Vísir - 15.07.1970, Side 1

Vísir - 15.07.1970, Side 1
Verkstæðið á Kirkjusandi bronn til grunnu — Miklir erfiðleikur við uð huldu vögnun- um gungundi næstu dugu. Þrír strætisvugn- ur, ullur luger og viðgerðurtæki brunnu Húsið var gjörsamlega fallið, þegar slökkviliðsmenn höfðu ráðið niðurlögum eldsins um klukkan sex í morgun og rauk aðeins af heitu járnbrakinu og kraumaði dálítið í gúmmívörum og öðru seinbrennandi efni. /hAA/V^WN/W^%AAAAAAAAAAA/V/NAAAAAAAA/\AA/\AAA^ Goðafoss kominn - Hvað er það fyrsta, sem kem ur til með að bila i vögnunum? — Hemlarnir yfirleitt eru það þeir sem slitna mest í þessum vögnum. — Hvernig var hérna umhorfs, þegar þú komst í nótt? — Ég var kallaður hingað um leið og slökkviliöið og var kominn hingaö rúmlega fjögur. Þá var þetta eitt eldhaf, og varö ekki við neitt ráðið, Þeir sem fyrstir uröu varir við brunann, voru starfs- menn Strætisvagnanna, sem voru að vinna í þvottastöðinni þar rétt hjá. Eldurinn mun hins vegar hafa (verið búinn að ná sér talsvert á strik, þegar hans varð vart. — Eldsupptök voru ekki kunn í morgun. — JH Goðafoss, hið nýja frystiskip Eimskipafélags íslands kom á ytri höfnina klukkan 7 í morg- un og lagðist að bryggju klukk- an tíu. Er skipið hið fyrsta, sem af- hent er, af þeim þrem, sem Eim skipafélagið samdi á síðasta ári við skipasmíðastöðina í Ála borg um smíði á. Var skipiö af- hent Eimskipafélaginu í Álaborg föstudaginn 3. júlí sl., en á leið sinni til Islands lestaði það un . stykkjavöru I Kaupmannahöfn og Kristjánssandi. Skipverjar á Goðafossi eru 22, og búa aliir í rúmgóðum og vel búnum eins manns herbergjum. Skipstjórj er Magnús Þorsteins- son. —ÞJM Goðafoss var fánum prýddur við komuna til Reykjavfkur í morgun. Litla myndin er af Óttarr Möller forstj. Eimskips og Magnúsi Þorsteinssyni, skip stjóra í brúarvængnum í morg- 9 Mikill eldur gaus upp í verkstæðishúsi Strætis- Erfitt var fyrir slökkviliðsmenn að nálgast eldinn vegna þess hve mikill hann var, þegar að var komið. vagna Reykjavíkur á Kirkjusandi um klukkan fjögur í nótt og magnaðist fljótt, svo að húsið logaði stafnanna á milli á ör- skammri stundu. Þama brunnu inni þrír strætis- vagnar, allur varahluta- lager strætisvagnanna og viðgerðartæki. Slökkviliðið fékk ekki ráðið nið- urlögum eldsins fyrr en húsiö var brunnið til grunna, en hins vegar tókst að verja nærliggjandi bygg ingar. Slökkvistarfinu var ekki lok ið fyrr en um klukkan sex í morg un, en allt slökkviliðið var kallað að brunanum. Verkstæðið var til húsa í all stóru, lágreistu timburhúsi neðan við þvottastöð vagnanna. Það var Mörgum varð undarlega við, þeg ar þeir létu fargjaldið sitt í plast poka f strætisvögnunum í morg un. Peningabrúsamir urðu eldin- um að bráð. LÁTLAUS UTFOR Útför Bjama Benediktssonar, forsætisráðherra, frú Sigríðar BJömsdóttur og dóttursonar þeirra Benedikts Vilmundarson- ar fer fram frá Dómkirkjunni klukkan tvö á morgun. Athöfnin verður stutt og elrrföld. Biskup- inn herra Sigurbjörn Einarsson flytur ávarp en dómprófastur séra Jón Auðuns flytur minning- arræðuna. Greftmnarathöfnin fer fram í kirkjunni. Viðstaddur útförina verður fjöldi fulltrúa erlendra rikja. klætt innan með asbesti, en inni á verkstæðinu var að sjálfsögðu mik ið um eldfima hluti. Eldsúlumar stigu hátt í loft upp þarna í morgunsárið og mikill reyk ur gaus upp af víða að, enda hefi komizt í feitt, gúmmívörur og annað slíkt. Slökkviliðið vaktaði enn brunarúst irnar klukkan níu í morgun, til þess að fyrirbyggja að eldur gysi upp aftur. Það er ekki séð fyrir hvaða á- hrif þetta hefur á rekstur strætis- vagnanna næstu daga, eða hvern ig hægt verður að halda þeim gang andi, sagði forstjóri Strætisvagn anna, Eiríkur Ásgeirsson við Vísi í morgun. Þama brann allur vara- hlutalager og viðgerðartæki. Við höfum varla hugleitt það ennþá, hversu mikið tjón hefur orðið. Einn af vögnunum sem brunnu þama inni er nýr og þessir vagnar kosta nýir 3 — 3y2 milljón. í stórum dráttum gæti ég ímyndað mér að tjónið nemi 12 — 15 milljónum. — Allir peningabrúsar úr stræt isvögnunum brunnu þarna inni, en þeir vom geymdir á verkstæöinu i sérstöku herbergi. Fólk lét þvi far gjaldið í plastpoka þegar það sté upp í vagnana í morgun. Ennfrem ur brunnu inni allar skiptimiðavél amar. Að sögn Eiríks verður ekki hægt að afgreiða skiptimiða fyrst um sinn nema á leiðunum upp í Ár bæ og Breiðholtshverfi. Þessar vélar hafa þegar verið pantaðar Frá Svíþjóð, en óvíst er um afgreiðslu þeirra, hversu fljót hún veröur. — Við reynum að halda vögnun um gangandi með einhverjum ráð um sagði Ólafur Guðmundsson, verkstæðisformaður Strætisvagn- anna, þegar Vísimenn hittu hann inni á brunastaðnum í morgun. Við reynum þá frekar að kaupa viögerð ir úti í bæ til þess. Auk þess verð nr reynt að notast við annað hús- næði, sem við höfum hérna. Við vitum ekkert ennþá, hvað hægt er að nota af lagemum. Um það get- ur enginn sagt ennþá en við er- um að hreinsa þetta út og kanna, hvað heilt er.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.