Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 13
V t S I R . Miðvikudagur 5. ágúst 1970. 13 „ Vikublöiin eiga stœrstan þátt í hégómanum í kringum þekkt fólk“ — segir Lisbet Palme, barnasálfræðingur og eiginkona forsætisráðherra Sv'tþjóðar, en hún hefur verið gagnrýnd i blóðum fyrir of „hversdagslegan" klæðaburð og framkomu „Ég er alls ekki á móti tízk- unni á neinn hátt, hún gefur okkur tilbreytingu og meöan við látum hana ekki mata okkur algerlega og gera okkur allar eins, er hún jákvæð. Ég hugsa mjög mikið um minn klæönað, þótt ég fái oft ýmsar ráðlegg- ingar í blöðum um það hverju ég eigi að klæðast. Mér finnst bara, að sé maður sósíal- demókrati, þá eigi maður að lifa sem slíkur,“ — segir for- sætisráðherrafrú Svíþjóðar, frú Lisbet Palme. Frú Lisbet er barnasálfræð- ingur að mennt, og hún er ákaf lega vinsæl meðal almennings í sinu heimalandi, þó að nokk- ur sænskra (og annarra) blaða hafi gagnrýnt hana fyrir að vera ekki nægilega „heimskonu leg“. Um þetta sagði hún eftir- farandi við sænskan blaða- mann: „Klæðnaður hverrar manneskju, segir töluvert um skoðanir hennar og lífsviðhorf. Ég er sannfærð um að ég hugsa jafnmikið um föt, og ýmsar aörar konur í svipaðri aðstöðu og ég, en sem hafa fengið lof fyrir „höföinglegan" klæðaburð. Þær hafa aðeins önnur lífsvið- horf en ég. Um smekk er til- gangslaust að dæma. Ég get ekki búið mér til eitthvert „ytra byrði“ sem er ekki samkvæmt sjálfri mér, þó að margir virð- ist krefjast þess.“ „Hvernig velur þú þá þín föt?“, spyr blaðamaðurinn. „Ég er auðvitað ekki óskeik- ul frekar en aðrir, og oft geng ur mér illa að finna föt, sem raunverulega hæfa mér og mér líður vel í, en það er einmitt aðalatriðið. Ég á jú þrjú böm frá tveggja ára aldri, hef mjög litla heimilishjálp og vinn mik ið utan heimilis, auk ýmislegra starfa og athafna, sem fylgja starfi mannsins míns. Ég þarf því sannarlega að eiga föt, sem þola eitt og annað. Og ég held mest upp á jersey, bæði bóm- ullar og ullar. Bómullarpeysu, gallabuxur og nokkurs konar „íþróttabúning“ nota ég mikið heima við. Hann er mjúkur að innan með rennilás að framan, og hann get ég þvegið í þvotta- vélinni með gallabuxunum af börnunum." „Leiöist þér að fara í hátíð- leg samkvæmi, sem fylgja starfi manns þíns?“ ”Ég geri mér ekki mikla rellu út af síku og er alls óhrædd við að mæta oft f sama kjóln- Frú Nixon, Farah Diba og frú Agnew hafa allar verið rómaðar fyrir „viðeigandi og höfðing- legan klæðnað“ en forsætisráðherrafrú Svíþjóðar, Lisbet Palme er óhrædd við að koma æ ofan í æ í fínustu samkvæmi í sama látlausa kjóinum. „Klæðnaður hverrar mann- eskju segir töluvert um Iíf hennar og lífsviðhorf“, segir Lisbet Palme. um. Ég vil ekki að eftir mér sé tekið fyrir fötin sem ég klæö ist. Og ég geri ekki neitt fyrir hárið á mér, þó að ég sé að fara í samkvæmi. Mér finnst stutt hár þægilegt, klæðilegt og snyrtilegt og þaö er mér nóg.“ „Hverjum er um að kenna, að almenningur skuli krefjast sérstaklega höfðinglegs og oft tilgeröarlegs klæðnaðar og framkomu hjá fólki, sem er í sviðsljósinu?“ „Ég held að vikublöðin okkar eigi stóran þátt í því. Þau eru sífellt að búa til einhvem heim í kringum okkur, sem virðist alls ekki tilheyra venjulegu fólki. Þetta er óheyrilega órétt- látt bæði gagnvart okkur og gagnvart almenningi. Við erum aðeins almenningur, og þessi til gerð í kringum svokallað „hátt- sett“ fólk færir aðeins leiðindi. Fólk telur sér trú um aö það hafi gaman af þessum enda- lausu „höfðingjaskrifum" en í rauninni er það aö reyna aö vinna upp glatað sjálfstraust og ósjálfrátt að reyna að setja sig sjálft inn f líf þeirra sem verið er að skrifa um. Frægð og fatn aður færir engum hamingju, sízt þeim, sem halda að þeir höndli hana í veraldlegum gæö- um sem þessu,“ segir Lisbet Palme. „Viltu heita því, að svara spurn ingum mínum hreinskilnislega?“ Elie kinkaði kolli. „Síðan ég kom hingað hefur i mér fundizt sem mér væri ein- hvem veginn ofaukið. Þessi til- finning hefur á stundum verið svo | óþægileg, að það hefur verið að mér komið að svipast um eftir ððm husnæði ...“ Elie þorði ekki að spyrja hann hvers vegna að hamn hefði ekki gert alvöru úr því. Hann hafði ekki enn náð sér nægilega til þess. ! Það var tekið að bregða birtu, innan stundar varð ekki hjá þvi feomizt að kveikja á lampanum. Birtam, sem enn barst inn um j gluggann, féll á vanga Rúmenans, þar sem hann sat og Elie veitti j því athygli, að hann líktist svo ; mjög móður sinni, að hann i nálgaðist það að vera kvenlegur i á vangann. Eða kannski var rétt- ara að segja unglingslegur. Elie fann björt, tinnudökk augu hans hvfla á sér, spyrjandi og að því er virtist í fullri hreinskilni. Það var engu líkara en að hann lang- aði til að segja: „Hér sitjum við tveir einir, og mig langar mest til að segja þér hug minn allan og biðja þig hjálpar. Þú ert þrem ámm eldri en ég. Þú þekkir vel til héma, þekkir bæði staðinn og fólkið ..“ En hann sagði það ekki. Hann sagöi á sinni dálítið annarlegu pólsku: „Allir em mér góðir, ef til vill of góðir. Það er dekrað við mig, eins og ég sé eitthvað frábmgðinn ykkur hmum. Enginn virðist gerá sér grein fyrir að þetta kemur mér í hálfgerð vandræði. Ég snæði til dæmis miðdegisverðinn einsamall, eins og ég sé f einhverri ónáð“. „Þegar þú situr einn að snæð- ingi þá kemur það af því, að þú færð annan mat en aðrir“. „En ég kysj heldur að borða sama mat og aðrir, lika að borða úr nestiskassa á fcvöldin eins og þið hin“. „Þú baðst um að fá keyptan fullan kost“. „Vegna þess að mér var ó- kunnugt um þetta fyrirkomulag. Ég hélt að hitt væri venjan. Ég vil ekki vera öðmvísi en hinir, skilurðu. Ég þori ekki að minnast á þetta við frú Lange, hún er svo ljúf í viðmóti“. Elie varð allt í einu gripinn ó- tuktarskap. Hann gat ekki stillt sig. „Það er vegna þess að þú ert henni meiri féþúfa en við öll hin samanlagt" Það var ekki fyllilega sannleik- anum samkvæmt. Réttara sagt — það var bæði satt og ósatt. Hún var ágjöm, það fór ekki á milli mála En um leið hafði hún þörf fyrir að gera öðmm til hæfis, stuðla að þvi að fólk væri ánægt og fóma ýmsu smávegis í þeim tilgangi. „Er það satt?“ spurði Michel og hleypti brúnum. „Hingað til hefur hún einungis haft fátæka leigjendur. Stan kennir, til þess að hafa fyrir námskostnaði. Ungfrú Lóla er okkar ríkust, og þó hefur hún ekki efni á að kaupa tfullan kost. Þínir líkar leigja yfirleitt 'i betra húsnæði en hér er til að dreifa“. „Ég kann vel við mig héma“, svaraði sá rúmenski. „Mér fellur vel við herbergið mitt, vel við andrúmsloftið, og hef enga löngun til að fara annað“. Mundi hann hafa rætt málin af slíkri einlægni ef hann hefði séð til Elie inn um herbergisgluggann? „Erindið var að leita ráða hjá þér. Heldur þú að frú Lange mundi móðgast, ef ég hætti að kaupa sérstakar máltíðir, og hag- aði. mataræði mínu eins og þið hin?“ „Hún mundi verða fyrir von- brigðum". „Vegna peninganna?" „Já. Og líka vegna þess að hún er stolt aif að hafa slíkan leigj- anda sem þig. Ég heyrði hana einmitt komast þannig að orði við einn af nágrönnunum". „Hvað sagði hún?“ „Að þú værir forríkur, og að móðir þín hefði áreiðanlega verið fræg leikkona". „Hún hefur aldrei startfað við leikhús. Þú ráðleggur mér þá ekki ...“ „Nei. Þú mátt ekki neinu breyta“. „Jafnvel ekki að ég snæddi ár- bít með ykkur í eldhúsinu?" Það hefði veriö harla auðvelt að koma þvi þannig fyrir, en Elie kærði sig ekki um það. Aftur á móti kaus hann að sá rúmenski héldi áfram að vera eins og fram- andi gestur á heimilinu. „Þú getur að sjálfsögðu orð- fært það við hana. Ég mundi þó ekki gera það í þínum sporum“. 1 fyrsta skipti gerði Elie sér grein fyrir því, að hann væri af- brýðisamur. Hann vissi ekki hvers vegna. Því fór fjarri að hann væri stoltur af þeirri til- finningu, en hún var sterkari en svo, að hann gætj boðið henni birginn. Hann bætti við: „Frú Lange og dóttir hennar hafa fulla þörf fyrir þá peninga, sem þú greiðir þeim. Þær eru mjög tilfinninganæmar. Bf þær, fá grun um ...“ Hann furðaði sig á að sjá að 1 þetta hafði tilætluð áhrif á . kunningja hans. Og Micfehel virt- ist taka sér það undarlega nærri, að geta ekki orðið nánari þátt- takandi í daglegu lífi þeirra ; hinna. Spuming hans kom Elie að ó- vörum. » „Þér tfellur ekki við mig, er það?“ Og þegar Elie hafði ekki svar- , ið á reiðum höndum bætti hann ; toð:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.