Vísir - 12.01.1971, Qupperneq 8
VÍSIR . Þriðjudagur 12. janúar 1971.
Otgefandi: Reykjaprent nt.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3t> Símar 15610 11660
Afgreiösl^ • Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóra: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
f iausasöíu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðja Vtsis — Edd8 hl.
Stöndum auðþjóðum á sporði
!§vo virðist sem þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur
á hvern íslending hafi að meðaltali aukizt um 3—
3,5% á ári síðustu átta árin. Þetta eru mjög sóma-
samlegar framfarir í samanburði við nágrannaþjóð-
irnar. Þessar tölur benda til, að við getum vænzt svip-
aðra framfara hér og spáð er, að verði í mestu vel-
megunarlöndum heims.
Ástæða er til að ætla, að i náinni framtíð verði
framfarirnar í efnahagsmálum umheimsins jafnörar
og jafnvel enn örari en þær hafa verið á undanförn-
um árum. Fyrir því eru ýmis rök. í fyrsta lagi hugsa
þjóðir heimsins æ meira um hagvöxt sinn og herða
samkeppni sína á því sviði. í öðru lagi er á næstu
árum búizt við enn hraðari þróun vísinda og tækni,
og hefur það að sjálfsögðu jákvæð áhrif á hagvöxt-
inn. Síðast en ekki sízt hefur þekking stjórnvalda
á efnahagsaðgerðunvbatnað og þar með hefur minnk-
að hættan á kreppum eða annars konar afturkipp í
efnahagsmálum. o ••
Þessar staðreýndir valda því,' að það er ekki talin
óeðlileg bjartsýni að ætla, að aukning þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekna á mann í Evrópu verði um
eða upp undir 4% á ári næstu áratugina. Ef þessi spá
er rétt, verðum við að herða enn hagvöxtinn hjá okk-
ur til að halda í við nágrannaþjóðimar.
Af tölum um hagvöxt á hvem íslending á und-
anfömum árum getum við séð, hvað þarf til að þetta
takist. Af þeim tölum má sjá, að eðlileg árleg aukn-
ing þjóðarframleiðslu og þjóðartekna á mann hefur
verið 6—8%. Það eru mögm árin tvö, 1967 og 1968,
sem hafa dregið meðaltalið niður í 3—3,5%. Ef við
getum losnað við slíka afturkippi í framtíðinni, eig-
um við því með sama áframhaldi auðveldlega að geta
haft um eða yfir 4% hagvöxt á mann á ári.
Við þurfum því annars vegar að halda áfram þeirri
frjálsræðisstefnu í hagmálum, sem hefur fært okkur
6—8% hagvöxt á mann á ári, og hafna hugmyndum
um haftastefnu og óhóflegan ríkisbúskap. Jafnframt
þurfum við hins vegar að auka fjölbreytni atvinnu-
veganna, svo að tímabundin en mikil áföll í einni
grein, eins og urðu í sjávarútvegi árin 1967 og 1968,
valdi ekki samdrætti í atvinnulífinu í heild.
Eitt veigamesta verkefnið á því sviði er að auka
fjölbreytni iðnaðarins í lándinu, bæði smáiðnaðar og
störiðju. Einnig er mikilvægt að efla nýjar þjón-
ustugreinar. Ef okkur tekst þannig að auka fjöl-
breytnina nógu mikið til að hindra kreppur, ætti
frjálsræðisstefnan að geta fært okkur um og yfir
6% hagvöxt á mann á ári, eins og oftast hefur verið
m>danfarinn áratug.
Raunverulega þurfum við ekki nema um 4% aukn-
ingu á ári til að bæta stöðu okkar í hópi auðþjóða
heimsins og sigla á fleygiferð inn í allsnægtaþjóð-
félag framtíðarinnar.
Jarðarför brezka
samveldisins?
Vopnasala til Suður-Afriku varpar skugga á
ráðstefnu samveldisins, sem hefst á fimmtudag
— Mörg riki hóta að ganga úr samveldinu
Hugsanleg vopnasala
Breta til Suður-Afríku
hefur skapað ólgu innan
brezka samveldisins,
allt frá því að Edward
Heath varð forsætisráð-
herra. Þessi vopnasala
varpar skugga á undir-
búninginn undir ráð-
stefnu brezka samveld-
isins, sem hefst í Singa-
pore á fimmtudaginn.
Búizt er við, að þessi
níu daga ráðstefna muni
einkennast af „upp-
gjöri“ manna á milli
vegna þessara vopna.
Ætlað að styrkja
vestræn ríki.
Sum Afríkuríkin hafa hótað að
.segja sig úi^samveldinu, ef Bret-
land ákveöur að selja Suður-
Afriku seld vopn, muni þau
kappsmál svörtu Afrfkuríkj-
anna, Suður-Afríka er 'iand „að-
skilnaöarstefnunnar" í málum
kynþátta. Þar stjómar minni-
hluti hvitra manna yfir meiri-
hlutanum, sem er svartur. Marg
ir Afríkumenn óttast, að brezku
vopnin kynnu að veröa notuð
gegn þeldökkum Suður-Afrfku-
búum, beint eða óbeint. Brezka
stjómin segir, að verði Suður-
Afríku seld vopn, mundi þau
aðeins verða notuð til að styrkja
vamarkerfi vestrænna ríkja
gegn auknu veldi Sovétríkjanna
á hafinu sunnan Afríku.
Forseti ráðstefnunnar verður
hinn nýi forseti Singapore, Lee
Kuan Yew. Hann vonar, að
hann fái ekki það ömiurlega h'lut
skipti að halda lfkræðuna yfir
brezka samveldinu. Hann skor-
aði nýlega i viðtali á aðildar-
ríkin að leggja ágreiningsmálin
á hifluna og starfa saman á
þeim sviðum, þar sem áhugamál
þeirra fara saman.
Samveldið mikilvægt.
Framkvæmdastjóri samveld-
isins Amold Smith hefur lýst
svipaðri skoðun. í skýrslu sinni
fyrir síðustu tvö ár segir hann:
„Þar sem flest heimsvandamái-
næstu árin munu varöa sam-
skipti kynþátta, iönaðarríkja og
þróunarríkja, og skipti fóiks frá
ým®um álfum og landshlutum,
þá mun aukast gildi samveldis
þjóða, sem er víðsýnt. í fram-
tíðinni mun samveldið bezt geta
þjónað aöilum sínum með því
að sinna þeim tveimur verkefn-
um, sem það hefur bezt skilyrði
til að þjóna: Skapa grundvöll
fyrir raunhæft samstarf og auka
sameiginlega umræðu um vanda
málin.
Á ráðstefnunni verða stjóm-
mádaumræður fyrstu tvo dagana
og þá er unnt að brydda á Suð-
ur-Afrfku og Rhódesíumálunum.
Síðan er í ráði, aö tekin verði
fyrir efnahagsmál og aðstoð við
vanþróuðu ríkin.
Hins vegar óttast Bretar, að
Suður-Afríkumálið muni koma
á dagskrá strax við setningu
ráðstefnunnar og gnæfa yfir alla
ráðstefnuna úr því. Edward
Verður Heath að velja milli
vopnasölunnar og samveldis-
ins?
IIIIIIIIBHB
im mm
■■■■■■■■■■■■
Umsjón: Haulcur Heigason:
Frú Bandaranaike óttast
kalda strföið.
Indira Gandhi. — Hvað yrði
samveldið án Indlands?
Heath forsætisráöherra hefur
þegar lýst þvf yfir, að menn
skuli ekki vænta neinnar endan-
legrar yfirlýsingar frá honum
um vopnasöluna á þessari ráð-
stefnu. Með því vil'l Heath
reyna að draga úr áhrifum máls
ins og hindra að ráðstefnan beri
svip af deilum um það.
Áfall, ef Indland fer.
Heath er í talsverðum vanda.
Brezka stjómin virðist telja það
nærri óhjákvæmilegt að sporna
gegn auknu sjóveldi Sovétríkj-
anna meö því að styrkja flota
Suöur-Afríku. Heath gerir sér
grein fyrir, að þetta kann að
krefjast fóma. Hann hefur lýst
því yfir, að það tákni ekki enda-
lok samveldisins þótt einhver
Afríkuríkin kunni að ganga úr
því. Hins vegar hefur indverska
stjómin til þessa haft svipaða
afstöðu til vopnasölunnar og
svörtu Afríkurfkin. Það yrði
samveldinu mikið áfal'l, ef ekki
banabiti, ef Indland gengi úr
því. I samveldinu er nú 31
ríki.
Heath kemur við í Indlandi
á leiö sinni til Singapore. Eng-
inn efi er talinn, að vopnasal-
an mun verða efst á baugi f
viðræðum hans og indverskra
leiðtoga. Spurningin verður því,
hver á'hrif Indlandsförin muni
hafa á Heath.
Yfirvofandi hætta í
annað sinn.
Þetta er í annað skipti á fimm
árum, að framtfð brezka sam-
veldisins er f yfirvofandi hættu.
Fyrra skiptið var það vegna
Rhódesfu, og það mál er enn
á dagskrá. Stjórn Rhódesfu hef-
ur svipaða afstöðu og Suður-
Afrfkustjóm til svertingja, sem
eru einnig miki'1'1 meirihluti
af fbúum Rhódesíu.
í báðum tilvikum er um að
ræða afkomendur hvftra manna,
sem settust að í Afríku, sem
þá var að miklu leyti eign Bret-
lands. Sfðan hafa rfkin fengið
sjálfstæði hvert af öðm, og fara
svertingjar með stjóm þeirra
alilra nema þessara tveggja,
enda eru hvítir menn fjölmenn-
astir í Suður-Afríku og Rhódes-
íu og hafa búiö bezt um sig.
Fyrstu forsætisráðherrarnir,
sem koma munu til Singapore,
eru frú Bandaranaike frá Ceyl-
on og Kamisse Mara lávarður
frá Fijieyjum. Frú Bandaranaike
hefur sérstaka kvörtun frarn að
færa á ráðstefnunni. Hún ber
sig illa undan ráöagerö Breta og
Bandarfkjamanna að stofna
bækistöð á eyjunni Diego
Garcia í Indfandshafi. Óttast frú
Bandaranaike, að þetta muni
færa kalda stríðið inn á Ind-
landshaf.
Aukin sovézk áhrif.
Sovétríkin hafa, eins og áður
segir, stóraukið áhrif sín á
Indlandshafi. Heimiidir í Singa-
pore herma, að Rússar hafi nú
einn kafbát, landgönguskfp, eitt
olíuskip, tvö eöa þrjú hsrsteip
og marga togara á hafinu. Marg-
ir telja að Sovétríkin ögri vest-
rænum ríkjum á þessu svæði
fremur í stjðrnmálalegu tilliti
en hemaðarlegu.