Vísir - 20.11.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 20.11.1970, Blaðsíða 16
Fannst ekki við leit í nótt Björgunarsvéitir og skátar leit- uðu í nótt 48 ára konu, Kristbjarg- ar Hermannsdóttur ti'l heimilis að Snórrabraut 69, sem fór að heiman í fyrrakvöld og hefur ekki sézt siðan. Ekki fannst konan við leitina í nótt og verður leitað aftur í dag, en Kristbjörgu er lýst sem hávaxinni, grannri og ljósskolhærðri, klæddri brúnni kápu og hnéháum stígvélum. Við leitina að Kristbjörgu i nótt fundu leitarmenn lík fimmtugs manns uppi i Öskjuhlið, og var þar fundinn Björgvin Ólafsson, (Hverfisgötu 49), sem saknað hefur verið í nókkrar vikur. Fimm ára drengs var einnig sakn að í gærkvöldi um kl. 20.30 og var hafin leit að honum, þegar eldri systir hans kom með hann heim um kl. hálf eitt. Sagðist hún hafa farið með hann út i gönguferð. - GP Ólögleg hárgreiðsla og snyrt- ing í annarri hverri blokk" — segja meistarar og skera upp herör gegn undirboðum slikra stofa Félög hárgreiðslumeistara, snyrtisérfræðinga og hár- skera hafa skorið upp herör gegn þeim aðilum, sem stund að hafa hárgreiðslu og snyrt- ingu í heimahúsum fyrir al- menning. Hefur undanfarið verið auglýst, að þeir aðilar, sem stundi slíka vinnu, verði að fá vottorð frá heilbrigðis- eftirlitinu til þess. Óskar Árnason, sem er í stjóm Hárgreiðslumeistarafé- Iagsins sagði í viðtali við blaðið í morgun að mikil brögð hefðu verið að því undanfarin ár að hárgreiðsia og snyrting fyrir al menning væri rekin í heimaihús- um. „Þetta er svo að segja í ann arri hverri blokk'1, sagði Óskar. Hann sagði ennfremur að þessi starfsemi hefði verið auglýst í sjoppum og víðar. Hefðu félögun | um borizt margar kvartanir frá húseigendum þar sem þeir kvört uðu undan umgengni í sam- bandi við þessa starfsemii Þá sagði Ósikar að þeir sem rækju þessa starfsemi undir- byðu starfandi hárgreiðslumeist ara, en það væri hægt vegna þess m.a. að þessir aðilar sleppi við söluskatt, gjöld til Félags atvinnurekenda og fleiri gjöld. Hafa félögin snúið sér til ýmissa aðila til þess að reyna að Ieysa þetta mál, m.a. til Félags stórkaupmanna, en svokaílaðir „eldhúsheildsalar" hafa selt leyfislausum aðilum vörur til starfsemi sinnar. Hefði verið tek ið vel í málaleitan hárgreiðslu- meistara og snyrtisérfræðinga og tekið fyrir þessa sölu, aö undanskildum tveim „eldhús- heildsölum", sem séu ekki í Fé- lagi stórkaupmanna og sé ekki hægt að láta fylgja reglum. Einnig sagði Óskar, að samn ingar hefðu tekizt um það við sveinafélag hárgreiðslufól'ks, að það stundaöi ekki þessa atvinnu heima, en það hefði mjög tfðk azt undanfarin ár, að sveinar, sem hefðu unnið á tómum vinnu stöðum á daginn tækju til ó- spilltra málana, þegar þeir kæmu óþreyttir heim á kvöld- in. —SB Sýnir lopavettlinga Barbara Árnason sýnir þessa dagana nokkrar af tízkuhug- myndum sínum í glugga Bað- stofunnar í Hafnarstræti. Undanfarin tvö ár hefur hún haft þrjár gluggaútstillingar af slíkum hugmyndum i tízkuhúsi Madame Anquetils í París. Þessar gluggaútstillingar vöktu mikla athygli og seldist hin fyrsta þeirra upp. í fyrra pant- aði Pierre Cardin persónulega 24 pör af módel-skíðavettlingum fvrir haustsýningu sína 1969. En samningurinn féll niöur nokkru síðar, því að listakonan stóð fast á því, að nafn hennar stæði einnig á fram'leiðslu henn- ar. Þá hafa tízkuhugmyndir henn ar úr lopa verið sýndar í franska sjónvarpinu. — SB Fjöldamargar hárgreiðslu- og snyrtistofur eru í Reykjavík, — en keppinautarnir eru ótalmargir í heimahúsum þar sem aðstaða er ekki talin fyrir hendi að mati heilbrigðisyfirvalda. Hér er hárgreiðslukona, Margrét Guðnadóttir, að starfi í stofu sinni. Deilan um barnið dregst • Enn hefur ekki verið ráðið úr málefnum bams þess, sem dvelst hjá föður sínum á Seyðisfirði i óleyfi löglegs um- ráðanda síns, móðurömmu barnsins, sem býr á Vopnafirði, en til Seyðisfjarðar fór bamið í ágúst s.l. Barnavemdamefndir Vopnafjarð- ar og Seyðisfjarðar hafa um málið fjaiHlað og sömuleiðis bamavemdar- enn a langi ínn nefnd Kópavogs, sem ráðstafaði barninu upphaflega til Vopnafjarð- ar. Nú hefur bamavemdarnefndin f Kópavogi haft málið alveg með höndum síðustu vikur, og sendi menn austur á Seyðifjörð að ræða við barnið og þá sem það dvelst hjá þar. Var loks ákveöið að halda síð- asta fund um málið á miðvikudag- inn var og ákveða þá, hvað um barnið yrði í framtíðinni. Úr þvf varð þó ekki. Fundurinn var hald- inn, en þar kom á vettvang lög- fræðingur móður bamsins ásamt móöurömmu þess, en lögum sam- kvæmt ræður hún yfir baminu. Var þá ákveðið að gefa aðstandendum bamsins á Seyðisfirði kost á að láta lögfræðing sinn tjá sig um mál- ið. Bjóst Ólafur Guðmundsson full- trúi barnaverndamefndar Kópa- vogs við að 2. des. n.k. yrði hald- inn síðasti fundur um málið og því loks ráðið til lykta. —GG // Beðið eftir útreikningum /✓ Skógarkjarr í S-Frakklandi myndar frumlegt umhverfi fyrir. skíðavettiinga úr íslenzkum lopa eins og myndin ber með sér. / „Við bíðum enn eftir útreikning um og ti'lboðum í Vesturlandsveg, þ.e. hvort hann verður lagður mal biki eða slitlag steypt", sagði Ing ólfur Jónsson, ráðherra Vísi í morg un, „þetta getur tekið nokkra daga að reikna þetta út“ sagði hann, „en bráðum fer að koma í ljós hvað verður gert". Sem kunnugt er var fyrirhugað að malbika Vesturlandsveginn, en þá kom Steypustöðin hf. og til- kynnti, að hægt væri að steypa þykkara slitlag á veginn fyrir minna fé, en mal'bikið á að kosta. Var þá ákveðið að kanna þennan möguleika, og er, sem fyrr segir, beðið eftir niðurstöðum útreikn- inga. —GG Stúdentafundur um ,,V‘ og Grikklund Almennur borgarafundur hefur ver- iö boðaöur í Austurbæjarbíói kl. 1.30 á laugardag, þar sem Stúd- entafélag Hl, Verzlunarskólinn, Kennaraskólinn og Tækniskólinn efna til sérstakrar sýningar á kvik- myndinni „Z“, er undanfarið hefur verið sýnd í Austurbæjarbíói. Að lokinni sýningu myndarinnar verður sérstök Grikklandsvaka, þar sem m. a. munu flytja ávarp Jök- uiJl Jakobsson og einn stúdenta, s m greina mun frá alþjóðlegri her- ferð námsmanna vegna Grikklands málsins og á vökunni munu koma fram og syngja „Þrjú á paMi". -GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.