Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 25.01.1971, Blaðsíða 8
VlSIR . Mánudagur 25. janúar 1971. Otgefandi: Reykjaprent hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Brðttugötu 3b SSmar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugðtu 3b Slmi 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið Frentsmiflja Visis — Edda hf. Aliminkur slapp fVrir nokkrum árum stóðu hatrammar deilur um, hvort leyfa skyldi minkaeldi á nýjan leik hér á landi eftir langt hlé. Andstæðingar minkaeldis bentu á þá sorglegu reynslu, sem íslendingar hafa af slíku eldi. Mörg dýr sluppu úr búunum, margfölduðu kyn sitt, dreifðust um nærri allt land og urðu mikill vágestur í íslenzkri náttúru. Það var því með hálfum hug, að minkaeldi var leyft á nýjan leik. Menn vissu, að þetta gat orðið mikil- vægur atvinnuvegur, sem mundi auka fjölbreytni íslenzkra útflutningsafurða. En menn óttuðust, að dýrin mundu sleppa úr búunum. í þessum vangavelt- um voru þungar á metunum fullyrðingar minkarækt- armanna um, að hægur vandi væri að tryggja, að enginn minkur slyppi úr búi. Þeir röktu ýtarlega, hvernig hægt væri að framkvæma nægilegar varúðar- ráðstafanir. Áöur en minkaeldið var leyft, var samin ströng reglugerð, þar sem minkaræktarmönnum var gert skylt að beita ýtrustu varúðarráðstöfunum, er tryggðu, að aliminkarnir slyppu ekki út úr búunum og gerðust villtir. Var veiðistjóra falið að fylgjast með því, að minkaræktarmenn færu eftir reglugerðinni. Nú er Ijóst, að einhvers staðar hafa orðið mistök. Aliminkur hefur fundizt í hænsnahúsi og verið lagð- ur að velli, eftir að hann hafði drepið yfir 100 hænur. Þessi atburður hefur vakið athygli alþjóðar. Og í til- efni þessa hefur veiðistjóri ásakað minkaræktarmenn um kæruleysi og takmarkaðan áhuga á að fram- kvæma varúðarráðstafanir. Minkaræktarmenn bera hver fyrir sig af sér sök í þessu máli. Margir þeirra hafa án efa öryggismál sín í lagi. En ekki verður um það villzt, að einhvers staðar hefur ekki verið farið eftir reglum. Þessi at- burður hefur skyndilega sett minkaeldið í annað og óhagstæðara ljós. Búast má við, að stjómarvöld gangi nú eftir því af mikilli hörku, að minkaræktarmenn standi við fyrri fullyrðingar sínar um öryggismál og fari eftir þeim reglum, sem settar voru, þegar minkaræktin var leyfð. Vonandi taka þeir nú til óspilltra málanna í fram- haldi af þessu og tryggja, að ekki komi nýtt reiðar- slag í þessum efnum. Komi í ljós, að minkar geti sloppið út, þrátt fyrir fullyrðingar og reglugerðir, er hætt við, að velvild þjóðarinnar í garð þessarar nýju atvinnugreinar þverri skjötlega og margir þeir, sem áður voru hlynntir minkaeldi snúist öndverðir gegn því. Minka- ræktarmenn verða að sjá um, að sú verði ekki raunin. Ástralíusöfnunin Nú stendur yfir fjársöfnun til að stuðla að heimkomu ógæfusamrar íslenzkrar fjölskyldu, sem býr við bág- an kost og margvísleg vandamál í Ástralíu. Enn hefur ekki safnazt nægilegt fé. Vísir hvetur landsmenn til að sýna þessu máli drengflegan stuðning. f ') BOr.-iiEAD ‘ ■ li'" . f i ■ ■ ■■ ■ ’ ?• , : i;.i laiiié PMU i ! •-: w it’ti •: Avtf í A.:i. í.' Ut.O’iÚ •<•> • !•« Hvalategundir í hættu: Efst langreyður (til vinstri) og norð- hvalur, síðan steypireyður og gráhvaiur, þá Græniands-siétt- bakur og búrhvalur og neðst hnúfubakur og sandreyður. ÚTRÝMING VOFIR YFIR OLLUM TEG- UNDUM IIVALA Þrátt fyrir hámarksreglur heldur hv'ólum enn áfram að fækka i heimshbfunum • Meðal þeirra sjávardýra, sem ent ,f mestri hættu um þessar mundir, er hvaiurinn. Yfir honum vofir nær útrýming, ef ekki verður tekið í taumana. Ymsir vinir hvalanna hafa að undanförnu beitt sér fyrir aðgerðum til að bjarga hvalnum. Þar er við ramman reip að draga. Mörg riki telja sig hafa mikla hagsmuni af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Þau mega ekki til þess hugsa að missa þann ávinning, sem hval- veiðin gefur, þótt sérfróðir menn fullyrði, að sá ávinningur verði aðeins til skamms tíma. Útrýmingu spáð í Moby Dick Tólf ríki eiga aðild að al- þjóðlegu hvalveiðinefndinn.i, og hefur henni tekizt að setja regl ur um hámarksveiði eða ,kvóta‘ fyrir einstakar þjóðir. Þó eru stærstu hvalveiðiríkin treg til að framfylgja reglum nefndar- innar. Þar er fyrst að geta Rússa og Japana, en samtals veiða þeir 85 af hverjum 100 hvölum, sem drepnir eru í heim inum ár hvert. Perúmenn eiga hins vegar ekki aðild að hval- veiðinefndinni og fara sfnu fram i algeru trássi við óskir henn- ar. Perúmenn eru í röð helztu hvalveiðirikjanna. f hinni frægu sögu um hwíta hvalinn, Moby Dick, sem var á bókamarkaðnum hér fyrir jól- in, er spáð útrýmingu hvalsins. Á þeim tíma, er sagan gerist, fyrir einni öld, mim hafa verið ofveiði á hvölum í suðurhöifum. Þarna var um að ræða búrhveli og sléttbak. Nú á dögum sleppa fáar hvalategundir við ógnina, sem af manninum stafar. Flotar verksmiöjuskipa sækja aö hon- um hvarvetna, og af því leiðir. að flestar tegundir eru í hættu. Hvalolía er notuð í margs konar framleiðslu, smyrsli, vara lit, smjörlíki og sápu. Verðmæti hennar minnkaði á síðasta ára- tug um fjóra fimmtu hluta. os mörg hvalveiðiskipin urðu að ieita frá hinum köldu höfum við Suðurskautslandið í heitari sjó. þar sem aðeins veiddust minni og færri hvalir. Steypireyður nær aldauða Svo var komið, að steypireyð- urin, stærst allra spendýra jarðar og hnúfubakurinn voru nærri aldauða. Samþykkt var, að ekki skyldu veiddir fleiri af þeim tegundum Þetta varð þó Umsjón: Haukur Helgason: aðeins til að auka sóknina I aðrar tegundir. Hætta er á aö langreyðurin og búrhvalurinn, sem mest hefur verið af allra hvalategunda, muni brátt gjör- eyðast. Sitthvað hefur verið gert tíl að vernda hvalinn, en núgild- andi reglur virðast ganga of skammt. Margir gagnrýna regl- urnar, sem gilda um mat á hvalveiðinni, þegar reiknað er, hvort eitthvert ríki hafi veitt upp í sinn „kvóta“ eða hámark. Um nokkurt skeiö hefur sú regla gilt, að tvær langreyðar eru látnar jafngilda tveimur og hálfum hnúfubak eða sex sand- reyðum. Þetta verður til. þess, að ríki, sem ekki veiða upp í kvóta sinn af einhverri tegund- innj ráðast aesn annarri tegund tii að ná kvótanum. Scott McVay, sem er formað ur opinberrar bandariskrar nefndar til varnar hvalnum, full vrðir, að kvótarnir séu of háir. f grein í tímariti náttúrufræð- inga segir hann, að japönsk rann sókn hafi leitt f ljós, að hæfi- legt væri að veiða árlega 4.290 karisandreyðar í Norður-Kyrra- hafi. í stað þess gaf alþjóðlega hvalveiðinefndin kvóta, sem leyfði þjóðum að veiða samtals 10 þúsund dýr á þessum slóð- um. Hafi þetta því verið tvö- falt það magn, sem æskilegt hefði verið. Jafnvei búrhvalurinn í hættu _..■ Talið er, að 1Q0 þúsund lang reyðar lifi f höfúnúm, en það er aöeins einn fjórði þess, semeitt sinn var áætlað, að lifði aif þeirri tegund. Af steypireyð- inni mun aðeins eftir eitt þús- und, en talið er, að 100 þúsund hafi lifað af þeirri tegund fyrir hálfri öld. Sléttbakur, bæði Grænlands- sléttbakur og Islands-sléttbakur er kominn niður í nokkur hundr uð að tölu. Hin gffurlega veiði búrhvala hefur minnkað fjölda þeirrar tegundar úr 600 þúsund í 250 þúsund á fjórðungi aldar. Þá hefur sandreyðum fækkað um helming, niöur í 75 þúsund. á nokkrum áratugum. Ein tegund, sem ekkd lifir við ísland, svonefndur gráhvalur, hefur hins vegar aukið tölu sína. Eitt sinn var tegundin nærri aldauða. Nú munu milli 10 og 12 þúsund lifa af grá- hvölum. Eftirlits þörf McCay segir, að brýna þörf beri til að gera hvalveiðinefnd- inni kleift að fylgjast betur með veiöunum en nú er. Hann seg- ist hafa séð með eigin augum hvemig japanskir hvalveiöi- menn drápu heila torfu hvala, sem voru það smáir, að ekki hefði mátf veiöa þá samkvæmt reglum nefndarinnar. Þá hefur frétzt af miklu hvaladrápi á sléttbak við eyjuna Tristan da Cunha f Suður-Atlantshafi, en þessar veiðar brutu í bága við alþjóðlegar reglur. Þessi tvö dæmi eru af hanöahófi, en mörg önnur dæmi hafa sannazt um brot á reglunum, án bess að noklcuð sé unnt að aðhafast. McVay kemur ekki auga á neina leið aðra t.il að forða hvair um frá útrýmingu en mikla minnkun hvalveiðanna, svo að hvalstofninn nái að aukast að nýju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.