Vísir - 03.07.1970, Síða 5

Vísir - 03.07.1970, Síða 5
V1SIR . Föstudagur 3. júlí 1970. 5 Heimtum lúðraþyt með sjússinum Heyrðu Vísir. Mig lapgar að koma hér á framfæri við þig, hvernig framkomu dyraverðir veitingahússins í Þjóðleikhús- kjallaranum hafa tamið sér. Það er sko sannarlega rannsóknar- efni. Fyrir nokkru kom ég þar að sem þeir voru að fleygja út prúðbúinni stúlku og var henn- ar sök sú ein að vera í tréskóm! Og eftir því sem mér hefir skil izt, þá var stúlka þessi á tré- skóm af heilsufarsástæðum. Sem varðhundar hússins voru að vísa þeirri á tréskónum frá, kom að ung og falleg stúlka og spuröi um ástæður þess að þeirri á tréskónum væri vísað út. Fékk hún greinargóð svör: Allir sem væru á tréskóm væru útlægir úr Þjóðleikhússkjallar- anum. Stúlkan brást hin reið- asta við og spurði hvers vegna útkastarar fengju að vera á leð urskóm? Var henni þá vísað frá með frekju mikilli. Hálfum mán uði síðar kom ég aftur þarna að, og var í fylgd með vinum mín- um tveim. Ungum mönnum sem klæða sig eftir ströngustu kröf um tízkunnar. Þeir voru þvi með sítt hár, klæddir ljósum jakkafötum og með fyrirferðar mikil, skærblá hálsbindi (klædd ir leðurskóm). Þeir fengu ekki inngöngu! Skýringin sem dyra verðirnir gáfu var sú, að þeir hefðu skipanir um að hleypa engum nema dökkklæddum mönnum með mjó hálsbindi inn í húsið! Hvaða geðveiki er nú svonalagað? Næst fær maður sennilega ekki að renna niður sjúss þama á barnum nema blásið sé í iúðra á meðan. Lúðvík. Meira frí handa sjónvarpsfólki „Höfuðverkur" símaði: „Mikið lifandis ósköp er ég feginn, að sjónvarpið skuli vera komið í sumarfrí. Maður losnar við höfuðverkinn og rass særið og hefur allt í einu tíma til að gera alla þá hluti, sem hafa setið á hakanum í vetur. Þetta er blátt áfram alveg ynd islegur friðartími, sem hafinn er. Ég er löngu hættur að fara í sumarfrí í júlí, því að þá er svo gott að vera heima og njóta sjónvarpsleysisins. í þess stað fer ég í frí í ágúst til að fram leneia friðartímann. En tilefni þess, að ég hringdi, er, að ég held, að sjónvarpsmenn séu yf irleitt í svo miklum önnum, að eins mánaðar frí nægi þeim ekki. Hvemig væri nú að létta á þeim og gefa þeim tveggja mánaða frí? Og hvernig væri að bæta við einum frídegi í hverri viku? Og loksins: Þurfa þeir ekki bráðum árs fri, eins og kennaramir fá, þegar þeir era orðnir úttaugaðir?" íþróttir fyrir allal ha, ha, ha! Hvernig i ósköpunum stendur á því að sundlaugin nýja í Laug ardal er ekki opin einn af fá- um dögum á árinu, sem full not eru fyrir hana, svo sem var í gær? — Eftir t því sem ég komst næst var verið að hreinsa laugina fyrir eitthvert sundmót. Sér eru nú hver for- réttindin hjá þessum sundköpp um. Var auk þess ekki hægt að fresta þessari hreinsun þar til um nóttina, þegar spáin var jafngóð fyrir daginn í gær og raun bar vitni? Næturvinnu- kaupið hefði örugglega komiö margfalt inn í gær í aðgangs eyri að lauginni. Og áhorfenda stúkan, serr| tildrað hefur verið ofan á þessa ágætu laug, hefði áreiðanlega nýtzt betur i gær, en hún gerir á sundmótinu, til vonandi, ellegar yfirleitt nokkru sundmóti. — En það er kannski markmið sundlaugaryfirvalda að ala upp fáeina sekúndustrep- ara, fremur en gefa fólkí tæki- færi til svolítillar heilsubótar- stundar, þegar loksins er veður til slíks? Ég Iagði leið mína vitaskuld í Vesturbæjarlaug, þegar ég kom að lokuðum dyrum í Laugar- dalnum. Viti menn, þar var þá allt oröið yfirfullt og löng bið röð fyrir utan, og þurfti engan að undra í þessu dásemdar veðri. Þess vegna gekk ég snúð ugt heim aftur og glaður hefði ég lagt það á mig að ganga suður í Nauthólsvík, ef hún hefði verið opin. íþróttir fyrir alla! ha ha ha. Jói. Þykjastlið Til hvers eru þessir iþrótta fréttamenn að Ijúga því í al- menning að lið eíns og þetta, sem lék við íslenzka iandsliðið í fyrradag, sé eitt bezta áhuga- mannalið Þjóðverja, lofa það og prísa á alla lund? Þannig er fjöldi fólks plataður á völlinn til þess að sjá strákana reyna að standa í kempunum. Svo kemur bara á daginn að maður hefði eins getað horft á venju legt sprikl milli Vals og Vík- ings eða einhverra álíka. — I’þróttafréttamenn eiga svo ekki orð til þess að lýsa hneykslun sinni á framferði og frammistöðu þýzka liðsins. Okk ar strákar voru víst einstök prúðmenni í leiknum, að minnsta kosti byrjuðu hinir. Nei þá er víst skárra að horfa á okkar menn tapa fyrir svona skítsæmilegum knattspyrnu- mönnum heldur en sjá þá vinna einhver svona þykjast lið. — PS. Það fór raunar fjandalega um mig í stúkunni. Lá við að maður vildi heldur vera í slags málunum úti á velli. Stúkugestur. HRINGID í SÍMA1-16-60 KL13-15 ALFRÆÐASAFN AB. □ Fruman □ Mannslíkaminn □ Könnun geimsins □ Mannshugurinn □ Visindamaðurinn □ Veðrið □ Hreysti og sjúkdómar □ Stærðfræðin □ Flugið □ Vöxtur og þroski □ Hljóð og heyrn □ Skipin □ Gerviefnin □ Reikistjörnurnar □ Ljós og sjón □ Hjólið □ Vatnið □ Matur og næring □ Lyfin □ Orkan □ Efnið Verð kr. 450,00 hvert eint. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Undirritaður óskar eftir að kaupa þær bækur, sem merkt er við hér að ofan. Undlrritaður óskar eftir að kaupa SKÁLDVERK GUÐMUNDAR KAMBANS í 7 bindum. □ Gegn staðgreiðslu kr. 4.340,00. □ Gegn afborgunarskilmálum kr. 4.640,00 Nafn_________________________________ Heimili _____________________________ Sendist til ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS, Austurstræti 18 — Reykjavik- Símar 19707, 18880, 15920 HUSEI6ANDI! Þér s«m bygg!8 ►ér sem endumýið DfllNSTORG r Hf. SELUR ALLT TILINNRETTINGA Sýaum Eldhúiinnréttinpir KI»8Mkáp& IrnihurSir Otihurðir Bylpjuhuríír yið*rkl*ðiun*ar Sólbekki Borðkrókshússöca EWavéTar Stilvaska Isskápa o. m. íl. ÓOINSTORG HF. SKÓIAVÖRÐUSTÍG 16 SiMI 14275 Þ.ÞORGRÍMSSON&CO W PLAST SALA - AFGREIÐSLA SUÐURLANDSBRAUT6 SSS, NITTO w h jólbarðar eru nú fyrirliggjandi í flestum gerðum og stærðum. Aðalútsölustaðir: Hjólbarðaviðgerð Vestur- bæjar v/Nesveg Hjólbarðaviðgerð Múla v/Suðurlandsbraut Gúmbarðinn Brautarholti 10 NITTO-umboðið Brautarholti 16 Sími 15485 Stóra Borg í Vestur-Húna- vatnssýslu. — Einn bónda- bæjanna, sem tekur að sér ferðamenn á vegum F.l. — Þar er hvorki um að ræða snjó hús né torfbæ, eins og útlend- ingum mundi kannski koma fyrst til hug- ar, heldur ný- tízkulegt og snyrtilegt ein- býlishús. „Lána þeim meira að segja bílana sína ..." ný þjónusta v/ð ferðamenn á vegum F.l. Nú í sumar hefur Flugfélag ís- lands tekið upp á þeirri nýbreytni, að bjóða erlendum feröamönnum upp á dvöl á íslenzkum sveitaheim ilum. Eru það sex bóndabæir, sem taka á móti ferðamönnum á Flug- félagsins vegum og hafa tíu til fimmtán útlendingar nú þegar not ið hinnar íslenzku gestrisni á þeim bæjum og nokkur fjöldi nýtur hennar þessa stundina. „Eftir þeirri miklu eftirspurn aö dæma, sem við höfum fengið frá er lendum ferðaskrifstofum varðandi þessa nýiu þjónustu okkar, mætti ætla, að miki! framtíð sé í þessu" sagði Gunnar Hilmarsson, deildar- stjóri hjá Flugfélagi íslands í við- tali við Vísi nýlega. „Það hefur líka COOKY GRENNIR COOKY í hvert eldhús. Hreinni eldhús. Auðveldar uppþvott. — COOKY fyrir þá, sem foröast. fitu. verið ákveðið, aö bæta inn f áætlun ina fyrir næsta sumar um tíu sveitaheimilum, þar eð fullbókaö er að mestu í þau sex, sem við höf- um uppá að bjóða nú í sumar.“ ,Þaö eru mest þýzkir og enskir ferðamenn, sem hafa dvalið á þess um sveitaheimilum á okkar vegum, en þó fólk víða að úr Evrópu einn- ig með“, sagði Gunnar ennfremur. „Eru bæirnir bæði í Borgarfirði og Húnavatnssýslu og svo einn fyrir austan fjall. Á öllum bæjum gefst gestunum færi á að renna í silung, fara í útreiðartúra um hið failega nágrenni bæjanna. Nú og svo eru flestir bændurnir, sem taka á móti okkar fólki, svo almenniiegir, að veita útlendingunum afnot af bíl- um sínum.“ „Ég er mjög ánægður með að okkur hafi tekizt að hrinda þessari hugmynd loksins í framkvæmd," sagði Gunnar að lokum. „Þetta er nokkuð, sem ferðaskrifstofur er- iendis hafa lengi haft á boðstólum, en aldrei verið fyrir hendi hérlend is, en tekst nú vonandi að halda gangandi í framtíðinni með góðri samvinnu við bændurna." —ÞJM STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR Skrifstofustúlka óskast strax. Reynsla í enskum bréfaskriftum æskileg Verzlunarskóla- eöa hliðslæö menntun skilyrði. ísl. ameríska, sími 22080. Húsbyggjendur — Húseigendur Innréttingasmíði — Húsgagnasmíði Viðhald — Breytingar Höfum opnað trésmiðju okkar aftur og getum bætt vi8 okkur verkefnum. — Valið efnið. Vönduð vinna. Trésmiðja Austurbæjar Skipholti 25. Simi 19016. .„.Llb

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.