Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 8
/ . V 1 S I R . Miðvikudagur 5. ágúst 197É. V2SIR Svörtu borgarst jórarnir Otgefan 1í Keykjaprent ht. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrói: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóri: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakiC Prentsmiðja Vlsis — Edda hf. íslenzkar laxveiðiár J^axveiðiárnar okkar eru sannkallaðar perlur ís- lenzkrar náttúru. Þegar útlendir veiðimenn koma hingað, kunna þeir sér ekki læti, þeir hafa aldrei kynnzt öðru eins. Sá sem þetta ritar, var með norsk- um manni norður í Laxá í Aðaldal fyrir fáum dögum. Við veiddum vel. Ég spurði hann þá, hvort nokkur sambærileg á væri til í Noregi. Hann kvað nei við því. Við veiddum þarna 19 laxa á fjórum dögum. Þetta kvað hann óhugsanlegt í sínu landi. Víðast hvar í heiminum er búið að spilla veiðiám, T. d. í Englandi eru margar ár orðnar ónýtar vegna Yirkjunarframkvæmda og mengunar. Englendingar er-u farnir að sjá það núna, hve gífurlegum náttúru- verðmætum þeir hafa glatað með þessum hætti, en þeir geta ekki aftur snúið. Mannvirkin eru komin á sína staði, og þau verða ekki þaðan flutt. Sömu sögu er að segja frá Ameríku. Þar er búið að sþilla náttúr- .Jl i unni, bæði laxveiðiám og öðru, til tjóns, sérp aldpéL . verður bætt. Ef haldið verður áfram á sömu braut, verður laxinum þar í löndum útrýmt að fullu næstu áratugina. Vjð íslendingar ættum vissulega að láta víti ann- axra þjóða í þessum efnum verða okkur til varnaðar. Við eigum flestar okkar veiðiár óskemmdar enn. Það er sannarlega athugunarefni fyrir þjóð, sem á slík verðmæti óspillt, að glata þeim ekki. Við vitum um fordæmin frá öðrum þjóðum og höfuin enga afsökun fyrir að fara að dæmi þeirra. Við Reykvíkingar erum lánsamir að eiga laxveiðiá, sem rennur gegnum borg- ina okkar. Þess dæmi eru fá eða engin í heiminum. Þennan dýrgrip erum við þegar búnir að skemma, og ef við gætum okkar ekki í tíma, eyðileggjum við hann að fullu innan fárra ára. Ef við lítum á hina f járhagslegu hlið málanna, þjóð- arhag eins og við segjum, þá er það ekki neitt lítið atriði að eiga þessi verðmæti. Þau verða þeim mun eftirsóttari og hærra í þau boðið sem árin líða. Oss laxveiðimönnunum fellur það að vísu miður, hve hin erlenda ásókn í veiðiárnar er að verða mikil, en gegn því eru engin ráð. Við verðum að sætta okkur við það. Þannig hefur t.d. farið hjá frændum okkar Norð- mönnum. Beztu veiðiár þeirra hafa farið í hendur útlendinga af þeirri ástæðu að landsmenn hafa ekki verið samkeppnisfærir um verðið. Að öllu þessu athuguðu er það þjóðhagslegt mál að vernda okkar veiðiár. Við þurfum að gæta okkar vel, áður en ráðizt er í framkvæmdir, sem ríða þeim að fullu. Landeigendur skyldu standa þar vel á verði um sín verðmæti Þau kunna í framtíðinni að verða meira virði en virkjanimar. Svertingjar hafa náð æðstu metorðum í ýms- um stórborgum Banda- ríkjanna. Allmargir þeirra hafa verið kosnir borgarstjórar. Einn bætt ist í hópinn fyrir skömmu, er Kenneth All en Gibson sigraði hinn hvíta Addonizio í borg- inni Newark. Þetta hefði ekki getað gerzt fyrir fá um árum. ^ 50 svartir borgarstjórar Svartir borgarstjórar í borgum Noröurrlkja Bandaríkjanna eru meðal annarra Carl Stokes í Cleveland, sem hefur 770 þús. íbúa, Walter E. Washington í Washingt., með 793.500 íbúa, og Ricnard Hatcher i Gary í Indí- anafylki, sem er minni. Carl Stokes var endurkjörinn borgar- stjóri í Cleveland í fyrrahaust. Þessir svertingjar eiga þaö sameiginlegt, að þeir nutu stuðn ings mikils fjölda hvítra manna í kosningum. Alls eru rúmlega fimmtíu svertingjar i stöðu borgarstjóra í Bandaríkjunum, en flestir eru í smáum borgum í Suðurríkjun- um þar sem svertingjar eru í meirihluta. Hins vegar er þaö nýlunda, að svertingjar nái kosningu í stórborgum Norður- áit Stokes borgarstjóri í Cleve- land með hvítum börnum og svörtum. algengara fyrirbæri, þótt langt sé i land, að „kosinn verði borg- arstjóri sem svo vill til, að er svartur". Svörtu borgarstjór- arnir hafa allir unnið sigur í harðsóttum kosningum, þar sem litarháttur þeirra skipti miklu. Sums staðar hefur verið um nær algert „kynþáttastríð“ að ræða, en svertingjar sigraö með því að þjappa sér um sinn mann. Víð- ast hvar hafa þó stórir minni- hlutahópar hvítra komið hinum sgol itusox ou tinærioii i s wjAri fift Ronrbns!?! RtjíH ,?.b.n .. ^nga|gj|jjg| Gibson, hinn nýi borgarstjóri í Newark, ræðir við hvíta þegna sína. ríkjanna eins og nú hefur gerzt. Svertingjar hafa síöustu ára- tugi flykkzt frá Suðurrlkjunum, þar sem þeir hafa verið flestir, til stórborga Norðurríkjanna. Bæði hafa þeim boöizt betrj laun í Norðurríkjunum og auk þess er frelsi þeirra þar meira. Eins og kunnugt er, rfkir enn mjög í Suðurrlkjunum sá hugsunar- háttur, að svertingjar séu „ó- æðri kynþáttur". í Norðurríkj- unum er hins vegar að minnsta kosti á pappímum litiö á svert- ingjann sem jafningja, þótt raunar beri hann skarðan hlut einnig þar. Sums staðar „kynþáttastríð" Vegna þessara fólksflutninga er gert ráð fyrir, að svartir borgarstjórar verðj fljótt enn izio borgarstjóri, af ítölskum ættum, var sakaöur um sam- ■ band við glæpafélagið Mafíuna. Skömmu eftir kosningarnar voru Addonizio og félagar hans , dæmdir sekir um margs konar fjárbrask með eignir Newark- borgar. Gæti Addonizio fengið allt að tuttugu ára fangelsi fyr- . ir vikið. Kosningabaráttan var • engu að síður hörð milli hins á- kærða borgarstjóra og svert- ■ ingjans Gibsons. Orslitin urðu svo sigur hins svarta. Starf svörtu borgarstjóranna • er ekkert sældarbrauð. Þeir em f á milli tveggja elda. Hvltir van- < treysta þeim og grana þá um i tengsl við svarta öfgamenn. - Svartir gera miklar kröfur til j þeirra og treysta þeim varlega. ? Er svertingi er kosinn borgar-: stjóri, sjá margir svertingjar, fyrirheitna landið á næsta leiti. Vandamál stórborganna em þó > miklu meiri en svo að stór- felldar breytingar veröi gerðar á högum manna á einni nóttu. Þess vegna verða svörtu borg- arstjóramir að fara sér hægt. Með góðum vilja hefur þeim þó tekizt að koma ýmsu til leiðar. „Borg syndanna“ Auk Gibsons í Newark tók Richard Hatcher I Gary viö gjörspilltri borg. Gary hafði verið kölluð „borg syndanna" i Eflmiimn M) nm Umsjón: Haukur Helgason Indíanafylki. Hatcher tókst á skömmum tlma að vinna traust hvltra atvinnuveitenda. Til dæmis ákvað stálfyrirtækið U.S. Steel að halda áfram að hafa aðsetur I Gary, en áður hafði staðið til, að fyrirtækiö flyttist þaðan. Fleiri fyrirtækjum borg- arinnar er á sama veg farið. Svörtu borgarstjóramir glíma við sömu vandamálin og hvitir borgarstjórar stórborganna, glæpi og fátækrahverfi, mengun og þar fram eftir götunum. Þeir gegna hins vegar mikilvægu hlutverki I framförum síns kyn- þáttar. Eins og sumir segja: Ekki eru allir svertingjaleiðtogar drepnir I Bandaríkjunum. Sumir verða borgarstjórar. * svarta frambjóðanda til aðstoð- ar og tryggt kosningu hans. Ekki kæmj á óvart, þótt borgarstjórinn í New Orleans yrði svertingi eftir kosningarn- ar næsta ár. Svertingjann Richard Austin skorti aðeins sjö þúsund atkvæði til að ná kjöri I Detroit í fyrra. Á eftir gætu komið St. Louis, Fíladelfía, Oakland — og Chicago innan áratugs. í Los Angeles vann hinn hvíti Sam Yorty nauman sigur á svertingjanum Tom Bradley fyrir ári. Þar var um „kynþáttastríð" að ræða. Hinn hvíti tengdur Mafíunni Kenneth A. Gibson, sem bætt- ist I þennan hóp I vor, hagnaöist á því að fyrirrennari hans var flæktur í Mafíufaneyksli. Addon- Hatcher borgarstjóri í sem áður var kölluð syndarinnar“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.