Vísir - 18.01.1971, Síða 3

Vísir - 18.01.1971, Síða 3
VÍSIR. Mánudagur 18. janúar 1971. MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MOR Umsjón: Gunnar Gunnarsson. Framhlið sendiráðsins eyðilögð AUGLÝSING ........ — 3 öflugar sprengingar við sendirád Rússa i Canberra 9 Öflugar sprengingar, sem heyrðust í margra km fjarlægð, þeyttu út í veður og vind 27 af 30 gluggarúðum á framhlið sovézka sendiráðsins í Can berra, Ástralíu, á sunnu- dagsmorgun. — Lögreglan handtók svo í gærkvöldi 2 unga menn frá Perth í V- Ástralíu og ákærði þá fyr- ir ólöglega vopnaeign og notkun sprengiefna. Sprengingarnar voru þrjár. Eng- in manneskja meiddist, en lögreglu- maður, sem var i eftirlitsferð fyrir utan sendiráðið, þeyttist um koll og starfsfólk sendiráðsins vaknaði mjög svo hastarlega. Aðalinngang- ur byggingarinnar var eyðilagður — ANDSPÆNIS FJÖLMIÐLUM Meir Kahane, rabbí, stendur þarna andspænis ljósmyndurum dagblaða eftir að í Ijós kom samband milli hans og aðgerða gegn Sovétmönnum í New York. Lindsay borgarstjóri hefur fyrirskipað að allar hugsanlegar aðgerðir Meir Kahane og félaga hans verði hindr- aðar, en hann hefur herjað á sovézka diplómata í hefndarskyni fyrir framkomu Sovét- manna heima fyrir við Gyðinga, aðallega þó fyrir að banna Gyðingum í Rússl. að flytjast til Israels. Er nú ástand allt heldur uggvænlegt í sambúð Sovétmanna og Bandaríkjanna. Bucher dvaldi í verka- mannahverfi í Ríó Svissneski ambassadorinn í Bras- ilíu, Giovanni Bucher, sagði í gær nákvæmlega frá því, hvemig hinir 40 dagar, sem hann dvaldi hjá ræningjum sfnum, hefðu gengið fyr ir sig. Bucher var sem kunnugt er haldið hjá skæruiiðum, þeim hinum vinstrisinnuðu, sem rændu honum snemma í desember og slepptu hon um svo um daginn, þegar leystir voru 70 pólitískir fangar úr haldi. Bucher er 57 ára gamall, og var honum sleppt á laugardaginn, en þá vora fangamir 70 komnir ti'l Chile. Setti hann sig fyrst í samband viö sendiráð sitt og sína nánustu vini. Eftir því sem næst verður komizt, var Bucher haldið föngnum inni í mjög litlum klefa í litlu húsi eða kofa, sem hefur sennilega veriö staðsettur i verkamannahverfi í Ríó de Janeiró. Bucher getur ekki lýst umhverfi kofans neitt, því að rúðan, sem fyrir glugganum var, var máluð svört. Ræningjarnir fengu honum bækur að lesa, aðallega glæparómana, en annars segist hann hafa drepið tím- ann með því að leika hljómplötur með tónlist eftir Bach og Beet- hoven. Hann fékk að horfa á sjón- varp og lesa blöð, en jölakort fékk hann ekki að senda, nema 2, sem stfluð vora á sendiráðið. Buoher segir, að þegar a'llt komi til alls, hafi veran hjá ræningjun- um verið þolanleg og skemmtileg í vissum skilningi. Þeir hafi komið vel fram við sig, nema hann kvaðst argur út I þá fyrir að hafa ekki leyft sér að reykja annað en bras- ilískar sfgarettur, sem hann segir að falli ekki í kramið hjá sér. í dag fer Bucher til höfuðborgar Brasilfu til að þakka rikisstjóm landsins björgim sína. múrsteinar breyttust í ryk og 30 sm djúpar holur komu á gangstétt- ina. Ástralska ríkisstjórnin hefur beð- izt afsökunar við Sovétstjómina á sprengingunum, og hefur lofað að bæta Rússum tjónið, en áður en afsökunarbeiðni Ástralíumanna kom til, hafði Victor Smirnov, tals- maður utanrfkisráðuneytisins rúss- neska, borið fram harðorð mótmæli viö Ástralíumenn. Félagsskapur f Canberra sem kaWar sig vamar- menn Gyðinga, hélt því fram í bréfi til dagsblaös eins í borginni, að féiagið stæði á bak við spreng- ingamar, og jafnframt lofaði félag þetta, að meiri háttar aögerðir yrðu hafnar gegn sendiráðinu. Lögreglan hefur hins vegar leitt f ljós, að hvorugur þeirra, sem handteknir voru fyrir sprenging- amar, er Gyðingur. Mennirnir era 19 ára verkamaður og 23 ára Sviss- lendingur. Isi Liebler, leiðtogi Gyðinga í Ástralfu, hefur sagt, að hann þekki ekkert til félagsskaparins í Can- berra, sem lýsti sig ábvrgan fyrir sprengingunum, sagðist Liebler hafa verið í sambandi við allar fé- lagsdeildir hinna 70000 Gyöinga, sem í Ástralíu búa, og vissi engin þeirra um sprengjutilræðið. Israelsmenn hafa lýst yfir for- dæmingu sinni á árásum á sendi- ráð Rússa, þótt þeir fordæmi jafn- framt framkomu Sovétmanna við Gyðinga í Sovétríkjunúm. Lunokhod 1 gengur enn Sovézki tunglvagninn, Lunokhod 1, ók af stað aftur á laugardaglnn. Hann sendi sjónvarpsmyndir til jarðar af förum sínum, þeim er hann markaði f tungliö fyrir mán- uði, að því er Tass segir. Tunglvagninn furðutegi er sagður Ifta út erns og baðbak á hvolfi og hefur hann átta hjól. Á laugardag- inn rúllaði hann 254 metra og sendi til jarðar upplýsingar um ferðir sínar í næstum 2 klukkutilma stanz- laust. Lunokhod 1 var komið til tungls- ins þann 17. nóv. s.l. af geimskip- inu Luna. Hefur hann sfðan ekiö um tunglið með nokkrum hléum, en hléin orsakast af því, að sólar- rafhlöðumar. sem knýja hann á- fram, þurfa nokkurn tíma til að hlaðast aftur og aftur. MJÖG órólegt ástand hefur ríkt síðustu 2 daga í fylkinu Vestur- Bengal á Indlandi. Að minnsta kosti 15 manns hafa látið lífið i hörðum átökum milli mótmælenda og lögreglu, að því er sagt var í fréttum frá svæðinu í gærkvöldi. Upplausnarástand þetta, sem upp á síðkastið hefur mest bitnað á höfuðstað V-Bengal, Calcutta, og öðrum borgum á svæðinu, hef- ur leitt til þess, að löigreglan hefur sent liðstyrk frá öðrum fylkjum á móti stríðandi Iýð. í átökum, sem urðu milli áhang- enda Kongressflokksins og hins marxistíska kommúnistaflokks, er situr í rfkisstjórn í Vestur-Bengal, létust 3 menn á laugardaginn. — Seinna var fjöldi fbúðahúsa, sem kommúnistar bjuggu f, brenndur til kaldra kola og lézt þá fjöldi manna. . •• ::u i.aaMliwiwilwc''! HÍIIIIIHlHlimitmiri'1 ' : ní: : : Kommúnistarstríða innbyrðis Á sunnudag taldi lögreglan fimm látna eftir að maó-komrr.únistum hafði lent saman við Moskvu- t.rygga-kommúnista. 1 einum borgarhluta Calcutta fór allt í bál og brand, þegar laust saman ólíkum flokksbrotum komm- únista af ýmsum toga og ýmist kennd við Moskvu, Peking eða Kúbu. Síðan í ágúst í fyrra, hafa 400 manns látið lffið í slíkum ó- eirðum f Calcutta. Taka steypu fram yfir malbikiÖ Þessa mynd tók Ijósmyndari Vísls af gatnagerðarframkvæmd um I Ytri-Njarðvík, en þar hef- ur um það bil einn og hálfur kflómetri gatna verið steyptur í sumar og verður síöasta höndin lögð á það verk í dag eða á morgun. Hefur þá verið lagt þar varanlegt slitlag á um 2i/2 kíló- metra, en það er um þriöjungur gatnakerfisins i Njarðvíkur- hreppi. Áður hefur verið malbik- aður einn kílómetri þar. Að- spuröui kvað Jón Ásgeirsson sveitarstjóri steypu hafa verið tekna fram yfir malbikið aö þessu sinni, vegn hinna hag- kvæmu kíara. sevn Sementsverk snv'ðia ríkisins hauð beim sveit- arfélögum, sem kaupa vildu sement til gatnagerðar. Elns hefði hað líka haft sitt að seqia að við steypuvinnuna geta ibú- amir sjálfir unnið, en þegar mal bikað eV, þárf að Ieigia miklar vélasamstæður og sérþjálfaðan mannafla til verksins. — ÞJM l Þessi frétt birtist í Vísl föstu- I daginn 16. október 1970. Sementsverksmiðja rfkisins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.