Vísir - 16.07.1970, Síða 1

Vísir - 16.07.1970, Síða 1
Utförin kl. 2 í dag Heiðursvörður ungs fólks 0 Útför forsætisráð- herrahjónanna frú Sig- síðar Björnsdóttur og Bjarna Benediktssonar og dóttursonar þeirra Benedikts Vilmundar- sonar verður gerð frá Dómkirkjunni klukkan 2 í dag. £ Áður en athöfnin hefst mun Lúðrasveit Reykjavíkur leika sorg- arlög áv Aústurvelli í stundarfjórðung og þjóð söngin'n, er kistumar hafa verið bomar úr kirkju. Athöfnin hefst með því, aö dómorganisti Ragnar Bjömsson leikur á orgel. Karlakórinn Fóst bræður syngur sálminn Hærra minn guð til þín, biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson flyt ur kveðjuorð, þá verður samleik ur á orgel og selló, Pétur Þor- valdsson leikur á sellóið. Dóm- prófastur séra Jón Auðuns flyt ur minningarorð, þá verður sung ið Hvað bindur vorn hug við heimpins glaum, eftir Einar Benediktsson, þá verður aftur samleikur á orgel og selló. At- höfninni Iýkur með þvf að tvö erindi úr Allt eins og blómstrið eina, verða sungin greftrunar- athöfn fer fram og dómorganisti leikur á orgel. Ráðherrar, forseti sameinaðs Alþingis og borgarstjórinn I Reykjavík bera kistu forsætis- mðherra úr kirkju, en vjnir og vandamenn kistur frú Sigríðar Björnsdóttur og Benedikts Vil- mundarsonar. Blómaskreytingum var komið fyrir I Dómkirkjunni í morgun. Forseti íslands og forsetafrú og fjöldi erlendra sendimanna verða viðstödd útförina. í Dóm kirkjunni verða frátekin sæti niðri fyrir nánustu ættingja og venzlamenn hinna látnu, ríkis- stjórn og alþingismenn svo og sérstaka fulltrúa erlendra rfkja. Kirkjubekkir uppi vérða opnaðir almenningi kl. 13.40. Gjallar- hornum verður komið fyrir við Alþingishúsið að Austurvelli og f anddyri Alþingishússins en þar verður komið fyrir sætum fyrir almenning eftir því sem rými leyfir. Athöfninni verður útvarpað. Athöfninni verður ekki sjónvarpað nú, en í upphafi athafnarinnar tekur sjónvarpið myndir. Líkfylgdin mun fara suður Templarasund, austur Vonar- stræti, suður Fríkirkjuveg, Sól- eyjargötu, Hringbraut og Reykja nesbraut í Fossvogskirkjugarð. Ættingjar bera kistumar til grafar. Lögreglumenn munu standa heiðursvörð við vegg Al- þingishússins gegnt aðaldyrum Dómkirkjunnar. Ungt fólk mun standa heiðursvörð beggja vegna Fríkirkjuvegár frá gamla Miðbæjarskólanum. Vegna útfararinnar verða skrifstofur Stjómarráðsins lok- aðar frá hádegi, svo og aðrar öpinbérár stófnanir, þar sem þvS verður við komið. Einnig verða skrifstofur borgarinnar lokaðar frá hádegi svo og bankar, en aðrar skrifstofur og verzlanir munu loka, sumar hluta úr degi en aðrar eftir hádegi. Rætt um skipulagningu einbýlishúsa- hverfis i lar\di Lágafells Lágafellstúnið er líklega meðal í nágrenni borgarinnar, enda fallegri einbýlishúsastæðum hér hafa eigendur þessa svæðis, Maður sleginn í nndlitið með flösku Til tíðinda dró við Umferðarmið stöðina klukkan rúmlega fjögur í nótt, en þar safnast fólk oft aö sölulúgunni nokkuð fram eftir nóttu. Maður nokkur var þar sleg inní andlitið með flösku og hlaut við það áverka á enni og var það allmikið sár. Hann var ’fluttur á slysavarð- stofuna. Kennsl voru borin á árás armanninn, og mun lögreglan hafa ráðstafað honum, en málið er ekki komið i rannsókn. —JH sení eru erfingjar Thors heitins Jensen og konu hans, áhuga á að skipuleggja þarna einbýlis- húsáhverfi. Hefur verið leitað til sveitar- stjórnar Mosfellshrepps til heim ildar um að láta skipuleggja slíkt hverfi þama i túnhallanum, en mál ið er ennþá á umræöustigi. Getur skipulagning þessa svæðis tekið langan tíma og er fyrirhugað að stofna félagssamtök ef til þessa kemur. Verða lóðirnar væntanlega alltstórar og er ætlunin að ein- göngu einbýlishús verði á þessu svæöi. — ÞS Aftur fært yfir hálendið — miki! rigning á Suð-vesturlandi i nótt Aftur er nú fært fyrir stóra bíla yfir Kaldadal, Sprengisand og hluta af Kjalvegi, en vegimir eru illa farnir eftir snjólagið, sem leg ið hefur yfir þeim undaðfarið. Uf ekki rignir mikið á næstunni, ér gert ráð fyrir að allur Kjalveg urinn verði fær um helgina. Mikið hefur rignt á Suð-Vesturlandi í nótt, mest í Vestmannaeyjum, 26 mm. Gert er ráð fyrir aö heldur fari að þoma seinni hluta dags- ins, en ekki er útlit fyrir mikið sólskin á næstunni. — ÞS Bósa saga leikin fyr- ir erlenda ferðamenn Dauðaslys á Suðurlandsbraut Ekið á mann, sem ætlaði yfir brautina Fimmtíu og níu ára gamall maður Iézt í gærkvöldi eftir umferðarslys, sem varð kl. 18 í gær á horni Suðurlands- brautar og Langholtsvegar. Maðurinn varð þar fyrir fram byggðri sendiferðabifreið. Maðurinn stóð við Suður- landsbrautina að sunnanverðu og ætlaði yfir hana, þegar sendi ferðabillinn kom aðvifandi fyrir hornið. Bílstjóri kveðst hafa séð manninn, en segist hafa reikn- azt svo til sem maðurinn biði þarna |?ar til hann yrði kom- inn fram hjá. Lenti hann á hægra framhorni bílsins og kast aðist út af veginum. Hann var fluttur á slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítalann þar sem hann lézt klukkan rúmlega níu I gærkvöldi. — JH Ferðaleikhúsið leikur kafla úr islenzkum verkum á ensku 9 Bósa saga Herrauðs, Egilssaga og Djákninn á Myrká eru meðal þess sem erlendum ferðamönnum gefst kostur á að heyra flutt á ensku í Glaumbæ nú á næstunni. Það er Ferðaleikhúsið sem gengst fyrir þessari nýstárlegu leiklistar- starfsémi, en sýningin nefnist einu nafni „Kvöldvaka“ Hefur Molly Kennedy þýtt ýmsa kafla úr fornsögunum. ljóðum og íslenzkum frásögnum frá ýmsum tímum og þau Kristín Magnús Guðbjartsdóttir og Ævar Kvaran flytja efnið. Auk þess kemur fram tríó er leikur íslenzk þjóðlög. — Leikstjóri er Mikael Magnússon, sá hinn sami og í sumar hefur verið með fréttir á ensku fyrir útlendinga f útvarpinu. Fyrsta sýningin verður n.k. mánudagskvöld í Glaumbæ og hefst kl. 9. —ÞS %

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.