Vísir - 15.07.1970, Page 3

Vísir - 15.07.1970, Page 3
V I S I R . Miðvikudagur 15. júlí 1970. 3 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason Ikveikjur í mótmælaskyni — tékkneski dómsmálaráðherrann kennir hægri sinnum um aukningu ikveikja Rússum — flugrit gegn Dómsmálaráðherra Tékkóslóvakíu Jan Nemec sagði í gær, að mikil brögð séu að flugritum með á- róðri gegn Sovétríkjunum og stjórn Tékkóslóvakíu. Þó er enn heill mánuður til þess dags, þegar tvö ár eru liðin frá innrás Varsjár- bandalagsins í landið, en þá vænta menn nokkurrar ólgu. Nemec sagði þetta vera ótvíræða sönnun þess, að hægrisinnaðir and stöðuhópar væru í fullu fjöri. Væri starfsemi þeirra stýrt erlendis frá. Nemec kenndi þessum hægri sinn um einnig um það, að íkveikjum fjölgar í landinu. Eldsvoðar af vöJd um íkveikju ollu í fyrra tjóni fyr- ir 413 milljónir tékkneskra króna, en 168 miiljónir árið áöur. Ráðherrann hélt því fram, að þetta ástand væri að mörgu leyti sök dómstóla. Þeir tækju of létt á slíkum afbrotum. „Slíkt hátta- lag brýtur i bága við hagsmuni þjóðfélagsins — þjóöfélagið vill aga og reglu“, sagði Nemec. Ræðu sína flutti Nemec á dóms- málaráðstefnu, og varð aö ráði að senda bréf til miðstjórnar tékkn- eska kommúnistaflokksins, þar sem þátttakendur, mest dómarar, heita því að berjast af alefli gegn ríkj- andi vægð í dómum. Segir í bréf- inu, aö réttlætið skuli framkvæmt í anda Marx-Lenínismans. Ríkisstjórn Tékkóslóvakiu ótt- ast, að til mikilla mótmælaaðgeröa munj koma í næsta mánuði, þegar eitt ár er liðið frá innrásinni. Hafa umfangsmiklar aðgerðir verið skipu lagðar til þess að halda fólki í skefj um. Allt frá tímum innrásarinnar hefur annað veifið komið til upp- þots í landinu. Ungt fólk hefur fjöl mennt á hátíðisdögum og minnzt Jans Palachs, sem brenndi sig til bana til að mótmæla hemámi Rússa. Af ræðu dómsmálaráðherrans verður ráðið, að smátt og smátt verði þyngdar refsingar við brotum sem talin era af pólitfskum toga spunnin. Upplausn á heims- þingi æskunnar Frú Bandaranaike hyggst viður- kenna ríkisstjóm Vietkong. Ceylon viðurkennir kommúnista- stjórnir • Stjórn frú Bandaranaike á Ceyl on hefur viðurkennt Norður-Víet- nam og nú er búizt við, að hún muni viöurkenna stjóm þjóðfrels- ishreyfingarinnar í Suður-Vietnam. • Áður hafði stjómin veltt viður kenningu Austur-Þýzkalandi og Norður-Kóreu. • Flokkur frú Bandaranike vann mikinn sigur i þingkosningum á Ceylon fyrir skömmu, svo sem kunnugt er. Nýtt „húlahoppæði Faraldur fer nú um Belgíu og er að verða jafn öflugur og „húIahoppæðið“ fræga var forðum daga. Eins og myndin sýnir, þá er um að ræða eins konar bolta með hring, og menn hoppa og snúast á þessu út um allar trissur. Ein- hverjir hafa kallað þetta „sippubo!ta“ — Ef að líkum lætur mun þessi faraldur fara víðar um lönd innan skamms. M Algert stjórnleysi ríkir í friö- arnefnd heimsþings æskunnar í New York. Fulltrúar hinna ýmsu hagsmunahópa reyna hvaö þeir geta til að yfirgnæfa hverjir aðra í ræöustóli, og engin leið er að fá menn til jákvæðra umræöna. í hinum öðrum þremur nefndum heimsþingsins er ástandið betra. — Þetta eru nefndir, er fjalla um að stoð viö vanþróuðu ríkin, menntun og náttúruvernd. Starfsemi þeirra gengur samkvæmt áætlun, og er gert ráð fyrir, að þær komist að jákvæðri niðurstöðu. Þetta heimsþing æskunnar er haldið á vegum Sameinuöu þjóö- anna. Heyerdahl safnaði sýnishornum af mengun — ræðir við bandariska náttúruverndarnefnd Á ferð sinni yfir Atlants hafið söfnuðu Thor Heyer- dahl og menn hans fj'öl- mörgum hnullungum, er þeir fundu í sj'ónum. Voru þeir stærstu á stærð við kartöflur, en hinir minnstu á stærð við baunir. Heyer- dahl ætlar að afhenda norsku sendinefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum þessi sýnishorn mengunar í hafinu. Heyerdahl telur, að margir þess ir hnullungar séu komnir frá olíu- skipum, sem hafi strandað, en þeir líkjast asfalti margir hverjir. Hann telur einnig koma til greina, að þeir séu komnir úr skipum, sem hreinsi olfugeyma úti á hafinu. Hann staðfesti í gær að hann hefði fallizt á að koma til fundar með nefnd frá öldungadeild Banda ríkjaþings um þetta mál. Hann hef ur einnig verið beðinn að gefa skriflega skýrslu um mengunina. Thor Heyerdahl safnaði einnig sýnishornum um mengun í haf- inu í hinni misheppnuöu ferð sinni með Ra 1 á dögunum, og nú hélt hann þeim rannsóknum áfram á Ra 2. Ríkisstjórn Noregs hefur hvatt hann til slíkra rannsökna og fékk einn í áhöfninni, Madani Oth- man frá Marokkó, sem er efnaverk fræðingur, þaö verkefni að skrá öll merki um mengun. „Við komumst ekki hjá þvf að sjá þessar olíuklessur”, segir Hey- erdahl. „Við sáum þær bæði, þegar við dýfðum tannbustanum'í vatn- ið á morgnana og þegar við sóttum vatn til að þvo okkur. Fyrir kom, að sjórinn umhverfis papirusbát- inn var svo óhreinn, að ekki var viturlegt að þvo sér. Þótt það heyrði til undantekninga, þá var það hræðilegt að sjá. hversu marg- ir hlutir af ýinsu tagi voru á floti á leiðinnimilli Afríku og Ameríku." Norskt skip á nú að fara með Ra 2 á Kon Tiki safniö í Osló. — Heyerdahl telur, að Ra 2, sem er 16 tonn, muni þola aö liggja í sjó í einn eða tvo mánuði til viðbótar. Vinningaskrá Byggingarhappdrættis Sjálfsbjargar, 6. júlí 1970. fyrir kr. 25.000 1. Consul Cortina, nr. 21285. 2. Heimilistæki frá „Heimilistæki sf.1 nr. 34080. 3. Mallorcaferð fyrir einn meö „Sunnu“, fyrir kr. 15000 nr. 31532 4. —8. Vöruúttekt hjá „Sportval" eða „Heimilistæki sf.“ (hver á kr. 5000) nr. 10904 — 25172 — 31082 — 36161 — 38885. 9.—14. Carmén rúllur (hver á kr. 2599) nr. 4915 — 13656 — 14162 — 23688 — 24285 — 35444. 15.—24. Kodak Instamatic 233 (hver á kr. 2418) nr. 2512 — 4743 — 9608 — 11037 — 25344 — 29454 — 30298 — 31777 — 34973 — 38886. 25.—39. Vöruúttekt hjá Sportval (hver á kr. 2000) nr. 197 — 5910 — 11100 — 11554 —- 15975 — 19592 — 22902 — 23001 — 25111 — 25513 — 29549 — 31031 — 33620 — 38243 — 39210. 40.—54. Kodak Instamatic 133 (hver á kr. 1554) nr. 2814 — 3082 — 15540 — 15986 — 15987 — 15988 — 19589 — 22348 — 22600 — 24007 — 25396 — 26719 —28785 — 31092 — 31897. 55.—69. Bækur frá Leiftri hf. (hver á kr. 1000) nr. 1630 — 4175 — 4761 — 7508 — 15726 — 15806 — 18228 — 20978 — 22765 — 26623 — 28530 — 30279 30282 — 31812 — 32173. 70.—84. Vöruúttekt hjá „Sportval“ (hver á kr. 1000) nr. 1422 — 2828 — 3208 — 4868 — 4927 — 12095 — 13016 — 15674 — 16856 — 20479 — 24259 — 24533 — 25071 — 28307 — 29851. 85.—100. Vöruúttekt hjá „Heimilistæki sf.“ (hver á kr. 1000) nr. 1766 — 2667 — 3062 — 6404 — 8263 — 10932 — 12294 — 12322 — 16706 — 20192 — 21537 - 30228 — 32215 — 32394 — 34260 — 39746. Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.