Vísir


Vísir - 20.07.1970, Qupperneq 16

Vísir - 20.07.1970, Qupperneq 16
.. VISIR Mánudagur 20 júlí 1970. Stærstu hitoveitu- frumkvæmdirnur Stærstu framkvæmdir hitaveit- unnar um þessar mundir er lagning nýrra hitaveitustokka frá dælustöð inni við Stekkjabakka á hitaveitu- svæðinu neðan við Breiðholt, og í aðalæð bæjarkerfisins við vega- mót Grensásvegar og Bústaðaveg- <r, en hingað til hefur aðeins verið notazt við bráðabirgðaleiðslur frá Stekkjabakkastöðinni. Hér er verið að vinna við að steypa stokkinn þar sem hann tengist aðalæð bæjarkerfisins við vegamót Bústaðavegar og Grensásvégar. Vertíð hjá iðnaðarmönnum — meiri útivinna i sumar en i fyrrasumar Hörgull er nú á iðnaðar- mönnum til vinnu, en segja má að þeirra „vertíð“ sé yfir hásumarið, þegar bygginga- framkvæmdir standa sem hæst. Einnig mun meira vera um útivinnu fyrir málara og múrara nú en í fyrrasumar, en veðráttan í fyrra oiii því að minna var unnið við úti- málningu og múrhúðun en ella. Hafa sum verkefnin ver ið geymd til þessa sumars, á því sviði. Blaðið haföj samband við Múrarameistarafélagið og fékk þær upplýsingar, að engir múr- arar væru atvinnulausir núna. Bftir að verkfallinu hafi lokið hafi eftirspurn eftir múrurum aukizt og núna virðist vera hörgull á múrurum. Vegna veð- urfarsins í fyrrasumar hafj ver- ið lítið um útivinnu, en töluvert hafi veriö um hana núna. Hjá Málarameistarafélaginu fengust þær upplýsingar, að vinna væri ágæt núna. Fyrst og fremst sé unniö að útimálningu. Meiri eftirspurn sé 'eftir málur- um en hægt sé að sinna. Jón Sigurjónsson hjá Tré- smiðafélagi Reykjavíkur sagði, að hörgull væri nú á trésmiðum. Beðiö sé um menn í verkstæðis- vinnu, í mótauppslátt og við- geröarvinnu. Enginn trésmiður væri atvinnulaus og væri beðið um flokka af trésmiðum. — SB. SYIFFLUG UT I HÓLMSÁ • Klukkan hálf sex £ morgun flaug fólksbíll út í Hólmsá. Þrír piltar voru £ bflnum á leið £ bæ- inn. Þeir höfðu verið austur á Hellu á svifflugmótinu um helg- ina. Sá sem var við stýrið telur helzt að hann hafi dottað. þar sem hanri’vár orðinn talsvert sýfjaður af keyrslunni. Einn piltanna svaf vært f aftursætinu og mun hafa vaknað við vondan draum þegar Hólmsá gutlaði um hann. Bfllinn fór á hlið- ina og skemmdist nokkuð en slys uröu ekki á piitunum £ þessu ó- heppilega svifflugi út f Hólmsá. JH Brutu tvennar dyr til þess að fá að sofa Tveir leituðu sér hvildar i nýju verzlunarhúsi við Laugaveginn aðfaranótt föstudagsins, dauðupp- gefnir eftir nætursvalliö. Piltar þessir áttu leið þama um Lauga- veginn eftir alllanga öldurhúsa- setu, i þann mund, sem venjulegt fólk var að hreiðra um sig i hlýj- um bólum sinum. Þeir ákváðu hins vegar að leita sér að svefnstaö á stuttu færi og varð nýja Edin- borgarhúsið, beint á móti Stjömn- biói, fyrir valinu. Húsið reyndist raunar talsvert erfitt inngöngu, harðlæstar dyr. Höfðu þeir á þatm háttinn að olnboga sig í gegnum tvær svellþykkar glerrúður og hugðust síðan taka á sig náðir. Lögreglan sá þeim hins vegar fyr- ir gistingu annars staðar. — JH jaldið of hátt! s'ógðu útlendingarnir og slógu vagnstjórann Bílstjórinn á strætisvagnaleið númer 8 lenti á laugardag i úti- stööum við tvo útlendinga, sem ætluðu upp í vagninn hjá hon- um. Bílstjórinn benti mönnun- um vinsamlega á hvað þeir ættu að borga. Útlendingunum þótti gjaldið hins vegar svívirðilega hátt. Pg þvi til árét.tingar bretti . Á . f. í. . 1 Y ■ £, annar þeirra upp ermarnar. Upphófust þarna handalögmál og barsmíðar í vagndyrunum. Vagnstjórinn hlaut áverka á andlit, en það er líka það eina, sem hann hafði af þeim félög- um. Til þeirra hefur ekki sézt síðan. — JH Meiríhluti farþeganna í innanlandsflagi eríendir Listaverk úr sandi, silfurbergi og marmara ú prenthúsi Það er fremur sjaldgæft að iðn- aðarhúsnæði eins og prent- smiðjur o. fl. þ. h. séu skreytt listaverkum. Prenthús Hafsteins Guðmundssonar á Seltjamar- nesi á eflaust eftir að vekja at- hygli margra, því að um helgina var listaverk mikið sett á gafl prentsmiðjuhússins. Listaverkið er eftir Gunnstein Gíslason og er unnið úr ítölskum marmara, íslenzku silfurbergi og sandi frá Búðum á Snæfellsnesi. „Þetta em sjö mávar, sem em hamingjutákn,“ sagði Hafsteinn Guömundsson, þegar Visir tal- aði við hann í morgun. Lista- maðúrinn hefur um nokkra hrfð unnið að verkinu, en það var sett upp um helgina. — GG Farþegar með flugvélum Flug- félags Islands á innanlandsleið- um eru að miklu leyti útlend- ingar. Hefur mikil breyting orð- ið á í þessum efnum að undan- fömu að sögn Sveins Sæmunds- sonar, blaðafulltrúa F.í. í morg- un. Sagði Sveinn að í morgunferð- unum til Akureyrar væru iðulega aðeins um 10 íslenzkir farþegar, en aörir farþegar erlendir, þ. e. 38 ef miðað er við fulla Fokker Friend ship-flugvél. Sveinn kvað Flugfélagið nú byrj- að að dreifa skoðanakönnun með- al erlendra ferðamanna í flugvél- um félagsins. Þar er óskað eftir ýmsum upplýsingum um ferðir fólksins, hvers vegna það valdi Is- Iand, hvemig því likaði ferðin, hvað væri bezt, og hvað vill ferða- fólkið til úrbóta. Kvað Sveinn þátt- töku útlendinga mjög góða. Er skoð anakönnuninni dreift í flugvélun- j um á ieið til Reykjavíkur. Um helgina var geysimikið um j að vera í innanlandsflugi, á 3. þús. | manns flaug með flugvélum félags- ins, en með þotunni flugu um helg- ina um 1170 manns milli landa. Sveinn Sæmundsson kvað Akur- eyri hafa mest aðdráttaraflið á út- lendingana, Vestmannaeyjar kæmu í öðru sæti og þá Fagurhólsmýri, en þá kæmu útlendingarnir til baka frá Homafiröi. —JBP r

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.