Vísir - 12.01.1971, Page 13
V IR . Þriðjudagur 12. janúar 1971.
13
Þórunn Sigurðardóttir skrifar frá Svíþjóð:
Er nauösynlegt oð kona,
sem óskar fóstureyðingar,
reki ævisögu sína fyrir
óteljandi óviðkomandi
aðilum?
Mikið deilt um fóstureyðingar i Sviþjóð,
þar sem lög leyfa jbær, ef „sérstakar ástæður"
eru fyrir hendi
'C'óstureyðingar eru mjög um-
deildar hér í Svfþjóð, eins
og víðar, og undanfarnar vikur
hefur vart verið hægt að opna
blöð, útvarp eða sjónvarp án
þess að heyra á þær minnzt.
Fjöldamargar konur hafa skrif-
að fjölmiðlum og skýrt frá eigin
reynslu í sambandi við fóstur-
eyðingar og eitt slíkt bréf var
fyrir skömmu flutt í leikformi
f sjónvarpinu. í kosningabar-
áttunni í haust varð þetta að
pólitísku máli, Kristilegir demo-
kratar hengdu upp slagorð eins
og „Við höfum öll rétt á að
lifa“. Hafa þeir barizt hart gegn
lögleiðingu fóstureyðinga og
vilja að endurskoðuð sé lög-
gjöf sú, sem nú er í gildi í
Svíþjóð um fóstureyðingar. Sú
löggjöf er raunar mun rýmri en
í flestum Evrópulöndum og á
síðasta ári fengu yfir 90% allra
sænskra kvenna, sem óskuðu
eftir fóstureyðingu hana á lög-
legan hátt.
Skriffinnskan niður-
lægjandi og óþörf
Raunar hefur framkvæmd
þessarar löggjafar einnig oröið
mjög umdeild og álita margir
að öll sú skriffinnska sem þvi
fylgir að fá löglega fóstureyð-
ingu, sé niðurlægjandi og óþörf,
bæði fyrir þjóðfélagið og kon-
una. Telja margir algjörlega ó-
þarft, að konan reki ævisögu
sína fyrir óteljandi ókunnugu
fólki, læknum sálfræðingum,
félagsráðgjöfum og fleiri. — Sál
fræðingur nokkur, sem hefur
undanfarin ár haft þá atvinnu
aö ræða við konur, sem óska
fóstureyðingar, hefur komizt að
þeirri niðurstöðu, að langflestar
kvennanna skrökvi svo og svo
miklu um aðstæður sínar, til
þess að vera þess fullvissar að
fá samþykki fyrir fóstureyðing
unni. Telur sálfræðingurinn að
þetta sé mjög niðurlægjandi
fyrir konuna, sem finni sig
þvingaða til þess að grípa til
ósanninda, og þetta fylli kon-
una sektarkennd. sem stundum
brjótist fram eftir að aðgerðin
hefur verið framkvæmd, sem
eftirsjá og samvizkubit. „Stað-
reyndin er sú, að fjölmargar
konur bíða tjón á sál sinni við
fóstureyðingu, eins og hún er
framkvæmd hér í landi skrif-
finnskunnar", segir sálfræðing-
urinn og ennfremur: „Sérstakar
ástæður, eins og lögin telja
nauðsynlegar til þess að fóstur-
eyðing sé framkvæmd, er hvort
eð er svo víðtækt hugtak, og í
rauninni óskar engin kona fóst-
ureyðingar, nema „sérstakar
ástæður" séu fynr hendi“.
Þessi skriffinnska tekur svo
auðvitað langan tíma, konan
verður að bíða vikum saman
milli vonar og ótta og þegar
aðgerðin er loksins framkvæmd,
er stundum svo langt liðið á
meðgöngutrmann, að nauðsyn-
legt er að framkalla fæðingu.
Sérstakar deildir eru yfirleitt
ekki til á sjúkrahúsum fyrir
konur, sem gangast undir fóst-
ureyðingu, þær verða að liggja
innan um verðandi og nýorðnar
mæður og eykur það enn á sekti
arkennd þeirra.
V
Konan sjálf verði látin
taka ákvörðunina
Bn hvernig á þá að fram-
kvæma þessa löggjöf? Þeir sem
fylgja algjörlega frjálsum fóstur
eyðingum vilja fyrst og fremst
afnema alla þessa skriffinnsku
í sambandi við fóstureyðingar.
Þeir vilja að konan sé sjálf látin
taka þessa ákvörðun, þar sem
hún ein geti dæmt um það hvort
hún vilji og geti átt barnið.
Óski hún eftir að ræða við sál-
fræðing eða lækni, þá fái hún
það kostnaðarlaust. Auk þess
krefjast fylgismenn frjálsra
fóstureyðinga þess, að ríkið
neyði konur ekki til þess að
gangast undir fóstureyðingu af
fjárhagsástæðum. En rann-
sóknir hafa sýnt, að mjög stór
hluti þeirra kvenna, sem óska
fóstureyðinga, gera það vegna
þess að þær hafa ekki fjárhags
lega möguleika á að ala upp
bam. Þó verður ekki annað
sagt en sænsk stjórnvöld
geri mikið til þess að létta undir
með mæðrum, mjög ríflegir fæð
ingarstyrkir, barnalífeyrir,
sjúkrapeningar, ókeypis Jæknis
þjónusta og sjúkrahús- eða fæð
ingardeildarvist, svo til ókeypis
tannviðgerðir fyrir verðandi og
nýorðnar mæður, auk 6 mánaða
frís á launum fyrir allar vinn-
andi konur, — allt þetta leggur
rfkið fram til þess að bamsburð-
ur þurfi ekki að vera fjárhags-
„Fjöldamargar konur bíða tjón á sál sinni við fóstureyðingu, eins hún er framkvæmd hér í
landi skriffinnskunnar,“ segir sænskur sálfræ ðingur, sem hefur þá atvinnu að ræða við kon-
ur, sem óska fóstureyðingar.
leg byrði fyrir konuna. Auk I
þess má nefna ýmsa opinbera |
aðstoð við eftirlit á börnum, dag
heimili og „dagmömmur", sem
koma á heimilin og gæta barn-
anna. Allir strætisvagnar og neð |
^apjarðarlestir eru sérstaklega út
búin, svo ha:gt sé að koma
.. baynayðgm^n fyrir, svo að kon- \
ur méð böfn geti farið ,’rerða
sinna þó þær eigi ekki bíl.
Öll börn verði
látin lifa
Þeir sem berjast gegn fóstur-
eyðingum, telja hins vegar að
öll böm eigi að fá að lifa, þ.e.
líf þeirra hefst strax á augna-
bliki frjövgunarinnar. Margir
telja að fóstureyðing sé ekki af-
sakanleg, jafnvel þótt líf móður
innar sé í hættu, sömuleiðis er
kona, sem verður vanfær eftir
nauögun, neydd til þess að eiga
sitt barn, þar sem það hefur jú
ekkert til sakar unnið. Og ein-
mitt þessi atriði hafa vakiö
hvað mestar deilur. Allt fram
til ársins 1938 var þetta al-
mennt.álit á fóstureyðingum, og
það er ekki fyrr en þá að sænsk
lög leyfa fóstureyðingar, ef á-
stæða er til að ætla að heilsa
konunnar sé í hættu eða ef
henni hefur verið nauðgað.
Það er því lítil von til þess
að þeir sem harðast hafa barizt
með eða móti fóstureyðingum,
geti komið sér saman um ein-
hverja lausn á þessu vandamáli,
þar sem svo gífurlega mikiö skil
ur á milli. Eina vonin er sú að
unnt verði að finna upp svo ör-
uggar getnaðarvarnir að fóstur-
eyðingar, löglegar og ólöglegar
hverfi úr sögunni fyrir fullt og
allt. - ÞS
^ölskyldan ogljeimilid
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu harð-
viðarinnréttinga í fundarsali ög fleira á 2.
hæð Hótel Esju Reykjavík.
Innréttingar þessar eru þiljur, hurðir, bar-
borð, rimlaveggir o. fl.. '
Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofunni s.f.
Ármúla 6, gegn 1000.00 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu byggingar-
stjórans í Hótel Esju, 3. hæð 1. febrúar 1971
kl. 11 f.h.
Sinfóníuhljómsveit fslands.
Tónleikar
í Háskólabíói fimmtudaginn 14. janúar kl.
21.00. Stjórnandi Bohdan Wodiczko. Ein-
leikari Peter Frank.
Flutt verður: Passacaglía eftir Bach, sinfónía
nr. 3 eftir Honegger og píanókonsert nr. 1
eftir Brahms.
Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal og
bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar.
Dagblaðið Vísir
óskar að ráða sendisvein 12—13 ára frá M.
1—3
Þarf að hafa hjól
afgreiðsluna.
Hafið samband við
SÍMI11660