Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 22.09.1970, Blaðsíða 7
*f'í SIR . Þriðjudagur 22. september 1970. cTVlenningarmál Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir: Söngurinn um roðasteininn Rauði rúbininn. ★ Stjórnandi: Annelise Meineehe Aðalhlutverk: Ole Söltoft og Ghita Nörby Dönsk, íslenzkur texti, Laugarásbíó. TVffúna eru menn næstum búnir aö gleyma öllu havaríinu, sem varð hér á árunum, þegar norski rithöfundurinn Agnar Mykle tók upp á því aö skrifa opánskátt um kynferðismál. Jafnvel hér uppi á íslandi urðu margdr velmenntaðir og lífs- reyndir menn espir við, þegar það spurðiist út, að tóil stæði að þýða bakina og gefa út. Margir hreinlifir menn, áhuga samir um fagurt líferni íslend- inga urðu ókvæða við, höfðu lesið skræöuna á norsku án þess að bíöa tjón á sálu sinni, . en töldu si’ðferðið í voða, éf íslendingar lítt kunnandi í fram andi tungumálum fengju tæki- færi til að lesa þetta voöalega klám á móðurmálinu. Og það fór reyndar svo, að ,,Söngurinn um roðasteininn“ var aldrei gef inn út, og siðprýðm hélt velli enn um skeið, og íslendingar héldu áfram að setija heimsmet í fjölda lausaleiksbarna. En Mykle skrifaöi fleiri dóna- bækur en Rúh'íninn. „Frú Lúna í snörunni“ kom hér út, og menn lásu hana frekar en ekki neitt. Úr þessum tveimur bókum virðist kvilímyndin, sem nú er sýnd í Laugarásbíói, vera sam- ansett. Og það er danskur kven maður, sem stjórnar samsetn- ingnum, sennilega vegna þess að hún hefur áður gert kynlífs- kómedíur, sem hlotið hafa góða aðsókn og gefið peninga í aðra hönd. „Sytten“ hét sú frægasta og var sýnd í Hafnarfirði. Því miður komst ég aldrei til að sj'á þá mynd, en ég hef þaö fyrir satt, að hún hafi veriö skemmtileg. Aftur á móti er Roðasteinn- inn í Laugarásbíói ekki sérstak lega skemmtileg mynd. Kannski vegna þess að þaö er eins og frúin, sem myndinni stjórnar, sé annað slagið að bianda ein hverri alvöru saman við skemmtilegheitin. Það fer henni ekki sérlega vel úr hendi, en samt er ekki hægt að áfellast hana fyrir það, því að efniviö- urinn, sem hún er að vinna úr, er ekki sérlega merkilegur. Söguþráöurinn frá rúmi til rúms ■ er ekki beinh'nis skyn- samlegur né vel upp byggður, en það gerir ekki mjög mikið til, því hver fer á djarfar mynd ir til að velta fyrir sér sögu- þræðinum Leikendurnir virðast allir skemmta sér vel og vera í prýöi legu skapi, enda ekki amalegt að fá gott kaup fyrir að liggja mestalian tímann I rúminu. — Stúlkurnar eru mestu myndar- stúlkur og hátta sig möglunar- laust, eins og stúlkur verða víst að gera áður en þær fá tækifæri til að sýna og sanna, að þær séu frekar skapgerðarleikkonur en fegurðardísir, og Ole Söl- toift háttar sig iíka svo oft, að þaö kemur manni ekki á óvart, þegar hann fær slæmt kvef i miðri mynd. Og svo þegar myndin endar, kemur á daginn, að andleg ást er líka kornin í spiliö með þeirri iíkamlegu, og Askur og Embla orðin hjón, og Askur er hættur að kenna og oiröinn listagóður píanisti og tónskáld, þótt maður hafi ekki oröið var við að hann hefði mikinn tíma aflögu til að æfa sig á píanó. En svona fer þaö nú samt, og þá er myndin búin. Þessi saklausa skemmtun mætti vera skemmtilegri, en skemmtilegast af öllu væri samt, ef Danir áttuðu sig bráð- um á því, að þeir þurfa ekki endilega að berhátta sig til aö aðrar þjó’ðir geti hlegið að þeim. Um hitt o; T-jófct þaö liöi yfirleitt tölu-, M verður tími frá því, að kvik myndir eru frumsýndar erlend- is, þangað til iþær berast hingaö til íslands, er engu að síður fróðlegt að vita, hvað hinir helztu menn í kvikmyndagerð eru að fást við hverju sinni. Um þessar mundir er töluvert um, að ágætar myndir komi frá Englandi, þótt yfirleitt séu þær gerðar af amerískum fram leiðendum fyrir amerískt fjár- magn. Þar var nýlega iokið við að gera kvikmynd um Oliver Cromwell, sem um skeiö var einræðisherra í Englandi. Þeirri mynd stjórnar Ken H-ughes, en hann hefur einnig fengizt við sjónvarpsmyndagerð og raunar stjórnað myndum af ýmsu tagi, meira að segja einni mynd um kappann James Bond. En bunnastur mundi Ken Hugh- es vera fy-rir mynd sína um Ósk ar Wi'lde, þar sem Peter Finch lék aðál'hlutverkið, en sú mynd var sýnd í Háskólabíói hér i eina tíð. Það er dálítiö kaldhæönislegt, hver var valinn til aö leika Cromwell í þessarl nýju kvik- mynd, en Cromwell var púrí- tanskur mótmælandi, sem senni lega drap fleiri kaþólika á ír- landi en nokkur annar Englend ingur fyrr og síðar. Og því kem ur þaö manni spánskt fyrir sjónir, að Cromwell skuli í þess ari mynd Vera leikinn af irskum kaþólika, Richard Harris, sem borinn er og barnfæddur i þeirri kaþólsku borg Limerick á Vestur-írlandi. Fleiri frægir leikarar koma við sögu. Sir Alec Guinness leikur Karl I, 'rinn lánlausa Englandskonung, ’obert Mor- ley leikur jarlinn - "anchest- er og einnig fer Pat k Wy- mark með stórt hv;:verk í myndínni. Sir Alec Guinness í hlutverki myndinni um Oliver Cromwell. ’C'kki eru ailar enskar myndir gerðar fyrir bandarískt fjár magn. Fyrir ailmörgum árum tók hópur fólks sig saman um að gera gamanmynd við frem- ur fátækleg skilyrði. Sú mynd fékk góðar undirtektir svo að næsta skrefið var aö gera aðra mynd í svipuðum dúr, og svo aðra og aðra og aðra. Hver kanna-st ekki við „Áfram-mynd irnar“? Nú er enn ein í bígerð og heiíir sú „Áfram að elskast", svo að skandinavískra áihrifa virðist vera farið aö gæta í brezkri kvikmyndagerð. Sömu leikendurnir leika sömu hlut- verkin í hverri myndinni á fæt- ur annarri, og sömu áhorfend- urnir koina og hiæja sig mátt- iausa. LVtir aó kvikmyndin „Easy. Rider“ kom á markaðinn skorti þ£ félaga Dennis Hoþper Karls I. Englandskonungs í og Peter Fonda ekki fé til að gera þá hluti, sem þeir vildu. Um þessar mundir fara óljósar fréttir af þeim, en þeir munu vera staddir einhvers staðar í Perú við aö gera mynd, sem heitir „The Last Movie“ eða síðasta kvikmyndin. Að vísu fréttist fátt eitt af því, hvernig gerð myndarinnar miðar áfram, en þeim mun meira segir frá úistöðum þeirra félaga við yfir völd á staðnum út af því líferni, sem stundað er í kvikmyndaver inu, og' svo erjum þeirra inn- byrðis, en alla vega verður fróð legt að sjá þessa síöustu kvik- mynd, hvenær sem það verður. Ekki væri síður ánægjulegt, ef einhver kvikmyndahússtjórinn færi nú að rumska og bera sig eftir að ná í „Easy Rider“ eða þá „Midnight Cowboy", sem eru þær myndir, sem mest um- tal hafa hlotið upp á síðkastiö. OPIÐ KL. 8-22 BIFREIÐAEIGENDUR Gúmbarðinn BÝÐUR YÐUR: Aöstöðu á rúmgóöu, steyptu plani, fyrir stórar og litlar bif- reiðir. Höfum flestar stærðir hjólbarða. Skerum munstur í hjólbarða. Fljót og góð afgreiðsla. Gúmbnrðinn Brautarholti 10. — Sími 17984. LEIGANsKI Vinnuvelar til tejg<j Litlar Steypuhrœfivélar Múrhamrar m. boium og fleygum Rafknúnir Steinbofar Vatnsdœlur (rafmagn, benzín ) Jarðvegsþiöppur Rafsvðvtœki Víbratorar Stauraborar Slipirokkar Hitablósarar HDFDATUNI U Si-MI 23480 Tilkynning frá prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Fjármálaráðuneytið hefur ákveöiö að halda námskeiö til undirbúnings löggildingar end- urskoðenda. Námskeiðið hefst í byrjun október n.k. Þátttakendur skulu hafa náð 21 árs aldri og hafa starfað að endurskoðunarstörfum hjá löggiltum endurskoðanda a. m. k. eitt ár. Kennslugjald verður ákveðið síðar. Umsóknir sendist Árna Björnssyni, lögg. end- urskoðanda, Tjarnargötu 16, Reykjavík, fyrir 1. október n.k. Reykjavík, 21. september 1970 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. ROCKWOOIT (STEINULL) Þykktir 50, 75, og Stærð 60x90 cm. Góð og ódýr einongrun Hannes Þorsteinsson, heildverzlun. r— HialJveigarstíg 10. — Sími 24455 — 24459.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.