Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 11

Vísir - 29.08.1970, Blaðsíða 11
V1SIR. Laugardagur 29. ágúst 1970. 11 I j DAG 1 ÍKVÖLD M j DAG 1 ÍKVÖLdI ÚTVARP © LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Þetta vil ég heyra. Jóij Stefánsson verður við skrif- legum óskum tónlistarunnenda. 15.00 Fréttir. Tónleikar. 15.15 í lággír. Jökull Jakobsson bregður sér fáeinar ópólitískar þingmannaleiðir með nokkrar plötur í nestið. — Harmoniku lög. 16.15 Veðurfregnir. Á nótum æskunnar. Dóra Ingvadóttir og Pétur Stein- grímsson kynna nýjustu dægur lögin. 17.00 Fréttir. Létt lög. 17.30 Ferðaþættir frá Banda- ríkjunum og Kanada. Þóroddur Guðmundsson rithöfundur flytur sjötta þátt. 18.00 Fréttir á ensku. Söngvar í léttum tón. 18.25 Til'kynningar. 19.30 Daglegt líf. Ámi Gunnarsson og Valdímar Jóhannesson sjá um þáttinn. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregöur plötum á fóninn. 20.45 í eftirleit. Jón S. Gunnarsson les smá- sögu eftir Stefán Jónsson. 21.10 Rómansa fyrir fiðlu og píanó eftir Áma Bjömsson. Ingvar Jónasson og Guðrún Kristinsdóttir leika. 21.15 Um litla stund. Jónas Jónasson ræðir við Baldur Georgs kennara. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP © LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 18.00 Endurtekið efni. Hver eyddi Erie-vatn? Erie-vatn á landamæmm Bandarlkjanna og Kanada iðaði fyrrum af lífi, en er nú orðið að risavöxnum for arpolli af mannavöldum. Þýð- andi og þulur Þórður Öm Sig- urðsson. Áður sýnt 10. ágúst 1970. 18.45 Enska knattspyrnan. 19.35 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Disa. Golfkeppni. Þýðandi Sigurlaug Sigurðardóttir. 20.55 Byggingarmeistarinn í dýra rikinu. Brezk fræðslumynd um lifnaðarhætti bjórsins I Norður- Ameríku. — Atorkusemi og verksvit þessa litla dýrs hafa löngum verið mönnum undmn ar- og aðdáunarefni. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.45 Fulltrúi vor I Havana. Bandarísk biómynd, gerð árið 1959 og byggð á sögu eftir Graham Greene. Leikstjóri: Carol Reed. Aðalhlutverk: Alec Guinness, Burl Ives og Maureen O’Hara. Þýðandi Þórður Öm Sigurðsson. Á veldistímum Batista á Kúbu er brezkum ryksugusala I Hav- ana falið að skipuleggja njósnir fyrir brezku leyniþjónustuna . 23.25 Dagskrárlok. „Ég hlakka mikið tii að ræða við Kristmann,“ sagði Jónas Jónasson, stjórnandi þáttarins „Um litla stund.“ ÚTVARP KL. 21.15: Jónas Jónnsson ræðir við Bnldur Georgs „Þeir em fjölmargir, sem eru á móti öllum útvarps- og blaða- viðtölum, en þeir hinir sömu geta þá bara horft á sjónvarpiö meðan ég ræði við Baldur Georgs í þætti mínum „Um litia stund“,“ voru orð Jónasar Jónassonar við blm. Vísis í gærkvöldi, er hann leitaðj fregna af væntan- legum athöfnum þess vinsæla út varpsmanns. „í þessu viðtali", hélt Jónas áfram, „rifjar Baldur upp sinn æviferii og þá m. a. frá því, þegar hann um þrítugt ákvað aö lesa utanskóla undir stúdentspróf, sem hann og gerði, og það á að- eins einu og hálfu ári. Hann hafði þá um langt skeiö komið fram sem skemmtikraftur bæði hér og I mörgum nágrannalönd unum og hvarvetna getið sér góðan orðstir en gerði sig sem sé ekki fyllilega ánægöan með það hlutskipti að hafa skemmti- kraftsstarfið sem sitt lifibrauð eingöngu, svo hann ákvað sem fyrr segir aö taka stúdentspróf iö. Þegar hann mætti tii prófs, var bara álitið, að hann væri þama aðeins á ferðinni til að grínast, en prófið tök-Baldur meö glans og gerðist síöan kennari. Hann lagði þó ekki Konna sinn á hilluna fyrir þvl og í viðtalinu er einmitt fjallað um samstarf. þeirra félaga." „Hvem talar þú svo við næsta laugardag, Jónas?“ „Það verður sá merki maður Kristmann Guðmundsson, skáld. Þar verður á ferðinni aðeins fyrri hluti samtals okkar, því Krist- mann hefur frá mörgu skemmti- legu að segja. Það mætti jafn- vel segja mér, að viðtalsþættir mínir viö hann yrðu þrír aö tölu. M. a. hefur hann lofaö að segja mér lítillega frá leikj um slnum við álfabömin í Lund- í kvöld gefst okkur tækifæri til að kynnast manninum að baki Konna... arreykjadal, þegar hann var bam að aldri.“ „Eitthvað fleira, sem þú ert með í deiglunni?“ ,t„Já,'. já, margt-.meira að’; segja.- Ég fer t. d. austur á firöi I næstu viku tiil þess að hljóðrita þar eina fjóra þætti af „Hratt flýgur sttmd“, en þeir þættir munu hefj ast að nýju með vetrardagskránni og verða með svipuöu sniöi og áður.“ —ÞJM MESSUR © I Laugarneskirkja. Messa kl. 11. • Séra Garöar Svavarsson. Grensásprestakall. Messa í safnj aöarheimilinu Miðbæ kl. 11. Um® sækjandi prestakallsins séra Jón-» as Gíslason messar. • Háteigskirkja. Lesmessa kl. 10. o Séra Amgrímur Jónsson. MessaJ M. 2. Séra Jón Þorvarðsson. • Kópavogskirkja. Guðsþjúnusta* kl. 10.30. Sigríöur Magnúsdóttir J syngur. Séra Gunnar Árnason. • Dómkirkjan. Messa á sunnudagj kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. 0 Bústaðaprestakall. Guðsþjón-1 usta I Réttarholtsskóla kl. 11. —• Séra Ólafur Skúlason. J Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. • Séra Ragnar Fjalar Lárusson. t NeSkirkja. Messa kl. 11. Séra' Jón Thorarensen. ® Kirkja Óháða safnaðarins. — Messa kl. 2. Séra Emil Bjöms- son. ÁsprestakalL Messa í Laugarás blói kl. 11. Séra Grímur Gríms- son. T0NABI0 Islenzkur texti „Navajo Joe" Hörkuspennandi og vel gerð ný amerisk-ítölsk mynd í lit um og Technisope. Burt Reynolds „Haukurinn” úr samnefndum sjónvarpsþætti leikur aðalhlutverkið. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. AUSTURBÆJARBIO MY FAIR LADY fslenzkur texti Hin heimsfræga ameríska stór- mynd í litum og Cinemascope byggð á hinum vinsæla söng leik eftir Alan Jay Lemer og Frederik Loewe. Aðalhlutverk: Audrey Hepbum, Rex Harrison, Stanley Holloway Nú er allra síöasta tækifærið til að sjá þessa ógleymanlegu SJfvikmyAd, þvi hún verður send af landi burt eftir nokkra daga. Endursýnd ld. 5 og 9. NYJABI0 Dansab til hinzta dags Islenzkir textar. Óvenjulega spennandi og glæsi leg grsk-amerisk litmynd í sérflokki. Framleiöandi, leik- stjóri og höfundur Michael Cacoyannis, sá er gerði „Grikk inn Zorba“. Höfundur og stj. tónlistar Mikis Courtenay, er gerði tónlistina I Zorba. Tom Courtenay Candice Bergen Sýnd kl. 5 og 9. LflUCARÁSBÍO Rauði rúbininn Dönsk litmynd, gerð eftir sam nefndri ástarsögu Agnar My- kles. Aðalhlutverk: Ghita Nörby Ole Söltoft tslenzkur textL Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð bömum innan 16 ára. T0LD C0USTUMS D0UAME 'USTOHS DOUÁhE - 2QLL | I DAG | BARNSRÁNIÐ Spennandi og afar vel gerð ný japönsk Cinema Scope mynd um mjög sérstætt barns rán, gerð af meistara japanskr ar kvikmyndageröar Akiro Kurosawa. Thoshino Mifuni Tatsuya Nakadai Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. STJORHUBIO Skassid tamið fslenzkur texti Heimsfræg ný amerísk stór- mynd i Technicolor og Pana- vision. með heimsfrægum leik- umm og verðlaunahöfum: Elizabeth Taylor Richard Burton. Sýnd kl. 5 og 9. K0PAV0GSBI0 Bonnie og Clyde íslenzkur texti. Ein harðasta sakamálamynd allra tíma, en þó sannsöguleg. Aöalhlutverk: Warren Beatty Faye Dunaway. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5.15 og 9 HASK0LABI0 LEXIAN Ný frönsk litmynd, sýnd hér fyrst á Norðurlöndum. Þetta er mynd fyrir þá sem unna fögru mannlífi. — Leikstjóri Michel Boisrond. — Danskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÍE.L — SKBLDABRÉF Seljum I dag Volvo P-544, árg. 1964. Greiðsla í skulda- bréfum möguleg. Bflasalinn v/Vitatorg Símar 12500 - 12600. FELAGSLIF K.F.U.M. Almenn samkoma I húsi félagsins við Amtmansstíg annað kvöld kl. 8.30. Samkoman er á vegum Gideonfélagsins og ' verður minnzt 25 ára afmælfs þess. Sjá nánar augl. frá Gideson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.