Vísir - 16.07.1970, Side 7

Vísir - 16.07.1970, Side 7
V í SIR . Fimmtudagur 16. júlí 1970. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingargjöldum til Tryggingarstofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í janúar og júlí s.l., svo og öllum gjaldföllnum, ógreiddum þing- gjöldum og tryggingargjöldum ársins 1970, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókágjaldi, al- manna tryggingagjaldi, slysatryggingagjaldi, lífeyrissjóðsgjaldi, slysatryggingagjaldi, líf- eyrissjóðsgjaldi, atvinnuleysistryggingasjóðs gjaldi, launaskatti, kirkjugjaldi og kirkju- garðsgjaldi, iðnlánasjóðsgjaldi og iðnaðar- gjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaup- stað. Ennfremur skipaskoðunargjaldi, lesta- gjaldi og vitagjaldi, bifreiðaskatti, skoðunar- gjaldi bifreiða og slysatryggingargjaldi öku- manna 1970, vélaeftirlitsgjaldi, svo og ó- greiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lögskráðra sjómanna, áföllnum og ó- greiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, gjöldum af inn- lendum tollvörutegundum, matvælaeftirlits- gjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti 1. og 2. ársfjórðungs 1970, svo og álögðum viðbótum við söluskatt auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8 dögum frá birt- mgu úrskurðar þessa, án frekari fyrirvara, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 14. júlí 1970. BÍLASKOÐUN & STILUNG Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR fflÓT OfiSTILLÍNGAB LJÓSASTILLINGAR Er alheimurinn óendan-l legur eða takmarkaður?! V'isindamenn gera sér vonir um að svarib fáist á þessum áratugi Vegna útfarar forsætisráðherrahjónanna verða skrifstofur okkar lokaðar frá hádegi í dag. FORD-UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H/F Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 p'yrir atbeina þeirra full- komnustu tækja og tækni, sem maöurinn hefur nú yfir að ráða, getur hann „séð“ lengst um tvö þúsund milljónir ljósára út í geiminn. Það er að vísu drjúgur spölur, en líti maður á himingeiminn sem óendanlega vídd — þótt enginn geti í raun- ihni gert sér grein fyrir hvað í því hugtaki felst — þá verð- ur sú vegalengd harla skömm. Enn er svo það, að þótt stærstu stjarnsjár nútímans séu lang- drægari og fullkomnari tækni en nokkur stjörnufræðingur gat iátið sig dreyma um fyrir svo sem háifum mannsaldri, þá dreg- ur það að mun úr virkni þeirra, að fyrir gufuhvolfið, sem um- lykur jörðina, má líkja því við að maður skoði landslag gegn um þétta þoku, þegar hann beinir þessum furðuaugum sín- um út i himingeiminn. Fyrir það hefur hann leitað alls konar tæknibragða til að koma stjörnu Ijósmyndavélum sem fjærst jörðu og næst takmörkum þessa þokuhjúps, og öðlast þannig sem bezt skyggni út í geiminn — til dæmis er alllangt síðan að bvrj- að var að senda sjálfvirkar ljós- myndavélar og önnur mælitæki með loftbelgjum, og enn síðar með eldflaugum út í gufuhvolf- ið. Og þótt sú tækni væri harla ófullkomin, samanborið við gervihnettina, sem skotið hefur verið á loft með allý konar slík tæki innanborðs á braut fyrir utan gufuhvolfið, veitti hún stjörnufræðingunum samt nokkra hugmynd um hvílíka óravídd stjamsjár þeirra gætu spannað, ef gufuhvolfið væri ekki til að draga úr skyggni þeirra. Lauslega áætlað mundi langdrægni þeirra og „skarp- skyggni‘‘ tffaldast, þannig að maðurinn gæti séð tuttugu þús- und milljónir Ijósára út f fíimin- geiminn, og er þá eingöngu mið- að við 120 þumlunga stjörnu- sjónauka, sem þó er talið næsta frumstætt tæki, miðað við radíó-stjarnsjárnar, þær sem þó er talið næsta frumstætt tæki, miðað við radíó-stjarnsjám ar þær sem fullkomnastar eru. Nú að undanförnu hefur nítján manna samstarfsnefnd stjömu- fræðinga og geimfræðinga setið á rökstólum vestur í Bandaríkj- unum, og rætt nýja tíu ára á- ætlun varðandi stjarafræði- Iegar rannsóknir sem fram- kvæmdar verðj f geimstöðvum, sem gert er ráð fyrir að komið verði á braut á því tímabili. Tel- ur nefndin, að þar gefist tæki- færi til að afla hinnar víðtæk- ustu þekkingar, og að þar verði lagður grundvöllur að nýjum Þannig hugsar teiknarinn sér geimstöð — hvað sem verður. rannsóknum, sem ekki mundi unnt að framkvæma á annan hátt. ,,Á jörðu niðri verða stjörnuathuganir einungis gerð- ar með sjónaukum eða stutt- bylgju-stiarnsiám, en úti í geimnum verður hins vegar auö- ið að hagnýta sér allar viðkom- andi rafsegulbylgjulengdir. Og ekkj er ólíklegt að það verði stjörnufræðin, sem nýtur öðrum vísindagreinum fremur stór- bættrar aðstöðu, þegar geim- stöðvarnar verða að veruleika“. Nefndin telur jafnvel, að þá kunnj að nálgast lausnin á sum- um þeim ráðgátum f sambandi við alheiminn sem aldrei yrðu leystar á annan hátt. Meðal þeirra framkvæmdar- atriða, sem nefndin leggur á- herzlu á í áætlun sinni, er að slík geimstöð verði búin stjörnu- sjónauka með að minnsta kosti 120 þumlunga spegli en með honum mætti uppgötva stjörnur hundraðfalt ógreinilegri en þær, sem séðar verða í stjörnusjón- auka frá jörðu. Einnig að hún verði búin enn fullkomn- ari tækjum til könnunar á gammageislum og annarri geisla virknj úti í geimnum og tækj um til könnunar á innrauðum geislum í sambandi við stjam- fræðilegar rannsóknir. Kannan- ir með langbylgjutækni, sem krefst steinloftnets allt að sex mílur á lengd, sem komið yrði fyrir annað hvort á braut úti í geimnum, eða á tunglmu. Einnig telur nefndin að frá geim stöð verði unnt að kanna mun betur áhrif og virkni sólarinn- ar, en hingað til hefur verið unnt með vísindatækjum, er send hafa verið út í geiminn með gervihnöttum, og sömu leiðis kosmiska geisla og seg- ulsvæði. Og ráðgátunar, sem stefnt verði að þvi að leysa á þennan hátt, nefnir 'nefndin einnig, og virðist þar af nógu að taka. Til dæmis ráðgátuna varðandi upp runa, eöli og þróun alheimsins, þróun og örlög stjarnanna — þar á meðal hvert verði loka- stigið f >þróun sólarinnar. Tilvist annarra sólkerfa, þar sem líkur eru til að líf megi finnast í ein hverri mynd — svo nokkuö sé talið. Þá eru það hinar svo- nefndu tifstjörnur og leyndar- mál þeirra, sem mönnum er enn ráðgáta og leyndarmálið varðandi þær efniseindir, sem himingeimurinn búi yfir, en stjörnufræðingar telja, að enn hafi ekki verið uppgötvað nema 90—99% af heildarmagni þess. Loks eru flestir stjörnufræðing ar nú sammála um að sólkerf- in fjarlægist stöðugt hvert ann- að úti í geimnum, þótt ekki sé unnt að koma við neinum ná- kvæmum mæiingum á þeirri hreyfingu með tækjum á jörðu niðri, en hins vegar ástæða til að ætla aö það mætti takast frá geimstöö — og þar með væri ef til vill unnt aö fá svar við því hvort að alheimurinn sé óendanlegur eða honum séu ein hver takmörk sett. Það þarf því ekki að kviða þvf. að ekki verði nóg fyrir á- höfn geimstöðvarinnar að starfa, þegar til kemur. Og stjörnu fræðingarnir og aðrir geimvfs- indamenn biða þess með ó- þreyju, að þeir fái svar við þess um og öðrum spurningum sis- um á næstu árum. DAGLEGA OPIO FRA KL. 6 AO MORGNI TIL KL. HALF TOLF AÐ KUOLDf sftrHré ;ttir kaffi kökur - GOTT OG ÖDÝRT HJft GUOMUNDl I I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.