Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1970, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 30. október 1970. © Flugbjörgunar- sveitin aö verða 20 ára Öllum er ljöst það mik'la öryggi, sem starf sjálfboöa liða hjá hinum ýmsu björg unarsveitum er. Oft kemur til kasta þessara deilda og hafa þær lagt fram fóm- fúst starf, endurgjaldslaust, en kostnaður er miki'U við slíkt starf. Flugbjörgunar- sveitin er ein þessara, og er deildin nú að verða 20 ára, það verður 27. nóvember. Um helgina safna félagar deildarinn ar í félagssjóöinn, selja málm- merki, sem búið er til í tilefni af afmælinu og sést það á mynd inni. Merkin verða seld víða um landið og verða afgreidd til sölu barna í bamaskólum. Á sunnu- dag verður svo kaffisala hjá kvennadeildinni á Hótel Loft- leiðum kl. 15. í sambandi við hana verður basar þar sem kon- umar selja handavinnu sina. © Helgarráðstefna um þróunaraðstoð í tilefni 25 ára afmælis Sam- einuðu þjóðanna gangast Her- ferð gegn hungri og Féíag Sam- einuðu þjóðanna fyrir helgar- ráðstefnu 31. okt, —1. nóv. n. k. um þróunaraðstoö. Ræddur verður þáttur Alþingis, fjöl- miðla og skóla f þróunaraðstoð. Þessi ráðstefna verður öllum opin og hvetja Félag S. Þ. og HGH fólk eindregið til að takh þátt og leggja góðu málefni liö. © Enn eykst hættan með tilkomu fíknilyfja Bindindisdagur er árlega hhld inn, 1. nóvember ár hvert. „Átfengisvandamálin fara ískyggi lega vaxandi og nú eykst þessi hætta enn með tilkomu fíkni- lyfja í ýmsum myndum", segir Páll V. Daníelsson, hjá Lands- s4ambandinu gegn áfengisbölinu um þessi mál. Bindindisdagur- inn í ár er á sunnudaginn kem- ur. © Frank og Jói heita Hardy-bræður á fslandi Gunnar Einarsson í Leiftri tjáði Vfsi í gær að þeir Hardy- bræður, Fdank og Joe, sem sagt © Gömul lög Tímarnir breytast og menn- imir meö. Það sýna gamlar lagaskræöur gjörla. Eftirfarandi er að finna um það í nýútkomnu riti af Ulfljóti, tlmariti Orators, félags laganema við Háskóla Is- lands. Þar er eftirfarandi klausa úr lögum Kristjáns 5., sem ríkti á siðari hluta 17. aldar, og hatfa íslendingar því verið undir þessi lög settir: „Ef kvæntur maður liggur, meðan hjúskapur hans stendur, annan kvenmann, þá má hann eigi, eftir lát konu sinnar, ganga að eiga konu þá, er hann befur legið. Eigi má held ur gift kona, sem legin hefur veriö af öðrum manni, meðan hjúskapur hennar stóð, gifta sig að bónda sínum látnum, þeim er lá hana.“ © Draugasónata á Akureyri Þessi mynd er af leikendum f Draugasónötunni eftir August Strind- berg. Frá vinstri eru Þórhalla Þorsteinsdóttir, Bjöm Eiriksson, Jón Kristinsson, Jóhann ögmundsson og Sigurveig Jónsdóttir. Starf- semi Leikfélags Akureyrar verður talsverð í vetur, og hefur vaxið mikið imdanfama vetur. ;.................................................................................................................................................................................. ' ■ var frá í blaöinu í gær, hétu raunar Frank og Jói á íslenzku. Hefðu þegar komiö 6 bækur út hér um ævintýri þeirra og fleiri væntanlegar. „Höfundurinn, Franklin Dixon kom hingaö fyr ir tveimur úrum“, sagöi Gunnar „og kynnti sér fallt hér ákaflega vel“. Gunnar kvaðst hafa einka- rétt á seriunni um ævintýri þeirra félaganna. © Hreint andrúmsloft sem söluvara Á fundi í ferðamálaráði á dög- unum var samþykkt tillaga frá Siguröi Magnússyni hjá Loftleið um á þessa leið: „Þar sem hreint andrúmsloft er eitt atf þvi, sem getur í vax andi mæli laðað ferðamenn til íslands, telur feröamálaráð brýna nauðsyn bera til þess, að aélt sé gert, sem unnt er, til þess að koma i veg fyrir, að verksmiðjurekstur hér á landi valdi mengun lofts og spiMt gróðri jarðar.” : © Gert við rifu „Það er verið að gera við smá vægilega rifu, sem er á þaki kirkjunnar", sagði séra Jón Þor varösson, sóknarprestur í Há- teigssókn, þegar hhnn var spurður um framkvæmdir þær, sem eiga sér staö við kirkjuna þessa dagana. „Þetta er kopar- þak, sem danskir fagmenn settu á kirkjunh, af sömu gerð og þakiö á Kennaraskólanum. Þetta hefur reynzt vel, nema hvað þessi rifa kom, þegar hvessti illa í haust“, sagði sókn- arpresturinn. Á myndinni sést að mikfa vinnupalla þurfti til að gera við kirkjuna. © Hjúkrun Noröur á Akureyri kom út á dögunum lítið, en þó gagnlegt kver, Hjúkrunarkver heitir það og fjallar um grundvallarþætti hjúkrunar. Bókin er eftir Virg- iniu Henderson, bandaríslrfa hjúkrunarkonu, en Ingibjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarkona á Akureyri hefur þýtt. © Viðskiptaskráin Ut er komin sú hin mikla bók, Viðskiptaskráin 1970. Þetta er í 33. sinn, sem bókin kemur út, mikil að vöxtum og inniheldur mikinn fróðleik, ekki sízt fyrir þá, sem stunda viö- skipti ýmiss konar. Ritstjóri er sem fyrr, Gísli Ólafsson, en Steindórsprent gefur út. Bókin er i stóru broti og eitthvaö á 9. hundrað síður, hefur lengzt um 60 síður frá því síðast. □ Vond þjónusta hjá símanum „06 — er það ekki símanúm- erið sem maður hringir i þegar senda þarf skeyti? Það stendur jú í s'ímaskránni. 1 gærkvöld (miövikudag) þurfti ég nauðsynlega að senda ættingja mínum áríðandi skeyti. Ég hafði nauman tíma til þess arna, en þegar ég haföi staðið í 10 mínútur og látið hringja þá gaifst ég upp. í þessu sam- bandi vil ég benda yfirmönn- um Pósts og sírna á, aö síma- þjónusta þeirra innan stofnun- arinnar er fyrir neðan allar hell ur. Ef hringt er í 11000 og beðið um einhvem ákveöinn mann inn an stofnunarinnar eða ákveðiö númer í innanhússsiímanum, er afgreiðslan með því síakasta hjá fyrirtækjum hér. Stúl'kumar sem annast síma- vörzluna eru greinilega nokkr- um áratugum á etftir sinni sam tíð. Þær æpa geðvonzkulega upp í eyrað á manni, þegar þær loksins dratthalast tii að svara, og skella oft á mann, löngu áð- ur en maður hefur lokið erind- inu. Ég held að ráðlegt væri fyrir þessar símas'túlkur að læra eitt hvaö af starfssystrum sínum sem starfa í hinum ýmsu fyrir- tækjum hér í Reykjavik — ég nefni sem dæmi stúlkur þær sem svara I síma hjá Loftleið- um, Flugfélaginu, Isal í Straums vík o. fil. o. fil.“ Kalli □ Enn um Matthías Lesandi einn hringdi til blaðs- ins og bað um, að birtur yrði allur hinn umdeildi kafli um Ijóðskáldið Matthías Johannes- sen, sem birtist í grein bók- mennthfræöingsins Heinz Bar- iisfees í tímaritinu Zeitchrift fr Kulturaustausch og var til umræöu hér í blaöinu í gær. Kaflinn er svona í lauslegri þýö- ■ ingu: „ ... í ljóðum þeirra (nútúna- skáldanna) er samt mikið af fornum tanda, sem jafnvel er oft særður fram af ásettu ráði, eins og fram kemur hjá Matthíasi Johannessen. Það er dæmigert að eitt ljóðasafn hans ber nafn- ið Jörð úr ægi, og þar með teng- ist Matthías vitandi vits hinum gömiu Ijóðavenjum, nánar til tekið Völuspá. Þessu skáldi hef- ur tekizt að vefja saman forna tíma og heim okkar tilfinninga, — að skapa siamhljóm ur gamla fomsagnaandanum og mann- legri siðaskoðun nútímans, — að frelsa fornsagnaandann úr viöjum sínum að skýra hann upp.“ Síðan kemur kafli úr ljóði eftir Matthías og loks sá um- deildi katfli, þar sem sagt er, að honum hafi tekizt bezt upp, þegar Wann „feti í fótspor“ eða „taki sér stöðu meðal eftir- manna“ Jónasar Hallgrimssonar og Stefáns frá Hvítadal, en um það voru menn ekki sammála hér í bl'aðinu í gær, hvor til- vitnunin væri réttari. □ 1300 milljónir eða 600 milljónir „Ég sé, að Vsir þakkar álinu 1300 mililjónir af batnandi vöru skiptajöfnuði frá þvf í fyrra. Væri ekki réttara að draga frá þessari tölu þær 711 miHjónir, sem innfiutningurinn nam til ál versins? Þá fást þó aðeins milli 5 og 600 milljónir, sem við höf um fengiö út úr þessu.“ Þ. „Við samanburð við síðasta ár koma um 1300 miUjónir sem aukning útflutnings vegna áls- ins. Fyrstu níu mánuðina í ár hefur verið flutt inn til álfélags ins fyrir 711 milljónir, en á sama tíma í fyrra var flutt inn til álfélagsins fyrir 798 milljón ir. Því er rétt að segja, að þarna hafi þjóðarbúið fengið 1300 milljónum meira en I fyrra.“ Ónefndur lesandi skrifar: □ Hvað er klám? „Getur einhver frætt mig um, hvaö orðin KLÁM og AB KLÆMAST þýða? ÉG hef lagt þann skilning í þessi orð, að þau þýddu ljótt eða saurugt orð- bragð. Aö klæmast hefur yfir- leitt þótt heldur ruddalegt. Ég á við, t. d. þegar menn tala um kynlíf með grófu orðalagi, og hafa það í flimtingum. Nú undanfarið hafa átt sér stað umræður í útvarpi og sjón varpi um það, sem umráðendur þessara þátta kalila KLÁM. Ég fæ ekki betur sikilið, en það hatfi nær eingöngu yerið ræfit um klám í sambandi við samlíf karls og konu, og þá snúizt um, hvort hætta beri að hafa slíkt að feimnismálum, hvort fjalla megi um það í kvikmyndum, bókum o. s. frv. Notkun orðsins bafur þróazt á þann veg, að ég fæ ekki bet- ur séð, -en með sama‘átframhaldi verði hætt að ta-la um kynferð- ismál. heldur klám-mál, efeki kynferðisfræöslu, heldur klám- kennslu, ekki kynlífs-tel, heldur klám-tal.“ Sigfús Blöndal segir í sinni góðu orðabók, að KLÁM séu ljót orð, óhrein orð. Ekki er þess getið, að það þurfi endi- lega að varða kynlíf neitt frek ar. Enda kannast margir við að orðasambandið — að klæmast — hefur heyrzt notað, án þess að um kynlíf hafi verið talað. „Vertu ekki að klæmast alltaf á þessu!“ heyrist sagt við ein- hvem, sem viðhefur klúrt eða ruddalegt orðbragð um eitthvað — kannski gjörsamlega óskylt kynlífi eða kynferðismáli. Það er misskilningur ef menn leggja til jafnrar merkingar orðin KL.4M og KYNFERÐI eða KYN LÍF. □ Frost upp eða niður? Rafvirki í Keflavfk símaði: „Ég sá í blaðinu að þið talið um að frostið hafi komizt upp í 13 stig í Reykjavfk. Þefcta tel ég ekki réttilega að orði kom- izt Ég tel að frost fari NIÐUR í 13 stig, hiti fari hins vegar upp í svo og svo mörg stig. Eruö þið ekki sammála?“ „Jú, við erum fyllilega sam- mála og þökkum ábendinguna. HRiNGIÐ í SÍMA1-16-60 i KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.