Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 16
ISIR Mánudagur 25. janúar 1971. I LSD-töfl- urnar voru bara gabb Maðurinn, sem handtekinn var aöfaranótt föstudags fyrir að hafa boðizt til að útvega LSD töflur fyrir 30.000, hefur viður- kennt við yfirhejrrslur að hafa boðið töflumar til sölu. Einn gesta í danshúsi, þar sem maðurinn hafði boðið töfl1' urnar, haföi vísað fögreglunni á manninn og sagt henni af til- boðinu, sem honum hafði ver- ið gert. Hafði hann mælt sér stefnumót við LSD-salann um kl. 2 þessa nótt á Amarhóli. Eins og sagt var í frétt Vísis, umkringdi fögreglan stefnumóts staöinn, en enginn kom. Hins vegar var hinn grunaði hand- tekinn, þegar hann kom á fög- reglustöðina þessa nótt. Við yf'rhevrslur hefur hann sagt, að hann hafði aðeins verið að gabba þennan mann og hann hafi ekki boðið fleirum. Segir hann, að sér hafi fundizt mað- urinn, sem hann bauð að útvega LSD-töflumar, verið svo ákaf- ur, að hann hafi séð sér ieik á borði til þess að láta manninn fara fýluferð um hánótt upp á Amarhól. En hann hafi ekki ætl að sér, né heldur getað staðið við tilboð sitt í fórum hans hafði fundizt lyfjaglas með taugaróandi töfl- um, sem hann hafði fengið úr apóteki daginn áður. í glasinu fundust 14 töflur, en £ því höfðu verið 50 töflur í upphafi. Eina töflu, tvisvar á dag átti sjúkl- ingurinn aö taka, eftir þv£ sem stóð á glasmiöanum. Pilturinn gaf þá skýringu á þvf, hve mik- ið hefði gengið á töflurnar, að hann hefði verið svo óheppinn að missa úr glasinu daginn áð- ur. — GP I vélsmiðju Óla Olsen í Njarðvíkum liggur við að mikinn vilja styrk þurfi til að halda áfram að reykja, en það gera aðeins tveir starfsmenn fyrirtækisins Öm Gíslason er annar þeirra, t. h.. T. v. er Gunnar Sigurðsson, formaður bindindisklúbbsins. Ekki hlaupið að því að byría að reykja aftur — Ellefu starfsmenn i Véismibju Ó. Olsen i Njarðvikum standa uppi með 44 þúsund krónur i vasanum eftir þriggja mánaða bindindi — Enginn hefur enn sætt refsireglum Það er sjálfsagt fyrir unga menn, sem ekki þoia að reykja, að hætta því bara, sagði Örn Gíslason, einn af fáum starfsmönnum hjá vél- smiðju Óla Ólsen í Njarðvík- um, sem hefur „haldið það út“ að reykja. Sameiginlegt bindindi starfsmanna fyrir- tækisins hefur nú staðið hátt á þriðja mánuð og eliefu standast enn aiiar tóbaks- freistingar að sögn formanns bindindiskiúbbsins, Gunnars Sigurðssonar. Sjóðurinn, sem bindindismenn irnir borga reglulega £ er orðinn 44 þúsund að sögn Gunnars og sagði hann þó að aðferðir hins opinbera hefðu ekki verið not- aðar viö innheimtu. Þvert á móti hefði verið séð í gegnum fingur við menn, þegar þeir gátu ekki borgað sfn framlög vegna heim- ilisútgjalda og þess háttar. Aft- ur á móti leyfir tóbaksnautnin sjaldnast slika undanlátssemi. — Maður hefur heyrt um þaS, sagði Gunnar að þaö sé önnur hver manneskja hér i Njarð- vikum að hætta að reykja og viöa virðist vera áhugi fyrir því hjá fóiki að hætta þessu. Framtak þeirra vélsmiðju- manna er orðið landsfrægt, en þeir hafa þann hátt á að sá sem kann að svíkjast undan merkjum, er dæmdur í fjár- sektir. Þessari heimild í reglum klúbbsins hefur ekki veriö beitt ennþá að sögn Gunnars. Þeir sem hugsa sér að byrja reyking- ar aftur verða að tilkynna það með hálfs mánaðar fyrirvara — og halda bindindiö þann hálfa mánuð. Svo að segja má að ekki sé hlaupið aö þvi að byrja aftur að reykja fyrir eliefumenning- ana. Tveir af þeim sem stofnuðu klúbbinn hafa byrjað að reykja. Annar þeirra reykir enn. Hinn sá sig um hönd og sneri frá sinni tóbaksvillu. Að sögn Róberts Svavarsson- ar, verzlunarstjóra £ kaupfélags- búðinni í Njarðvikum dró veru- Iega úr tóbakskaupum fólks við síöustu hækkun á tóbaki, og öllu meira en gert hefur við undangengnar verðhækkanir. Hins vegar taldi hann naumast meira um bindindishugleiðingar þar i plássi heldur en víðast hvar annars staðar. Andrés Alexandersson, í tóbaksbúðinni London, sagði sígarettukáup hafa minkað nokk uð dálítinn tíma eftir hækkun. Nú væri þetta komið í sama farið. Pípusala -hefði hins vegar aukizt mjög. — JH n Lögreglan sá við öllum inn- 21 T0ÚARI STÖÐ VABUR Þingmenn komnir j úr jólnleyfi Alþingi kemur saman í dag eft- r jóialeyfi í um fimm vikur. Á dagskrá eru aðeins æðarrækt og varnir gegn sígarettureyking- um. — HH : / gönguferð \ með byssu j / hendi * um hánótt O <# ® Maður með tvfflileypta hagla- f byssu í hendi sást á gangi í \ Sæviðarsundi um hánótt, eða kl. (c tíu mínútur yfir tvö aðfaranótt c laugardagsins. Maöur, sem l mætti honum þarna á gangi, r sagði lögreglunni, að byssu- < maðurinn hefði gert sig líklegan (til þess að miða á sig byssunni. e Sá hann manninn síðan ganga r upp i Skipasund, en þar hvarf 4 hann sjónum. Leitaði lögreglan o mannsins, en fann hann hvergi. br ot sþ j óíuniim — Alls sex ungir menn staðnir að verki við innbrotstilraunir Varla líður svo helgi, að ekki séu framin nokkur innbrot hér í Reykjavík, en svo brá við um þessa helgi, að lögreglan hand- samaði þá innbrotsþjófa, sem á kreiki voru, ýmist áður en þeir hófu iðju sína eða þá í sömu mund. Þannig voru þrír 14 og 15 ára gamlir piltar handteknir vestur á Fálkagötu aðfaranótt laugardags, þar sem lögreglunni hafði verið vísað á, að þeir væru undir áhrif- um áfengis. Fundust þá á drengj- unum innbrotsáhöld og viður- kenndu þeir að hafa ætlað að brjótast inn um nóttina. — Síðar kom í ljós, að þeir höfðu gert til- raun til þess að brjótast inn í brauðbúð á Fálkagötu, og hafði þá sézt til þeirra. Fjórði pilturinn var með þeim, en hann slapp burtu. Enn einn piltur var handtekinn þar sem hann var að brjótast inn í mjólkurbúðina á Hjarðarhaga 49. Var hann staðinn að verki á innbrotsstaðnum. Hann var fluttur á upptökuheimilið' í Kópavogi, þar sem hann • verður, þar til búið verður að .fjalla um mál hans. . Undir morgun á laugardag voru tveir menn um tvítugt staðnir aö því að brjótast inn í Söebechs- verzlun við Háaleitisbraut. Náðust mennirnir báðir og voru hnepptir í varðhald. — GP Sáttafundur ekki boðaður Nú hefur 21 togari stöðvazt í verkfalli yfirmanna togaraflotans, aðeins þrír þeirra eru enn á veið- um og er reiknað meö aö tveir þeirra stöðvist innan skamms, Úr- anus og Egill Skallagrímsson og verður Narfi þá einn á veiðum, en hann hefur aðstööu til að frysta aflann. Nýr sáttafundur hefur ekki veriö boðaður, en sá síðasti var haldinn s.l. fimmtudag. Virðist af þessu, að mikil samningstregða sé í deil- unni, en 10 dagar höföu liðið á ^milli fyrri sáttafunda. Farmanna og fiskimannasam- bandið hélt almennan félagsfund í gær til að skýra frá gangi samn- ingaviðræðnanna. Fundurinn lýsti yfir trausti við samninganefndina og samþykkti, aö nefndin héldi sig við upphaflegar kröfur sem eru um 50%. — Þess má geta, að yfir- mennirnir hafa fengið um 52% hækkun fiskverös á nýliönu ári auk 15 prösent hækkunar á fastakaupi, þegar almennu kjarasamningarnir voru geröir í júní s.l. — VJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.