Vísir - 21.01.1971, Síða 8
V1SIR . Fimmtudagur 21. janúar 1971.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R EyjóWsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11660
Afgreiflsla- Bröttugötu 3b Slmi 11660
Ritstjöm: Laugavegi 178. Sími 11660 f5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakifl
Prentsmiflja Vtsis — Edda hf.____________
' snw* 'wnwwaBntMWMMWwwwwnM—————————
240 milljóna fangelsi
JJéttarhöldín yfir Gyðingunum í Sovétríkjunum fyrir
tilraunir til að ræna flugvélum hafa vakið mikla at-
hygli. Mesta eftirtekt hafa dómamir vakið fyrir þá
sök, hve harðir og óvægilegir þeir vom. En átakan-
legastar em þó hinar þjóðfélagslegu staðreyndir, sem
Iiggja að baki tilrauna Gyðinga til að ræna flugvél-
um til að komast úr landi.
I Sovétríkjunum býr mikill fjöldi Gyðinga, þrátt
fyrir langvinnar ofsóknir gegn þeim. Margt af þessu
fólki á þá ósk heitasta að komast úr landi og flytja
til fyrirheitna landsins, ísraels. Ætla mætti, að stjórn-
völd í Sovétríkjunum væm fegin að losna við fólk,
sem þau hafa ofsótt fyrir að samlagast ekki sovézku
þjóðskipulagi og þjóðháttum.
En staðreyndin er samt sú, að sovétstjórnin hefur
lagt blátt bann við útflutningi Gyðinga og gert líf-
ið óbærilegt þeim, sem hafa reynt að sækja um leyfi
til að flytjast úr landi. Þeir hafa verið reknir úr vinnu
og neitað um atvinnuleyfi. í augum Vesturlanda-
búa lítur þetta út sem ótrúleg mannvonzka, enda
brýtur þetta alveg í bága við vestrænar mannúðar-
hugmyndir.
Á Vesturlöndum eru bæði til lýðræðisríki og ríki
með annars konar stjómarfar. í Grikklandi, Spáni
og Portúgal er stjómarfar, sem minnir að sumu leyti
á austantjaldslöndin. Þessi ríki eru óhreinu börnin
meðal vestrænna ríkja. En það kemur þó fram í
ýmsum myndum, að valdhafar þessara ríkja eru ekki
eins harðneskjulegir og valdhafar austantjaldsríkj-
anna.
Útflytjendumir eru dæmi um þennan mun. í þess-
um þremur einræðisríkjum Vestur-Evrópu fá menn
yfirleitt að flytjast úr landi, ef þeir sætta sig ekki við
þjóðskipulagið heima fyrir eða telja sér betur borgið
annars staðar. Og hinum fáu, sem þetta er bannað,
veitist \rfirleitt auðvelt að komast úr landi á ólögleg-
an hátt.
í Sovétríkjunura cr mö;vium hins vegar bannað að
flytjast til útlanda og jafnvel fara í ferðalög til út-
landa, og gildir þetta ekki um Gyðinga eina. Allar
þjóðir Sovétríkjanna em bundnar þeim átthagafjötr-
um, að brottflutningur frá Sovétríkjunum er yfirleitt
ekki leyfður. Ríkið í heild er því 240 milljón manna
fangelsi.
Svipuð afstaða ríkir meðal ráðamanna annarra
austantjaldsríkja, þótt í mildari mynd sé. En sovét-
stjórnin hefur beitt áhrifum sínum í Tékkóslóvakíu
og annars staðar til að fá lagðar auknar hömlur á
ferðalög til útlanda.
í lýðræðisríkjum Vesturlanda ríkir mannúðar-
stefna, sem gnæfir himinhátt yfir einræðisríkin þrjú
í Vestur-Evrópu, sem hér hafa verið nefnd. Þessi mun-
ur er öllum ljós. En hitt er mörgum ekki eins ljóst,
að mannúðin í vestrænu einræðisríkjunum er langt-
um meiri en í því 240 milljón manna fangelsi, sem
nefnist Sovétríkin.
Hvorki hefur gengið né rekið i tvö ár — Parisar-
viðræðurnar helzt vettvangur áróðurs
ÞAÐ ER dapurlegt afmæli, sem samningamenn-
imir í París halda í dag, þegar þeir setjast að samn-
ingaborðinu í hundraðasta skiptið. Víetnamviðræð-
urnar í París hófust fyrir næstum nákvæmlega
tveimur árum, 25. janúar 1969. Til þessa hafa menn
aðeins orðið sammála um eitt, það er að þeir hafi
ekki náð neinum árangri með öllum þessum við-
ræðum.
síðastliðnum, að leynilegar viö-
ræður milli aðila gætu bjargað
Parísarviðræðunum úr sjálfheld-
unni. Talsverðar vonir voru
bundnar við David Bruce, gam-
alreyndan bandarfskan samn-
ingamann, sem tók við forystu
bandarís’ku nefndarinnar eftir að
minniháttar diplömat hafði
stýrt henni f átta mánuði.
Norður-Víetnamar sendu helzta
sérfræðing sinn aftur til Parisar
eftir komu Bruce. Bæði Bruce og
Norður-Víetnaminn Xuan Thuy
lýstu þvf yfir við blaðamenn, að
dymar væru opnar fyrir leyn-
viðræður. Þó er taiið að engar
sií'kar viðræður hafi átt sér stað.
Aðiílar að viðræðunum em
fjörir: Norður- og Suöur-Víet-
namar, Bandarfkjamenn og
Víetikongmenn. Öðrum megin
við borðið sitja futltrúar komm-
únista, en Bandaríkjamenn og
Suður-Víetnamar hinum megin.
Fundir em einu sinni í viku.
Þeir em venjulega endurtekning
bver á öðmm. Aðilar skora hver
á annan að halda sér við aöal-
atriði, svo að unnt verði að
byrja raunverulegar viðræður
um frið. Samt eyða menn mest-
um tírna í ásakanir hver á
annan fyrir margs kyns van-
virðu.
Þessu mim væntanlega vinda
svo fram, meðan beðið er,
hvernig fara muni um stefnu
Nixons forseta Bandarikjanna i
Víetnam, „vfetnamiseringuna"
og heimköilun bandarfsku herr
mannanna.
Nixon lýsti yifir þessari stefnu
sinni fyrir einu og hálfu ári.
Heimköllun hermanna hófst
skömmu sfðar, og allverulega
hefur fækkað f bandaríska hem-
um f Suður-Víetnam. Á þessum
tíma hafa Norður-Víetnamar og
Víetkongmenn aðeins gert örfá
meiriháttar áhlaup. Af þvf hefur
leitt, að miklu færi Bandaríkja-
menn hafa faliið að undanfömu
en áður var. Jafnframt hefur
dregið úr andstöðunni við
bandarísku stjómina heima I
Bandarfkjunum, en sú andstaða
jaðraöi við uppiausnarástand,
jægar hún var f hámariki.
„Bíða hinnar réttu
stundar“
Fréttir bárust f fyrradag um
aukna iðnvæðingu í Norður-
Vietnam. Segir. að þeir ætli að
verja miklu fé tll uppbyggingar.
og muni það koma fram í minnk
andi herveldi þeirra. Samt hafa
Norður-Víetnamar og Víetkong-
menn aldrei viðurkennt opin-
beriega að dregiö hafi úr hern-
aðaraðgerðum Blaðamenn i París
hafa það hins vegar eftir sumum
fulltrúum kommúnista, að ,,her-
menn þeirra viti, að þeir eigi að
bíða eftir réttu augnabliki til
nýrrar sóknar".
Illlllllllli
Mitii'ii'Æm
Umsjón: Haukur Helgason:
Atf þessum samtölum hafa
sumir dregið þær ályktanir, að
kommúnistar hyggist forðast
meiriháttar átök, meðan verið
er að fækka í bandaríska hem-
um. Þar sem báðir stríðsaðilar
virðast byggja stefnu sína á
þróun, sem tekur langan tíma,
hefur ekkert miðað f Parisarvið-
Þola ekki Thieu og Ky
í stjóm
Noröur-Víetnamar og Víet-
kong hafa á Parísanfundunum
smám saman skýnt afstöðu
Pegar Bruce (til vinstri) tók við stjórn bandarísku samninga-
nefndarinnar o'g Norður-Víetnaminn Thuy sneri aftur til
Parísar, vöknuðu vonir um leynilegar viðræður, sem yrðu
árangursríkar. Þessar vonir brugðust.
ræðunum. Þeim er haldiö áfram,
en þær leiða ekki til neinnar
lausnar.
„Enginn friður
þetta árið“
Georges Pompidou forseti
Frakklands hefur sagt, aö ekki
sé að vænta lausnar á stríöinu
í Víetnam á þessu ári.
Norður-Vfetnamar og Víet-
kongmenn halda því fram, að
Nixon hafi hugsað sér að hafa
mikinn herafla i Suður-Vfetnam
tii frambúðar þrátt fyrir ailt
talið um heimkölilun.
Sumir vestrænir diplómatar,
sem fylgzt hafa með viðræðun-
um í Parfs, telja, að Bandaríkja-
menn muni lengi enn hafa flug-
stöðvar og talsverðan flugher
í Víetnam.
Önnur hlið þessa máls er
stríðiö f Kambódíu, grannríki
Suður-Víetnams. Þar hótfust
bardagar í fyrra og er sifellt
barizt. Samningamennimir f
París hafa tii bessa iátið sér
nægja að flytja harðorðar ásak-
anir á hendur hver öðrum vegna
Kambódíu, en þeir hafa enga
tilraun gert til raunverulegra
viðræðna um Kambódíustríðið.
Margir vonuðu í ágústmánuði
sína. Þeir segjast vera tilbúnir
til samninga við hverja þá ríkis
stjórn f Suður-Víetnam, sem
vjlji frið og hilutleysi Víetnams
Þó hafa þeir sett það skilyrði, að
núverandi leiðtogar í Saigon
megi ekki vera í rfkisstjórn eft-
ir að friður hefur verið saminn
Þá skuli mynda samstevpustiórn
og skuli þeir Thieu, Ky og Rhi-
em. sem nú hafa æöstu völd í
Suður-Víetnam, ekki vera f slíkri
stjórn.
Parísarfundirnir hafa alla tíð
verið vettvangur áróðurs fyrir
strfðsaðila Þeir nota þá giarnan
til að koma á framfæri við blaða
menn frá ýmsum löndum ásök
unum á hendur mótherjanum.
eins og um fjöldamorð f Suður-
Vfetnam eða að undanförnu með
ferð Norður-Vfetnama á banda-
rískum strfðsföngum.
Hver ber á annan, að hann
skipuleggi fjöldamorð á óbrevtt
um borgurum, og allir aðilar
verða fyrir ásökunum um pynt
ingar á föngum.
Á „afmælisdaginn” í dag bla'
ir við sú soreleaa staðrevnd. aó
Parísarfundirnir virðast ekki
hafa komið að neinu gagni. ÞeÞ
eru hins vegar sá vettvangnr e»
æskilegt er að varðveita, ef ein
hvern tfma kemur sú stund að
unnt verður að semja um raun
verulegan frið í Víetnam.