðum aðeins að binda enda á það og aldrei fremja siík mistök aftur. Við megum sem sé ekki vera svo hræddií við morgundaginn og óftast svo um hæfni okkar til að tryggja frið á þessarj plánetu, að við þurfum stöðugt að eiga i styrjöld — alltaf að reyna en aldrei ná markinu, alltaf að lýsa yfir ósk okkar um betra mannlff, en treysta samt aldrei á okkar betri mann til að skapa það. Það er því spurningin um ti'l- veru þjóðarinnar sem skilur milli mín og þfn. Þú reynir að sanna, að öfugt samband ríki milli geröa okkar og gerða Sov- étríkjanna. Ef við sýnum veik- leika í Vietnam, þá verði Sovét- rikin djarfari í gerðum sínum í heiminum. Ég tel, að sam- bandið sé beint: — Þvi lengur sem við erum brælbundnir í Suðaustur-Asíu, þar sem tímabundin útfærsla stríðsins þjónar þeim einum til- gangi að flækja okkur meira, beim mnn meira svigrúm telja Pú'isar sig hafa í Mið-Austur- löndum. — Þeir meira sem herkostn- aður okkar vex, og þvi meira sem við sinnum stríðinu. þeim ~uin meira munu Rússar sinna slfkum málum. — Því háværari sem æöstu menn verða og því flóknarj sem deilumar verða um gagneld- flaugakerfi og Polarisfiaugar, þeim mun fleiri kjamaeldflaug- !>.. m kíamorkukafháta munu Rússar smfða. — Því meira sem við færum út stríðið I Víetnam, þeim mun meira munu Rússar auka gerðir sinar þar. Ég tel. að það hafi verið aukn- ing styrjaidaraögerða ofekar í Suðaustur-Asíu, sem batt enda á þá hagstæðu þróun, sem gæti hafa orðið í framhaldi af samn- ingunum um bann við fcjam- orkutilraunum. Ég tel ennfremur, að tilvera bandarísku þjóðarinnar sé í húfi í þessari styrjöld, ekki vegna stöðunnar út á við heldur sem samstilltrar þjöðar í sjálfri sér. Þar sem þú ert einhver skarpasti athugandi ástandsins innanlands, hlýtur þú að gera þér grein fyrir hnignuninni, sem er að verða í þjóðfélaginu, með- al unga fólksins, milli kynsióð- anna. Eðli mótmælanna Við erum þjóð, sem alltaf er að endurfæðast, og við getum þakkað guði, að ungu kynslóð- irnar í þjóðfélaginu gleypa ekki hráar skoðanir og forsend- ur feðra sinna, og enn síður mistök þeirra. Þeir eru ekki að mótmæla góðum árangri ríkis síns á vígve linum, svo vafasam ur er sá árangur er. Þeir eru að mótmæla vígvellinum sjálfum. þvi að hann á ekki heima í hug- myndum þeirra um það Iand, sem þeir vilja að verði sitt. Ég styð þá í því. Ég vil ljúka máli mínu með persónulegri kveðju, sem unnt er að birta í opnu bréfi. Ég hef lengi metið mikils vináttu ofckar og ég vil, að hún varðveitist. Vissulega er nóg af fölki í Bandaríkjunum, sem ekki talast við og skilur ekki hvert annað. Ég minnist þeirrar virðingar, sem Kennedy forseti og Robert bróðir minn sýndu þér. Það er rétt hjá þeir, aö Kennedy forseti taldi land okkar ekki ugglaust fyrir hættum sögunnar. Ég vil bæta við, að hann dró heldur aldrei í efa að framtfðin gæti verið á annan vég. Vinur þinn, Ted.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.