Vísir - 21.01.1971, Side 9

Vísir - 21.01.1971, Side 9
V I S IR . Fimmtudagur 21. janúar 1971. 9 Hamingjusamir íslendingar í vetrarleyfi á Las Olas á suðurhluta eyjunnar Gran Canaria. í stað ferðast menn mikið til annarra landa á miðju sumri, sem er hinn „hefðbundni" sum- arleyfistfmi okkar. Margir kostir við vetrarorlof Menn hafa nú farið til sólar- Ianda á þeim tima, sem helzt er að vænta sólar á tslandi. Þessar feröir hafa vissulega orð- ið fólki tii upplyftingar og hress ingar. Hins vegar virðist aug- ljóst, að aukin vetrarorlof hafa fjölmarga kosti bæði frá sjónar miði einstaklingsins og þjóðhags legu sjónarmiði. Frá sjónarhóli einstaklingsins fær hann með vetrarferð til sól- arlanda hvíld frá hörðum ís- lenzkum vetri og fjörefni I skammdeginu. Eftir til dæmis þriggja vikna orlof i sólinni má búast við, aö það sem eftir lifir vetrar líði fljótt. Síðan á ein- staklingurinn kost á íslenzka sumrinu, og gæti hann fariö upp í fjöll og út í sveitir um helg- ar. íslendingar eru önnum kafnir á sumrin. Margir vinna þá dag sem nótt, hvort sem þeir eiga aö heita í sumarleyfi eða ekki. Sumar um mií ’an vetur é Vetrarorlof hefur ýmsa kosti umfram sumarorlof □ íslenzka skammdegið liggur sem mara á at- vinnulífi og hugum manna. Það hefur þann eina kost, að á eftir kemur vor í bæ. Það er því ekki ónýtt íslendingnum, ef hann getur skapað sér sum- ar á miðjum vetri. □ íslenzkir blaðamenn kynntust slíku sumri nú I vikunni, þegar þeir heimsóttu Kanaríeyjar. Þetta var önnur ferð Flugfélags íslands á þessum vetri með fullfermi ferðalanga til hinna sólríku eyja. Um miðjan janúar er, eins og raunar allt árið, á eyjum hinnar eilífu sólar, 20—25 stiga hiti, logn og sól. Þingmenn úr öllum flokkum báru í fyrra fram tiilögu um p vetrarorlof. Þeir var umhugað p um, að þeir, sem vildu, ættu kost á að sækja heim sólarlönd á vægu verði. Forystumenn verkalýðsfélaga hafa ekki sízt áhuga á þessu. Á öðrum Norð- urlöndum og annars staðar er algengt, að verkalýðsfélög beiti sér fýrir ferðum félaga sinna I vetrarorlof til sólarlanda. Sum verkalýðsfélög eiga sjálf húsa- kynni f þessu mlöndum og skipuleggja orlofsferðir til i þeirra. Tillaga þingmannanna varð ! ekki útraxld á alþingi í fyrra, Iog kemur hún aftur til meðferð ar þingslnis I vetur. Aldrei kalt, aldrei of keitt Kanarieyjar er einn hagstæð asti staðurinn fyrir vetrarorlof þelrra sem sólarinnar leita. Eyj- arnar eru spænskar, en liggja tj vestur af Afriku. Vegna hafs- a. Ins er voðráirU JHifn aldrel kalt, aldrei þrúgandi hiti. Höfuðborg in Las Palmas er engin stór borg, þar búa aðeins 250 þús und manns. Þar hafa undanfar- in ár risið glæsilegustu gisti- hús, sum ,,Iúxus“ önnur hentug þeim, sem úr minna hafa að spila. Alls staðar er skammt til strandar. íbúar eru spænskir, brosmildir og þægilegir við- móts. Ferðamenn verða ekki fyr ir áleitni peningagráðugra, sem vilja reyta af þeim skyrtuna eins og víða gerist. Þeir, sem vilja, geta farið með fjölskyldu sína og tekið á leigu fyrir lítið fé þægilega íbúð niðri við strönd. Setið á svöl unum og notið sólar eða synt i sjónum. Sparað sér útgjöld og ofskipulag með því að elda sjálfir ofan í sig. Keypt mat og drykk fyrir smámuni á oikk ar mælikvarða. Þeir, sem vilja, geta líka svaliað í næturlífi Las Palmas. Þarna eru margir ferðamenn, elnkum að vetrarlagi, ef íslend- ingurinn vill halla sér að þelm. Þarna er urmull Svía, og víða eru auglýsingaskilti bæði á spænsku, ensiku þýzku og sænsku. Ólíklegustu menn skilja eitthvað í sænsku. Þetta er fomt eldfjallaland. Fjöll og dalir með strjáíli byggð. : Asnar og kaktusar. Friðsælir litlir gististaðir og minjagripa- . verzlanir lengst uppi í fjöllum. Ef einhver man ekki hvernig eld gígur lítur út, getur hann klifið fjöll. Okkur var sagt, að á hverju ári væri sól alla daga nema tíu. StUndum rigndi milli fjögur og sex síðdegis, var sagt, en ekki geröist það, meðan íslenzkir blaðamenn dvöldust á eyjunni Gran Canaria. Borg fríhafnanna Las Palmas er borg toll- frjálsra verzlana, „fríhafna", þar sem vörur, jafnvel fullkomn ustu rafmagns, útvarps- og sjónvarpstæki fást á verði, sem er líklega lægra en nokkurs staðar annars staðar. Þetta er land „skattflóttans", þangað sem efnamenn fara til að spara sér skattgreiðslur. Þó skyldi enginn vera of fljótur á sér við kaupskapinn. Þótt veröið, sem ritað er á verðmiðann meö hlutunum í' búðarglugganum, sé lágt, þá geta menn náð enn betri kjör- um með þvi að tvístiga svolítið og vera íbyggnir ú svip. Kaim- maðurinn „slær þá gjaman af“ verðinu, svo að um munar. Flugfélag Islands fór fyrstu ferð sína með 90 manna hóp Islendinga til Kanaríeyja um áramótin. Miðað var við tveggja vikna dvöl, en tiu úr hópnum kusu að vera úfram og fara heim seinna. Allir, sem við hittum luku lofsorði á þennan stað. Við hittum Islenzk hjón, sem höfðu fbúð ú suðurhluta eyjarinnar. Þau löbbuðu sig í næstu búð eftir mat, auk þess sem þau höfðu beinllnis komið með mat með sér frá íslandi. Vetrarorlof er nýtt íslending- um, og aðeins örfáir hafa not- fært sér þaö undanfarin ár. Þess Fyrst og fremst veldur veðrátt- an því, að atvinna liggur mikið niðri að vetri. Þetta sýna at- vinnuleysisskýrslur glöggt, en minnkun aitvinnunnar með vetr arkomu er þó miklu meiri en þær tskýrslur sýna. Þjóðhags- lega væri miklu hagstæðara, að menn gætu unnið lengur á sumr in en þeir gera við framleiðsl- una í stað þess að fara í sum arleyfi. Þetta gildir um nær aila landsmenn að frátöldum sjó- mönnum á vetrarvertíð. Auðvitað ættj ekki að skylda neinn til að taka vetrarorlof. Menn skyldu ráða því. í Þýzkalandi hefur mjög víða verið ýtt undir vetrarorlof. Fyr- irtæki hafa gefið starfsfólki nokkrum dögum lengra leyfi, ef það tekur vetrarorlof. Enda settu Þjóöverjar I vetrarorlofi mikinn svip á Las Palmas. í ýmsum löndum öðrum hef- ur veriö gefin hvatning til vetr- arorlofa. í fyrirtækjum hefur verið efnt til samskota. Ein vlnsæl leið um þessar mundir er að menn minnki við sig reykingar og leggi til hliðar sem því nem ur. Raunar getur það allt eins vel átt við um utanferðir á öör- um ttmum. Á þeim tímum, sem íslending- ar reyna réttilega að laða ferða- menn til íslands með þvi að benda á hreint loft og hreint vatn, er athyglisvert, að Kanarf eyjar eru umluktar hafi og iðju- ver, sem spúa frá sér mengun, eru fáséð. Þó ber að gæta þar þeirrar varúðar, sem víðast hvar gild- ir erlendis, að sjóða vatn, áður en það er drukkið. Nokkrir ferðalangar fóru fyr ir nokkrum dögum frá sólar- eyjum, þar sem hiti var 25 stig, og lentu á Keflavfkurflugvelli I 13 gráðu frosti. Þeir munu ljúka upp einum munni um það, að auðveldara er að horfast i augu við Islenzka veturinn, eft- ir að hafa kynnzt surnri um miðjan vetur suður við strendur Afrlku. — HH Bjöm Helgason, lögfræöingur: Vetrarorlof myndi ég ekki taka mér nema til þess eins aö verða mér úti um sumarauka með því að bregða mér til sólarlanda. Neyddist ég hins vegar til að eyða vetrarfríi hér heima þætti mér llklegt, að ég eyddi því að einhverjum hluta á hestbaki t. d. Finnur Gíslason, vélstjóri: Það er vafaiaust svo margt sinnið sem skinnið hvaö varöar þessi blessuð vetrarorlof. Ég persónu- lega er ekkert tiltakanlega upp- veðraöur yfir þeim, sízt núna á gamalsaldri þegar ég get ekki lagt stund á vetraríþróttir í slíku frti. Nei, líklega kæmi mér það bezt, að komast í hlýindi suðrænnar sólar. vsíisra: — Hvernig mynduð þér eyða vetrarorlofi, — byðist yður bað nú? Eyiólfur Þorvaldsson, skip- stjóri: „Ja, iíklega myndi ég helzt kjósa að komast i sólina einhvers staðar hjá þeim þarna suðurfrá. Smári Amgrímsson, háskóla- nemi: Ef efnahagurinn leyfði myndi ég umsvifalaust koma mér héðan úr kuldanum og til einhvers sólarlandsins. Jósef Sigurösson, verkamaður: Vetrarorlof myndi ég ekki vilja taka mér. Vildi miklu heldur geyma mér það orlof til sum- arsins og eyða þá fríinu hér heima fyrir eins og ég er vanur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.