Vísir - 20.11.1970, Blaðsíða 3
( • f i '
r (• r ,i '
1 ;*
} \ \ \ 1 1
V1SIR . Föstudagur 20. nóvember 1970.
I MORGUN UTLONDÍ MORGUN UTLÖND í MORG.UN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason.
Hætta á hungurdauða þásunda
— Erfiðlega gengur að koma matar- og lyfja-
gjöfum til hins bágstadda fólks i Austur-Pak-
istan — Tölur um manntjón milli 150-900 þús.
MIKIL hætta er á, að fjöldi
þeirra, sem eftir lifa eftir
náttúruhamfarimar í Aust
ur-Pakistan, muni deyja úr
hungri, að sögn frétta-
manna þar í morgun. —
Stjórvöld hafa fyrirskipað,
Njósnari
fær átta ár
45 ára Frakki, Robert van de
Viele, var i gær dæmdur i átta ára
fangelsi, sekur fundinn um njósnir
fyrir Rúmena árið 1961.
Lögreglan í París segir, að hann
hafi árið 1961 unnið í bökasafni
Atl antshaf sbandalagsins og hafi
hann komið leyniskjölum í hendur
rúmensks sendiráðsmanns. Sfðan
hætti hann stönfum í safninu, þvf
að hann óttaöist, að upp um sig
kæmist. Rúmeninn bauð honum
góð mánaðarlaun og hús í Sviss,
ef hann yrði neyddur til að flýja
Frakkland.
Siðasti greiði van de Viele var,
að hann gaf Rúmenanum lista yfir
allt startfSlið NATO 1 Frakklandi
með umsögn um hvem mann. Þetta
komst upp í fyrra, og var Rúmen- '
anum vísað úr landi en franski j
njósnarinn handtekinn. j
i
Upplýsingar, er Frakkmn gaf
reyndiust mikilvægar, og meðal ann
ars fór rússnesk sérfræðinganefnd
til Búkarest, höfuðborgar Rúmeniu
til að Mta á skjölin.
Við réttarhöldin sagði van de
Viele, aö hann hefði gert þetta í
vináttuskyni við Rúmenann. Hefði
hann í fyrstu neitað að þiggja fé
fvrir, en Rúmeninn hefði sttmgið
nokkurri fjárhæð í vasa hans. Síð-
ar þáði hann eitthvað yfir 100 þús-
und krónur að eigin sögn.
að hert skuli á hjálpar-
starfinu.
Margir embættismenn komu ti'l
fundar í Dacca, höfuðborg Austur-
Pakistan, til að fjalla um leiðir til
að koma ti'l hinna bágstöddu þeim
birgðum matar, lyf ja og klæða, sem
safnazt hafa saman að undanfömu
þar á flugvellinum. Erlend ríki hafa
gefið mikið fé ti'l hjálparstarfsins.
Takist ekki að koma þessum
birgðum til fólksins, er mikil 'hætta
á hungurdauða. Nú em opinberar
tölur um manntjón komnar upp í
150 þúsund, sem vitað er meö vissu
að farizt hafi. Enn í gær töldu
blöð í Austur-Pakistan, að nærri
mil'ljón mundi hafa farizt. Mesta
manntjón í mannkynssögunni, sem
um getur, var f Kína árið 1887,
þegar 900 þúsund misstu lífið, er
áin Yang-Tse-Kiang flœddi yfir
bakka sína.
Landsstjórinn í Austur-Pakistan
hafði fmmkvæði að fundinum í
gær. Kom þá sendimaöur stjórnar-
innar til Dacca eftir ferð um flóða-
svæðin og taldi hann víst, að 150
þúsund hefðu farizt. Áður höfðu
opinberar tölur aðeins talið, að 50
þúsund hefðu farizt í flóðunum.
Hins vegar er enn al'Is óvfst um
manntjónið á stómm svæðum, og
má raunar telja víst, að aldrei
munu fást upplýsingar um það allt.
Hjálparstarfið hefur eflzt sein-
ustu daga, þótt stjómin verði enn
fyrir mikiffi gagnrýni fyrir hæglæti.
Miklu af mat og lyfjum hefur ver-
ið varpað í fallhlífum yfir flóða-
svæðin. Ein þyrla frá hemum og
nokkrar flutningaflugvélar hafa
flogið yfir svæðin og varpað niöur
vistum. Útvarpið f Pakistan segir,
að tuttugu skip séu komin tl ffiöða-
svæðanna með vistir, lækna og
hjálparsveitir.
Tíu þyrlur em á leiðinni tíl
Dacca, sex frá Bandarfkjunum og
fjórar frá Bretlandi.
Frá Frakklandi munu flugvélar
fara á morgun.
Stjórnvöld segja, að 100 þúsund
manns hafi farizt á nokkrum eyj-
um f mynni árinnar Ganges.
í öldungadeild Bandaríkjaþings
skoraði McGovern þingmaður í gær
á Nixon að senda fhxgvélar fiá Ví-
etnam ti'l Austur-Pakistan.
Mannskæöustu náttúruhamfarir, sem mannkynssagan greinir, voru í flóðum í Kfna, þegar tæpar 900 þús. fórust. Margir telja,
aö flóðin í Austur-Pakistan hafi krafizt enn fleiri mannslífa. — Myndin sýnir, er eitt líkið er borið af akrinum nú í vlkunni.
Tilræðismaðurinn i
42 fórust í felli-
Berlín slapp úr
á Filippseyjum
ALLT lögreglulið Vestur-Berlínar
leitaði i morgun hins 21 árs Ekk-
erard Weil, sem flýði í gær frá
aðallögreglustöð borgarinnar. Weil
hafði játað, að hann hafi verið til-
ræðismaðurinn, sem skaut á rúss-
neskan hermann í Vestur-Berlín
fyrr í mánuðinum, með þeim af-
leiðingum, að Rússinn særðist.
Weil reif sig lausan úr höndum
óvopnaðs lögregluþjóns i garði lög-
reglustöðvarinnar, og hvarf hann
síðan í jarðgöng. Verið var að fara
með Weil frá fangelsi ti'l yfir-
heyrslu.
Lögreglan segir, að margir hafi
tilkynnt, að þeir hafi séö Wei'l, síð-
an hann slapp, en ekkert hefur enn
gefið til kynna hvar hans mundi að
leita.
Weil hafði játað við yfirheyrslu,
að hann hafi skotið á rússneska
hermanninn í því skyni að spfl'la
fyrir sambandi Vestur-Þýzkalands
og Sovétrflíjanna og hindra stað-
festingu samnings um friðsamlega
sambúö ríkjanna. Við rannsókn í
íbúð Weils fundust myndir af Hitl-
er sáluga, Hindenburg og Friðriki
mikla og hakakross.
Flóttinn nú varð aöeins fáum
dögum áður en Weil átti að koma
fyrir brezkan herrétt. Rússneska
minnismerkið, þar sem hermaður-
inn varð fyrir skoti, er í brezka
hluta Vestur-Berlínar. Borgarstjóri
Vestur-Berlínar Klaus Schultz
sagði, að flóttinn væri hnevksli.
Hótaði hann að láta lögregluþjóna
og aðra, sem ábyrgð báru á fang-
anum, sæta viðurlögum. í Austur-
Berlín sögðu blöð í morgun, að yf-
irmenn í lögreglunni hefðu hjálpað
Weil að flýja.
sá þriðji á tveimur mánuðum
Forseti Filippseyja Ferdin-1
and Marcos hefur lýst yfir
neyðarástandi á höfuðborg
arsvæðinu, eftir að 42 eða
fleiri höfðu farizt í fellibyl
í gær. 300 slösuðust og
1000 misstu heimili sín.
Lögréglan óttast, að manntjón
hafi verið miklu meira. Enn er
sambandslaust við mörg héruð, þar
sem fellibylurinn geisaði. Sagt er,
að 100 manna sé saknað.
Fellibylurinn i gær geisaði eink-
um svæði Manilla höfuðborgar-
innar og þar i grennd. Petta er
þriðji fel’libylur á Filippseyjum á
tveimur mánuðum. Áður höfðu
1200 farizt, og eignatjón var metið
á 6 milljarða íslenzkra króna.