Vísir - 18.01.1971, Síða 6

Vísir - 18.01.1971, Síða 6
Víkingar höfðu aðeins einn víking til að beríast við Fram Hinn rauðskeggjaði Guð knésett Framarana einn Með alls ónýta menn í marlo' sínu urðu Víkingar aö láta' f minni pokann gegn Frömurum í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi í geysiskemmtilegum leik. Hvert skotið öðru lélegra sigldi i netið hjá þeim Vfking- unum, og enda þótt liðið ætti annars afbragðs leik, þá komu þau sannindi í ljós, að lið verð- ur að hafa a. m. k. markvörð, sem ver eitthvað öðru hverju. Þessi tvö lið eru greinilega mjög jöfn, en reyns'ia og yfirvegun Fram- aranna var þung á metaskáiunum. Áreiðanlega eru Framaramir að sigla út úr þessari miklu lægð, sem þeir hafa verið í að undaniPömu og það væri fráleitt að fara að telja þá ekki eiga í fullu tré viö lið Haukar, FH og Vals á næstunni. Þvert á móti má reikna með hörð- um leikuai þessara aðila. Bros forráðamanna Fram að loknum leiknum i gærkvöldi voru þau blíðustu, sem um varir þeirra jón Magnússon gat ekki — Markvarzla i molum ’hafa leikið um langan tima. Og það var vonlegt, allt tal um botn- baráttu liðsins hilýtur að hjaðna héðan í frá. íslandistitillinn er mögufeiki, þótt ótrúilegt sé. Leikur liðanna var allan tímann jafn, en Fram hafði þó yfirleitt 1 mark yfir f fyrri háWleik en 5 sinnum jöfnuðu Víkingar án þess að takast að komast yfir. Vamim- ar skiluðu sínu hlutverki prýðilega af hendi, e.t.v. vegna þess að sókn- arloturnar voru dálítið einkenndar af mikilili taugaspennu leikmanna. Það var eins og lei'kmenn heifðu ekki dug í sér að reyna að komast í gegn, en léku dálítið ruglingslega fyrir utan vömina. Það var dæmigert fyrir Víkings- markverðina, að í byrjun varði markvörðurinn tvívegis skot af línunni, — en auðveld skof f gegn um vömina fengu að fara í netið viðstöðulaust hvað eftir annað. Þá var það hálf ergilegf fyrir Vfkingsaðdáendur að sjá Einar Magnússion hengslast þetta um. Það er svo greinilegt að þessi lei'k- maður getur miklu oftar komizt í skotstöðu, — og EF hann stekkur upp og réttir úr handleggjunum, þá er það fátit, sem getur stöðvað hann. í gærkvöldi skoraði hann aðeins eitt einasta mark. Sá leik- maður, sem vakti mesta athyglina, var Guðjón Magnússon, unglinga- landsliðsmaður, rauðskeggjaður og mikilúðlegur, ber Víkingsnafnið sannarlega með rentu. Guöjón barð- ist allra manna bezt í gærkvöldi og er stórhættulegur leikmaður, ógnar manna mest f sókn og verst veil. Bara að hann Einar hefði eitt- hvað af skapinu hans Guðjóns. Annars varð ég fyrir vonbrigðum með fleiri en Einar, Páll Björgvins- son var t.d. langt frá sínu bezta og Magnús Sigurðsson sömuleiðis. í seinni hálfleik hélt sama á- fram, Fram leiddi, en tóksf nú að auka muninn f 2 mörk f 7:9 og í 3 mörk f 7:10. Fram virtist hafa náð tökunum í þessum leik. Að' vfsu ógnuðu Vikingar allan tímann og sigurinn var ekki inn- siglaður fyrr en undir lokin með marki Sigurðar Einarssonar 16:13, en þá voru Víkingar hafnir að leika maður gegn manni. Raunar fannst mér lélegur dómur Óla Ölsen, þegar hann dæmdi bolt- ann af Víkingunum, þegar staðan var 14:12 og Víkingar sóttu, gera ’mikið strik í reikninginn. Hefðu Víkingar skoraði þá. en 4 mínútur vx>ru eftir, er ekki að vita hvað gerzf hefði, en í stað marks Vfk- inga, skoraði Gylfi Jóhannsson 15:12, og þar með var draumurinn búinn má segja. Framliðið var ákaflega jafnt í þessum leik, enginn áberandi veik- ur hlekkur, en meðalmennskan no'kkuð áberandi. Fram er og verð- ur snyrtilegt lið, en vantar ein- hvem Ijóma. Mörkin fyrir Fram: Axel, Gylfi og Sigurður Einarsson 3 hver, Pálmi 2 (bæði úr vítaköstum), Sig- urbergur 2, Stefán, Guðjón og Am- ar 1 hver. Fyrir Viking: Guðjón Magmlsson 4, Georg 3, Sigfús, Asmundur, Ein- ar Magnússon, Magmis Sig., Gunn- ar Gunnarsson og Páll Björgv., allir skomðu sitt markið hver. — Guðjón Magnússon, rauðskeggj- aður víkingur, kempulegur á velli, eiris og sjá má á myndinni. ilÍlM ÍI-ÍÍÍlS; Þegar Geir var settur úr leik - kom annar / hans stað Leikur Jónasar Magnússonar vakti geysiathygli áhorfenda i fullskipaðri Laugardalshöllinni Geir Hallsteinsson átti bágt í gærkvöldi. Hann var lagður í einelti og skoraði aðeins helming þeirra marka, sem hann er vanur, eða 4 mörk. Jónas Magnússon, hinn ungi landsliðsmaður FH, var sannarlega hetja dagsins, þegar FH vann Hauka með 4 marka mun 21:17 í gærkvöldi frammi fyrir 1800 áhorf- endum, sem mjög marg- ir voru komnir sunnan úr Hafnarfirði til að sjá viðureignina. Leikur Jón asar í gærkvöldi og að undanfömu hefur breytt FH-Iiðinu mjög mikið. Liðið hefur nú meiri létt leika og fjölbreytileika í leik sínum. Þá er annar unglingalands- liðsmaöur FH ekki heldur slakur, Ólafur Einarsson. Báðir þessir leikmenn eiga þó áreiðanlega eftir aö bæta við krafta sína og hæfni. Þessi leikur FH og Hauka var góður handknattleikur, en Óneitanlega bar hann þess merki að hér var barizt um toppsætiö í 1. deild, svo og að hér var á ferðinni einhvers konar „inn- anbæjarkrónika" úr Hafnarfirði, sem jók e.t.v. talsvert á hörk- una. Alla vega var 5 Haukanna vís- að af velli, — og 4 FH-ingar hlutu sömu örlög, alls 9 leik- menn, sem fengu 2 miínútna hvíld hver. Óvenju há tala þaö. Undir lokin var þaö meira yfirvegaður sóknarleikur FH, sem færði þeim öruggan sigur. Greiniiegt var frá upphafi að þessi lið mundu mjög jöfn aö gæðum. Bæði leika góðan hand- knattleik og sóknarleikurinn er fjölbreyttur og kemur oft á ó- vart. Haukar fóru undir lokin að skjóta f alilt of mikilli tví- sýnu, þegar þeir voru 2 mörk undir Þeir tó'ku „sjensa“ eins og það er kallað. FH lék hins vegar þar til þeir komust í góö færi, sem komu f ljós, einkum vinstra megin þar sem Jónas Magnússon opnaði hvað eiftir annað. Það voru Haukam.r, sero höfðu forystuna megnið af fyrri hálflei'k, eða þar til rúmar 6 mínútur voru eftir af hálfleikn- um að Þorvaldur Karlsson skor- ar 7:6 og Kristinn Stefánsson sikorar 8:6. Þessum tveim mörk- um héldu FH-menn fram að hléi. Og þessum tveggia marka mun var erfitt að hnekkja í síðari hálfleiknum. Þrátt fyrir góðar tilraunir stóðu þessi tvö mörk alltaf eftir, — og það var eins og þetta gerði Hauka vonlausa, þegar mínútumar liðu, án þess að árangurinn ætlaði að koma í Ijós. Þeim tókst að minnka muninn hvað eftir annað f eitt mark, en PH bætti alltaf viö iafnharðan. Og þegar vonilausu skotin fóru að koma, breyttist staðan fljótlega úr 16:15 í' 17:15, 18:15 og 19:15. Þessi fjögur mörk voru þaö sem FH nægði til sigurs og sigurinn eftir æ=i=nenniindi op ógnvænleg átök undir Iokin var 2117. FH virðist nú hafa skapað nýtt lið, heilsteypt lið og gott. Þó er greinilegt aö liðið á eftir að batna að mun á næstu mán- uöum, þegar hinum ungu leik- mönnum vex þróttur. Geir Hall- steinsson var gersamlega lagð- ur í einelti og naut sfn lítt, en í fjarveru hans kom Jónss hinn ungi skemmtile,’a f liós. Þá er gaman að sjá Ólaif Einarsson. sem virðist alveg ódrepandi og gefst aldrei upp. Það er rétti andinn! Öm Hallsteinsson kom ágætlega frá þessum leik, og I markinu stóð Birgir sig ágæt- lega, einkum þegar á leið og þörfin var hvað mest. Kristján Stefánsson kom og skemmtilega frá þessurn leik. Vöm FH var góð. og áreiðanlega á Birgir Bjömsson sinn stóra þátt f að stýra henni. í Haukaliðinu er Þórarinn Ragnarsson stöðugt f framiför og er orðinn einn bezti maður liðs- ins. Markvarzla liösins er dálft- ið happa og glaona kennd. Get- ur verið róö en einnig alveg af- leit og það f einum og sama leiknum Það sem brást f þess- um leik var hið þrönga spil Haukanna inni á 1 ínunni og inni í vörn andstæðingsins. Langskotin voru lfka heldur ó- nákvæm. begar fram f sótti. Möricin fyrir FH: Ólafur o« Geir 4 hvor Kri^tíán Stefáns- son, Jónas Magnúscon. öm I Hallsteinsson 3 hver, Gils 2 og Birgir B og Þorvaldur Karlsson eitt hvor. Góðir dómarar voru þeir Reynir Ólafsson og Biöm Krist- jánsson. Þó ætti að forðast að setia dómara, sem t»ætn mögu- lega átt has'Tnona að gæta Það eæti R^'Tiir hat' sem þjáWari Vals, enda bótt vif á grunum hann sízt um að notfæra jg sér s'líkt. — JBP |

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.