Vísir - 20.07.1970, Side 9

Vísir - 20.07.1970, Side 9
9 V í S IR . Máööd'igur 20. júlí 1970. <— Hafið þér ferðazt eitthvað um Vestfirði? Karl West, flugnemi: — Nei, aldrei. Sævar Júlíusson, framreiðslu- maöur: — Ég er nú reyndar fæddur á ísafirði, og ólst þar upp til ellefu ára aldurs án þess að ferðast nokkuð aö ráði um Vestfiröina. Hins vegar hef ég alltaf haft hug á að heim- sækja æskustöðvarnar og láta þá um leið veröa af þvi, að skoða mig um á Vestfjörðunum í leiðinni, en ég hef ekki kom- ið vestur síðan ég flutti þaðan. Stefán Þorsteinsson, háseti: — Ég hef bara komið rétt sem snöggvast með fiskibáti til Patreksfjarðar og vannst varla tfmi til að fara í land, hvað þá að ferðast eitthvað um firðina. Hörður Sigurvinsson út- gerðarmaöur á Ólafsfirði: — Já, mér er óhætt að segja það. Ég ferðaðist nefnilega um firð- ina í sumarleyfi mínu eitt sinn gagngert til að skoða mig um. Nú. og svo var ég á sínum tíma í Stýrimannaskólanum á ísa- firði en ferðaðist nú reyndar lítið um í það skiptið. Bergþóra Andrésdóttir, hús- móðir: — Já, það hef ég gert. Ég er nefnilega fædd og uppalin í Strandasýslu og fór því oft um Vestfirðina. ILLA GENGUR AÐ INNHEIMTA BARNSMEÐLÖG Lagafrumvarp um nýjai innheimtuaðferðir lagt fyrir næsta þing Árlega nema kröfur um barnsmeðlög óheyrilega háum upphæðum. Sveitarfélög eiga jafnan í miklum brösum við að innheimta barnsmeðlög hjá meðlagsskyldum feðrum, en barnsmeðlag hefur löngum verið það gjald sem hvað erfið- ast hefur gengið að innheimta. — Hér á landi greiðir Trygg- ingastofnar ríkisins barnsmeðlög til mæðra án þess að taka nokkurt tillit til þess hvort barnsfaðirinn hefur greitt meðlag- ið, en Tryggingastofnunin á svo aftur endurkröfu á sveitar- félag það sem að skuldarinn hefur sveitfesti í. „Það gengur hvergi í hiemin- um vel að innheimta barnsmeð- lög“, sagði Birgir Ásgeirsson, lögfræðingur hjá Reykjavlkur- borg, er við ræddum við hann, en Birgir hefur yfirumsjón með innheimtu meðlaga hér á landi. Það er ýmislegt sem stendur í veginum fyrir því að allir þeir er meðlag eiga að greiða, geti staðið í skilum. Veikindi, örorka og drykkjuskapur eru það helzt sem eyðileggja alla möguleika á að innheimta, og því er það, að aðeins 3 — 5% þeirrar upphæöar sem Tryggingastofnun ríkisins krefur barnsfeður um innheimt- ist. Tryggingastofnunin greiðir mæðrum meðlag sitt, hvort sem barnsfaðir viðkomandj móð- ur stendur í skilum eða ekki. Sfðan á Tryggingastofnunin endurkröfu á hendur barnsföð- urnum. Ef bamsfaðir greiðir ekki meðlagið, þá innheimtir Trvggingastofnunin féð hjá því sveitar- eða bæjarfélagi sem bamsfaðir á lögheimili I. Að sjálfsögðu eiga svo sveit arfélögin að innheimta meðlög in hjá barnsfeðrunum en reynsl an sýnir, að það gengur bæði seint og illa að innheimta og mun margt valda því. Tryggingastofnunin mun senda endurgreiðslukröfur til sveitarfélaganna einu sinni á ári og er það í fyrsta lagi 2—3 mánuðum eftir lok greiðsluárs- ins. Og þegar sveitarfélagið get- ur fyrst farið að innheimta hjá barnsfeðrum hafa í mörgum til vikum safnazt fyrir kröfur ef nema allháum upphæðum sem erfitt reynist að innheimta, þar eð barnsfeður verða að sjálf- sögðu að greiða meðlögin af iaunum sinum og svo vill til að margir þeirra eru þannig stadd ir fjárhagslega að þeir eru naum ast afiögufærir. Þannig lendir verulegur hluti greiddra bams- meðlaga á sveitarfélögunum, eða réttara sagt, þegnum sveitar félaganna og kemur út sem hærri útsvör. Barnsmeðlag 1900 kr. á mánuði Það liggur í augum uppi, að barnsmeðlag sem nemur 1900 krónum á mánuöi er fljótt að dragast saman i háar upphæðir ef trassað er af einhverjum á- stæðum að borga einhvern tíma. Og skiljanlegt er, að tekjulágur maöur sem þarf kannski aö greiöa með 5—6 börnum, á í miklum erfiðleikum með að greiða sitt meðlag, gott ef hon- um er það yfirleitt mögulegt. Birgir Ásgeirsson sagði að vissulega væri reynt að inn- heimta meðlög með því að láta kaupgreiðanda taka það af kaupi hins meðlagsskylda og hefði það í mörgum tilfellum verið gert en hins vegar duga þær aðgerðir skammt gagnvart þeim er ekkert kaup hafa og hvergi vinna, nema kannski mjög óreglulega. Eflaust hafa margir meðlagsskyldir fremur þörf fyrir að fá sjálfir meðlag, en þeir standi I slíkum greiðsl- Barnsmeðlög nema 110 millj. í ár. í ár verða 20—21 þúsund kr. greiddar með hverju bami, en meðlagsupphæðin fer eftir vísi tölunni hverju sinni og hækkar jafna einu sinni á ári, stundum tvisvar eins og nú í ár. I ár munu barnsmeölög nema 110 milljónum eða þar um bil um allt iandið. Af þessari upphæð eru á aö gizka 50% greidd í Revkjavík, en á þessu ári á að innheimta 50—60 milljónir í Reykjavlk. Sveitarfélögunum gengur til jafnaðar illa að innheimta, verr en Reykjavík, og kemur þar sitt hvað til, svo sem mannfæð og kunningsskapur. Og er reyndin sú, að einu sveitarfélagi geng- ur verr að innheimta upphæð sem nemur kannski 150 þúsund um, en Reykjavík allar sínar milljónir. Mörg sveitarfélög eiga líka í erfiðleikum með að hafa uppi á sínum meðlagsskyldu mönnum því þeir lauma sér gjarnan á stærri staði þar sem auöveld- ara er að „hverfa“ Og að sjálf sögðu er Reykjavík vinsælasti staðurinn. Þá sagði Birgir að svo til ó- gerlegt reyndist að krefja þá skuldara um meðlög sín sem dveldust erlendis — jafnvel væri erfitt að krækja í meðlagiö úr vasa þeirra sem á Norður- löndum væru. Vistheimilið að Kvíabryggju Ef barnsfaðir hefur enga at- vinnu, skuldar stórfé og sýnt þykir að hann muni ekki borga neitt I framtíðinni, grípur borg in oft til þess að senda hina skuldseigu á vistheimilið að Kvíabryggju. Á Kvíabryggju er stundaður búskapur og vinna meðlags- skuldarar þar samkvæmt Dagsbrúnartaxta unz skuldin er greidd. Reyndar er Kvíabrvggja ekki hugsuð sem neitt afplán- unarhæli eða vinnubúðir, heldur miklu frekar sem endurhæfing- arstöð Borgin hefur engan á- huga á að senda að Kvíabryggju mann sem kannski skuldar 200 þúsund ef böm hans eru að kom ast af meðlagsaldrinum. Hins vegar eru frekar sendir þangað menn sem eru nýbyrjaðir aö skulda og sýnt þykir að muni verða seigir skuldarar um mörg ókomin ár. Og í slíkum tilvíkum er dvöl að Kvía- bryggju hugsuð sem endurhæf- ing: Að vekja sjálfstraust með manninum og kenna honum að lifa reglubundnu lífi. Ef slíkir menn spjara sig vel, er þeim jafnvel sleppt af heimilinu áð- ur en þeir hafa unnið fyrir skuld sinni. Sameiginleg inn- heimtustofnun 1972 Af framanskráöu ætti að vera ljóst, að óttalegt ófremdará- stand hefur ríkt í innheimtumál um bamsmeðlaga, og aö sveitar félögin standa næsta ráðþrota gagnvart þessum innheimtumál- um. Því er það, að að tilhlutan • stjórnar Sambands íslenzkra • sveitarfélaga var samþykkt á J Alþingi í marz 1969 þingsálvkt- • unartillaga um endursitooun , Iagaákvæða um meðlagsgreiðsl- • ur. Var síðan samið frumvarp • til laga um þessar meölags- • greiölur og verður það lagt fyr- • ir næsta Alþingi. • Frumvarpiö felur í sér, aö • sveitarfélögin leysi sameiginlega J innheimtu barnsmeðlaga, þann- • ig að öll þess; innheimtumál, • verði sett undir einn hatt, þann • ig aö afskiptum sveitarstjórna t ljúki alveg af þessum meðlags- J málum. • Frumvarpið gerir þannig ráð • fyrir, að sett verði á stofn sam J eiginleg innheimtustofnun sveit- • arfélaga og ætti sú innheimtu- • stofnun að geta innheimt sitt- J hvað fleira en barnsmeðlög fvr • ir sveitarfélögin. J Ef frumvarp þetta veröur sam J þykkt, er búizt við að fram- • kvæmd hinna nýju laga geti haf J izt I byrjun ársins 1972. Endurbætur á Kvíabryggju Sem fyrr segir eru skuldseigir barnsfeður stundum sendir á vistheimilið að Kvlabryggju I Eyrarsveit að vinna þar fyrir skuldum sinum. Hið nýja frumvarp gerir auð- vitað ráð fyrir áframhaldandi rekstri Kvíabryggju, en leggur áherzlu á, að rekstur þess heim ilis verði í hvívetna I góðu lagi, og að innheimtustofnun sveit- arfélaganna hafi lagaheimild til að vista skuldara sina á þvi heimili, en sem stendur er það aöeins Reykjavík sem sendir skuldara þangaö. Rekstur vistheimilisins að Kvíabryggju hefur verið I föst um skorðum um mörg undan- farin ár, en nauösyn þvkir nú bera til, að starfsemj heimilis- ins verði ærið fjölbreyttari og vistmönnum framtíðarinnar verði þar gert kle4ft að „finna sjálfa sig“ við fjölbreyttari iðju og bústörf. —GG um. Á Kvíabryggju stunda vistmenn bústörf. Unnið er að ýmsum jarðabótum. Þama er verið að reisa garð mikinn og landið innan garðsins síðan þurrkað upp. Nauðsyn þykir nú bera til að gera starfsemi vistheimilisins fjölbreyttari.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.