Vísir - 16.10.1970, Síða 8

Vísir - 16.10.1970, Síða 8
8 VlSIR . Föstudagur 16. október 1970. Gtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símax 156M) 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóri: Laugavegi 178. Sími 11660 f5 Ifnur) Askriftargjald kr 165.00 á rnánuöi innanlands f lausasölu kT. 10.00 eintakiC Prentsmiöja Vísis — Edda hf.__________________________ Sam/ð um leibir „]\ú sem fyrr mun sitt sýnast hverjum um störf og stefnu stjórnarinnar. — Ég hef ekki dregið dul á, að ég legg á það mikið kapp, að takast megi að ná sem víðtækastri samstöðu um úrlausn þeirra vandamála, sem hvað helzt er við að glíma nú og á næstunni. Á ég þá við aðgerðir til viðnáms þeim vanda, sem víxlhækkanir kaups og verðlags fela í sér með vax- andi verðbólgu. Ríkisstjórninni er það öðru fremur kappsmál, að ekki renni út í sandinn að ófyrirsynju sá bati, sem undanfarið hefur orðið í efnahagsmál- um eftir erfið áföll.“ Þetta var upphafið að lokaorðum Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra, er hann flutti stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar á Alþingi á fimmtudaginn. Þessi kafli lýsir vel þeirri áherzlu, sem ríkisstjórnin hefur lagt á að rannsaka þróun efnahagsmálanna og að leyfa aðilum vinnumarkaðsins að fylgjast með beim athugunum og ræða þær. Viðræður þessara að- ila við ríkisstjórnina hafa staðið frá því í ágúst og er reiknað með, að þær haldi áfram enn um sinn. Fram til þessa hefur tímanum að mestu verið varið til að rannsaka vandamálin, en einnig hefur á við- ræðufundunum verið varpað fram óformlegum hug- myndum um ýmsar lausnir. Ekki er stefnt að form- legu samkomulagi þessara aðila, heldur er stefnt að samstöðu um skilning vandamálanna með þeim hætti, að ekki þurfi að koma til deilna um, hverjar séu helztu staðreyndir efnahagsþróunarinnar. Forsætisráðherra sagði ennfremur: „Ljóst er, að án nokkurra aðgerða stefnir að því, að raungildi launa minnki samfara minnkandi getu atvinnuvega til þess að rísa undir vaxandi tilkostnaði. Svara verður, hvort verðstöðvun í einni mynd eða annarri gæti þegar á reynir orðið til varðveizlu verðmæta fremur en fórna fyrir nokkurn eða þjóðfélagsþegnana í heild. Ríkis- stjómin vill leita svars við þessum vanda og telur sig hafa ástæðu til þess að ætla, að svipuð sjónarmið ríki hjá aðilum vinnumarkaðarins.“ Það hlýtur að vera skynsamlegt að hafa að vissu marki samráð á breiðum grundvelli um lausn efna- hagsmálanna og heyra sjónarmið margra aðila, áður en teningnum er kastað og aðgerðir hafnar, og það er ríkisstjórnin einmitt að gera. Lokaorð forsætisráðherra vom: „Ég vil hins vegar taka af öll tvímæli um það, að ríkisstjórnin mun ekki hika við að gera þær ráðstafanir 1 þessum málum, sem hún telur öllum almenningi og atvinnulífi fyrir beztu, enda þótt hún — með því stuðningsliði, sem hún nýtur — verði ein um að bera ábyrgð þeirra gerða. Hún muri kappkosta, að hver haldi sínu og á engan sé hallað, en gagnkvæmur skiíningur aukist á þs/í, að það er öllum fyrir beztu, að atvinnulíf eflist með hagkvæmum rekstri fyrirtækja, vaxandi fram- taki og frelsi í viðskiptum, sem er öruggasta vömin gegn atyinnuleysi og undirstaða almennrar velmeg- unar.“ í Gullgrafara pólitísk og efnahagsleg vanda- mál Suöur-Ameríku eru svo margvísleg, flókin og stór í snið um, aö ég hef margsinnis hörfaö frá því að reyna að útskýra þau í einni lítiMi föstudagsgrein. Maö ur hefur það á tilfinningunni, að slík frásögn í þremur til fjórum blaðadálkum geti aldrei orðið nema kák eitt, og víst w, að þannig er engin leið að kafa nokkuð að ráöi niður fyrir efsta yfirborðiö í þeirri einkennilegu og raunverulega fráleitu súpu, sem þjóðfélagsástand Suður- Ameríku myndar. Lfklega er hvergi í heiminum jafnmikil þprf fyrir róttaekar og gertækar þjóðfélagsbreytingar til að vinna bug á mismunun ranglæti, grimmd og glæpsam- legu stjómarfari. En hvergi f heiminum er heldur jafnmikil andspyma gegn öl'Ium umbót- um og þjóðfélagslegum breyting um. Það hrvllilegasta við þetta ástand er, aö hin kaþólska kirkjustofnun f þessum löndum, sem f orði kveðnu þykist boða fagnaðarerindi Krists um mann kærleika, er f öllum þessum löndum sjálft kóngulóarbæli misréttisins og hlífiskjöldur hins viöbjóðslegasta afturhalds, hroka og mannhaturs. Héma uppi í hinum upplýsta heimi Evrópumenningarinnar viðurkenna klerkarnir, að kirkj an hafi „á miööldum" verið spillt og ranglát, en nú verði að sjá f gegnum fingur meö sögu kirkjunnar. Það verði að viður- kenna. aö hún eigi Ijótan feril „á miðöldum“, en nú sé búið _að bæta úr þessu, og þá geti all ir aftur verið glaðir nú gangi kirkjustofnanimar allar sinn hreina mannkærleikans veg. En slfkt spillingarástand kirkjunn- ar varir enn f dag, hún er mið- aldakirkja, sérstaklega í Suður- Amerfku og ekki ber á því að kaþólskir klerkar, hvorki hér norður á íslandi né í öðrum Evrópulöndum sýni nokkurn sér stakan vilja til að beita áhrifum sínum til að stugga við þeirri spillingu, sem þaö viðgengst. — Með þögn sinni verða þeir um leið samsekir um það ranglæti sem kirkjan heldur uppi, þó f fjarlægum löndum sé. En þaö er óhætt að segja, að kaþólska kirkjan í Suður-Ameríku er ægi legur bölvaldur sem andlegt kúg unartæki yfir fólkinu. Jþegar litið er til Suður Ame- ríku, verður manni ósjálf- rátt á að spyrja fyrst og fremst, hvemig í ósköpunum standi á því, aö þróun þjóðfélagsins hafi orðið svo gerólík því sem varð í Norður-Ameríku. Það er mjög sláandi að sjá þenna mun á efna hagssviðinu, þar sem Bandarfk in og Kanada eru núna f tölu auöugustu rfkja heims og standa fremst allra í tækni og fram- leiðslu, en flest Suður-Ameríku riki mega heita ósjálfbjarga, eins og sveitarómagar svipt allri von og sjálfsbjargar- viðleitni. Því undarlegra er þetta, þegar það er skoðað, að Suður-Amerfka er eins og norð urhluti álfunnar á margan hátt mjög auðugt og gjöfult land. Það er kannski ekki hægt að finna neina eina ákveðna or- sök fyrir þessari misþróun álfu- hlutanna, en séu sögulegar á- sitæður skoðaðar, þá má nokkuð snemma sjá þá ólíku byggða og þjóðfélagsstefnu sem fram kom á þessum tveimur stöðum. Það fólk sem flutti vestur um haf til að nema Norður-Ameríku, kom þangað til að yrkja landið, stað ráöið f því um leiö að skapa sér frá rótum sitt eigiö þjóðfélag. Hinir spænsku og portúgölsku landnemar Suður-Ameríku voru á hin bóginn lengi fram eftir meiri ævintýramenn, sem voru aðallega f leit að dýrum málm um, gulli og silfri og gimstein- um, á höttunum eftir fljóttekn um gróða, svo þeir gætu snúið aftur heim til gamla landsins sem auðjöfrar. Það mátti heita að Suður-Ameríka væri mest- megnis gullgrafaraland og þræla vinnuland fram á miðja 19. öld. Jjannig skapaðist eiginlega ekk ert raunverulegt þjóðfélags kerfi í þessum löndum, heldur nokkurs konar allsherjar villta vestur, samsafn ribbalda og faraldsmanna, sem festu ekki rætur við landið. Margar ástæð ur hafa auðvitað verið þar með- virkandi, svo sem lengri fjar- lægðir og flutningaleiðir til Evrópu og tilraun fámennra þjóöa eins og Spánverja og Portú gala til að einoka sér landið, meðan Norður-Amerika varð öll um opin. Hið ramma afturhald kaþólsku kirkjunnar hefur líka haft sín áhrif, meðan mótmæl- endatrúarsöfnuöir Norður-Ame- ríku geymdu í sér neista þjóð- félagsgagnrýni til aðhalds og framfara. Allt hafði þetta þau áhrif, að evrópska menningin náöi aðeins til yfirstéttar í löndum Suður- Ameríku. Þar myndaðist engin raunveruleg evrópsk bændastétt og því gat heldur engin evrópsk borgarastétt að ráði risið upp úr henni. Meðan landnemar Norð ur-Ameríku hrifsuðu sléttur og veiðilönd Indíána undir sig, börð ust við þá og útrýmdu þeim að mestu levföu -landnemamir á mörgum svæðum Suöur-Ame- riku Indíánunum aö sitja á sín- um stað, en undirokuöu þá og notfærðu sér þá sem ódýran vinnukraft, oft til námugraftar við hin tilkostnaðarminnstu og ömurlegustu skilyrði. Og þetta ástand varir enn að mestu leyti. Þjóðfélagsskipun Suður-Ameríku er enn mjög laus í reipunum. í stað venju- legrar stéttaskiptingar er Suö ur-Ameríka enn nokkurs konar gullgrafaraþjóðfélag eða kannski frumstætt nýlendu og landnema þjóðfélag. Frá því eru að vísu undantekningar á tak- mÖÉrkuðum svæðum, aöallega á La Plata svæðinu, þar sem mikill landbúnaður er stundaður, en þó er jafnvel varasamt að gera samlíkingu á honum og evrópsk um landbúnaði því að sumar bú jarðir Suður-Ameríku eru á stærð við heila sýslu hér uppi á okkar landi, og bóndinn þarf flugvél til að ferðast á milli nauthaganna, Kaffiræktin í Brasilíu ber einnig sterk einkenni hins frum stæða nýlenduskipulags. Þar er algengur siður, að ný og ný lönd þar sem frjósemi er í jarð veginitm, eru tekin til ræktunar, og síðan eru þau rányrkt, þang aö til moldin gefur ekki meira, þá er nýtt land brotið og svo koll af kolli. f öMum þessum sökum er þjóðfélag Suöur-Ameríku- landa mestmegnis samsett af tveimur andstæðum, evrópskri yfirstétt sem er al'lvel menntuð og býr yfir talsverðri tækni- kunnáttu og nýtur á heimilum sínum og í samgöngutækjum allra þæginda nútíma-þjóðfélags en á hinn bóginn af frumstæðri og fátækri lágstétt, sem er mest megnis af Indíánaættum, ólæs og ómenntuð. Þannig skortir inn á milli bæði almenna borgara- stétt og upplýsta framsækna verkalýðsstétt til þess að stuðla að lausn úr þessari sjáltfheldu. Hið alvarlegasta við ástandið í Suður-Amerfku er, að það er eins og ómögulegt sé að koma auga á von um úrbætur, ekkeit það afl eða samtök sýnileg er geti komið umbótum fram, allt virðist ætla að hjakka áfram í sama farinu til eilífðamóns. — Yfirstéttin er auðvitað treg að sleppa forréttindaaðstöðu sinni og jafnframt meðal hennar út- breidd fyrirlitning á skrflnum, samblönduð nokkrum kynþátta fordómum. Og á hinn bóginn er örsnauð og ómenntuð lágstétt sem hefur enga getu eða vilja til að rísa upp af eigin krafti. Og þó stórar borgir með allt að milljón fbúa hafi risið upp f þessum löndum, þá er það viil andi, því að mestur hluti þess ara „borgara" er örsnauður vinnulýður, sem er haldið svo langt niðri, að þá dreymir varla um nokkra breytingu á þjóðfé- laginu. Tjað hefur oft verið talað um þörf á byltingu 1 Suður Ameríku, og sannarlega væri ekkí vanþörf á henni, því að það ástand er nú rfkir er ósæmandi ranglætisþjóðfélag. Og það ætti að vera segin saga, þegar aftur haldssöm og skammsýn yfirstétt vill ekki sjá af neinu, ekki sleppa úr græðgisklónum neinu minnsta snifsi sem hún heldur, — að þá brjótist bylt- ing út, þá viröist blóðug bylt- ing vera eina lausnin. Það hefur einnig „verið talað um það, að bylting Suður-Ameríku hljóti að verða kommúnísk og að Suður- Ameríka sé mikil og vænleg gróörarstía fyrir kommúnism- ann. Þær hugmyndir fengu sér staklega byr undir báða vængi, þegar Castro var að taka völdin á Kúbu og hneigja hana í and stöðu við Bandaríkin til róttæk ari og rauðari áttar. En þær hugmyndir hafa mjög dofnað á hinum síðari árum. — Ekkert hefur úr því orðið að rauða flóðbylgjan æddi yfir álf una. Fáliðaðar sveitir kommún ista gerðu á ýmsum stöðum til raunir til að koma af staö skæru hemaði, en þær hafa allar farið út um þúfur, að því er menn nú telja, einfaldlega vegna þess, aö hinar kommúnísku byltingar- kepningar eru erlendar, austur- evrópskar og jafnvel kínverskar hugmyndir sem ná ekki eyrum suður-amerískrar alþýðu. —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.