Vísir - 20.07.1970, Side 6

Vísir - 20.07.1970, Side 6
VISIK. raanuaagur £v. juu i»n. Draumur Ron Clarke um gullið varð að engu 40 metra frá marki Samveldisleikarnir brezku standa nú yfir i Edinborg Samveldisieikarnir brezku hófust í Edinborg á föstu- dag og eru merkasta í- þróttakeppni heims í ár. Meiri þátttaka og frá fleiri löndum er nú en áður, eða yfir 2000 keppendur frá 42 þjóðum. Flestir eru frá Eng landi 244, Kanada er með 202, Skotland 180, Wales 155, Ástralía 132, Indland 101 og þaðan af færri og allt niður í einn — f rá Dóm- inikanska lýðveldinu. — Keppt er í níu iþrótta- greinum, en langmesta at- hygli vekur að sjálfsögðu frjálsíþrótta- og sund- keppnin, en þar eru meðal keppenda margir fremstu íþróttamenn heims. Leikvangurinn í Edinborg var þéttskipaður á laugardaginn, enda þá sú keppnin, sem mestar bolla leggingar hafa verið um, 10000 m hlaupið og spumingin: Mundi Ron Clarke þessum mesta hlaupara sfð asta áratugsins, sem sett hefur 19 heimsmet, allt frá tveimur mflum upp í 10 km nú loksins takast að vtnna gullverðlaun á stórmóti? — Þrátt fyrir þátttöku f fernum Ólym- | pfuleikum og þrennum samveldis- leikum hefur hann aldrei staðið þar efst á verðlaunapalli — og þó nær ávallt verið talinn sigurstrang legastur í 5000 og 10000 m hlaup unum. Hættulegustu keppinautar hans nú voru taldir Temu frá Kenya, I sem skákaðj honum á sföasta hring | á samveldisleikunum í Kingston já Jamaika 1966, og Englendingur- inn Dick Taylor. Hlaupið hófst I og Jerome Drayton frá Kanada hafði í fyrstu forustu. Fijótlega fór I að teygjast úr hópnum — og það ! kom á óvart um mitt hlaup, að : Temu varð að gefa sig — þoldi ekki hinn mikla hraða. Fyrri 5 km voru jhlaupnir á 14:09.2 mín. Drayton I gaf sig sinnig — en fremstir voru jTaylor, Clarke, Matthews, Eng- ^ landi, O'Brten, heimsmet'hafinn frá ; Ástralíu í 3000 m hindrunarhlaupi og grannvaxinn Skoti, Lachie Stew art, aðeins rúm 60 kg á þyngd. Stórhlaupararnir Clarke og Taylor héldu uppi hraðanum og skiptust á forustu og enginn hinna megnaði að fylgja þeim nema litli Stewart, sem elti þá af skozkri þrákelkni, hvattur áfram af tugþúsundum á- horfenda. Og þannig hlupu þeir hring eftir hring. Ron Clarke virt ist mjög sterkur — og hinn öruggi sigurvegari, þegar tveir ' hrjngir voru eftir. Loks gull? Þeir, fylgdust að næst siðasta hring — Skotinn aðeins á eftir og þar sem Taylor er enn minni spretthlaupari en Clarke virtist nú draumurinn um gullið loksins vera að rætast. Enginn reiknaöi með Skotanum. Bjallan Hélt upp á af- mælið með sigri! David Hemery, sá frægi kappi, hélt upp á 26 ára afmæli sitt á laugardaginn með þvf að næla sér f meistaratitiiinn f 110 m grindahlaupi á samveldis- leikunum í Edinborg. Hann sigr- aði mjög auðveldlega á 13.6 sek. — en meðvindur var of mikill, svo afrekið er ekki löglegt. — Hemery sigraði einnig i grein- mni á samveldisleikunum í Kingston á Jamaika 1966 — en hápunktur á frægðarferli þessa glæsilega fþróttamanns var i Mexíkóborg á Ólympiuleikun- um, þegar hann sigraði meö glæsibrag og setti nýtt heims- met í 400 m grindahlaupi — 48.1 sek. Annar í grindahlaupinu í Edin borg varð Beard frá Ástralíu á 13.8 sek. en Alan Pascoe frá Englandi sem álitinn var hættu legastj keppninautur Hemery, rakst illa á sjöundu grind f úr- slitahlaupinu og komst ekki á verðlaunapallinn. í 100 m hlaupinu á samveldis leikunum voru tveir Jamaíka- menn f fystu sætunum. Sigur- vegarí varð Don Quarrie á 10,2 sek, en Lennox Mfller varð ann ar á 10.3 sek. Crawford frá David Hlemery. Trinidad varð þriðji á sama tíma. I 100 m hlaupi kvenna sigraði Boyle, Ástralíu á 11,2 sek. Önnur varð stúlka frá Ghana Ammúu á 11,3 sek og þriðja Hoffman, Ástralíu, á sama tíma. I hástökki karla sigraöi Peckman, Ástralíu stökk 2.14 m sem er nýtt samveldis- leikamet. Landi hans Freeman sigraði í 20 km kappgöngu. Eft ir fvrstu tvo dapa ieikanníi hafði Ástralía hlotið niu guil- verðlaun, England sjö, Kanada fern, Skotland tvenn og Hong Kong ein. Ron Clarke. hringdi — síðasti hringur hófst — og- Clarke átti létt meö að hlaupa frá Taylor. „Clarke hlýtur að sigra“, hróp- aði þulur BBC, og hann var um sex metrum á undan þegar kom- ið var á beinu brautina síðustu. En hvað var þetta? — Lachie Stew art hafði farið fram úr Taylor á sfðustu beygjunni og flaug áfram eins og spretthlaupari. Hann nálgað ist Clarke óðfluga. og 50 m frá marki náði hann honum. Áhorfend ur stóðu á öndinni — þetta var þeirra maður — og eins og ávallt átti Ron Clarke ekkert svar á loka sprettinum og 40 m frá marki hvarf gulldraumurinn eins og í svo fjölmörgum hlaupum áður. Eitt mesta 10000 m hlaup, sem um getur tilheyrði nú sögunni — og enn einu sinni hafði hlaupari sem enginn reiknaöj með, skákað Clarke. Tíminn var frábær. Stewart hljóp á 28:11:8 mín — og bætti tfma sinn yfir 20 sek. Bezti tími, sem náðst hefur í ár í heiminum og ótrúlegur árangur, því hvass viðri og rigning var meðal hlaup ið fór fram. Clarke hljóp á 28.14.6 (heimsmet hans er 27.39.5) og Taylor varð þriðji á 28:15.4 mín. Matthews varð fjórði, O’Brian sjö- undi og Temu tíundi. Eftir hlaupið sagðist Stewart hafa reiknað með því — og hlaupið upp á — að verða í þriðja sæti þeg ar 800 m voru eftir. „En það var eins og hvatningarhróp áhorfenda gæfu mér vængi f sfðasta hring og ég hugsaði þá um það eitt aö sigra — en ég fann til smávegis sektartilfinningar þegar ég hafði fariö fram úr Ron — því hann hef ég alltaf dáð mest allra hlaup ara“, bætti Stewart við. En hvers vegna tapaði hinn 33ja ára Clarke? — Sérfræðingar voru á því eftir hlaupið, að hann hefði greinilega vanmetið Skotann — annars hefði hann reynt að hlaupa frá Taylor og Stewart þegar um 1000 m voru eftir, því þá virkaöi hann svo miklu sterkari en þeir. — Sjálfur viidi Clarke ekki ræða þetta atriði eftir hlaupið — en sagðist ætla að gera enn eina tilraun við gullverðlaun — í 5000 m hlaupinu, en úrslit f því verða nk. laugar- dag. —hsfm Þeim fannst kalt 1 Edln borg Afríkunegrunum, þegar brezku samveldis- leikamlr hófust á föstu dag — og árangur þeirra tvö fyrstu dagana var heidur ekki góður. Og hér sjáum viö elnn þeirra, James Wanda, sem fljót- ur var að fá sér lamb- húshettu, sem næstum huldi allt andiitið. Öll komust í úrslit — og Vilborg setti met íslenzka sundfólkið, sem tók þátt í Norðurlanda- meistaramóti unglinga, er háð var í Helsinki um helg- in, stóð sig ágætlega og komst alls staðar í úrslit — þótt það nægði hins veg ar ekki til að komast á verðlaunapallinn. — Svíar urðu sigursælastir í mót- inu, sigruðu í 7 greinum. Vilborg Júlíusdóttir setti nýtt fslenzkt met f 400 m skriösundi, synti á 5:04,4 mín og bætti met sitt, sem hún setti f landskeppninni gegn írum á Íþróttahátíðinni, um tæpa sekúndu. Vilborg varð í fjórða sæti í sundinu, en sigurvegari varð sænska stúlkan Gunilla Vickman á 4:53.4 mín. Helga Gunnarsdóttir varð einnig í fjórða sæti í 200 m bringusundinu. Hún svnti á 3:01.0 sem er aðeins lak ara en hún á bezt. í sundinu sigr- aði sænska stúlkan, Eklund á 2:55,3 mín. Hafþór B. Guðmundsson keppti í 200 m fjórsundi og varð fimmti á 2:32.0 mín. — en sigurvegari varð norskur strákur, Hansen að nafni, sem synti á 2:26.1 mín. Haf þór varð fjórði í 100 m flugsundi á 1:07.6. .......... .........................................:..V"" 'V ...... Guðmundur varpaði 18.20 metra! Á drengja- og stúlknameistara- mótinu f frjálsum fþróttum, sem háð var á Akureyri um heigina, náði Guðmundur Hermannsson, sem keppti sem gestur, sínum bezta árangri í sumar í kúluvarpi — varp aði kúlunni 18.20 m, en það er eitt bezta afrek, sem hann hefur unniö í greininni. Á mótinu kepptu einn- íg sem ‘’e.-tir B'arni Ste ánsson og Jón Þ. Ólafsson. Bjarni hljóp 100 m á 10.5 sek sem er jafnt hans bezta árangri, en meðvindur var aöeins of mikill og Jón stökk tvo metra í hástökkinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.