Vísir - 20.07.1970, Page 1

Vísir - 20.07.1970, Page 1
J Svona eru heimasæturnar i Dölunum Þetta er ein sovézka risaþotan, þegar hún kom á Keflavíkurflugvöll á dögunum. W. árg. — Mánudagur 20. júh' 1970. — 161. tbl. Þeir í Dalasýslunni völdu sér feguröardrottningu ársins 1970 á dansleik í Dalabúð í Búðardal, sl. laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Opus 4 úr Reykja- vík lék fyrir dansi. Sú sem fyrir valinu varð heit- ir Hafdís Gunnarsdóttir, er 19 ára og vinnur öll venjuleg bú- störf heima í Brautarholti, þar sem foreldrar hennar Gunnar Aðalsteinsson og Steinunn Áma dóttir reka búskap. Hafdís er 164 cm á hæð, með málin 88 — 55—88, hefur gráblá augu og sítt gullbrúnt hár. Hún iauk skyldunámi frá Laugum og hyggst fara í húsmæðraskóla í vetur, en síðar meir langar hana til að verða sjúkraliöi. Önnur áhugamál hennar eru ferðalög, lestur og hljómlist. Stúikumar tvser, sem kegpte til úrslita ásamt Hafdísi si. Iaug , ardagskvöld herta Lilja Björk Ólafsdóttir 17 ára og Margrét 1 Guðný Skarphéðmsdóttir 20 ára. Næsta laugardag verður svo kjörin ungfrú Austur- og Vestor Húnavatnssýsla og fer kjörið ^fram á dansleik í Féiagsheim- ilinu á Blönduósi og mun hljóm sveitin Náttúra leika fyrir dansi. — ÞJM | Rússnesk rísaþota hvarf — Lagði upp frá Keflavikurflugvelli á laugardag — Kom aldrei fram — Óttazt oð tuttugu og þriggja manna áhöfn hafi farizt ALLT bendir til þess að rússneska risaþotan Antonov AN 22 hafi horf ið sporlaust með 23 manna áhöfn og hlaðin vamingi og hjálpargögn fy.ri um sem fara attu til jarð skjálftasvæðanna í Perú. — Vélin lagði upp frá Keflavíkurflugvelli laust fyrir kl. þrjú á laugar- daginn og átti að lenda í Halifax í Nova Scotia kl. 8,10 um kvöldið. Barnsmeðlögiit innheimtast bæði seint og illa — Sjá bls. 9 Flugstjórnin í flugturninum í Reykjavík hafði síöast samband við vélina klukkan sautján mín. fyrir klukkan þrjú um daginn og 'fórum mfnútum síðar hvarf vél in af radarskerminum. — Það virtist allt meö felldu þegar haft var samband vð vél ina síðast, sagði Arnór Hjálmars son, sem stjómaði leitinni héðan frá íslandi í morgun. Þetta voru ósköp hversdagsleg radíóvið- skipti. Við tókum einmitt til þess að um borö í þessari vel voru menn sem virtust mjög vel enskumælandi. Véiin var komin 205 sjómilur SA af landinu, þegar hún hvarf af radarskerminum og það virt ist allt með felldu. Vélin flaug f lægri loftlögunum eins og sagt er, í 22 þúsund feta hæð og eðli legt að radarinn næði henni ekki Iengur. Þeir voru beðnir að ræra sig yfir á aðra bylgjulengd, þar sem örbylgjusambandið var orðið ó- skýrt. Eftir það heyrðist ekkert frá vélinni og um klukkan sjö var farið að undrast um hana þar sem ekkert hafði frá henni heyrzt. Klukkan hálf tólf um kvöldið var reiknað með að vél- in ætti að vera eldsneytislaus og stuttu eftir það var sent út al- þjóðlegt neyðarkall. Neyðarkall hefur síðan verið sent út frá öll um stöðvum í nágrenninu, fyrst á korters fresti, síðan á hálf- tíma fresti. Fjórar til sex kanadískar vél- ar hafa leitað vélarinnar stanz- laust frá þvf á laugardag og tvær vélar frá vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafa leitað á svæðinu SA af landinu. Veðurskipið Alfa, sem var til viögerðar í Reykjavíkurhöfn fór strax út til leitar og rússneskt eftirlitsskip sem statt var suð- ur af landinu hefur einnig leit- að. Auk þess hefur svo fjöldi skipa, sem stödd voru á þess- um slóðum, komið við sögu. Leitin hafði hins vegar í morgun engan árangur borið. Vélin, sem hér um ræðir er sú Sýslumaður ók fyrstur / fuHum skrúða — nær 200 bilar i mótmælafór Laxárbænda ■ „Okkur fannst þetta tak- ast prýðilega og hvergi kom til árekstra. Við hættum að vísu við að setja stóra borðann niður við Laxár- virkjunina, vegna þess að við treystum þvi ekki að hann fengi áð standa þar óáreittur, þar sém við eigum ekki land þar/Við settum hann niður við Einarsstaði, en settum skilti við Laxá, sem reyndar var horfið, þegar við komum til baka,“ sagði Hermóður Guðmundsson, bóndi í Ár- ,nesi í Þingeyjarsýslu, er Vísir hafði samband við hann I í morgun vegna mótmælafar- ar þingeyskra bænda til Lax- árvirkjunar og Akureyrar. „Veöur var slæmt er við lögð- um af stað á nær 200 bílum, en batnaði og varð ágætt er til Akureyrar kom. Geysiiegt fjöl- menni var þar á götunum og öll bílastæðj í miöbænum full. Við afhentum bæiarstjóranum mótmælaskjal og okkur tókst að halda áætlun svo til upp á mínútu.“ „Voru þetta allt Þingeyingar í förinni?" „Þetta var meirihluti bænda á Laxársvæðinu, en auk þess voru nokkrir utansveitarmenn, t. d. þeir Jakob Hafstein, sem var þarna að veiða, og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Nú, svo ók sýslumaðurinn okk- ar, Jóhann Skaftason, í farar- broddi í fullum skrúða. Á öðr- um bílnum í lestinni var áletr- að á stórt skilti: „Með lögum skal land byggja — en með ó- lögum eyða“. Tveir íslenzkir fánar voru sinn hvorum megin við spjaldiö og fyrir ofan var sýslumerki Þingeyinga, foss- merkið". „Hver eru næstu áform ykk- ar bændanna?" „Við erum með ýmislegt á prjónunum, en skaðabótamálið fer væntanlega f gang á næst- unni. Við munum krefjast skaðabóta fyrir hvern einstakan bónda sem á land á þessu svæði og er þetta nú i undirbún ingi hjá lögfræðingi okkar,“ sagði Hermóður að lokum. —ÞS stærsta í heimi, 1 farþegaflugi tæki hún um 700 manns. Þessar vélar hafa þótt öruggar og tals- verö reynsla er fengin af þeim I flutningaflugi í Rússlandi. Önnur vél af sömu gerð lenti á Keflavíkurflugvelli 55 mínút- um á eftir þessari og fór síðan áleiðis til Halifax, þar sem vél- amar millilenda, en loftbrú er nú sem kunnugt er milli Rúss- lands og Perú. — JH SÍÐUSTU FRÉTTIR: íslenzk vél tilkynnti rétt fyrir klukkan ellefu i morgun, að hún heföi séö eitthvaö á sjónum all- langt vestur og suöur af land- inu, en um þaö var ekkert vit- að nánar. — Norskt skip fann einnig eitthvaö grunsamlegt á floti á sjónum í gærdag á þess- um slóöum, en þaö reyndist ekkert, sem bent gat til afdrifa vélarinnar, þegar til kom. Reynt hefur verið aö kanna þaö hvort nokkurs staðar hafi heyrzt til vélarinnar í radíói eftir aö sam- band var haft viö hana héöan, en svo virðist ekki. — JH <5>----------------------------- Engar breytingar a3 sjá á veðrinu Sunnlendingar munu fá að njóta sólskinsins enn í dag en spáö er á- framhaldandi björtu veðri og „ekki að sjá breytingu", aö þvf er Páll Bergþórsson, veðurfræöingur tjáöi blaðinu i morgun. Þótt sólin skíni, er samt kalt 1 lofti og klukkan niu I morgun var ekki nema 9 stiga hiti í Reykjavík í gær varð hlýjast á Kirkjubæjar- klaustri og i Mýrdal, en þá komst hitinn upp í 15 stig klukkan þrjú. Margir urðu til að notfæra sér góða veðrið um helgina og varð helgin ein af mestu umferðarhelg- um sumarsins. Lítið var um óhöpp í umferðinni. I.ítið var að gera hjá lögreglunni miðað við umferðar- þungann en þó varð hún að taka einstaka ökumann til bæna fyrir aðgæzluleysi í akstri. Tók einn og einn ökumaður sig út úr umferðar- straumnum og jós rykmekki og möl vfir næsta bfl i framúrakstri. Bændur notfærðu sér þurrkinn og mátti víða sjá að unnið hafði verið að heyskap á Suðurlandi. Fyrir norðan er veðráttan verri. Á Norðausturlandi var stinn ingskaldi og súld í morgun, einnig norðantil á Austfjörðum og ekki nema 4 stiga hiti. Þegar vestar' dregur á Norðurlandi birtir upp og búizt er við að birti þar enn meira þegar líður á daginn — SB Áfram ísland! í kvöld kl. 20 leika íslend- ingar landsleik í knattspymu við „frændur vora“ Norðmenn. — Sjá nánar í íþróttafréttum bls. 5 og 6. VÍSIR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.