Vísir - 05.01.1971, Page 8

Vísir - 05.01.1971, Page 8
8 VISIR . Þriðjudagur 5. janúar 1971, Otgefandí Reyklapreni öt. Framkvæmdastióri Sveínn R Cyjöllsson Ritstjórí lónas Kristiánsson Fréttastiðri Jón Birgii Pétursson Ritstiómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson Augiystngar Bröttugötu 3b Slmar 15610 11660 Mgreiðsla Bröttugötu 3b Stmi 11660 Ritstiðri Laugavegi 178 Slmi 11660 f5 llnur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintaklð Prentsmiöia Visis — Edda hf. Stöndum vel oð vigi | viðtali, sem birtist í Vísi síðasta útkomudag liðins árs, sagði Ingólfur Jónsson ráðherra, að árið 1970 hefði að flestu leyti verið gjöfult og hagstætt ár og að þjóðin stæði vel að vígi á þessum áramótum. Benti hann á góð aflabrögð og gott verðlag á útflutnings- afurðum, vaxandi gjaldeyrisvarasjóð, aðildina að Frí- verzlunarsamtökum Evrópu og vel heppnaðar verð- stöðvunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ingólfur Jónsson sagði, að verðstöðvunin hafi kom- ið á réttum tíma. Hún hafi þegar sýnt, að hún beri tilætlaðan árangur og muni tryggja aukinn kaupmátt launa. Sérstaklega hafi hún bætt aðstöðu þeirra, sem verst voru settir, og minnti hann í því sambandi á hækkun fjölskyldubóta og lækkun brýnustu nauð- synja almennings. Síðan svaraði Ingólfur því, hvað við tæki að loknu tímabili verðstöðvunarinnar: „Menn spyrja náttúrlega, hvað taki við, hvort nið- urgreiðslum á nauðsynjavörum verði haldið áfram eða hvort losað verði um dýrtíðarskrúfuna. Því er til að svara, að sú ríkisstjórn, sem þá fer með völd, verður að gera heilbrigðar ráðstafanir ^H^trýggingar atvinnu- og efnahagslífinu. Vitanlega verð.ur að halda vísitölunni í skefjum og þá helzt með því að halda niðurgreiðslum á nauðsynj avörum áfram. Þetta verð- ur unnt að gera, ef samhent ríkisstjóm verður við völd og árferðið verður ekki langt fyrir neðan með- allag.“ Ingólfur kvaðst telja landhelgismálið vera tvímæla- laust eitt veigamesta mál þjóðarinnar. Stefna bæri að því, að þjóðin fengi landgrunnið allt til eigin um- ráða og að hún ein nýtti fiskinn kringum landið. Ann- að mikilvægt mál í samskiptum íslendinga við aðr- ar þjóðir væm viðræðurnar við Efnahagsbandalag Evrópu. í þeim viðræðum væri aðalatriðið að ná hag- kvæmum viCs’ iptasamningi án þess að ganga inn á nokkuð, sem or......... óCinni fjötur um fót í framtíðinni. Hins vegar kiomi ekki til greina, að ís- lendingar gerðust aðilar að því bandalagi. Undir lok viðtalsins sagði Ingólfur: „Það getur orðið áhrifaríkt fyrir framtíð þjóðarinnar, hver verða úrslit alþingiskosninganna á árinu 1971 og hvaða stefna í þjóðmálum verður ráðandi að þeim loknum. Það hefur stundum verið sagt, að þjóðin fái þá stjórn, sem hún á skilið. Kjósendum er því mikii ábyrgð á höndum á næsta ári. Fámenn þjóð, sem býr við yzta haf, á vitanlega alltaf í vök að verjast. Baráttu hennar fyrir sjálf- stæði, efnahagslega, menningarlega og stjómarfars- !ega, linnir aldrei. Með framsýni, dugnaði og sam- hentri rfkisstjóm mun takast að halda áfram upp- byggingarstarfinu og búa þannig að þjóðinni, að hún geti setið á bekk með fremstu menningarþjóðum heims og lifað við sambærileg lífskjör og gerist með- al nágrannaþjóðanna.“ Sænskir kommúnistar fengu oddaaðstöðu á þingi f kosn- ingunum í fyrrasumar. Foringi kommúnista C. H. Hermanns- son, til hægri, sést hér fagna auknum áhrifum flokks síns. Herbergi fyrir hrera þagmam Betur er búið oð sænskum bingm'ónnum en islenzkum — Nýtt b'mghús, þegar þing kemur saman i einni deild 11. janúar Ijir G/i Betur er búið að sænsk- um þingmönnum en ís- lenzkum starfsbræðmm þeirra. Sænska þingið kemur saman hinn 11. nóvember í nýju þing- húsi, sem er tvöfalt stærra en hið gamla var. í húsinu eru 800 her- bergi á tíu hæðum. — Hver þingmaður getur fengið eigin herbergi, og í 149 herbergjanna er rúm, bað og salerni. í sjálfum fundarsalnum er rafmagnsborð fyrir þingmenn með lampa, hnöppum til að þrýsta á við atkvæðagreiðslur, hátalara og magnara. — Þarna er innanhússsjón- varp, veitingasalur, tvö herbergi fyrir guðræki- lega iðkun, baðstofa og margt annað. Útvarp, sjónvarp og blöðin hafa sérstök herbergi til ráð stöfunar. Deildaskipting afnumin Sæi\ska þingiö varð e’n deikl eftir kosningarnar I fyrrasumar Forseti gamla þingsins batt hinn 16. desember enda á skipulag sem verið hefur við lýði síðan árið 1866. Fyrir rúmum 100 árum hafói þing I tveimur deild- um leyst af hólmi gamla stétta- þi-ngið sænska, sem var skipt milli aðals, klerka, borgara og bænda. Hinn 11. þessa mánaðar munu hinir nýkjörnu 350 þingmenn verða „kallaðir upp“, og síðan verður kjörinn þingforseti. Meiri óvissa er um rikisstjóm en verið hefur um langt skeið. Jafnaðar- menn misstu sem kunnugt er meirihluta á þingi I kosningtm- um f sumar. Rfkisstjóm Olofs iIIBIIIIIlll »»»»»» Umsjón: Haukur Helgason: Palmes er því háð stuðningi hins litla kommúnistaflokks á þingi. Án kommúnista hafa jafnaðar- menn ekki meirihluta gegn sam- einuðum borgaraflokkum. Menn leiða getum að því, hvemig fara muni. Fyrst eftir kosning- amar var talið, að Oiof Palme mundi eiga hægt um vik að stjórna landinu. Sumir telja, að i ljós hafi komið, að kommúnist- ar muni selja stuðning sinn dýr- ara verði en Palme hafi ætlað I fyrstu. Hermannsson, leiðtogi kommúnista, hefur að vísu marg sinnis lýst yfir, að kommúnistar muni allt annað reyna, áður en t>eir eigi þátt I því, að stjóm bnrgaraflokka komi til valda. Hins vegar getur margt breytzt, begar erfið vandamál veröa tek- in fyrir. til dæmis afstaða Svía M1 F.fnahar'~bandalags Evrópu ng önnur mál. „spenna“ Ein nýjung í stjómarskrá er, að bar er sérstaklega tekið fram að bingræði skuli rikja. F.f meira en helmingur hinna 350 þingmanna samþykkir van- traust á ríkisstjómina, verður nún nú án tafar að biðjast lausnar. í gamle þinginu gat stjóm setið þrátt fyrir sam- bykkt vantraust ef hún hafði meirihluta í báðum þingdeildum til samans. — Þetta varð mikil- vægt upp úr 1960, þegar jafn- aöarmenn höfðu meirihluta í fyrstu deild þingsins. þótt þeir hefðu misst meirihluta í annarri deild. Kjörtímabil þingmanna var átta ár I fyrstu deild, en fjögur ár i annarri deild. Þvl sátu þingmennimir gömlu I fyrstu deiid og tryggðu stjóm- inni meirihluta, þótt hún hefði ekki meirihluta meðal kjós- enda. Aðeins einn tíunda þing- manna þarfa nú til að bera fram tillögu um vantraust á ríkisstjómina, og þetta skapar meiri möguleika á að fella ríkis- stjómina alla eða einstaka ráö- herra hennar. Þá getur stjómin sjálf ákveðið að gera eitthvert einstakt mál að fráfararatriði og segja af sér, ef það nær ekki fram að ganga.. Því má nú bú- ast við aukinni „spennu“ á þingi og harðari opnari átökum. Þá getur forsætisráðherra á eigin spýtur ákveðið nýjar þing- kosningar, og ríkisstjómin úr- skurðar þá, hvort þingið skuli sitja áfram fram að kosningum eða hvort þing skuli tafarlaus' leyst upp. Af hinum 384 þingmönnum á gamla þinginu munu 120 nú hætta. Þeir hafa annaðhvort ekki boðið sig fram eða fallið I kosningunum. Foringi miðfiokks ins Gunnar Hedlund verður ald- ursforseti þingsins, en hann stendur á sjötugu, og er hann þó skæðasti keppinautur Olofs Palmes um embætti forsætisráð- herra. Yngsti þingmaðurinn er svo einnig úr miðflokknum. Gunnar Bjðrk, 25 ára gamall. Meðalaldur 50 ár Meðalaldur þingmanna er um 50 ár, og er svipaður í öllum fiokkunum nema kommúnista- flokknum, þar sem hann er 44,5 ár. Konur á þingi eru enn í miklum minnihluta, eða 45 konur, það er 13 af hundraði þingmanna. Fréttamenn telja það hafa auðveldað þingstörf, að umræð- ur fara ekki fram samhliða í tveimur deildum og ekki kemur til, að einstakar deildir geri mismunandi samþykktir, svo að þurfi nýja atkvæðagreiðsiu um mál. Þar sem deildin er nú ein, losna ráðherrar við að vera á þönum milli deilda til að fjalla um mál sín. Nú verður auö- veldara og vafningaminna fyrir blaðamenn og allan almenning að fylgjast gjörla með umræð- um, þar sem þær eru á einum stað. Hins vegar er það talið þyngra i vöfum, að svo margir þingmenn skuli sitja í einum þingsal. Hinn mikli fjöldi getur lengt umræður, ef margir þurfa að láta ljós sitt skina. Þannig tók umræða um rjárlðg fyrtr einu ári þrjá daga i hvorri deild. en nú óttast menn, að umræð- an kunni að teygjast í fimm daga eða fleiri í einni deild. Hins vegar hefur þinaforseti nú völd til að skera niður ræðu- tíma þjngmanna. Olofs Pa'mes sem fvrir um ári tók við embætti forsæfis- ráðherra af Tage Erlander. bíðr því viðfangsefni. sem um mið" margt eru giörólfk beim. sen fyrirrennar! hans glfmdi við Olof Palme er umdeildur mað ur, dýrkaður af sumum og fvrir litinn af öðrum. Allar aðstæður valda bvf. að vænta má mimv friðar f sænskum stiórnmálmn en verið ef til vill um áratuga skeið. fNSUki

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.