Vísir


Vísir - 22.09.1970, Qupperneq 8

Vísir - 22.09.1970, Qupperneq 8
8 VÍSIR • Þriðjudagur 22. september 1970. Otgefan 1. Reykjapfent nf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjólfssoD RScstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi Valdimat H. lóhanntsson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178 Sími 11660 f5 línur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuði ínnanlands T lausasölu kr. 10.00 eintakif Prentsmiðja Vlsis — Edda bt. Þolinmæði í tímahraki Erlendum fiskiskipum fjölgar stöðugt á fiskimiðum íslands, rétt utan við 12 mílna fiskveiðilögsöguna. Ein ástæðan fyrir þessari auknu sókn er ofveiði og minnkandi afli á öðrum miðum. Úthafsflotar stór- þjóðanna færa sig um set- eftir aflahorfum á hverj- um tíma. Þeir halda sig á einum stað, meðan góða veiðin endist, og fara síðan annað, þegar þeir hafa spillt veiðinni. Ofveiði hefur ekki gætt svo mjög á íslandsmiðum undanfarin ár, m. a. vegna umfangsmikilla friðunar- aðgerða innan 12 mílnanna, Við höfum tiltölulega nákvæmt eftirlit með veiðum okkar, því að við vit- um, hve alvarlegar afleiðingar ofveiði mundi hafa. Við viljum vernda og rækta okkar heimamið, stunda fiskibúskap í stað rányrkju. Sókn erlendu skipanna veldur sjómönnum og ráða- mönnum landsins miklum áhyggjum. Landhelgis- gæzlan hefur verið látin fylgjast vel með þessum veið- um. Jafnframt auka fulltrúar íslands á alþjóðavett- vangi í sífellu baráttuna fyrir aðgerðum gegn eyð- ingu fiskistofnanna. Ennfremur hefur verið hraðað undirbúningi að útfærslu fiskveiðilögsögunnar, í sam- ræmi við þá yfirlýstu stefnu, að allt landgrunnið skuli vera undir íslenzkri lögsögu. íslendingar hafa beitt sér mjög ákveðið á alþjóða- vettvangi í þessum efnum á undanförnum árum. Skemmst er að minnast þess, er allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna samþykkti tvær íslenzkar tillögur um verndun fiskistofna, aðra um vemdun gegn meng- un og hina um verndun gegn ofveiði. Þá hafa fulltrú- ar íslands beitt sér af alefli í ýmsum nefndum, þar sem fjallað er um einstaka þætti veiða í Norður-At- lantshafi, og lagt ríka áherzlu á virkar aðgerðir gegn ofveiði. Þetta alþjóðasamstarf er lengi að mótast, en nær smám saman verulegum árangri. Hinu er ekki að leyna, að okkur finnst þetta starf ganga of hægt. Við erum hræddir um, að tíminn vinni gegn okkur og að skaðinn verði skeður, áður en gagn- aðgerðimar verða nógu virkar. Hér í leiðara Vísis í gær var rætt um mengun hafsins, sem fer ört vax- andi, svo ört, að sumir vísindamenn telja þess skammt að bíða, að hafið eitrist alveg. Segja má, að við gætum fært einhliða út fiskveiði- Iögsöguna og tekið á okkur þau sambúðarvandamál gagnvart öðrum þjóðum, sem slík aðgerð mundi skapa. En hún mundi líka gera okkur erfiðara að ná samkomulagi á öðrum sviðum, þar sem við eigum hagsmuna að gæta, t. d. samkomulagi um virkar að- gerðir gegn mengun hafsins. Aukin lögsaga ein út af fyrir sig kemur okkur ekki að gagni. Þess vegna er skynsamlegast fyrir okkur að reyna af alefli að ná samkomulagi um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar og um aðrar aðgerðir til að hindra eyð- á*gtí fiskistofnanna. Það er erfitt að sýna þolinmæði í tímahraki, en við sjáum þó, að hinu alþjóðlega sam- starfi þokar í rétta átt. Danir eru jafnáhugasariir og Bretar um inngöngu í EBE. Hér sýnir danskur skopteiknari, hvernig Danimir Jitiu muni sóma sér í bandalagi „hinna stóm“ í EBE (EEC). Mörg ljón á vegi Breta — vilja fá tollfrelsi fyrir iðnaðarvörur fljót- lega og „spara" saman þar til þeir sam- þykkja landbúnaðarstefnu EBE BRETAR þæfa enn við fuljtrúa Efnahagsbanda- lagsins, og kemur jafn- an krókur á móti bragði í þeim skiptuhi. ^EBE- menn óttastf að Bretar séu að reyna að smjúga inn í bandalagið, án þess að slaka til í neinum að- alatriðum. Aðild yrði Bretum einnig dýr í fyrstu, og hefur kostn- aðurinn fyrstu árin ver- ið reiknaður í hundruð- um milljarða. Þriggja ára aðlögun Þrjú atriöi eru talin mikil- vægust í þeim löngu og ströngu viðræðum, sem búizt er við. í fyrsta lagi er sú spuming, hversu langan tíma Bretar telji sig þurfa til að aðlagast banda- laginu. Brezkir ráðherrar báru fram þá óvaaitu ti'llögu á fundi með EBE-mönnum nýlega, að ful'lkomnu tollabandalagi skyldi komið 4 eftir þrjú ár. Sir Con O’Neil, ful'ltrúi Breta á fundi f Briissel, væntir þess, að Bretland fái aði'ld að EBE 1. janúar 1973. Hann leggur til, að Bretar fel'li niður alla tolla á iðnaðarvörum frá hinum lönd- unum og taki upp sömu tolla út á við og þau hinn 1. janúar 1976. Hann tók það skýrt fram, að Bretíand þyrfti lengri aðlög unartíma fyrir landbúnaðinn. Var litið á þau uimmæili sem nokkra ögrun við EBE-ríkin í viðræðunum. 26% hækkun matvæla Samkvæmt síðustu útreikn- ingum mundi það kosta Breta nærri 100 mWljarða íslenzkra kröna á ári, ef þeir gengju aö negjlum efnalhagsbandalagsins í landbúnaðarmálum. Auk þess mundi verð matvæla í Bretlandi hækka um 26 af hundraði, ef landið gengií bandalagið. Á hinn bóginn mundi frjáls að- gangur fyrir brezkar íðnaðarvör- ur á hinum sameiginl. markaði 200 miWjóna manna, að dómi stjórnarinnar gera betur en aö vega upp á móti tapinu í land- búnaöi. Því telur brezka stjómin, að það væri hagkvæmast Bretum að fá aðild að EBE eins fljótt og unnt er. Bretar vilja skjðta því á frest að faWast á landbúnaðar- stefnu bandalagsins og „spara“ fyrir þann tíma með hagnaöin- um 1 iðnaði. Aðildarríki EBE eru þó viðbúin þessu bragði Breta, llllllllllll m ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: Haukur Helgason. og þau krefjast þess, að þeir verði aðiii að iðnaðarstefnunni og landbúnaðarstefnunni sam- tímis. Brezka stjómin revnir að brjóta niður þessa afstöðu EBE- anna. Ágreiningur Frakka og Þjóðverja Það er heldur emgin launung á, að ágreininguir rfkir miWd EBE landanna tnnbyrðis í þessum efn um. Frakkar eru mjög áhuga- samir að fá aðganig að brezka markaðinum fyrir landbúnaðar vömr sínar, en Vestur-Þjóðverj ar hafa meiri áhuga á markaði fyrir iðnaðarvörur. Því eru kröf ur EBE-manna um samtímis að- ild Breta á báöum sviðum ekki taldar óbifanilegar. Bretar vilja fá sérstakan að- lögunartíma til að ganga að skil málum Efnahagsbandalagsins í tælcnilegum og lagalegum efn- um. Þeir telja sig þurfa slíkan tíma til að gera nauðsynlegar breytingar á sviði tækni og laga heima fyrir. — Skuli þessi aðlögunartími vera eitt ár. Á meðan skuij tollar vera ó- breyttir bæði fýrir iðnaðar- og landbúnaðarvörur. EBE-rfkin sex telja, að Bretar muni hafa nægan tíma fcii að ganga frá nýjum lögum og öðm, sem nauð synlegt sé ttl að breyta toWum, á þeim mánuðum, sem Wða frá því að samikomuilag næst og fciil þass er það tekur giildi. Þess vegna sé fráieitt af Bretum að heimta sérstakan aðlögunarblma á því sviði. Vilja EBE-menn að Brefcar lækki tolla stórlega strax f upp hafi aðildarinnar. Vilja Bretar sniðganga Rómarsáttmálann? Annar vandi er, hversu víð- tækt satnkomulagið á að vera. Hafa komið upp al'ls konar minniháttar vandamál sem fjalla þarf um sérsta-kiega. Bretar viija. að samningaviö- ræður gangi eins hratt og unnt er. Skuli aðeins fjailað um hin stærri vandamál í þessum viðræðum en hin smærrj látin blða og fjaliað um af undimefnd um. EBE-löndin sex krefjast yif- irlýsingar Breta um að þeir fall ist á Rómarsamninginn og regl ur þær, sem hann byggist á. —- Óttast þessi rífci, að Bretar mun; æskja vjðræðna um breytingar á Rómarsamningnum, eftir að þeir hafij gengið i bandalagið. Hin gömlu riki EBE vilja í engu breyta hinum ströngu og póli- tísku ákvæðum Rómarsamnings ins. Þau Mta þvf með nokkrum grunsemdum til tiHagna Breta um samkomulag um „ramm- ann‘‘ án samkomulags um ein- stök atriði hans. Flest bendir til þess, að stjóm íhaldsmanna sé jafnáköf um aðild að EBE og stjórn Verka- mannaflokksins var. Heath for sætisráðherra er einnig sjáifur baulreyndur í þessum málutn Hann var lengi fuWtrúi brezku stjórnarinnar i viðræðum við EBE-löndin og er þar öllum hnút um kunnur. Heath er einnig á- kveðinn í því, að Bretar falli ekki i neinar gildrur með aðild sinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.