Vísir - 21.01.1971, Síða 4

Vísir - 21.01.1971, Síða 4
4 V i S'I R . Fimmtwdagur 21. janúaW'HJ7T. Þessi börn eiga heima í Cambela í Eþíópíu. Þar er fjöldi flóttafóiks frá nágrannaríkjunum, og íbúamir eru þess ekki umkomnir að liðsinna því þar sem þeir þurfa sjálfir á þróunaraðstoð að halda. aðstoðar og verndar. — um 100.000 flóttamenn i Afríku, rúmlega 60 þúsund Tfbetar í Indlandi og Nepal og 80 þúsund flótta- menn frá Kína í Macaó. Á síðustu áratugum hefur rúmlega ein milljón manna í Afríku flosnað upp frá heimil- um sínum, fyrst flóttamenn frá Angóla, sem flúðu til Kongó. Síðan kom skriöa af flóttamönn um frá Rúandalýðveldinu. Um 172 þúsund manns hafa flúið frá Súdan 'og 31 þúsund frá Eþíópíu. Þessi lönd hafa svo aftur á móti tekið við flótta- mönnum frá öðrum löndum. — Vandamálið er því mjög flókið. Meginorsakir flóttamanna- vandamálsins í Afríku eru annars vegar afleiðingar nýlenduveldis 1 ins. öeirðir á svæðum undir ný- \ lendustjóm og svo viðsjár með t ættflokkum og ólíkum þjóð- í flokkum nýfrjálsra ríkja. Sérstökum landsvæðum er venjulega úthlutað fyrir flótta fólkið og framkvæmdir þar eru að mestu kostaðar af Plótta- mannahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Matvælastofnun Samein- uðu þjóðanna sér fólkinu fyrir mat, þar til það getur fram- fleytt sjálfu sér á hinu nýja land svæöi. Fyrir það fé, sem safnað verð ur hér á landi og á Norðurlönd / um verða trúlega byggðir skól- ) ar, komið á fót skólakerfi og \ bamafræðslu, þá einkum fyrir i flóttamenn í grannlöndum í Súdan. ; — fil söfnunar fyrir flóttamenn i Sudan og grannrikjum þess SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 25. april mun fólk á vegum flóttamannahjálparinnar berja upp á í hverju húsi hér á landi. Þann dag fer fram á Norðurlöndunum öllum söfn un til hjálpar flóttafólki í Súdan og Eþíópíu. Sameig- inleg framkvæmdanefnd sem stofnuð var á síðastliðnu ári fyrir öll Norðurlöndin, hefur að undanförnu unnið að und irbúningi þessarar sameigin legu fjársöfnunar. Um það bil tvær og hálf milljón manna nýtur nú liðsinn is Flóttamannastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, en söfnun sú, sem hér um ræðir er gerö í sam ráði við hana. Flóttamenn þess ir eru víðs vegar að, hafa orðið að flýja heimkynni sín vegna styrjalda, innanlandsóeirða eöa náttúruhamfara. Flestum þeirra hefur tekizt að samlagast lífi þjóðanna, sem veittu þeim hæli. Þeir eru um víða veröld og tilheyra mörgum kynþátt- um. Þó eru þeir hópar, sem eiga við mikla örðugleika aö etja, þarfnast neyðafhjálpar og efna Móðir með böm sín í skoðun í héraðinu Cambela í Eþíópíu. Kristniboðar hafa veitt mikla aðstoð í mörgum Afríkuríkjum. í Eþíópíu eru meðal annars íslenzkir kristniboðar — á trú- boðsstöðinni í, Konsóhéraði. Gengið í hvert hús á öllum Norðurlöndumá einu kvöldi ferðir frá -. FELIXSTOWE, ROTTERDAM, HAMBORG OG KAUPMANNAHÖFN H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS PÓSTHÚSSTRÆTI 2 - REYKJAVÍK - SiMI 21460

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.