Vísir - 28.09.1970, Side 6
6
VISIR . Mánitdagur 28. september 1970.
Chelsea sigraði á furðu-
legum mistökum dómara!
— Öll liðin i 1. deild hafa nú tapað leik
i keppninni
ENN er dómgæzla í knattspyrnuleikjum háð duttl-
ungum og mistökum mannsheilans og það kom
berlega í ljós á laugardaginn í leik Chelsea og Ips-
wich í Lundúnum. Staðan var 1—1, þegar Alan
Hudson, hinn 19 ára innherji Chelsea, lék upp með
knöttinn á 68. mín. og spymti í átt að marki. Knött-
urinn lenti í járnstönginni í hliðametinu og hrökk
út aftur, en öllum til undrunar hljómaði flauta dóm-
arans og hann dæmdi mark og það reyndist sigur-
mark Chelsea í leiknum. Hudson var ekki síður
undrandi en aðrir, því hann vissi, að hann hafði
ekki skorað, og leikmenn Ipswich mótmæltu ákaft
við dómarann, en hann breytti ekki fyrri ákvörð-
un sinni. Á eftir sönnuðu kvikmyndir, svo ekki var
um villzt, að dómarinn hafði haft rangt fyrir sér
og hinn kunni framkvæmdastjóri Ipswich, Bobby
Robson, sagði eftir leikinn, að Ipswich myndi kæra
þetta atriði til enska knattspymusambandsins og
hann vonaðist til, að leikurinn ýrði éndurtekinn.
En nær engar líkur em á að svo verðí, því mistök
dómara eru aðeins liður í leiknum, sem við verð-
um að samþykkja möglunarlaust. — Fyrra mark
Chelsea í leiknum skoraði Peter Osgood, fyrsta
mark hans í deildakeppninni í haust.
Lið Everton, sem leikur hér
á Laugardalsvellinum eftir tvo
daga, leikur nú með sömu á-
gætum og þegar það varð ensk-
ur meistari í vor og sigraði í
fjóröa skipti í röð á laugardag-
inn. Hin slæma byrjun — hin
versta, sem um getur hjá ensku
meistaraliði — er nú aðeins orð
in eins og slæmur draumur i
minningu leikmanna. — Liðið
sýndi frábæran leik gegn C
Palaoe og þeir John Morrissey,
Colin Harway og Joe Royle
skoruðu mörkin gegn Palace, en
eina mark Lundúnaliðsins skor
aði Jim Scott. Staðan var 3 — 1
í leikhléi, en þrátt fyrir næstum
stöðuga sókn Everton í síðari
hálfleik urðu mörkin ekki fleiri.
En áður en lengra er haldið
skulum við líta á úrslitin i 1.
deild á laugardaginn.
Bumley — Wolves 2—3
Chelsea — Ipswich 2—1
Everton — C. Palace 3—1
Huddersfield — West Ham 1—1
Man. Utd. — Blackpool 1—1
Newcastle — Coventry 0—0
Nottm. For. — Leeds 0—0
Southampton — Liverpool 1—0
Stoke — Arsenal 5—0
Tottenham — Man. City 2—0
W.B.A. — Derby County 2—1
Leikmenn Arsenal, sem sýnt
hafa mjög góöa leiki að undan
fömu, komust heldur betur nið-
ur á jörðina í Stoke — töpuðu
með fimm mörkum. Þaö var
John Ritchie, leikmaðurinn, sem
ég sagði ykkur frá í síðasta
þætti, og gat ekki skorað mörk
með Sheff. Wed., sem lagði
homsteininn að hinum mikla
sigri Stoke með tveimur frábær
um mörkum f fyrri hálfleik.
Og í síðari hálfleiknum skoruðu
þeir Jimmy Greenhoff, Gerry
Conroy og Alan Bloor fyrir
Stoke. Ekkert heppnaðist hjá
Arsenal og yfirburðir Stoke
voru svo miklir, að leikurinn
var aðeins spuming um hvað
mörg skot Bobby Wilson, mark
vörður Arsenal, myndi verja og
þrátt fyrir mörkin fimm varði
hann vel.
Eftir leikina á laugardag hafa
nú öll liðin i fyrstu deild tapað
leik — Manch. City féll í Lun-
dúnum fyrir Tottenham og ,dýrl
ingarnir' f Southampton sigr-
uðu Liverpool og höfðu mikla
yfirburði í leiknum, en til sig-
urs þurfti þó sjálfsmark og 10
mfn. fyrir leikslok skallaöi fram
vöröurinn Alec Lindsay hjá Liv
erpool knöttinn f eigið mark
meö slíkum tilþrifum, að sjálfur
Ron Davies hefði mátt vera
hreykinn af — en þessum bezta
miöherja á Bretlandseyjum
tókst ekki að finna leiðina í
markið f þessum leik.
Tottenham lék svo glæsilega
knattspyrnu gegn Manch. City
að hún minnti á „stórveldis-
tfmabil" liðsins fyrir áratug. —
Þetta dýrasta stjörnulið Eng-
lands náði nú loksins saman -
og framlínumennimir fjórir,
sem kostuðu hálfa milljón sterl
ingspunda, þeir Martin Peters
(200 þús. pund), Martin Chivers
(125), Roger Morgan (100) og
Alan Gilzean (72) - en hann
lék hér á Laugardalsyellinum
fyrir áratug með Dundee —
sýndu frábæran leik. Martin
Chivers — nfunda mark hans
í haust - og Gilzean skoruöu
mörk Tottenbam sitt í hvorum
hálfleiknum. En mörkin tvö
segja þó ekki nema hálfa sögu
um yfirburði Tottenham, knött
urinn sleikti hvað eftir annað
þverslá og stangir City-marks-
ins, auk þess, sem markvörður
inn, risinn Joe Corrigan, hæsti
maður í enskri knattspymu 195
sm, varði oft glæsilega. Hins
vegar áttu leikmenn City aðeins
tvö skot á mark Tottenham,
sem heitið gátu því nafni —
Colin Bell í bæði skiptin, en
Francis Lee komst ekkert áleið
is gegn Mike Eng'land, mlðveröi
Tottenham, sem kominn er í
sitt gamla „form“, en hann kost
aði Tottenham 90 þúsund pund
fyrir nokkrum árum. Lee gekk
þó ekki alveg heill til skógar og
varö að yfirgefa leikvanginn i
síöari hálfleik.
Miklar breytingar voru gerð
ar á liði Manch. Utd. eftir stór-
tapið í Ipswich og Ian Ure og
Nobby Stiles settir úr liðinu, en
Denis Law var meiddur. En
það var ekki til hins betra —
aðeins jafntefli gegn Blackpool.
Georgie Best skoraði fyrir
United í fyrri hálfleik, en Black
pool tókst að jafna f þeim síö-
ari — og greinilegt, að Manch.
Utd. setur ekki merki sitt á
deildakeppnina á þessu leiktíma
bili. Best virkar mörgum kíló-
um of þungur og á „glaumgosa
líf“ hans eflaust sinn þátt f því
og Brian Kidd nær ekki þeim
leik, sem gerðu hann að ensk-
um landsliðsmanni f vor.
Og þá skulum við Iíta á stöð
una í 1. deild.
Leeds 10 7 2 1 14-5 16
Manch. City 9 6 2 1 14-5 14
Tottenham 10 5 3 2 15-7 13
Arsenal 10 5 3 2 18-12 13
Chelsea 10 4 5 1 13-10 13
Liverpool 9 3 5 1 12-5 11
South’pton 10 4 3 3 12-7 11
Everton 10 4 3 3 16-13 11
C. Palace 10 4 3 3 8-8 11
Newcastle 10 4 3 3 11-11 11
Stoke 10 3 4 3 15-12 10
Wolves 10 4 2 4 18-22 10
Manch. Utd. 10 3 4 3 9-12 10
Derby 10 4 1 5 15-16 9
Nott. For. 10 2 5 3 10-11 9
W.B.A. 10 3 3 4 8-23 9
Coventry 10 3 2 5 7-10 8
Huddersf. 10 2 4 4 9-13 8
Ipswich 10 2 2 6 10-12 6
West Ham 10 0 6 4 9-16 6
Blackpool 10 2 2 6 6-17 6
Burnley 10 0 3 7 5-17 3
Tveir kunnir leiikmenn meidd-
ust illa á laugardag — Johnny
Giles hjá Leeds og Alun Evans
hjá Liverpool, en hann er mark-
hæstur hjá Liverpooil f haust.
KVÖLDSKÓLINN
Skólinn verður settur mánudaginn 5. október
klukkan 20.30 í Laugalækjarskóla (húsinu
nær Sundlaugavegi).
Getum bætt við nokkrum nemendum. —
Innritun og upplýsingar annast Þráinn Guð-
mundsson, yfirkennari, sími 33204.
Skólastjórnin.
Markásinn í Everton-Iiðinu, mtðherjinn Joe Royle, en hann
skoraði þriðja markið gegn Palace á laugardaginn.
mörk gegn QPR.
Einnig meiddist Roger Kenyon
hjá Everton — en hann hafði
tekið stöðu hins fræga, enska
landsliðsmanns Brian Labone á
Everton-liðinu. Það verður þvi
sennilega Labone sem leikur
hér á miðvikudaginn, en ekki
hinn ungi Kenyon.
í 2. deild er Oxford United nú
i efsta sæti með 13 stig — einu
stigi meira en Cardiff og HuM
City. Og í sambandi við Oxford
er ein af þessum skemmtilegu
,öskubuskusögum‘“ ensku knatt
spymunnar. Fyrir nokkrum ár-
um lék liðið f Suður-deildinni,
en var síðan valið f 4. deild á
kostnaö Gateshead, 100 þúsund
manna borgar gegnt Newcastle
við Tyne-fljótið. Og Oxford, sem
etkki er firá háskólaborginni
frægu, heldur smáborginni
Headington í Oxfordshire hafði
stutta viðdvöl í 4. deild — og
enn styttri í þeirri þriðju, sigr-
aðd þar vorið 1968. Og nú stefn-
ir liðið sem sagt í 1. deiild —
hvort sem það tekst eða ekki
— en liðið hefur þó litla mögu-
leika — vegna takmarkaðs á-
horfendafjölda — að setja vem-
legt mark á enska knattspyrnu,
þótt hins vegar byrjun þess i
dei'ldakeppninnj hafd verið
undraverð.
Úrslit f 2. deild urðu þessi:
Birmingham—Charlton 1—1
Bolton—Oxford 0—2
Bristol City — Blackbum 1—1
Leicester—Portsmouth 2—0
Middlesbro—Q.P.R. 6—2
MfHvall—Sundedand 0—0
Norwich—Huli City 0—2
Orient—Cardiff 0—0
Sheff. Wed.—Carlisle 3—0
Swindon—Luton Town 0—0
Watford — Sheff. Utd. 0—0
Þeir David Clement og Rodney
Marsh skoruðu tvö mörk fyrir
Q.P.R. fyrstu fimm mdnútumar
í MiddJesbro — en þar við sat
og Middlesbro skoraði sex sinn-
um. John Hickton skoraði þrjú
— en hann hefur verið aðal
markskorarj Middlesbro undan-
farin ár, en lék áður með Sheff.
Wed. og komst Þar sjaldan á
blað, ekkj frekar en John
Ritchie — Hugh Mcllmoyle tvö
og Derrick Downing eitt. Og S
fyrst við vomm að tala um jj
Sheff. Wed. má geta þess, að I
þetta er í fyrsta skipti sem |
Sheff. Wed. skorar þrjú mörk í $
leik S'fðan 1968 — gegn Carlisle j
á laugardaginn. — hsím. '