Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 2
Fríðrika kannski bannfærð Ustinov getur allti Þegar Peter Ustinov, leikari.í leikstjóri, rithðfundur, rektor og( málaséní — tók sér fyrir hendurf eigi fyrir mörgum árum, að setja á svið óperu Mozarts, „Töfra / flautuna“, urðu tónlistargagnrýn-^ endur róthneykslaðir á tiltækinu/ — þ. e. a. s. áður en frumsýnt. var. Bn leikar fóru þannig, eins( og sumir kannski vita, að Ustinovf vann enn einn sigurinn, þessif Ustinov-framleiðsla með Rfkis- óperunni I Hamborg reyndist stórf kostleg og sprengdi ÖH aðsóknar-' met. Og nU ætjar Ustinov afturj að reyna sig við óperu. Og í Ham-' borg, sem fyrr, nema hvað nú^ er um sjónvarplð að ræða og, Ustinov verður ekki leikstjóri, heldur mun hann svngja aðal- hlutverkið — hinn fyndna bari-1 ton, Papageno. Friðrika, kóngsmóðir frá Grikklandi. Grískur preláti hefur farið fram á, að Friðrika, fyrrum Grikkjadrottning og móöir núver- andi útlagakóngs, Konstantíns af Grikklandi, verði bannfærð, nema því aðeins að hún dragi til baka staðhæfingar sem hún lét falla um grfsku orþódox-kirkjuna og kristnikenningar. Ágústínus nokkur frá Flórfnó, fer fram á það f dagblaðinu „Estía“, að gríska kirkjan taki upp mál Friðriku. Segir Ágústín- us, aö fyrir 2 mánuðum hafi grfskt dagblað birt viðtal við Friðriku, en viðtalið tók blaða- maðurinn C. L. Sulzberger frá New York Times. Viðtalið var raunar tekið meðan Friðrika var enn drottning, en prentað í nýút- kominni bók Sulzbergers, sem heitir „Síðasti risinn" (The last of the Giants). í þessu viðta'li gagnrýnir Friðrika hegðun grískra presta og einnig sagði hún: „Það skiptir engu máli, hvort Kristur lifði nokkum tíma, Þaö sem skipt ir máii eru hugmyndimar og kenn ingarnar, sem út úr Kristi eða Kristshugmyndinni eru vaxnar, Okkar prestar em vondir, nema auðvitað uppáhaldið okkar í höli- inni. Eftir 300 ár munu menn undrast þegar þeir athuga hegð- an grískra presta". Ágústínus erkibiskup frá Flór- fnó hefur farið fram á að æðsti maður grísku kirkjunnar, patrí- arkinn f Konstantfnópel, (Istan- bul) krefjist skýringa af Friðriku útlagadrottningu, en hún býr hjá Konstantfn syni sínum í Róm. Ágústfnus erkibiskup segir: „Það ætti að gera henni ljóst, að gefi hún ekki skýringu á ummæl- um sínum innan viss tfma, verður að beita 41. lagagrein grísku kirkj unnar gegn henni". 41. grein fjail- ar um bannfæringu. Franskari en nokkur Frakki „Þú ert franskari en nokkur Frakki, vegna þess að þú ert mik- ill matmaður og drykk kannt þú Ifka að meta. Þú ert hinn eini sem hefur útskýrt England fyrir okkur. Þú varst í hópi þeirra sem fyrst sýndu okkur hvað Hitl- er var í raun og vem. Og núna, af því að þú ert Ameríkani, eru Amerfkanar loksins famir að meta mat og drykk“. Og við hvern gæti þessi lýsing átt, annan en kvikmyndaleik- stjórann Alfred Hi^chcock? Ekki vitum við það, enda eru þetta orð franska kvikmyndamannsins Henrj Langlois en hann hélt ræðu við það tækifæri, er franskir hengdu Heiðursfyikingarorðu á vömbina á Hitchcock. Ezra Pound á Ítalíu Um Ezra Pound, þann gamla skáldjöfur, hefur oft verið sagt, að hann hafi á sinni blómatíð haft skoðun á öllu. Allt frá austur lenzkrj heimspeki til vesturlenzkr ar pólitfkur. Og hann hikaði aldrei við að segja hug sinn. Þeg- ar hann var sextugur, dæmdi hæstiréttur USA hann á geð- veikraspítala — til þess að sleppa við að dæma Pound fyrir land- ráð, vegna útvarps þess er hann stóð fyrir frá ítalfu meðan heims- styrjöidin 2. stóð. Núna hefur Pound verið laus s.I. 13 ár og býr á ítalfu. Hann er orðinn 85 ára gamall, og situr oft við glugg- ann sinn, þar sem hann býr hjá vini sfnum í Snoleto. Með honum er á myndinni hér, vinkona skálds ins, Olga Rudge, konsert fiðlari, sem oft iék samsetningar Pounds hér fvrr á ámm. Pound gluggann. fYRST 06 TftmST VANDAD 06 UILC6T Rúm. Tegund „Grand“ er voldugt og vandað sett. — Það stendur á sökkli og er allt mjög þungt og traust. Framleitt úr Riopalisander og gullálmi. — Mesta breidd höfðagafls er 274 cm, mesta lengd utanmáls 207 cm. Lengd svefnpláss 200 cm. Snyrtiborð og koll- ur, tegund „Grand“ fæst í stíl. Álmur Palisander Rúm 16.915,— 20.485,— — m/dýnu 24.415,— 27.985,— Snyrtiborð 10.940,— 7.920,— Koílur 3.260,— 2.780,— Ultr, It > —1 —r 1 I D1 ■i Simi-22900 Lauqaveg 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.