Vísir - 23.11.1970, Síða 9

Vísir - 23.11.1970, Síða 9
-J V 1 S I R . Mánudagur 23. nóvember 1970. — Mér finnst ágætt núna til að mynda, aö setjast niður og skrifa, þegar ég er búin að vastka upp. Á sumrin finnst mér ágætt að skrifa á kvöldin — og um miðjan daginn. — Þú hefur ekki lagt í að læra á ritvél? — Nei, ég skrifa þetta allt með penna. Ég held ég gæti aldrei lært á ritvél. Ég skrifa þetta yfirleitt ekki nema tvisv- ar. Ég er ekki eins vandvirk og Þórbergur. — TTvemig töku þínir nán- ustu þessu — að þú skyldir alilt í einu fara að skrifa bækur? — Bömin hafa ekkert haft út á það að setja, en ég held að systkinum mínurn hafi fund- izt þetta hálfskrýtið. — Hefurðu lifáð af þínum ritstörfum? — Þetta hefur hjáilpað mér rni'kið. Bæði hef ég nú fengið fyrír bækurnar og svo fékk ég rithöfundastyrk. — Þeir tóku hann af mér fyrir tveimur ár- um. — Það hefur ekki komið yfir þig að nleypa heimdraganum og fterðast út fyrir landsteinana? — Ef ég hefði veriö yngri, þá hefði ég ferðazt um landiö mitt, því af því hef ég alltof lftið séð. En ekki út fyrir landstein- ana. — Nú ertu búin að senda frá þér 24 skáldsögur. Er þess að vænta að þú sendir frá þér annars konar skáldskap — svo sem smásögur? — Ég er klaufi við smásögur, eins og kannski allt. — Hefurðu aldrei fengizt við ljóðagerö? — Ég er ekki heppileg til þess. Ég hef ósköp gaman af vfsum — og kvæðum og miklu meira gaman af þessum gömlu heldur en nútímakveðskap. Ég hef talsv rt farið á kvæðakvöld — hjá Iðunni og haift gaman af. — En fylgistu með þvf sem er að gerast í leikhúsinu, kvikmyndáhúsum og slíku? — Nei, ég fer ekki í leikhús. Ég heyri lfka orðið svo illa. — Lestu ungu rithöfundana? — Já, dálítið. Þeir eru býsna góðir sumir. — Guðbergur Bergsson? — Ég skil nú bara ekki í því að þetta skuli vera gefið út eftir hann. — Jjú vilt hafa mannlífið fagurt. Heldurðu að ástalífið hafi veriö betra í þinni æsku en það er nú? Hvað finnst þér um aUt fjaðrafokið út af kyniferðismálum? — Mér finnst þetta ósköp auðvirðilegt. og alveg óþarfi að láta svona. — Það er nú ekkert nema gróði fyrir þetta bfó, að þeir fóru aö skrifa um þetta Freymóður og Kristján. Annars held ég að ástamálin hafi verið miklu skárri í gamla daga. — Allar þessar kynlífsmyndir og berorðu bækur æsa unga fólkið upp. Það á ekki að sýna því allt þetta klám. — Lestu Kiljan? — Nei, ég les hann ekki. Ég hef jú heyrt hann lesa sjálfan. Mér finnast persónumar hjá honum svo ljótar. Ég sá þessa bíómynd af Söiku Völku og ég bara skil ekki, hvar þeir hafa getað náð í svona ljótt fólk. — Finnst þér kannski mann- lJfið vera oröið ljótara núna, en það var í þínu ungdæmi? — Ég veit það ekki. Það er svo margt undarlegt, sem unga fóikið aðhefst. Allt þetta hippa- stand og hvað þaö er. — Þú hefur ekki hugsað þér að ganga í rauðsokkahreyfing- una? — Rauðsokkahreyfinguna, hvað er nú það? — JH □ „Verölagseftirlitið skal fá vitneskju um þetta, því að þess: vara er miklu dýrari néma en í nokk- urri annarri verzlun, sem ég hef komið í“, ... og það bergmálaði í búðinni af reiðilegri röddu manns ins, sem að svo mæltu snerist á hæli og gekk út. Verðlagsefurlitið hefur nokkrum sinnum borið á góma á undanförnum vikum, enda ofarlega í huga fólks, meðan efst eru á baugi verðstöðvunarlög. — Hvað væru líka verðsæðvunarlög, ef ekki væri eft- irlit með því að þeim væri hlýtt? Staflar veröreikninga innflytjenda eru lagðir inn hjá af- greiðslu verðlagsstjóra daglega, þar sem þeir eru yfirfarnir, en eftirlitsmennimir eru flesta daga úti f heimsóknum hjá verzlunum og við eftirlit. Jj^ramundan er mesti neyzlu- mánuður ársins, og uggandi um, að nýjar verðhækkanir skelli á, sem kunni að þrengja kosti manna, setur fölk traust sitt á verðlagseftirlitið. — Þetta og hitt skal verða kært fyrir verölagseftirlitinu, ■ að menn bara viti það! Þessar og aðrar álíka athugasemdir, sejn fólki hafa hrotið af vörum — senni- lega oftar á síöustu vikum, en alla hina fyrri mánuði ársins — sýna, að almenningur er afar vakandi á verði yfir því, að kjör hans verði ekki rýrð með nein- um ólöglegum verðhækkunum. „Vakandi dómgreind neytand- ans er eðlFega bezta verðlags- eftirlitið,‘‘ sagði Kristján Gfsla- son, verðlagsstjóri, við blaðam. Vísis, sem rakst inn á skrifstofu verðlagsstjóra í Borgartúni 7 í síðustu viku. „Það er sérstaklega á slfkum tírnum, sem við hvetjum fólk tii þess að tilkynna okkur um hvaðeina úrskeiðis, er það verður vart viö. Okkur er mik- ill akkur f því, enda eru lfka allmargir, sem til okkar hringja, gera fyrirspurnir, bera fram kvartanir og kærur. — Þó er nú sumt af því byggt á misskiiningi, með því að al- menningur hefur vonlega ekki aðstöðu til þess að fylgjast með þvi, að hækkun á einhverri vöru, sem fólk hefur tekið eftir, stafar kannski af hækkuðum sölu- skatti, hækkunum erlendis eða einhverjum siíkum fullkomlega eðlitegum ástæðum. Og æði oft hefur það komið í Ijós, þegar fólk ber sig undan mishárri verðlagningu að al'l-s ekki er um að ræða sömu vöruteg- undina, þótt samskonar varn- ingur sé. Sú verðhærri er kannski ólfkt vandaðri, heldur en sú ódýra, sem við var mið- að,“ sagði Kristján verðlags- stjóri. „Hver er tilgangur verölags- eftirlitsins og verkefni?" „Tiigangur þess hlýtur að vera sá, að leitast við að vera hemill gegn verðbólgu, en verk- efnin eru þau, að haifa eftirlit með því að verðlagsákvæðum sé hlýtt, og að afla gagna og upp- lýsinga til undirbúnings mála hjá verölagsnefnd, sem hún get- ur stuðzt við til ákvörðunar á verðlagi. Og að auki önnumst við verðkönnun á ails konar vamingi fyrir Hagstofuna. — Daglegar annir eru aðal- lega fólgnar í því að veita við- töku og yfirfara verðreikninga innflytjenda, sem þeir leggja héma inn hjá okkur dag’ega fyr- ir nálega allan innflutning. Og svo hið daglega eftirlit í verzl- uum, og að nokkru leyti rann- sóknir á einstöku klögumálum, sem okkur berast.“ „í hverju liggur þetta dag- lega eftirlit í verzlunum?" „Það mundi ekki auðvelda okkur starfið, ef við upplýstum allar okkar staifsaðferðir, en þetta eftirlit liggur í heimsókn- um eftirlitsmanna okkar (nfu talsins hér í Reykjavík) í verzl- anir, þar sem þeir huga að þvf, hvort ákvæðum um hámarks- á'agningu, um verðmerkingu • nings o. fl. sé hlýtt. — Raunar er mikill hluti af starfi ebfirlitsmannanna fólginn í leiðbeiningum og tilsögn, því að mikilil hluti af þvi. sem mið- ur þykir fara, stafar einifaldlega af þekkingarskorti, en ekki af vísvitandi óhlýðni.“ „Hvaö starfa margir hjá skrif- stofum verðlagsstjóra hérna í „Við höfum héma 21 starfs- mann 'I'þá'ð Kellá, en éftirlits- svæðið nær vestur í Króks- fjarnes og austur í Kirkju- bæjarklaustur. — Utan Reykja- víkur höfum við svo 5 fastráðna menn, einn á Vestfjörðum, einn á Norðvesturlandi, tvo á Akur- eyri. og einn á Ausbfjöröum. Og fjóra lausráðna menn að auki,“ svaraði verölagsstjóri. „Hver eru algengustu brotin, sem þið hafið afskipti af?‘‘ Þau eru aðallega tvenns kon- ar. Vanræksla innflytjenda á að skila inn gögnum (verðreikning- um) yfir innifluttar vörur. Hins vegar er vanræksla kaupmanna á skyldum sínum til þess að verðmerkja vömr í sýningar- gluggum." „En engin brögð að þvi, að brotin séu ákvæði um hámarks- álagningu?" „Það er tiltölulega sjaldgæft.“ „Hvernig fær 21 maður — þar af 9 eftirlitsmenn — komizt yfir að lfta eftir öl'lum verzlun- um á þessu svæði og svo yfir- fara verðreikninga?‘‘ „Nokkrir þessara manna eru alveg bundnir viö afgreiðslu verðreikninganna, en það liggur auðvitað í augum uppi, að hinir komast ekki yfir að heimsækja hverja einustu verzlun, svo að hið daglega eftirlit byggist mest á sýnishomaeftirliti. Þeir heim- sækja nokkrar verzlanir í einu og fá af því hugmynd um, hvernig ástandið er. Auk þess sem þeir rannsaka þau tilfelli, sem okkur er beinlínis tilkynnt um. — Það er auðvitað nokkurt matsatriði hvað menn vilja hafa svona eftirlit hart og strangt, eða hve miklum fjármunum þeir vilja verja til slíks eftirlits. Verðlagseftirlit er í eðli sínu stjómmálalegs eðlis, efnahags- pólitfk, — spurning um hversu frjátls Frjáls verzlun eigi að vera o.s.frv.,“ sagði Kristján að lokum. — GP Teljiö þér, að eftirlit með verðlagi sé nægi- legt? Árni Einarsson, fyrrv. sím- stöðvarstj. á Hvolsvelli: „Nei, það býst ég ekki við. — Vörur hækka eitthvaö svo ótrúlega ört í verði, sem ég held að minni brögð yrðu að, eif eftirlitið væri hert.“ Birthe Jónsson, húsfrú Dals- garöi ' Mosfellssveit: „Ég býst svo sem ekki við því, að aukið eftirlit mundi draga mikið úr verðhækkunum, en ekki mundi það saka neitt, þótt hert yrði.“ Þórður Þórðarson, framfærslu- fulltr. i Haffnarfirði: „Það finnst mér ekki, — bæði af því, hve lengi var dregið að stöðva verð- bólguna, og svo af misháu verði f búöunum á kannski alveg sömu vörunni undir sama vörumerk- inu.“ Díana Einarsdóttir, húsfrú og verzlunarmær: ,,Nei, þaö finnst mér ekki — eða ekki verðum viö i búðunum neitt vör við eftirlitið." mmKAKnw.iii i niwmiiTWÉi Bjami Guðjénsson, eftirlitsm. hjá Hitav Rvíkur: „Það held ég bara tæplega. — Ég varð þess var eftir tóbakshækkunina á dögunum, að tóbak hafði hækk- að í flestum búðum daginn eftir, þótt ég svo rækist á verzlun fjórum dögum síðar, sem seldi enn á gamla veröinu. —- Nei, ég held að það sé tæplega nægi- legt.“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.